Dagblaðið - 13.12.1979, Síða 4

Dagblaðið - 13.12.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 DB á ne ytendamarkaði ANlNA BJARNASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavikur: Egg mjölbjöllunar skaðlaus þótt þeirra sé neytt — en þau geta klakizt út í hlýjum eldhússkápum — Greina verður f rá hvar og hvenær mjölið var keypt og þá fer eftirlitið á stúfana „Sýni eru ekki tekin að tilefnis- lausu,” sagði Ingi Bergmann, heilbrigðisf ulltrúi Reykjavíkurborg- ar, er DB ræddi við hann um mjölbjöllurnar. ,,En ef við fáum tilkynningu um eitthvað kvikt í mjölvöru verðum við að fá uppgefið hvar og hvenær varan var keypt. Förum við þá strax á staðinn, rannsökum málið og gerum viðeigandi ráðstafanir.” En oft vill bregða við að nokkrir mánuðirlíða frá því að varan er keypt og þar til citthvað kvikt kemur í ljós, þannig að í flestum tilfellum finnst ekkert athugavert á útsölustaðnum. Ingi sagði að þótt egg mjölbjöllunnar leyndust í mjölinu þegar því væri pakkað teldist það ógölluð vara. Þegar við bárum efni bréfsins undir Inga sagðist hann nýlega hafa fengið kvörtun út af hvítu hveiti. Hann sagði hins vegar að konan sem við hann hefði talað hefði ekki viljað gefa sér upp hvar hún keypti hveitið (tekið skal fram að hveitinu var ekki pakkað hér á landi) en sýnishorn fékk hann af því. Rannsókn leiddi í ljós að um mjölbjöllur var að ræða. En þar sem ekki var hægt að fá upplýst hvar hveitið hafði verið keypt var ekki hægt að gera vettvangsrannsókn. Hvað varðaði eftirlit með pökkunarverksmiðjunni sagði Ingi að þar væri svo um hnútana búið að þéttriðið net væri í sílóinu sem mjölvaran fer í gegnum i pökkuninni, j svo að engir aðskotahlutir ættu að geta borizt í pakkana. Hins vegar ' teljast egg bjöllunnar ekki til aðskotahluta í mjölinu. „Annars erum við aðeins cftirlits- aðilar,”sagði Ingi Bergmann, ,,og leiðbeinendur en ekki framkvæinda- aðilar. Ef eitthvað þarf að gera höfum við samband við viðkomandi aðila og gerum honum skylt að hafa samband við meindýraeyði og að fleygja ósöluhæfri vöru. Síðan fylgjumst við með því að fyrirmælum okkar sé framfylgt. „Sem betur fer er ekki mikið um að þessar mjölbjöllur skjóti upp kollinum, en það kemur þó fyrir öðru hverju. Númer eitt er að fólk láti okkur vita um leið og það verður vart við bjöllurnar og segi frá hvar og hvenær varan var keypt. Auðvitað er hvimleitt að vita til þess að egg bjöllunnar geti leynzt í mjölinu, en Sigurður Richter á Keldum fullyrðir að þau séu skaðlaus, þótt þeirra sé neytt,” sagði Ingi Bergmann. -A.Bj. Holl ráð til neytenda Heilbrigðiseftirlitið gcfur neytendum eftirfarandi holl ráð: 1. Kaupa ckki of ntikið magn af mjölvöru i einu. 2. Gcynta mjölvöru á þurrum og köldum stað og i luktu iláti, annaðhvort úr plasti, máimi eða glcri. 3. Ef vart verður við mjölbjöllur eða eitthvað „kvikt” í mjölvöru, að gcra þá tafarlaust viðvart til heilbrigðiseftirlitsins á staðnum og greina frá hvar og hvenær varan var keypt. -A.Bj. Bakað fyrir jólin Gerbakstur: Laugardagssnúð- ar á 20 krónur stk. Fyrir nokkru var auglýst eftir ger- bakstri hér á Neytendasíðunni. Einn af lesendum okkar sendi eftirfarandi uppskrift, sem hún segir að sé „æðis- legavinsæl” ásínu heimili. Laugardagssnúðar: 500 g hveiti 75 g smjörl. 50 g sykur 50 g ger 1 tsk salt 1 egg 2 1/2 dl mjólk Krem lOOgsykur 100 g smjörl. 1 kúffull teskeið kanill Smjörl. er brætt í 1 dl af mjólkinni, kæ1t þar til það er orðið fingurvolgt og gerið þá Ieyst upp í vökvainum. Þurrefnunum og vökva blandað saman og hnoðað, látið á heitan stað til þess að hefast. Á meðan er kremið hrært vel saman, þar til það er lint. Þá er deigið flatt út, ekki of þunnt, ca 1/2 cm á þykkt, kreminu smurt á og öllu rúllað upp í sivalning og síðan skorið t sneiðar, ca 2—3 cm þykkar. Bakast við 200°C hita í miðjum ofni og súkkulaðiglassúr látinn ofan á. — Nammi nam. Hráefniskostnaður er um það bil 502kr„ úr uppskriftinni fást um það bil 24 snúðar, þannig að hver snúöur kostar um 20 kr. -A.Bj. Vandi að velja úr uppskriftunum Dómnefndinni í uppskriftakeppni Dagblaðsins og Landssambands bakarameistara er mikill vandi á höndum að velja beztu uppskriftirnar úr öllum þeim fjölda sem barst víðs' vegar af landinu. Þarna er nefndin að störfum. Byrjað var á að flokka uppskriftirnar eftir tegundum, t.d. tertur, formkökur, smákökur, vínar- brauð o.s.frv. Ætlunin er að velja síðan „þá beztu” úr hverjum flokki. — En þar sem þetta er í rauninni meira verk en gert var ráð fyrir i upphafi og mjög er komið nálægt jól- um hefur verið ákveðið að skjóta málinu á frest fram i janúar. Mjög sennilega þurfa höfundar uppskrifta að koma til höfuðborgarinnar utan af landi og fólk hefur ekki tíma til slíks svona í miðjum jólaönnum. Í dómnefndinni eiga sæti: Ragnar Eðvaldsson bakarameistari í Ragn- arsbakaríi, Keflavík, sem er lengst til vinstri, Anna Guðmundsdóttir húsmæðrakennari í Húsmæðra- kennaraskóla íslands, Hannes Guðmundsson, starfsmaður Lands- sambands bakarameistara, og Sig- mundur Smári Stefánsson, bakara- meistari í Hressingaskálanum. (hftemmtilegur „kaupbætir”: Hreinn bölvaldur sem kostar bæöi fé og fyrirhöfn að útrýma — Mjölbjöllur gera usla í höfuðborginni „Við erum þrjár húsmæður sem þetta skrifum að gefnu tilefni. Svo er að við höfum fengið slæman vágest á heimili okkar og viljum að frásögn þar af komi fyrir augu almennings, í þeirri von að það veröi hinum almenna neytanda til varnaðar og til að segja frá hvaða viðbrögð við höfum fengið frá Neytendasamtök- unum, heilbrigðisfulltrúa Reykja- vikur og Heilbrigðiseftirliti ríkisins í máHþessu. Málið snýst um „mjölbjöllur”. Tvær okkar fengu þessar bjöllur með rúgmjöli og ein með hvítu hveiti seint í haust. Bjöllur þessar eru hreinn böl- valdur og hafa útheimt mikil útgjöld bæði beint og óbeint, auk mikillar vinnu. í upphafi gerðu bjöllurnar ekki mikið vart við sig. Tvær okkar sáu þær þó i pokunum (í rúgmjöls- poka og hvítu hveiti) og fleygðu pokunum eðlilega strax. Það dugði ekki til, því dögum og vikum seinna fór ein og ein bjalla að koma fram í dagsljósið. Eldhússkápar voru þvegnir hátt og lágt en ekki dugði það, fléiri bjöllur komu í ljós. Á endanum voru fengnir menn frá sótthreinsunarfyrir- tæki til þess að svæla út með eitur- efnum. Hefur það verið gert hjá tveimur okkar. Sú þriðja hefur enn ekki gripið til þess ráðs, en það eru aðeins fáeinir dagar síðan hún sá síðast hóp af bjöllum. Keypti hún eiturefni í brúsa og ætlaði að freista þess að granda bjöllunum með því, gera ærlega hreint og henda allri mjölvöru, sem ófögnuðurinn gæti hugsanlega verið kominn í, út af heimilinu. Það er sannarlega hörmulegt að fá svona nokkuð inn á heimili sitt, viðbjóðurinn er nógur einn sér, hvað þá tjónið og fyrirhöfnin sem þessu fylgir (kostnaður við eitrun er 18.000 kr. — og mjölvara sem þarf að fleygja). Við spurðumst fyrir um rétt okkar í þessu máli (ein fyrir hönd okkar þriggja) og þá kom nokkuð skrit- ið í ljós. Fyrst var haft samband' við Neytendasamtökin og þau spurð álits. Heldur voru við- brögð þeirra lin svo ekki sé meira sagt. Þau kváðust ekkert geta gert í þessu, víst væri þetta slæmt og vísuðu á heilbrigðisfulltrúa Reykja- víkurborgar. Þar tók ekki betra við. Viðbrögðin voru jafn lin og lítið merkilegri. Karlmaður varð þar fyrir svörum og kvað eftirlit með pökkunarverksmiðju rúgmjölsins mikið og gott, en víst væri þetta vandamál. Þegar mjölið frá verk- smiðjunni væri athugað, sæjust engar bjöllur. Eggin, eða lirfurnar, væru líklega til staðar í mjölinu og síðan klektust þau út þegar mjölið er komið í hlýja eldhússkápana á heimilinu. Hann ræddi þetta mál svolítið en gaf ekkert út á það, þegar spurt var um hvort ekki þyrfti að gera eitthvað meira í eftirlitinu. Við nefndum og við hann að gefa þyrfti út leiðbeiningar og viðvörun til al- mennings um þessi mál. Hann virtist ekkert uppveðraður út af þeirri hugmynd, en taldi þó að slíkt hefði verið gert af og til af einhverjum. Slíkt höfum við húsmæðurnar aldreb séð eða heyrt um. Samtalinu lauk síðan án þess að nokkur bitastæð niðurstaða lægi fyrir af hans hálfu og við því enn meira undrandi. Einnig höfðum við samband við Heilbrigðis- eftirlit ríkisins og þar var okkur visað á heilbrigpisf ulltrúa Reykjavíkur- borgar, sem viö höfðum þá þegar rætt við. Þess má geta að ein okkar spjallaði nokkuð við sótthreinsunarmennina sem gerðu „hreint” hjá henni. Töldu þeir að eftirlit með pökkunar- verksmiðjunni sem um ræðir væri mjög gott og að þeir sjálfir værö tíðir gestir þar við sótthreinsunarstörf. En samt komast egg og lirfur bjöll- unnar til neytendanna og gera slikan usla sem hér að framan greinir. Nú er okkur spurn: Eigum við neytendur virkilega að taka þessu með þögninni? Okkur er sdd skemmd matvara, sem hefur í för með sér verulegt tjón, og láta sem okkur sé skemmt? Það getur varla talizt undarlegt að við efumst um hæfni heilbrigðiseftirlits sem hefur eftirlit’ með matvælaframleiðslu, geymslu og pökkun á matvöru, þegar fullyrt er að eftirlitið sé mjög gott, en samt fáum við skemmda og spiUta mat- vöru. í hverju felst þetta eftirlit? Eru ekki tekin sýni úr vörunni og þau skoðuð eða rannsökuð gaumgæfilega m.t.t. eggja bjöllunnaT eða lirfanna og slíkra skemmda. Það telst kannski ekki skemmd vara hjá heilbrigðis- eftirliti og pökkunarverksmiðjunni þegar eitthvað er kvikt í henni. Við teljum nauðsyn á að neytendur séu upplýstir mjög vel um þessi mál og svo sannarlega þeim mun frekar' eftir að við höfum fengið þessa útreið sem hér að ofan segir. Máli okkar tU stuðnings getum við því miður sagt frá sams konar reynslu margra heimila nú á undanförnum vikum og mánuðum sem við þekkjum til og er það rúgmjöl, hvítt hveiti, haframjöl og rúsínur sem margar kvikar smá- verur hafa fylgt. T.d. vitum við af þriggja hæða blokk i Breiðholti sem varð undirlögð af þessum ófögnuði (svörtum bjöllum) og gengur erfið- lega að komast fyrir þetta þar. Að lokum biðjum við um stuðning DB á neytendamarkaði, sem svo ötul- lega hefur unnið við hlið neytenda undanfarið i ýmsum málum, ekki bara vegna okkar þriggja sem þetta skrifum, heldur vegna allra annarra sem nota slíkar vörur og hér hafa verið nefndar. Þess má geta svona í lokin að við búum allar sín í hverjum bæjarhluta og umgöngumst hver aðra aðeins á vinnustað, svo ekki er því til að dreifa að við höfum borið þetta á milli heimiianna. Þrjár húsmæður I Reykjavík.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.