Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. Nýkomnir DISKÓ-skór á ungu mennina Litur: Dökk-vínrautt Stæröir: 38 tH 42 Verð:25.400.- Skóbúðin Suðurverí Stígahlíð 45. Sími83225 Leðursóli, leðurfóðraðir L'rtur: Dökkbrúnt Stærðir: 39 tH 45 Verð:27.800.- Litur: Brúnt Stærðir: 40 tH 45 Verð:21.900.- Menntaskólinn við HamrahKð Kennara vantar í hagfræði og félagsfræði í vorönn 1980, 17 stundir á viku. Mtíh$W»r. peysuf- Efþig vantar ó- dýra jóla- gjöfþá fœrðu hana r MARKAÐS- HORNINU LAUGAVEGI 61 Opið kl. 1—6. Hreyfilshúsinu Simi „Prentvilla" íeinu kjörbréfanna — þegar Alþingi hið nýja kom saman Alþingi íslendinga var sett í gær meö hefðbundnum hætti og hátíð- legum. I Dómkirkjunni hlýddu þingmenn á messu en þar predikaði sr. Björn Jónsson á Akranesi. Gengiðvar fylktu liði til þingsala og er þingmenn höfðu þar fyllt sal sameinaðs þings gekk forseti fslands i salinn. Las hann forseta- bréf um setningu Alþingis og setti þingið. í ræðu. sem forsetinn síðan flutti, brýndi hann þingmenn til góðra verka í söium Alþingis, mörg og stór vandamál krefðust nú úr- lausnar og enginn flokkur gæti, samkvæmt niðurstöðum kosning- anna, skorizt úr ieik viö aö ieggja sitt fram til lausnar vandans. Gunnar Thoroddsen tók siðan við fundarstjóm sem aldursforseti þingsins. Minntist hann Jörundar Brynjólfssonar þingmanns og þing- forseta og vottuðu þingmenn minn- ingu hins látna þingjöfurs virðingu sína. Þá var þingheimi skipt í þrjár kjördeildir og fór á fundum hvers þriðjungs þingheims fram rannsókn á kjörbréfum annars þriðjungs þingheims. Kjörbréf höfðu áður verið útbúin og fór fram mjög laus- leg skoðun á þeim. Kom þó fram hjá einni kjördeildinni athugasemd við kjörbréf Stefáns Jónssonar sem á kjörbréfí slnu var sagður þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra fyrir D-listann. Var þarna slegið föstu að prentvilla væri á ferðinni og kjörbréfin samþykkt með 58 samhljóða atkvæðum, en tveir þingmenn voru þá horfnir af fundi. - A.St. „Og hvar er nú fundarher- bergi sjálfstæðismanna?” — var fyrsta spuming Guðrúnar á þingi ,,Og hvar er nú þetta fundarher- bergi Sjálfstæðisflokksins?” sagði Guðrún Helgadóttir, önnur nýliða- kvenna á Alþingi, er hún gekk til sinna fyrstu starfa á Alþingi í kjör- deild til að skoða kjörbréf. Deild hennar átti að funda í herbergi sjálf- stæðismanna. Matthías Á. Mathiesen kom henni fljótlega til hjálpar. „Mér finnst þetta hátíðlegra en annað sem ég hef tekið þátt í af félagsstörfum,” sagði Salóme Þor- kelsdóttir eftir sinn fyrsta þingfund. ,,Ég hlakka annars til starfa hér og ber fulla virðingu fyrir þingstörf- um.” - A.St. / DB-mynd Hörður. EINN MNGMANNA FÉKK EKKISÆTI „Láttu þetta ekkert á þig fá,” sagði Garðar Sigurðsson þingmaður Sunnlendinga við Jakob Jónsson yfirþingvörð er hann fékk ekki sæti í þingsal er þingmenn komu úr kirkju. Ástæðan var sú að nú eru þrír ráð- herrastólar auðir vegna fámennis i ráðherraliðinu og ekki hafði verið bætt við nægilega mörgum sætum úti í salnum, vegna einhverrar mistaln- Voru háhyrningamir veikir? mgar. Garðar hlýddi því á þingsetningu í dyragætt eins hliðarsalar en um leið og Gunnar Thoroddsen fór í forseta- stól náði Jakob yfirþingvörður í hann og leiddi hann til sætis. í upphafi buðu þingmenn Garðari kankvíslega til ráðherrasætis, en á bekk með Alþýðuflokksráðherrum vildi hann ekki sitja — tók dyragættina fram- yfir. „Ekki kunnugt um það” — segir menntamálaráðuneytið „Sædýrasafnið bað upphaflega um leyfi til 1. desember. Þegar ráðuneytinu varð kunnugt um, að háhyrningarnir voru enn i svokallaðri hvalalapg mánu- daginn 3. des. skrifaði ráðuneytið bæjarfógetanum í Hafnarfirði bréf og sendi Sædýrasafninu, þar sem lagt var til að háhyrningarnir yrðu annaðhvort fluttir tafarlaust úr landi eða þeim yrði sleppt,” sagði Runólfur Þórarinsson, fulltrúi í safnadeild menntamálaráðu- neytisins aðspurður um þann drátt sem varð á því að háhyrningarnir yrðu fluttir úr landi. „Ráðherra veitti síðan munnlega framlengingu á þessu leyfi til 9. desem- ber. Mér er ekki kunnugt um að há- hyrningarnir hafi verið veikir. Sædýra- safnið gaf engar slíkar ástæður fyrir þessum drætti, og ráðuneytinu hefur engin skýrsla borizt þar að lútandi,” sagði Runólfur. - GAJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.