Dagblaðið - 13.12.1979, Side 7

Dagblaðið - 13.12.1979, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979. Meðal þeirra sem tóku tal saman á þinghússgöngum voru þeir Gunnar Thorodd- sen og Eggert Haukdal. Ekki fer sögum af þvi sem þeim fór á milli, en Eggert hefur tekið frjálsræðið fram yfir flokksræðið eins og alþjóð veit. DB-mynd Hörður. „Hér hef ur enginn gott af að verða mosagróinn” sagði Davíð á Arnbjargarlæk Þrír ungir og nýir þingmenn Fram- sóknarflokksins skipuðu sæti sín röggsamlega. Frá vinstri talið Davíð Aðalsteinsson, Vesturlandskjör- dæmi, Guðmundur Bjarnason, Nl- eystra og Jóhann Einvarðsson, Reyk janesk jördæmi. ,,Ég held ég líti mátulega hátíðlega á þetta,” sagði Davíð eftir fund. „Stjórnmálin eru mér ekkert nýtt, ég hef stússazt í þessu frá 1970 og var m.a. erindreki flokksins á Vestur- landi,” sagði Davíð. Hann kvað bú- störf og þingstörf illa samrýmast en þegar um tvíbýli væri að ræða, eins og á Arnbjargarlæk nú, og velvildar- menn allt um kring myndi allt fara vel. „Ég vona að ég verði hér mátu- lega lengi, það hefur enginn gott af því að verða hér mosavaxinn,” sagði Davíð að lokum. - A.St. / DB-myndir Hörður. Ráðherra gekk um ganga meðan þingmenn unnu ,,Ég hef nú dottið út af þingi áður, svo þetta er ekki nýtt fyrir mig,” sagði Bragi Sigurjónsson iðnaðar- og landbúnaðarráðherra, sem spigspor- aði um Alþingishússganga meðan kjördeildir voru að störfum. Hann situr á þingi nú sem ráðherra en ekki alþingismaður. „Ég verð þó hér í sölum eitthvað áfram og kann bera vel við það, þó staða mín núsé nokkuð sérstæð.” Viðskiptakjör 3-4% und- ir meðaltali ársins Hlutfallið milli þéss, sem við fáum fyrir afurðir okkar erlendis, og þess, sem við greiðum fyrir það, sem við kaupum, viðskiptakjörin, hafa farið versnandi. Viðskiptakjörin eru nú 3—4 prósent- um undir því, sem verið hefur á árinu að meðaltali. Sérfræðingar ganga ekki lengra en svo að spá því, að þau verði á næsta ári svipuð því, sem er síðustu vikur þessa árs. >á yrðu þau sem sé 3—4 prósent- um verriáárinu 1980enáárinu 1979. Þó munu sumir eygja glætu, ef vonir eru bundnar viö, að hagstæðari oiíu- samningar náist á næsta ári. - HH Jólotré Landgræðslu Söluskálinn viö Reykjanesbraut í Fóssvogi Sími: 44080 — 40300 — 44081. Aðol útsölustoður og bírgðostöð söluskolinn við Reykjonesbrout Aörir útsölustaöir: I Reykjavík: Slysavarnad. Ingólfur Gróubúð Grandagarði. Vesturgata 6. Félagsheimili Fáks v/Elliðaár. (Kiwaniskl. Elliði) I Garöabæ: Ingólfsstræti Blómabdðin Runni Hrísateig 1 Laugarnesvegur 70 Grímsbær v/Bústaðaveg. Blómabúðin Fjóla Goðatúni 2 Búðargerði 9 I Hafnarfirði: Hjálparsveit skáta Hjálparsveitarhúsinu. Sýningahöllin/ Ártúnshöfða. I Kópavogi: Blómaskálinn v/ Kársnesbraut í Keflavik: Kiwanisklúbburinn Keilir. Valsgarður v/Suðurlandsbraut. Hamraborg 8 Slysavarnad. Stefnir Kópav. I Mosfellssveit: Kiwanisklúbburinn Geysir. Styrkið Landgrceðslusjöð Koupíð jólotré og greínor of fromongreíndum oðilum. Stuðlið oð upp-j græðslu londsins Aðeins fyrsto flokks voro LAHDORiCDSLUSJÓDUR Rowenla KG19 KG18 KG24 ■ V 3vr Vörumarkaðurinn hf. w\ Ármúla 1 A, S. 86117 1

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.