Dagblaðið - 13.12.1979, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
WBIAÐW
frjálst, úháð dagblað
'Útgefandi: Dagblaflifl hf.
FramkvaamdastJÓH: Sveinn R. Eyjólfeson. Ritstjóri: Jónma Kristjánsson.
RitstjómarfuMtnii: Haukur Heigason. Fréttastjóri: úmar Valdlmarsson.
Skrifstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal.
íþróttir: HaHur Sknonaraon. Menning: Aflalsteinn Ingótfsson. Aflstoflarf réttastjóri: Jónas Haraidsson.
Handrit: Asgrimur Pálsson.
Blaflamenn: Anna BJamason, Asgek Tómasson, Atíi Rúnar Halidórsson, Atíi Steinarsson, Bragi Sig
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Abertsdóttír, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hönnun: Hilm'v Karisson.
LJÓsmyndir: Ami PáM Jóhannsson, BJamleifur BJamleifsson, Hörflur VHhJáimsson, Ragoar Th. Slg-
urðsson, Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. GJaldkori: Þráinn Þorieifsson. Söéustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Már E. M. Haldórsson.
Ritstjóm Slflumúla 12. Afgrelflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrif stofur Þverhotti 11.
AAabimi blafleins er 27022 (10 linur)
Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf-, Slflumúla 12. Prentun:
Arvakur hf., SkeHunnl 10.
Askriff - rverfl á mánufli kr. 4000. Verfl í lausasölu kr. 200 ekitakifl.
Hógvær vamaðarorð
Við setningu alþingis í gær flutti
Kristján Eldjárn, forseti íslands, þing-
mönnum meðal annars þessi hógværu
áminningar- og hvatningarorð:
,,Öllum er kunnugt, að þjóðin býr
nú við ríkisstjórn, sem er starfsstjórn
með þá takmörkuðu möguleika til að
taka á málum, sem slíkum stjórnum er áskapað.
En þau vandamál, sem bíða þess, að á þeim sé
tekið, eru mikil og mörg, eins og lýst hefur verið á ærið
mörgum ræðustólum um land allt að undanförnu.
Og enn munu þau bíða um nokkurn tíma, eða
þangað til alþingi hefur leyst þann vanda af höndum
að koma sér saman um þingræðislega ríkisstjórn, sem
með fullri getu og fullri ábyrgð getur lagt gjörva hönd
á þau brennandi úrlausnarefni, sem eru í verkahring
fullgildrar ríkisstjórnar og ekki er á neins annars færi
að fást við.
Þjóðin hefur kjörið yður, góðir alþingismenn, til að
taka sæti á alþingi, og þar með falið yður forsjá mál-
efna sinna á hendur.
Hún hefur kosið sina gamalreyndu stjórnmála-
flokka og að þessu sinni sýnt þeim öllum tiltölulega
jafnari trúnað en stundum áður.
Enginn þeirra getur með sanni sagt sem flokkur, að
honum hafi verið hafnað og hann þar með leystur und-
an ábyrgð.
Og hún hefur kosið jöfnum höndum þrautreynda
þingmenn og nýliða, sem hún treystir vegna fyrri starfa
þeirra.
Þér hafið boðið yður fram til þessara ábyrgðar-
starfa, og þjóðin hefur tekið boði yðar.
Ég leyfi mér að fara með þessi orð á þessari stundu,
þótt einhver kunni að kalla þau sjálfsagða hluti, vegna
þess að mér virðist það brýnni nauðsyn nú en oftast
endranær, andspænis öllum almenningi í landinu, að
alþingi beri gæfu til að láta ekki dragast úr hófi fram
að mynda starfhæfa, þingræðislega ríkisstjórn.
Hvort tveggja er, að vandamál bíða úrlausnar, þótt
þau þoli illa biðina, og almenningur, sem er nýkominn
frá kjörborði, vill ekki láta reyna um of á langlundar-
geð sitt.
Þjóðin mun eiga bágt með að skilja, hvers vegna
hún gengur til kosninga hvað eftir annað með stuttu
millibili og þurfi svo að horfa upp á það langtímum
saman, að þeir menn og þeir flokkar, sem hún hefur
veitt umboð sitt, geti ekki náð þeirri samstöðu, sem
nauðsynleg er, eftir einhverri þeirra leiða, sem þó eru
mögulegar samkvæmt þingræðislegum reglum.
Ég held, að hugsanir í þessa átt séu mjög ofarlega í
mönnum þessa dagana og ég get vel skilið það.
Og þetta segi ég eins fyrir því, þótt öllum megi
ljóst vera — og er ljóst — að lýðræðis- og þingræðis-
legar leikreglur verða að hafa sinn gang og það tekur
óhjákvæmilega sinn tíma.
Ég vonast til þess, að menn skilji orð mín rétt eins
og þau eru hugsuð og töluð, sem hógvær varnarorð,
því að ég met störf stjórnmálamanna mikils og mér er
annt um veg alþingis. . . .
Ég hef oft látið þá skoðun í ljós, að því sé ranglega
haldið fram, að þorri manna beri litla virðingu fyrir
alþingi og þeim mönnum, sem það skipa. . .
Ef til vill eru mjög langdregnar stjórnarmyndunar-
viðræður það, sem einna mest reynir á þolinmæði
fólks og vinnur áliti alþingis mest tjón. . .
Ég óska yður öllum velfarnaðar í störfum yðar.
Italía:
Nærri þriðjungur
vinnuaflsins ut-
an allra skýrslna
—greiðir enga skatta, er ekki í tryggingakerf inu og finnst
ekki í opinberum skrám
Á síðasta ári voru fluttar fleiri
Rolls Royce lúxusbifreiðir til Ítalíu en
til nokkurs annars lands í Efnahags-
bandalagi Evrópu. Hið sama gilti um
kaviar. Bretar voru þeim hlut-
skarpari í innflutningi kampavíns og
Frakkar slógu þeim við hvað viðkem-
ur innflutningi á skozku viskíi. Bezti
markaðurinn fyrir feldi af fágætum
villidýrum er einnig sagður á Ítalíu.
Lífskjör á Italíu eru lakari en í
flestum öðrum ríkjum Vestur-
Evrópu. Ríkið hefur ávallt frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar átt við
mikla efnahagsörðugleika að glíma
og oft jaðrað við gjaldþrot.
Hvernig geta ítalir á sama tíma
verið helztu kaupendur lúxusvara?
Svarið er talið liggja i þvi hve
mikill hluti efnahags- og at-
vinnulífsins þar kemst aldrei á opin-
URSUT
K0SNINGANNA
Urslit kosninganna voru tvímæla-
laust sigur Framsóknarflokksins.
Flokkurinn var metinn af verkum
sínum i síðustu ríkisstjórn, stefnu
sinni í efnahagsmálum og forystu
sinni.
Það telst til meiriháttar kosninga-
sigra á íslandi að vinna 5 þingmenn.
Verkin
Framsóknarflokkurinn lagði á það
megináherslu í síðustu ríkisstjórn að
vinna af ábyrgð og taka afstöðu til
mála með tilliti til þjóðarhags, en
ekki frá sjónarhóli atkvæðaveiða eða
vinsældasamkeppni. Flokkurinn hélt
sér því utan við það áróðursstríð, sem
einkenndi störf A-flokkanna í ríkis-
stjórn.
Allt er þetta nokkurt umhugsunar-
efni fyrir stjórnmálamenn. Við
skulum líta á nokkur „óvinsæl” mál,
sem ríkisstjómin afgreiddi skömmu
áður en hún fór frá. „Vinsælu mál-
;
in” eignuðu allir stjórnarflokkarnir
sér, svo tæplega hafa þau gert upp á
milli flokkanna.
í kjölfar olíuhækkana erlendis
varð að hækka bensín verulega hér á
landi. Verulegar umræður urðu um
það, hvort gjöld ríkisins á bensín
skyldu hækka í sama mæli og hinar
erlendu hækkanir. Báðir A-flokk-
arnir töldu sjálfsagt að lækka skatt-
prósentu ríkisins af bensíni, enda sú
afstaða mjög vinsæl.
Fjármálaráðherra Framsóknar-
flokksins neitaði og benti á mjög
slæma stöðu ríkissjóðs. Tómas
Árnason knúði þannig í gegn auknar
tekjur ríkisins. Ekki vegna þess að
hann teldi það til vinsælda fallið.
Ekki vegna þess að hann teldi sig
vinna á því atkvæði. Ekki vegna þess
að honum væri mjög í mun að pína
landsmenn með skattgreiðslum.
Heldur vegna þess að hann taldi
þjóðinni beinlínis hættulegt að reka
ríkissjóð með miklum halla, enda
hallarekstur ríkissjóðs talinn einn
aðal verðbólguvaldurinn.
Þegar líða tók á árið, varð ljóst,
að tekjur rikissjóðs stóðu engan veg-
inn undir rekstri og nauðsynlegum
framkvæmdum.
Framsóknarmenn stöðvuðu þá
greiðslur úr ríkissjóði nema til allra
brýnustu hluta og neituðu greiðslum
nema fjár væri aflað til þeirra.
Auðvitað var þetta ekki vinsælt. A-
flokkarnir vildu gjarnan halda áfram
afgreiðslu ýmissa vinsælla mála, en
hins vegar ógjarnan afla til þeirra
tekna.
Auðvitað var auðveldast fyrir
Framsóknarflokkinn að láta reka á
reiðanum og taka bará lán i Seðla-
bankanum fyrir mismuninum. En
framsóknarmenn neituðu og sölu-
skattur og vörugjald voru hækkuð
*-----------------------------------------
„Grandvörum” huldumanni svarað:
Lokunartfmi á
laugardögum
fjölmiðlar til Kaupmannasamtaka
íslands varðandi opnunartíma í
desember. Kaupmannasamtök
íslands svöruðu því til að:
Laugardaginn 1. des yrði opið til
kl. 16.00.
Laugardaginn 8. des. yrði opið til
kl. 18.00.
Laugardaginn 15. des. yrði opið til
kl. 22.00
Laugardaginn 22. des. yrði opið til
kl. 23.00.
auk heimildar á föstudögum til kl.
22.00, venju samkvæmt.
Þessi frétt kom síðan í dagblöðum
á þennan hátt. Þá skeði það að fram-
kvæmdastjóri V.R. og varaformaður
höfðu samband við Kaupmannasam-
Það sem knýr mig til að taka mér
penna í hönd í þetta skipti er grein
Grandvars í Dagblaðinu laugar-
daginn 8. desember sl., þar sem
hann gerir að umtalsefni lokunartíma
verzlana á laugardögum í desember-
mánuði undir fyrirsögninni „Ofríki
verzlunarleiðtoga V.R.”
Greinarhöfundur byrjar grein sína
þannig orðrétt. „Laugardaginn fyrir
kosningar eða hinn 1. desember sl.
ætluðu nokkrar verzlanir að hafa
opið til kl. 4 vegna mikillar ásóknar
viðskiptamanna í þjónustu um
helgar. Ekki hafði þetta fyrr kvisázt
út en einn forystumaður V.R. og for-
maður Kaupmannasamtaka Islands
(stórfurðulegt) brugðust ókvæða við
og hótuðu öllu illu ef þetta yrði
gert.” Vitnað var í samkomulag sem
þessi tvö félög hefðu gert um
opnunartíma verzlana fyrir jólin, og
þar væri þessi laugardagur ekki inni í
samkomulagi um að opið skyldi i
verzlunum til kl. 4. Síðan í grein sinrii
segir Grandvar orðrétt, ,,en það sem
ef til vill er athyglisverðast er það að
formaður Kaupmannasamtaka
íslands og forystumaður V.R. taka
höndum saman til þess að hindra
frjálst framtak og verzlunarfrelsi sem
er öllum í hag”. Hér lýkur tilvitnun.
Greinarhöfundur virðist hafa það eitt
í huga að blása upp m^ldviðri varð-
andi umrætt samkomulag, án þess
að kynna sér þetta mál hið minnsta,
eða án þess að vita hvað lá lað baki
þessu samkomulagi. Vil ég því
upplýsaeftirfarandi:
Þegar líða tók á nóvember leituðu