Dagblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979.
33
VINSÆL NATTFOT
Danirsegja að aðaljólagjöfin í ár verði hlý náttföt. Af hverju hlý
náttföt? Jú, vegna þess að spáð er köldum vetri í Danmörku og svo
reyna allir að spara olíuna. Þessi náttföt á myndinni, sem bæði eru
ætluð fyrir karlmenn og konur, eru ein af þeim hlýju náttfötum sem
Danir segja að komi sér vel í vetrarkuldanum. Þau eru úr bómullar-
jersey. Efhlýtt er, segja Danir, má alltaf nota náttfötin sem nokkurs
konar heimadress.
Laugardaginn 15. desember kl. 14.00 verður
opnuð að Kjarvalsstöðum
Sýning á úrlausnum
sem bárust í norrænni samkeppni um stækkun á
Hásselbyhöll í Stokkhólmi, en þar er aðsetur
menningarmiðstöðvar höfuðborga Norðurlanda.
Sýningin verður opin daglega frá 15.—17.
desemberkl. 14.00—22.00.
SJONVARPSBUDIN
■**>&*
iV^
I JONAS JÖNASSON
'fii Ihjdulum *■* g «
Jonas
Xjáifsmnxaga
FrásijgnþteUir
Hwuíid mál
I IVlUnMIN •>«
Ki ikiinumtur tiiii.n>ii.*»i
VfARG.SU M.W
M4NNUF
Invihjörv Sjgurð>V<*W‘f
SlJlllWWDSiíCiN
BBC MEp VINNINGINN í
GERÐ JOLASJÓNVARPSEFNI
Larry Grayson og Isla St. Claire
fóru með hlutverk jólasveinanna í
skemmtiþætti sem BBC frumsýndi á
dögunum. Var þar um að ræða fyrsta
þáttinn af mörgum í jólapokanum
hjá BBC í ár, en mikil keppni hefur
staðið á milli BBC og ITV um þátta-
gerð og segjast BBC menn nú vera
vissir um sigur f samkeppninni.
Það er ekki bara á heimamarkaði
sem þessir risar í sjónvarpsheiminum
berjast, heldur selja þeir vöru sína
vítt og breitt um heiminn og er um
stórar fjárhæðir að keppa.
Þátturinn sem Grayson og St.
Claire léku aðaihlutverk í nefnist
Leikur kynslóðanna. Aðaljólamynd
BBC verður kvikmyndin The Sting
með Robert Redford i aðalhlutverki.
Forráðamenn BBC telja einsýnt
hvor stöðin vinni stríöið um mark-
aðinn í ár. ITV var hrjáð af verkfalli
um tíma og hefur það haft sín áhrif.
Meðal þatta og mynda hjá þeim eru
All Creatures Great and Small og
Blankety Blank. Meðal annars efnis á
boðstólum hjá BBC er kvikmyndin
Cabaret.
Jólasvelnarnir Larry og Isla St. Claire i hlutverkum.
Oddný Guömundsdóttir:
SÍÐASTA BAÐSTOFAN
( þessari raunsönnu sveitalífstrá-
sögn fylgist lesandinn af brennandi
áhuga meö þeim Dísu og Eyvindi,
söguhetjunum, meö ástum þeirra og
tilhugalffi, meó fátækt þeirra og bú-
hokri á afdalakoti, frá kreppuárum til
allsnægta velferóarþjóöfélags eftir-
stríðsáranna. Hér kynnumst við heilu
héraöi og ibúum þess um hálfrar
aldar skeiö - og okkur fer að þykja
vænt um þetta fólk, sem við þekkjum
svo vel aó sögulokum. Viö gieymum
því ekki.
Verð kr. 9.760.
Frank G. Slaughter:
DYR DAUÐANS
Nýjasta læknaskáldsagan eftir hinn
vinsæla skáldsagnahöfund Frank G.
Slaughter. Þessi nýja bók er þrungin
dulrænni spennu og blossar af heit-
um ástríöum. Skáldsögur Slaughters
hafa komiö út í meira en 50 milljónum
eintaka.
Veró kr. 9.760.
Jónas Jónasson frá Hofdölum:
HOFDALA-JÓNAS
Þessi glæsilega bók skiptist i þrjá
meginþætti: Sjálfsævisögu Jónasar,
frásöguþætti og bundiö mál. Sjálfs-
ævisagan og frásöguþættirnir eru
með því bezta sem ritaö hefur veriö í
þeirri grein. Sýnishornið af Ijóöagerð
Jónasar er staöfesting á þeim vitnis-
buröi, aö hann væri einn snjallasti
Ijóðasmiöur í Skagafirði um slna
daga.
Hannes Pétursson skáld og Krist-
mundur Bjarnason fræðimaður á
Sjávarborg hafa búiö bókina undir
þrentun.
Verðkr. 16.960.
Friðrik Hallgrímsson:
MARGSLUNGIÐ MANNLÍF
Sjálfsævisaga skagfirzka bóndans
Friöriks Hallgrímssonar á Sunnu-
hvoli sýnir glögglega að enn er í
Skagafirði margslungiö mannlíf.
Verö kr. 9.760.
Ken Follett:
NÁLARAUGA
Æsispennandi njósnasaga úr síð-
ustu heimsstyrjöld. Margföld met-
sölubók bæói austan hafs og vestan.
Sagan hefur þegar verið kvikmynd-
uö.
Verð kr. 9.760.
Sidney Sheldon:
BLÓÐBÖND
Þetta er nýjasta skáldsagan eftir
höfund metsölubókanna „Fram yfir
miönætti" og „Andlit I speglinum".
Hér er allt ( senn: Ástarsaga, saka-
málasaga og leynilögreglusaga. Ein
skemmtilegasta og mest spennandi
skáldsaga Sheldons. Sagan hefur
veriö kvikmynduö.
Verö kr. 9.760.
Ingibjörg Siguróardóttir:
SUMAR VIÐ SÆINN
Ný hugljúf ástarsaga eftir Ingibjörgu
Siguröardóttur. Sögur Ingibjargar
njóta hylli almennings á fslandi.
Verö kr. 8.540.
Björn Haraldsson:
LfFSFLETIR
Ævfsaga Áma Björnssonar tónskálds
Hér er saga glæsileika og gáfna,
mótlætis og hryggöar, baráttu og
sigra. Þessi bók færir oss enn einu
sinni heim sanninn um þaó, að
hvergi veröur manneskjan stærri og
sannari en einmitt í veikleika og
mótlæti.
Verð kr. 9.760.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR • AKUREYRI