Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980. FÓLK ÁSGEIR TÓMASSON Fólk á frumsýningu Lands og sona „Það er vonandi að íslenzka þjóðin sé ekki orðin ,s i'o heilaþvegin af vestur heimskri menningu að hún meti þessa úgœtu kvikmynd að verðleikum og fari ekki að bera hana saman við ómerkilegar afþreyingarmyndir sem tröllrlða kyikmyndahúsum hér," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda gagnrýnandi Dagblaðsins meðal ann- ars i dómi sínum um Land ogsyni. Kvikmyndin var frumsýnd í Austurbæjarbíói ó föstudagskvöldið var. Á sama tíma var hún jafnframt sýnd ó Dalvík. Troðfullt hús var ú bóðum stöðum. Áður en sýningin hófst I Austurbæjarbíói Jlutti Ágúst Viðstödd frumsýninguna I Austurbœjarbíói voru forsetahjónin, Knstjón og Halldóra Eldjárn. Kvikmyndunin fór jram á œskustöðvum forsetans, i Svarfaðar- dalnum. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Sigurður Sigurjónsson, einn okkar efnilegustu leikara, fer með aðalhlutverkið I Landi og sonum. Hérsést hann á tali við Jón Þórisson. Jón Þórisson hannaði leikmynd Lands og sona. Hér kemur hann á frum- sýninguna ásamt konu sinni, Ragn- heiði Steindórsdóttur, leikkonu. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri vinnur þessa dagana að klippingum á mynd sinni, Óðal feðranna. Til að gera hana hlaut hann 5 milljónir úr Kvikmynda- sjóði. Hann lét sig ekki vanta á frum- sýnifffuna I Austurbœjarblói. Indriði G. Þorsteinsson höfundur skáldsögunnar Land og synir kemur hér á staðinn ásamt konu sinni, Ólöfu Friðriksdóttur. Guðmundsson stutta tölu. Hann gerði Kvikmyndasjóð sérstaklega að um- rœðuefni. Þeim niu milljónum króna. sem Ágúst og félagar hans fengu út- hlutað úr sjóðnum, þakkaði hann það að ráðizt var í verkið. Land og synir fengu frábærar við- tökur frumsýningargesta i Reykjavik og á Dalvik. Að sýningunni lokinni kvað við dynjandi lófatak og aðstand- endur myndarinnar voru kallaðir upp á svið. Umsögn Friðriks Þórs Friðriks- sonar um Land og syni er á blaðsiðu 13 i Dagblaðinu i dag. -ÁT Ágúst Guðmundsson leikstjóri Lands og sona flutti stutta tölu áður en sýningin hófst. Þar minntist hann á Kvikmyndasjóðinn og þakkaði nlu milljón króna framlag hans þvl að ráðizt var i gerð myndarinnar. Heild- arkostnaður hennar var um 70 milljónir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.