Dagblaðið - 28.01.1980, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. JANÚAR 1980.
19
Ágreiningur í
fulltrúaráði
sjálfstæðis-
félaganna:
V
Hve hart á Sjálfstæðisflokkurinn
að standa gegn „kommum”, það er
að segja Alþýðubandalaginu? Um
það var deilt á aðalfundi fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík
laust fyrir helgina.
Bjarni Helgason bar fram tillögu
um harða afstöðu gegn kommúnist-
um. Þar var mótmælt innrás Rússa i
Afganistan, meðhöndlun sovézkra
stjórnvalda á Sakharov og varað við
■N
Mismunandi harðir
gagnvart „kommum”
áhrifum kommúnistaá Islandi. Sumt
í tillögunni mátti skilja sem gagnrýni
á, að forystumenn sjálfstæðismanna
höfðu gefið Alþýðubandalaginu
undir fótinn i viðræðum um stjórnar-
myndun. Friðrik Sophusson alþingis-
maður beitti sér fyrir breytingum á
þessu orðalagi, þannig að sú gagn-
rýni félli brott. Breytingartillaga
Friðriks var að lokum samþykkt eftir
talsverðar sviptingar. Tillaga Friðriks
hlaut yfirgnæfandi fylgi, var sam-
þykkt með meirihlutanum 3:1.
Ályktunin varð eftir þetta í því
formi, að lýst var megnustu andúð á
útþenslustefnu og yfirgangi komm-
únista um heim allan. Innrásin í
Afganistan var fordæmd og
skoðanakúgunin í Sovétríkjunum,
sem hefði lýst sér með brottflutningi
andófsmanna frá Moskvu og hand-
töku og útlegð Sakharovs. Fundurinn
varaði við „síauknum áhrifum
kommúnista og meðreiðarsveina
þeirra” í íslenzku þjóðfélagi og þvi,
að „nokkuð sé gert, sem stuðlað
getur að auknum völdum kommún-
ista á hinum ýmsu sviðum stjórnmála
og þjóðlífs.”
Ellert endurkjörinn
Ellert B. Schram var endurkjörinn
formaður fulltrúaráðsins. Aðrir i
stjórn ráðsins voru kosnir Ragn-
hildur Helgadóttir, sem fékk 95 at-
kvæði, Gunnar Thoroddsen (94),
Björn Þórhallsson (92), Sigurður
Hafstein (89), ‘ Vilhjá'lmur Þ Vil-
hjálmsson (78) og Gísli Baldvinsson
(56).
Þeir, sem féllu, voru: Ásmundur
Einarsson (52 atkvæði), Guðjón
Hansson (37) og Kristján Guðbjarts-
son (27). -HH
✓
Seltjamames:
Aukning blokkar-
íbúða en einbýlis-
húsin enn
Hafin var smíði eitt hundrað íbúða á
Seltjarnarnesi í fyrra og er það meira en
nokkru sinni áður þar í kaupstað. Sam-
kvæmt yfirliti byggingafulltrúa Sel-
tjarnarness, Einars Norðfjörð, var
hafin smíði á 49 íbúðum árið 1978 og
64 árið áður.
Mest er aukningin á milli ára í
smíðum íbúða i fjölbýlishúsum á
Seltjarnarnesi þó svo hlutfall þeirra sé
að líkindum líkt þar ntiðað við önnur
bæjarfélög. í ársbyrjun 1979 voru 11 í-
mörg
búðir i smiðum i fjölbýlishúsum en 74
nú í byrjun árs. Einbýlishús i smíðum i
ársbyrjun 1979 voru 64 og raðhús 45.
Nú í ársbyrjun voru einbýlishús 57 en
raðhús 57.
Á Seltjarnarnesi var í fyrra lokið
við smíði samkvæmt skýrslu bygging-
arfulltrúans þrjátíu og tveggja íbúða en
þrjátíu og sex árið áður. Um siðustu
áramót voru 192 ibúðir í smíðum á Sel-
tjarnarnesi.
-ÓG.
F.kkert skal um það sagt hver hefur skiliO eftir sig fólspor á vatnstanknum á
Keflavikurflugvelli en eigi er maður sá fótnettur. DB-mynd Hörður.
Fjölmenni á þorra-
blóti Seyðfirðinga
— gott veður, góðgæti og skemmtiatríði
Seyðfirðingar blótuðu þorra á
laugardagskvöld og lukkaðist það
vel i alla staði. Blótað var í
Herðubreið og var fjölmenni við
blótið, liklega hátt á fjórða hundrað
rnanns.
Gott veður hjálpaði upp á sæl-
gætið og skemmtiatriðin. Sérstök
þorrablótsnefnd sér um þorrablótið
sem er árlegur viðburður á Seyðis-
firði. Ný þorrablótsnefnd er- kosin
hverju blóti og hefur hún þvi ár til
undirbúnings. Nefndin sér um nánast
öll skemmtiatriði og koma þá oft
fram óvæntir skemmtikraftar.
-JG, Seyðisfirði.
Billinn skemmdist mikið við áreksturinn, en húsið er nær óskaddað eflir. l)B-mynd: Sv. Þorm.
Ók á hús
Ökumaður fólksbíls missti stjórn á
bil sínum er hann ók suður Arnar-
bakkann i Breiðholti á laugardags-
morguninn með þeim afleiðingum að
billinn rann yfir grasflöt við fjölbýlis-
hús og endaði á húsvegg hússins við
Grýtubakka 6. Þar skemmdist bíllinn
mikið. Ökumaður var fluttur á Slysa-
dcild, en reyndisl ómeiddur við
athugun. DB er ekki kunnugt um hvað
olli þvi að maðurinn missti stjórn á
bílnum. -GS.
Akranes:
Tveir fullir
réðu ekki við
einn bíl
Mikill skruðningur kvað við á
Skagabraut á Akranesi á laugardags-
morguninn er bíl var ekið á nokkrum
hraða á annan kyrrstæðan. Áður hafði
bíllinn ekið yfir umferðareyju og var
orðin öfugumegin á götunni.
Ekki skorti þó stjórnendur að
bílnuni, þvi þeir voru tveir. Sá sem
undir stýri sat, er grunaður um ölvun,
og sá sem sat við hlið hans og hafði
hjálpað til við stjórnina, með fyrr-
greindum afleiðingum, var greinilega
drukkinn.
Báðir bílarnir skemmdust talsvert,
en mennirnir sluppu ómeiddir.
-GS.
Vildi drekka
sitt vodka
ífriði
— og lagðist út við Rauðavatn
Aðfaranótt laugardags tók kona
sér leigubíl neðan úr bæ í Reykjavík
og bað bílstjórann að aka upp að
Rauðavatni. Þar greiddi hún far-
gjaldið, kvaddi og hvarf út í
myrkvaðan skóginn þar við vatnið.
Bilstjófanum leist ekki á blikuna
og gerði lögreglunni í Árbæ þegar
viðvart. Hóf lögreglan leit og fann
konuna brátt, þar sem hún hafði
komið sér notalega fyrir á freðinni
jörðinni og drakk sitt vodka.
Gaf hún þá skýringu að hún hafi
viljað fá að drekka i friði. Ekki leist
lögreglumönnum vel á það enda frost
úti. Óku þeir konunni heim og hafa
þannig vafalitið komið i veg fyrir að
konan færi sér að voða. -GS.
Tveir stórír
loðnufarmar til
Seyðisfjarðar
Fyrsta loðnan kom til Seyðisfjarðar
nú um helgina og er líklegt að verk-
smiðjurnar fari í gang i dag. Eldborgin
kom með 1500 lestir til Sildarverk-
smiðja ríkisins og Óli Óskars landaði
1300—1400 lestum hjá isbirninum.
-JG, Seyðisfirði.
Sundahöfn:
Klemmdist á
lestarlúgu
Verkamaður, sem vann- að
uppskipun í Sundahöfn á laugardags-
morguninn, varð fyrir því slysi, að
annar fótur hans varð undir bita úr
lestarlúgu og klemmdist.
Svo vel vildi til að ekki varð meira
en ristin og tærnar undir bitanum. svo
hann mun hafa sloppið betur en á
horfðist.
-GS.
Útsala
þessa dagana
Verðáfötum frá 29.500.
Verð á jökkum frá 19.500.
Verð á buxum frá 10.500.
Zlltíma
Hvergi meira
efnaúrvaC.
Góðir
KJÖRGARÐI - LAUGAVEGI59 klæöskerar.
SÍMAR 22206 - 22207 - 22208 - 22209
Dæmi um verð:
Ull og terylene
Alullar kambgarn, margir litir
Tweed-efni (ensk), margir litir
„Hard twist”, margir litir
Sérpöntuð efni (í ein föt)
Tilbúiiv
kr. 78.000.-
kr. 86.000.-
kr. 84.000.-
kr. 88.000.-
110-
Eftir
88.000.
96.000.
94.000.-
98.000.-
-160.000.-