Dagblaðið - 04.02.1980, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐJÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980.
IMIAIIKO
Laugavegi 54 — Sími 18046
Ríghaldið í tengsl við Sovétríkin:
Er gálginn
úrræðið?
Grandvar skrifar:
Eflir siðustu atburði í alheimsmál-
um, innrás Rússa i Afganistan og ein-
angrun sovézka visindamannsins
Andrei Sakharovs, hefur miklum
meirihluta Íslendinga orðið ljóst að
smáríki eins og ísland hefur fulla
þörf fyrir að vera í samfloti með öðr-
um vestrænum rikjum um varnir
sinar.
Ekki eru þessu þó allir landsmenn
sammála, eða kannski réttara orðað
að sumir þeirra séu svo grunnhyggnir
að halda að „hlutleysið” sé þyngsla
lóðið á vogarskálar friðar og öryggis.
Þannig eru enn einstakir hópar
manna, niest hagsmunahópar, sem
halda því fram að sambúð og sam-
vinna við Sovétrikin sé það æski-
legasta og kemur þelta fram i ýmsum
myndum.
Fyrsl skal nefna hiria fáránlegu
yfirlýsingu formanns islenzku
ólympíunefndarinnar. Hann ntetur
„ólympíuhugsjónina” nieir en
nokkuð annað i lifinu, að því er
virðist, og hún skal lögð á „vogar-
skálina,” segir hann.
Norðntenn þekkja Sovétstjórnina
vel. Hún sakaði Norðntenn unt
„ögranir” gagnvart sovézka hernunt
nú i janúar-mánuði og sagði hin
opinbera sovézka fréttastofa, að
„ögranir” Norðntanna stofnuðu
friði og öryggi Norður-Evrópu i
hættu. — Hver trúir því að Norð-
ntenn séu að ógna sovézka heimsveld-
inu? Varla við íslendingar!
En Norðmenn hafa lært af sant-
búðinni við Sovétríkin við landamæri
þeirra. Þeir og talsmenn íþróttasam-
bands Noregs hafa lýsl því yfir að
erfitt verði að samþykkja að sem
verði lið norskra iþrótlamanna til
Moskvu. En hvaða hagsntunir ráða
I FULLUM
GANGI
30%
til
80%
afsláttur
HEWLETT hp PACKARD
HEWLETT-PACKARD-einkaumboð á íslandi ,
STÁLTÆKI SST*
eina
hjá forystumönnum íslenzku
ólympiunefndarinnar?
Og ekki á að gefa eftir í fisksölu-
málunum. Þar fer hver sendinefndin
eftir aðra til Rússlands og reynir að
sentja við Sovétmenn — um sölu á
lagmeti, um sölu á freðfiski — og
ekkert gengur. Og brátt verður hafin
önnur umferð í „lagmetismálunum”.
Sovétmenn vilja fallast á 9%
hækkun en gallinn er sá að kostnaður
hér heima er svo gifurlegur að við
getum ekki selt vöruna með 30%
hækkun!
En vegna þess að „ekki er vafi á,
að Sovétmenn hafa áhuga á þessari
vöru” þá skal áfram haldið og reynt
að festa „viðskiplin” við Sovétmenn.
Þessi lika „viðskiptin”! — Gaffal-
bilarnir margfrægu gegn lélegu
bensíni á Rotterdamverði!
Það mætti halda að þeir aðilar,
sem enn ríghalda i viðskipti okkar við
Sovétrikin svo og menningartengsl
við þau, sjái í raun ekkert úrræði
okkur íslendingum til handa annað
en gálgann!
„Þannig eru enn einstakir hópar manna, mest hagsmunahópar, sem halda þvf
fram aö sambúð og samvinna séu það æskilegasta og kemur það fram i ýmsum
■ myndum,” segir Grandvar.
Sigurður símaði:
„Víkingur og KR léku i I. deild
karla i handknattleiknum fimmtu-
daginn 31. jan. í kvöldfréttum út-
varpsins kl. 22.20 sama kvöld var
sagt frá úrslitum leiksins. Vikingur
sigraði KR. . . að viðslöddum sára-
fáum áhorfendum. Sömu setningar
voru endurteknar í fréttum aftur rétt
fyrir miðnætti. Hvað eru sárafáir
margir að mati fréttamanna útvarps-
ins? Fimrn, tíu, fimmtán, tuttugn og
fimm, fimmtíu, hundrað.
Áhorfendur, sem greiddu aðgangs-
eyri að leiknum, voru 270. Auk þess
voru margir leikmenn úr öðrum 1.
deildarliðum áhorfendur að leiknum.
þeir eru með boðskort — og fleiri
slikir voru á leiknum. Ahorfendur
voru því hátt á fjórða hundrað. Að
visu ekki margir en það hefur þó
stundum verið lakara síðasta dag
mánaðar.
Sama kvöld léku Valur og stúd-
entar i úrvalsdeildinni i körfuknatt-
leik i Kennaraháskólanum. Útvarpið
sagði einnig frá úrslitum þess leiks.
Þess var þó ckki getið hvort áhorf-
endur hefðu verið fáir eða margir,
sárafáir eða fjölmargir. Þó hefðu
fréttamcnn útvarpsins verið þrisvar
til fjórum sinnum fljótari að telja
áhorfendur þar en i Laugardalshöll.
Þá vaknar sú spurning: Eru frétta-
menn útvarpsins i hefndarhug gagn-
vart einhverjum hjá HSÍ? — Spyr sá,
sem ekki veit.
Baldur Krístjánsson:
HVAÐ ERU „SÁRA-
FÁIR” MARGIR
HJÁ ÚTVARPINU?