Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. FEBRÚAR 1980. tekist að halda trú við sinn málstað en allar beinast myndir hans gegn ríkjandi stétt. Hrafninn segir frá Önu, lítilli stúlku sem er dóttir for- ingja i spænska hernum. Ana lifir í eigin hugarheimi, á mörkum draums og veruleika. I Los Ojos Vendados fjallar Saura um spánskt þjóðfélag eftir dauða Frankós í gegn um per- sónuleg vandamál fólks. Umdeildar kvikmyndir Werner Herzog verður með nýj-• ustu mynd sina, Woyzeck sem byggð er á samnefndu leikriti Georgs Buchner. Þessi mynd hefur hvarvetna hlotið góða dóma og verður forvitni- legt að sjá þetta nýjasta afkvæmi hans, manns sem er í senn dáður og umdeildur. Deutschland im Herbst eða Þýskaland að hausti er önnur ný- leg mynd sem sýnd verður á hátið- inni. Að henni standa tiu þýskir ,,ný- bylgjuleikstjórar”, þ.á m. Fass- binder, Kluge og Schlöndorff.l Myndin fjallar um þá hryðjuverka- öldu sem gengið hefur yfir síðustu ár og þau áhrif sem hún hefur haft. Blandað er saman leikinni mynd og heimildamynd og á hver leikstjóri sinn afmarkaða þátt. Frá Indlandi Þrjár franskar myndir verða á dag- skrá hátiðarinnar. India Song, gerö af Marguerite Duras, fjallar um lif yfirstéttafólks á Indlandi og þykir mjög falleg mynd. Jaques Doillon á verðlaunamynd frá Cannes, La Drolesse. Doillon þykir nú einn merkasti leikstjórinn af yngri kyn- slóðinni í Frakklandi. La Drolesse segir á skemmtilegan hátt frá sam- skiptum 17 ára pilts og 11 ára telpu. Kvik myndir Ingótfur Hjörleifsson Til heiðurs nýlátnum meistara, Jean Renoir, var sett inn i dagskrána gömul mynd hans, Les bas fonds (1936). Þessi mynd er byggð á leikriti Maxim Gorkys, Náttbólið, sem sýnt var fyrir nokkrum árum í Þjóðleik- húsinu. Albert — Hvers vegna? (Albert — Warum?) er mynd eftir Josef Rödl. Hann er ekki mjög þekktur hérlendis en þessi mynd hans hefur vakið mikla athygli erlendis og viða verið sýnd. Myndin fjallar um erfiðleika ungs manns eftir að hann kemur af geðveikrahæli, út í þjóð- félagið. Frá Ítalíu kemur nýjasta mynd Taviani bræðra, Engið (II Prato). Úr Ófullgerðu verki fyrir sjálfspilandi pianó eftir Rússann Mikahilov. II Úr Marmaramanninum eftir Andrzej Wajda Myndir þeirra Padre, Padrone og Allonsanfan hafa báðar verið sýndar í Fjalakettinum. Engið gerist á frið- sælu sveitabýli í Túskaniu. Þar hefur ungt par sest að, en brátt kemur ann- ar maður til sögunnar og myndast þá hinn kiassíski þríhyrningur. Einn af meisturum indverskrat kvikmyndagerðar, Satyajit Ray á eina mynd á dagskránni, Skákmenn- irnir. Myndin segir frá tveimur ríkum aðalsmönnum sem láta örlagaríka at- burði i þjóðlífinu sem vind um eyru þjóta. Breska heimsveldið er að sölsa undir sig völd þeirra á meðan þeir stunda skáklistina af miklu kappi. Kvikmyndir kvenna Frá Hollandi kemur mynd eftir efnilegan kvenleikstjóra, Nouchku Van Brakel sem nefnist Frumraunin (The Debut). Þetta er fyrsta leikna mynd hennar og hefur hún vakið nokkra athygli. Hún segir frá ástar- ævintýri manns á fertugsaldri og 14 ára stúlku. Frá Belgíu koma 2 myndir eftir Chanlal Akerman. Það eru nýjustu myndir hennar, Jeanne Dielmann (’78) sem segir frá ekkju sem lifir nokkuð einkennilegu lífi og svo Stefnumót Önnu (’79) sem einnig segir frá konu sem er á ferðalagi um nokkrar höfuðborgir Evrópu. Fleiri konur eiga myndir á dagskrá hátiðar- innar. Frá Tékkóslóvakiu kemur mynd eftir mikilsmetinn leikstjóra, Veru Chytilovu sem nefnist Epla- lcikur. Chytilova sem var ein af upp- hafsmönnum að vakningunni innan kvikmyndalistarinnar í Tékkó á 7. áratugnum er nú komin aftur á kreik eftir langt hlé. Þessi mynd hennar, Eplaleikur, þykir mjög vel gerð og auk þess drepfyndin. Marta Mézaros hin ungverska er með nýlega mynd, Niu mánuðir. Hún átti einmitt eina mynd á síðustu kvikmyndahátið, Ættleiðing. í Níu mánuðir segir frá einstæðri móður sem fer að vinna i verksmiðju. Hún kynnist verkfræð- ingi og með þeim tekst samband sem verður nokkuð stormasamt vegna ólikra lífsskoðana. Sjáðu sæta naflann... Það er nokkuð einkennileg ráð- stöfun að þessi mynd skuli vera á dagskrá kvikmyndahátiðar nú þar sem hún er einnig á dagskrá Fjala- kattarins í vetur. Nær lagi hefði þvi verið að leita eftir annarri mynd. Frá Skandinavíu koma tvær myndir, önnur dönsk en hin finnsk. Sú danska er ný mynd eftir Sören Kragh Jacobsen og nefnist hún Vil du se min smukke navle? Þessi mynd hefur verið mjög vinsæl í Danmörku. Þýðing sögu þeirrar sem kvikmyndin er gerð eftir hefur einnig'erið vinsælt umræðuefni í lesendadálkum þessa blaðs. Er hlutaðeigandi bent á að drífa sig á myndina ef vera skyldi að það skýrði eitthvað málið! Hún segir frá tveimur krökkum úr 9. bekk sem kynnast náið, myndin er sögð skýr og skemmtileg „unglingamynd”. Áætlað var að á hátíðina kæmi einnig mynd Hennings Carlsen, Var ekki einhver að hlæja? Af því getur ekki orðið og er mikill missir að henni. En frá Finnlandi kemur mynd sem nefnist Varið þorp, 1944 og er hún gerð af Timo Linnusulo. Þetta^r hans fyrsta leikna mynd og gerist hún á siðasta ári stríðsins í litlu finnsku þorpi við landamæri Finnlands og Sovétrikjanna. Frá Kanada koma þrjár leiknar myndir ásamt nokkrum stuttum myndum og heim- ildamyndum. Tvær þeirra, i,es Ordres og One Man eru eftir einn af þekktari lcikstjórum í Kanda, Robin Spry en J.A. Martin — Ljósmyndari er eflir Jean Beaudin. Allar gerast þessar myndir í kanadisku nútíma- samfélagi og verður fróðlegt að fá þarna smá nasasjón af þvi sem er að gerast í kvikmyndagerð þar vestra. Frá Rússlandi kemur ein mynd eftir Nikita Mikhalkov. Ófullgert verk fyrir sjúlfspilandi pianó. Þessi mynd er byggð á smásögu eftir Anton Chekov. Var hún sýnd á Cannes hátíðinni ’78 ásamt myndinni The Hunting Accident sem sýnd var hér nýlega i sjónvarpinu og vakti mikla alhygli Sem mótvægi við allar þær nýlegu kvikmyndir sem sýndar verða á hátíðinni er það nokkur tilbreyting að fá tvær klassískar japanskar myndir eftir þá Mizoguchi og Ozu. Mynd Mizoguchi heitir Lif Oharu og er frá 1952. Oharu er kona sem er að mörgu leyli utangarðs i þjóðfélaginu. Mynd Ozu, I was born, but . . . er gamanmynd frá árinu 1932 og er al' mörgum lalin meistaraverk. Fjöl- margar barnamyndir verða á dagskrá hátiðarinnar, þar af tvær langar. Myndir þessar eru frá Bandarikjun- um, Sviþjóð og Tékkóslóvakíu. Verða þær, að tveimur undanskild- um, felldar saman í tvö prógrömm þar sem þær eru frekar stuttar. Verður nánari umfjöllun á þessum myndum að biða betri tima. Eins og á siðustu hátíð verður efnt til samkeppni um islenskar myndir. Að þessu sinni hafa borist 4 myndir Þær eru Humarveiðar og Eldgosið i Heimaey 1973 og uppbygging eftii gos, báðar eftir Heiðar Marteinsson, — Bildór, stutt mynd gerð af Þráncfi Thoroddsen og Jóni Hermannssyni í samvinnu við Umferðarráð. Fjórða myndin er Litil þúfa eftir Ágúst Guð- mundsson. Veitt verða ein verðlaun að upphæð 500.(XX) krónur. Mynd- irnar eru sýndar í öllurn 5 sölum Regnbogans og er verð að- göngumiða 1000 krónur l'yrir l'ull- orðha og 500 fyrir börn. Nánar verður sagt frá einstökum myndum i blaðinu siðar. -|H Sjálfstæðar tillögur með kröfugerð Þó svo að níundi áralugur aldar- innar verði ef til vill ekki áratugur mikillar kaupmáttaraukningar hjá is- lenskum launaþrælum þá ættu að vera skilyrði til þess að hann verði áratugur umbóta i félagslegum efn- um, hvort heldur er á sviði vinnumála eða öðrum sviðum. í tengslum við kröfugerð leggur BSRB fram nokkrar sjálfstæðar til- lögur þar sem hreyft er ýmsum mjög þýðingarmiklum réttindamálum opinberra starfsmanna og raunar launþega i heild. Farið er fram á það að þessi mál verði rædd sanrhliða samningaviðræðunum. Helstu atriði tillagnanna eru: auknir þannig að foreldrar geti lengt heimaverutima sinn. Með þvi eignast börnin það sjálfsagða öryggi sem heimilið á að skapa, segir i tillögu BSRB. • . . þá má nefna hugmyndir um aukið og bælt fæðingarorlof þar sem báðir foreldrar eigi jafnan rétt. Farið fram á atvinnulýðræði. Sú tillaga sett fram að starfsmönnum verði heim- ilað að halda störfum að hluta eftir tilskilin aldursmörk. Að öryrkjum verði tryggð starfsþjálfun og fleira mættinefna. Kröfugerð BSRB merkilegt plagg Kröfugerð BSRB er hið fróðlegasta plagg enda unnin upp af miklum fjölda vel hæfra karla og kvenna. • „300 þúsund krónur jafngilda nú þeim 100 þúsundum sem 1976 þóttu lífvænleg laun fyrir dagvinnu.” . . . teknar verði upp viðræður uni alvinnuleysistryggingar til handa opinberum starfsmönnum. Eips og nú er um hnútana búið eiga opinberir starfsmenn ekki aðild að neins konar atvinnuleysistryggingum, hvað er náttúrlega gamall arfur frá þvi að þeir voru æviráðnir. .... rætt verði um vinnuvernd opinberra starfsmanna. Þess má geta að lögin um öryggisráðstafanir á vinnustöðum gilda ekki fyrir megin- þorra opinberra starfsmanna. í þeim lögum er að finna veigamikil ákvæði sem eiga að tryggja andlega og likam- lega velferð launafólks. . . . þá setur BSRB frani tillögur um að unnið verði að raunverulegu launajafnrétti karla og kvenna. Í þvi skyni verði sett upp fleiri barnaheim- ili og möguleikar á hlutastarfi karla Eins og rakið hefur verið skiplist hún i meginatriðum i tvo þætti. Annars vegar er launakrafan. Þar er sett frani jafnlaunastefna og farið fram á þau lágmarkslaun sem santtök launa- fólks töldu ein lífvænleg á árinu 1976. Hins vegar er mikill fjöldi atriða þar sem farið er fram á úrbætur i félags- legum efnunt. Þvi er oft klint á aðila að kjaradeilu sem komin er á alvar- legt slig að fjöldamarga hluti hefðu nienn getað verið búnir að ræða urn þannig að þeir tefðu ekki fyrir á loka- sprettinum. Í þessu Ijósi skoðað er það ótækt að láta kröfugerð BSRB rykfalla innan um möppurnar i fjár- málaráðuneytinu. Baldur Kristjánsson bluöafulltrúi Bandalugs starfsmanna ríkis og bæja. \ r Hvað er framundan? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér þessa dagana og fáir eða engir eiga svör við. Launafólk, sem enginn vill i alvöru ræða við, spyr ekki síst og hefur þó engan að spyrja. Að vísu hefur þó það ótrúlega skeð að stjórnmálamennirnir sem erfitt hafa átt með að ná saman um stjórnarmyndun eru sammála um eitt, að grunnkaup megi ekki hækka frá því, sem nú er. Allir, að ég held, tóku líka fram að eitthvað skyldi þó gera til að vernda þá lægstlaunuðu. Gallinn er sá að ekkert liggur fyrir um livað skal gera, ekki bara til að vernda þá sem verst eru settir, heldur lika til að tryggja að þeim sem ekki þurfa þess með tákist ekki að smeygja sér inn og hirða það setn hinum ber. Við höfum margháttaöa reynslu af þvi, að þegar samið er um einhverjar bætur eða skattaivilnanir hefur óliklegasla fólk lag á að ná í bitann líka. Ég er á þeirri skoðun og hef alltaf verið það að ASÍ eigi að gera eina aðalkröfu í kjarasáitiWngulm: Kröfu um lágmarkslaun, sem hægt er fyrir venjulegan mann að lifa á. Um aðrar kaupkröfur verður svo að bítast. Af hverju er ekki hægt að vera sammála um þetta? Það er einfalt mál. Menn eru hræddir um, að þá verði bremsað einhvers staðar uppi. Það er vissulega ekki nóg að ASÍ geri eitt þessa kröfu. Allt launafólk í landinu á að neita að semja áfram um laun, sem eru langt fyrir neðan það, sem fólk þarf til lifsviðurværis. Ósamkomulag Það verður að segjast eins og er, að ekki eru likindi til þess nú að þetta takmark náist. Við erum einfaldlega ekki sammála. Það kom strax i ljós að það var ekki eining um sameigin- lega kaupkröfu ASÍ, enda gefur fjórða grein samþykktarinnar vís- bendingu um það. Undirbúningur kjaramálaráðstefn- unnar var lélegur. Það er vafalaust hægt að kenna mörgu um. Að mínu Kjallarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir áliti þrennu. Í fyrsta lagi: þaðvarallt of seint byrjað á undirbúningi. Ann- að: kosningar settu allt úr skorðum. í þriðja lagi: timinn fer i að finna leiðir til að láta sem menn séu sammála, þegar þeir eru þaðekki. Það er sannfæring min að öll samningagerð þurfi algjöra upp- stokkun. Við eigum að semja hreint um kaup og kjör, og það á að liggja á borðinu, auðskilið venjulegu fólki, hvað samið er um. Samningar eru orðnir svo flóknir að það veldur vandræðum, og má segja það um alll launakerfið. En það er tómt mál að tala um samninga meðan landið er stjórnlaust. Það þýðir að vandanum er velt áfram og svo á ný stjórn að taka heljarstökk út í óvissuna og ef að vanda lætur bitnar það verst á al- þýðufólki. En það ættu þó stjórnmálamenn að hafa lært að þó það sé brotalöm i verkalýðshreyfingunni og hafi verið lengi og engum einum um að kenna, þá skyldu þeir við Austurvöll varast að reita hana um of til reiði. Og ekki er nú þeirra hlutur betri. Allar félags- legar framlarir eru marðar i gegn af verkalýðshreyfingunni, oft með erf- iðum verkföllum Mér vitanlega hefur ekkert gengið i samningum nú, en annars vitum við konur í ASÍ litið um það. Við erum ekki á blaði. Viðræðunefndin, postularnir tólf, samanstendur af karlpeningi. Eitthvað rúmlega fjöru- tiu prósent af ASÍ er ekki boðið þar til sætis. Jafnrétti, livað er nú það? Nú eru allar konur að hrista sig. Þær halda ráðstefnur pólitiskar og þver- pólitiskar. Hvað kemur út úr þvi skal ég ekki um segja, en held að það þu1 ‘ i að koma nú hreyfing á nýjum grunni ef verulegur árangur á að nást. Heiðursmenn Nú er það afráðið að Kristján Eld- járn gefur ekki áfram kost á sér á þvi að gegna áfram embætti forseta islands að loknu kjörtimabili. I allri þeirri sundrung sem nú rikii í þjóðfélaginu er notalegt að finna hvað allir eru sammála um að sakna hans. En Kristján hefur ekki verið einn á Bessastöðum. Mér finnst að við alþýðukonur getum verið stoltaraf þvi hvað frú Halldóru helur tekist með miklum ágætum að gegna þvi vandasama hlutverki sem forseta- frú verður að gegna. Sannarlega á hún einnig skilið virðingu og þökk. Ég sé í blöðum að aðilar vinnu- markaðarins voru að halda Torfa Hjartarsyni fyrrverandi ríkissátta- semjara kveðjusamsæti. Ekki vissum við um það i Sókn, en ég veit, að við allar sem höfum kynnst þeim heiðursmanni í starfi tökum hjartan- lega undir árnaðaróskir til þeirra hjóna. Menn eins og Torfi eru vand- fundnir. Það veit ég aðer sameiginleg 'skoðun okkar í verkalýðshreyfing- unni. Aöalheiður BjarnfreAsdóttir formaAur Sóknar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.