Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980. Bandaríkin: ÞRJATIU FANGAR FÉLLU í UPPREISN — fimmtíu fangaverðir særðust en sumir fangamir voru hálshöggnir Erlendar fréttir Carter á toppnum en Kennedy á botni Jimmy Carter Bandaríkjaforseti er nú langvinsælastur þeirra sem ætla að gefa kost á sér til forsetakjörs þar i landi síðar á þessu ári. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem birtist í tímaritinu Time í morgun. Var hún gerð 23. og 24. janúar síðastliðinn. Carter hefur þá 62% fylgi á móti 28% Edward Kennedys. Hann hefur 21% meira fylgi en repúblikaninn George Bush, 32% meira fylgi en Ronald Reagan og 35% meira en Howard Baker. Edward Kennedy mundi tapa fyrir öllum þremur frambjóðendum repúblikana samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Fangar í fangelsi í Santa Fé í Nýja Mexíkó drápu hvorir aðra og mis- þyrmdu í uppreisn og bardaga sem stóð þar í þrjátíu og þrjár klukku- stundir um helgina. Átökum lauk ekki fyrr en í gærkvöldi, þegar þjóð- varðliðar réðust inn í fangelsið og tóku þar öll völd. Lögreglan var í morgun búin að finna og bera kennsl á níu látna fanga en sagt var að tala látinna mundi að öllum líkindum fara upp í þrjátíu. Sum líkanna voru svo brunnin eða illa farin á annan hátt að erfitt var að þekkja þau. Bardagar á milli fanganna hafa greinilega verið harðir og miskunnar- lausir. Einn fanganna týndi lífi er kveikt var í honum með kindlum og annar var hálshöggvinn með skóflu. Engin mótstaða var gegn lögregl- unni er hún fór um fangelsið i nótt og í morgun. Fjögur hundruð fangar eru þar innandyra. Leitað var, að líkum fallinna og einnig hvort vera kynni að einhverjir fanganna leyndust í fangelsisbyggingunni. Um það bil fimmtíu verðir og fangar munu hafa slasazt í átökunum sem hófust á laugardagsmorgninum. Þá náðu fangarnir fimmtán vörðum sem þeir tóku í gíslingu. Síðan kveiktu þeir elda víðs vegar um bygginguna. Einnig voru vatnsleiðsl- ur brotn'ar og olli það flóði víða unt fangelsið. Fangelsið í Santa Fé er gerl fyrir 850 fanga, þar voru rúmlega eitt þúsund. Sex hundruð fanganna munu engan þátt hafa átt í óeirðun- um. Þetta eru alvarlegustu óeirðir i bandarisku fangelsi síðan fjörutiu og þrír fangar og verðir féllu í uppreisn í Attica fangelsi í New York ríki árið 1971. Ali vinnur á móti þátttöku Afríkuríkja í ólympíuleikum Muhammad Ali fyrrum heims- meistari i hnefaleikum mun i dag fara flugleiðis frá Dar Es Salaam í Tansaniu til Kenya. Hann er nú á ferð um nokk- ur Afrikuriki og vill fá íþróttaforustu og ríkisstjórnir þeirra til að hætta við þátttöku í ólympíuleikunum i Moskvu á sumri komanda. Talið er að viðtökurnar í Nairobi í Kenýa verði mun betri heldur en í Tans- aníu. Julíus Nyerere forseti Tansaníu taldi sig ekki hafa tíma til að ræða við kappann og síðan breyttist blaða- mannafundur hnefaleikarans í rifrildi þar sem Ali gat að vísu beitt hinni frægu mælsku sinni. Muhammad Ali hefur verið þekktur fyrir annað um daganaen samningalip- urð en þó viðurkenndi einn opinber starfsmaður í Tansaníu að hann hefði staðið sig vel og jafnvel fengið ein- hverjaá sitt mál. Heimsmeistarinn fyrrverandi sagði fréttamönnum í gær að hann hefði fengið skilaboð frá Leonid Brésnef for- seta Sovétríkjanna fyrir milligöngu sovézka sendiherrans í Nýju Delhí á Indlandi. Þar hefði forsetinn spurt hvort Ali gerði ekki réttast i að hætta við ferðina um Afríkulönd þar sem með henni væri hann að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Muhammad Ali fer ferð sína fyrir tilmæli Jimmy Carters Bandaríkjaforseta. Talið er að Tansaniumenn hafi lítinn áhuga á að_ hætta við þáfttöku í ólympiuleikunum en Moi forseti Kenya hefur þegar hvatt íþróttamenn lands síns til að hætta við þátttöku. Bandaríkin: r MIKK) MUTll- MÁL í UPP- SIGUNGU Verið er að rannsaka gögn er varða viðamikið mútumál í Bandaríkjun- um. Af niðurstöðunni ræðst hvort ýmsir háttsettir stjórnmála- og emb- ættismenn verða ákærðir. Er þar meðal annars minnzt á einn öldunga- deildarþingmann og nokkra þing- menn í fulltrúadeildinni í Washing- ton. Að sögn starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar — FBI — er þarna um að ræða mesta svikamál sem komið hefur til kasta hennar í aldarfjórðung. Sönnunargögnin felast meðal annars i því að sjón- varpsupptökur eru til af fundum þar sem gengið var frá greiðslum sem nema tugum þúsunda dollara og áttu þær að koma í staðinn fyrir ýmsa greiða á stjórnmálasviðinu. Talið er að þarna sé um að ræða fjármuni sem nemi allt að einni millj- ón dollara. Hafi ekki þurft annað til en að þeir aðilar sem voru í samvinnu við alríkislögregluna hafi látið það berast til réttra aðila að þeir hefðu áhuga á að losna við svolítið af pen- ingum. Fljótlega hafi þeir þá verið komnir i samband við þingmenn. Gegn mútunum hafi fengizt leyfi fyrir spilavíti i Atlantic City eða þá samningur um sölu á úraníum til bandariska hersins úr ímyndaðri námu. í The New York Times hafa verið nefndir sex þingmenn demókrata sem tengjast þessu máli. Hingað til virð- ast aðeins lægra settir stjórnmála- menn úr Repúblikanaflokknum tengjast málinu. OPIDÁ LAUGARDÖGUM. Flóttamenn sem á undanförnum vikum hafa komid til Zimbabwe/Ródesíu frá nágrannaríkjunum hafa lítid vitað hvaó biði þeirra. Þeir hafa búið í flóttamannabúðum undanfarin ár og þekkja sumir hverjir lítið til venjulegs lífs. NÆSTUDAGA BJÓDUM VII) ÞESS110 LBIKJA TÆKI Á AÐEINSKR. 60.000.- AUt tH hljómflutnings fyrir: HEIMILIO - BÍLINISIOG DISKÓTEKIÐ ARMULA 38 tSelmúla megirD 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.