Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980. líí Útvarp 31 m Sjónvarp ANDRÉE-LEIÐANGURINN - útvarp kl. 17,20: I LOFTBELG TIL NORDURPÓLSINS — nýtt framhaldsleikrít fyrír böm og unglinga um Andrée-leiðangurinn, sem farínn var 1897 í dag kl. 1 7.20 hefst í útvarpi flutn- ingur á nýju framhaldsleikriti fyrir börn og unglinga. Nefnist jiað Andrée-leiðangurinn og er í fimm þáttum. Höfundur leikritsins er Svi- inn Lars Broling en þýðingu gerði Steinunn Bjarman. Þeir voru margir á sínum tima sern ákváðu að verða fyrstir til norður- pólsins, meðal annars til að getá sér ódauðlega frægð og jafnframt til að helga landi sinu þann stað. Sænski verkfræðingurinn Salómon Ágúst Andrée var einn þessara manna. Hann notaði nýstárlega aðferð til að komast á leiðarenda. Andrée lét gera sér loftbelg. Hann ásamt félögum sínuni Knut Frænkel og Nils Strindberg héldu af stað árið 1897. Ekkert frétlist síðan af þeini félögum fyrr en skipverjar á norsku selveiðiskipi finna jarðneskar leifar Andrées og Strindbergs árið 1930. Það var á Hvítey norðaustur af Sval- barða. Knut Frænkel var einn þeirra þríggja manna sem lögðu af stað i loftbelg til norðurpólsins. Á myndinni er hann 27 ára gamall. Norsku skipverjarnir fundu einnig dagbækur, teikningar og fleira úr leiðangrinum. Margir hafa skrifað um þennan örlagaríka leiðangur. Frægust mun þó bók Per Olof Sund- ntans, Loftsiglingin. Hún kom út í is- lenzkri þýðingu árið 1968. Lars Brolir.g byggir leikrit sitt aðal- lega á dagbókum leiðangursmanna og lrásögnum sem birzt hafa i blöðum og timaritum.í fyrsta þætti leikritsins segir frá undirbúningi ferðarinnar. Þar á meðal smiði loft- belgsins og að ýmsuni hafi þótl þetta hið mesta feigðarflan. Andrée var sjálfur i vafa um tima en tekur siðan ákvörðunina og engu verður breytt. Og ferðin hefst - ferðin út í óviss- una. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðssori og flytur hann jafnframt forntálsorð að þáttunum. Leikendur eru Þor- steinn Gunnarsson, Hákon Waage, Jón Júliusson, Rúrik Haraldsson Hjalti Rögnvaldsson, Jón Gunnars- son, Baldvin Halldórsson, Flosi Ólafsson, Aðalsteinn Bergdal, Karl Guðmundsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason og Ragnheiður Þórhallsdóttir. - ELA GUNNAR LAGDIGQR Á SJÓNVARPSSKJÁNUM Hafi Gunnar Thoroddsen varafor- maður Sjálfstæðisflokksins beðið lægri hlut fyrir Geir Hallgrímssyni á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á föstudaginn þá vann hann frækinn sigur í sjónvarpinu siðar um kvöldið. Þar var mikill munur á frammistöðu. Á þessum vettvangi verður ekkert farið út í hvor þessara stjórnmála- manna hefur betri málstað. Hins vegar leiðir þetta hugann að því hve miklar breytingar hafa orðið á af- stöðu til og aðstöðu stjórnmála- manna við opnari fréttamennsku. Ýmsir eru þeir sem hafa haldið þvi fram að opin umræða fjölmiðla um stjórnarmyndunartilraunir hafa verið þar til baga. Ekki er núauðvelt að sjá hvernig hægt er að skella skuldinni á fjölmiðlana í þessu sambandi .Ef það væri eini vandinn þá þyrftu hrjáðir stjórnmálamenn ekki annað að gera en þegja sem fastast i um það bil viku og úr því sprytti fullsköpuð stjórn. Fjallað var um ávana- og fíkniefni i Kastljósþætti sjónvarpsins á föstu- dagskvöldið. Þar kom ekkert nýtt fram — ekkert sem ekki hefur verið fjallað um áður i blöðum eða útvarpi hér á landi. Heldur gagnslitill þáttur. Þáttur Óla H. Þórðarsonar Á vetr- arkvöldi sem var á dagskrá sjón- varpsins á laugardagskvöldið var vel heppnaður. Auðvitað veit maður aldrei á hverju er von þegar svona þættir birtast á skjánum. Þáttur Óla rann hins vegar Ijúflega niður og honum tókst að bjóða upp á merki- lega fjölbreytt efni sem höfðar til margra. Kvikmyndir helgarinnar voru hver annarri betri. Fyrst var það The Loneliness Of The Long Distance Runner — Einu sinni skal hver hlaupa. Stórgóð mynd frá 1962, sem einhvern timann var sýnd hér í kvik- myndahúsi. Svo var það Harold Lloyd í gærkvöldi í kvikmynd frá árinu 1925. Hvernig hefði þróun kvikmyndalistarinnar orðið ef talið hefði ekki komið til sögunnar? Á slóðum njósnara hét kvikmyndin á laugardagskvöldið. Viss gæðastimp- ill á henni var nærvera David Niven. Hún var í gamla stílnum með vondu Rússana og alla vega sæmilega inn- rættum Bretum. Ástin var lika í spil- inu. Ágætis afþreying. Stjórnmál og glæpir er þáttaflokk- ur sem hefur verið á sunnudagseftir- miðdögum i útvarpinu að undan- förnu. Leiknir þættir þar sem raktir eru atburðir sem tengjast ýmsum skuggaverkum stjórnmálanna. í gær var það Innrásin i Svinaflóa á Kúbu árið 1961. Líklega er hægt að ná til mun fleiri hlustenda með svona leiknum þáttum úr sögunni en með beinum upplestri. Stjómandi þessara þátta er Jónas Jónasson. Jónas var lika með fjórtán ára gamalt viðtal við Harald Ólafsson í Fálkanum. Svona viðtöl réttlæta raunverulega geymslu alls þess sem flutt er í útvarp. Slíkt kostar að vísu húsrými og mér skilst að það sé af skornum skammti hjá Ríkisútvarpinu. Úr myndinni Sögusagnir úr skóginum. John Shrapnel og Michael Jayston i hlutverk- um sinum. SÖGUSAGNIR ÚR SKÓGINUM — sjónvarp kl. 21,15: Þannig lauk fýrrí heimsstyrjöldinni „Þetta er leikin heimildarmynd um friðarsamninga Þjóðverja og bánda- manna í lok fyrri heimsslyrjaldarinnar 1918,” sagði Rannveig Tryggvacfóttir þýðandi ntyndarinnar Sögusagnir úr skóginum sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl.21.15. „Myndin er um 90 minúlur að lengd. Það er fylgzt nteð fulltrúunt beggja aðila á leið til að sentja um vopnahlé i skógi einunt í Frakklandi. Þcss vegna Iteitir myndin Sögusagnir úr skógin- unt," sagði Rannveig Tryggvadótlir að lokum. Myndm er brezk, byggð á skáldsögu eftir Thomas Heneally. „Myndin er ntjög alhyglisverð. Það er geftð i skyn að friðarsamningarnir 1918 hafi verið óvægilegir og harðir og það hafi átt þátt í uppgangi nasista,” sagði Rann- veig ennfremur. I.eikstjóri myndarinnar er Brian Gibson og með aðalhlutverk lara Hugh Burden, John Shrapnel, Michael Jay- sion, Vernon Dobtcheff og Ronald Hines. - F.I.A LESTUR PASSÍUSÁLMA HEFST — útvarp kl. 22,30: Ámi Krístjánsson les Passíusálmana í kvöld hefst í útvarpi hinn árvissi lestur Passiusálma. Þykir ntörgum sem vorið nálgist er lestur þeirra hefst. Að þessu sinni er það Árni Kristjánsson pianóleikari sem les sálmana. Margar skemmtilegar sögur Itafa orðið til unt höfund Passiusálmanna, séra Hallgrínt Pétursson. Segir ein þeirra að séra Hallgrímur hafi missl skáldgáfuna lengi áður en sálmarnir urðu til. Þrált l'yrir það cru sálmarnir lil og hafa veill þjóðinni siyrk i margaraldir. Passia þýðir þjáning og sálmarnir lýsa kvöltim Krisls á undan krossfcsting- linni og ntcðan á hcnni stóð. í fyrra var það séra Þorsleinn Björnsson fyrrum fríkirkjupreslur scm las sálmana og árið þar á undan skipiust' nemar í guðfræðideild Há- skólans á um að lesa. - F.I.A K Árni Krístjánsson tónskáld les Passiu- sálmana að þessu sinni og er fyrsti lestur þeirra i kvöld. KERFISFRÆÐINGUR - FMR Fasteignamat ríkisins óskar að ráða kerfisfræð- ing, eða mann með hliðstæða menntun, til að annast umsjón með tölvuvinnslu stofnunarinnar og þróun tölvukerfa. Tölvuskrár FMR eru með þeim stærstu hér á landi og áformað er að færa tölvuvinnslu stofnunarinnar mikið út á næst- unni. Við leitum að starfsmanni sem getur unnið nokkuð sjálfstætt að þessum verkefnum. Allar frekari upplýsingar fást hjá Fasteignamati ríkisins, Suðurlandsbraut 14, sími 84211. Fasteignamat ríkisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.