Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 32
fijálst, úháð dagblað Sjávarútvegs- nefndir flokk- anna skróp- uðu á kynn- ingarfundinum — er sjávarútvegsráð- herra kynnti fisk- veiðistefnuna 1980 Einn alþýðuftokksmaður mtetti á fund sem ráðherra hafði boðað allar sjávarútvegsnefndir flokkanna til i sjávarútvegsráðuneytinu á laugardags- morgun. Á fundinum átti að kynna fiskveiðistefnuna fyrir árið. Þá átaldi hingflokkur Alþýðubandalagsins á fundi um helgina að starfsstjórn, sem væri að fara frá, tæki slíkar ákvarð- anir. Hinar nýju reglur um takmarkanir þorskveiða gera ráð fyrir nálega sama aflamagni og i fyrra, eða 240 til 250 þús. tonna ársafla. Allir þingflokkar hafa lýst samþykki sínu á þvi. Fiski- fræðingar lögðu til 300 þúsund tonna hámark. Þá verður árinu skipt í þrjá hluta, hert á takmörkunum eitt timabilið hafi afli farið fram úr hófi timabilið á und- an og öfugt. Þá er aflanum skipt á milli bátaflotans og togaraflotans. Þorskveiðar báta verða bannaðar í viku um páska, í viku um verzlunar- mannahelgi og 10 daga um jól og ára- mót. Netaveiðar verða bannaðar í einn mánuð í sumar og togveiðar báta i eina viku. Þá má þorskur í afla togara ekki vera meira en 15% i samtals 99 daga á árinu, þar af 36 daga í júli og ágúst, þegar mesti aflatoppurinn hefur verið undan- farin ár. Reglur þessar eru samdar í samráði við hagsmunaaðila í útgerð. - Gc Atlaga þjófa að tveimur apótekum — þjófamir gripnir, komnir að pillugeymslunni í Garðsapóteki Tvær nætur í röð hafa þjófar verið gripnir við tilraunir til að stela lyfjum úr apótekum. í fyrra skiptið voru tveir að verki en einn i siðari ránstilrauninni. Garðsapótek fékk þjófaheimsókn i gærkvöldi, en lögreglan fékk pata af i'nnbrotinu. Er að var komið höfðu þjófarnir brotið sér leið inn i húsið með þvi að brjóta rúðu og opna hurð. Voru þeir að gera atlögu að pillugeymslunni er þeir voru gripnir. í nótt kl. 1.45 var tilkynnt um mann sem gerði tilraunir til að komast inn í Breiðholtsapótek. Ekki hafðj^ honum tekizt að komast inn er lögregl- an kom á vettvang og handtók mann- inn. - A.St. MÁNUDAGUR 4. FEBRUAR 1980. Skákþing Reykjavíkur: Margeir með sigurstöðu Margeir Pétursson hefur nú svo gott sem tryggt sér sigurinn á Skákþingi Reykjavíkur þegar 10 umferðum af 11 er lokið. Margeir sigraöi Braga Kristjánsson í gær og hefur hann þvi hlotið 9 vinninga. Skák Björns Þorsteinssonar og Elvars Guðmundssonar fór í bið og er jáfnteflisleg. Sömuleiðis fór skák Jóhanns Hjartarsonar og Sævars Bjarnasonar i bið og er einnig jafn- teflisleg. Þeir hafa þvi allir 7 vinninga og biðskák. Ljúki skákum þeirra með jafntefli hefur Margeir þar með tryggt sér sigurinn á mótinu. Keppni í unglingaflokki lauk á laugardag. Þar sigraði Hrafn Loftsson, hlaut 7,5 vinninga af 9 mögulegum. Annar varð Arnór Björnsson með 7 vinninga. -GAJ. Það er betra að horfa velniðurfyrir sig—það er aldreiað vita hvað leynist á sjávarbotni.... DB-mynd: Ragnar Th. Málefnasamningur fyrír ríkisstjóm Gunnars: Rættumlokun Kanautvarpsins — kjaramálum verði ekki skipað með lögum Lokun Keflavikurútvarpsins er til umræðu i þeim hópi sem vinnur að gerð málefnasamnings fyrir rikis- stjórn GunnarsThoroddsen. Tillagan um það felur i sér að ný rás verði opnuð i íslenzka útvarpinu, en „Kanaútvarpið” verði sett i „lokað kerfi” fyrir Völlinn. Þetta mál er á umræðustigi en ákvörðun hefur ekki verið tekin. í málefnasamningnum er gert ráð fyrir að kjaramálum verði ekki skipað með lögum. Ekki verði „krukkað í kaupið” með lagaboði. Þó verði niðurgreiðslur auknar til að koma visitölunni niður. Einnig koma „félagsmálapakkar” til greina, sem verði „seldir” launþegum i skiptum fyrir verðbótastig. Málefnasamningurinn greinir frá þvi að kjördæmaskipan og kosninga- lög verði endurbætt, tryggt aukið jafnrétti milli kjördæma og stefnt að persónubundnari kosningum. Miðaö er aö þvi að rikisstjórn sitji út kjörtímabilið. Þá hefur fengizt stuðningur við talsvert af tillögum Alþýðubanda- lagsins um að auka „framleiðni”, framleiðslu á hvern starfsmann. Al- þýðubandalagið hafði gert ráð fyrir 7 prósent aukningu framieiðni í fisk- iðnaði í ár. Nú er sagt að í málefna- samningnum verði að mikiu leyti komið til móts við þessa tillögu. - HH Nýjum mánuði heilsað með mikilii drykkju — en stórslys urðu engin þó fanga- geymslur væru nær fullsetnar Óvenjumikil ölvun var í Reykja- víkurborg bæði á föstudags- og laugar- dagskvöld. Var mikil hreyfing á fólki kringum skemmtistaðina og þurfti að taka marga úr umferð. Voru fanga- geymslur lögreglunnar fast að þvi full- setnar aðfaranótt laugardags og svipað á sunnudagsnóttina. Þó ölvun væri mikil og fólk „sletti úr klaufunum” eftir langan janúarmánuð með litlum auraráðum, urðu stórslys fá eða engin. Miðborgarlögreglan fékkst við rúðu- brot hjá Sögufélaginu að Garðastræti 13 B og auk rúðubrotsins var tveggja bóka saknað. Fjórtán ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur, frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Er sú tala nálægt eða innan við meðaltal. -A.St. LUKKUDAGAR: 3. FEBRÚAR 959 Hljómplötuúttekt að verðmæti 10.000 kr. frá Fálkanum. 4. febrUar 18000 KodakEK—100 Vinningshafar hringi í síma 33622. Stjórn dr. Gunnars að fædast: „HEF STUDNING MEIRI- HLUTA ÞINGMANNA” — sagði dr. Gunnar Thoroddsen í morgun „Það er flest, sem bendir til þess, að svo muni verða,” sagði dr. Gunnar Thoroddsen alþingismaður í viðtali við DB í morgun, þegar hann var spurður hvort stjórn hans væri að fæðast. „Tvennt styður það. í fyrsta lagi er meirihluti þingmanna því fylgjandi að ég geri þessa tilraun,” sagði Gunnar Thoroddsen. „I öðru lagi benda viðræður um málefnasamning til þess að samkomulag ætti að nást.” DB hefur eftir öðrum heimildum að 31 þingmaður hafi heitið stjórn Gunnars stuðningi eða að verja hana vantrausti. Það eru 17 framsóknar- menn, 11 alþýöubandalagsmenn, Gunnar og Eggert Haukal. Albert Guðmundsson mun hafa heitið stjórninni hlutleysi. Friðjón Þórðar- son kann að gera hið sama. „Þetta gengur á fullri ferð. Við vonum að úr þessu verði ríkisstjórn,” sagði Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins í morgun. „Tryggður er stuðningur 30 þingmanna, sem nægir til að stjórnin yrði varin gegn vantrausti. Það þarf tvo í viðbót til að tryggja framgang mála í neðri deild. Gunnar segist hafa þá og við ákváðum að treysta á það.” Miðstjórn Framsóknarflokksins staðfesti i gær þá ákvörðun þing- flokksins að ganga til samstarfs við Gunnar Thoroddsen. Búizt er við að miðstjórn Alþýðubandalagsins geri sams konar samþykkt í kvöld. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.