Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR4. FEBRÚAR 1980. Heimsókn tíl elzta borgarans í Kópavogi: Skil ekkert í að Guð skuli 99 láta mig verða svona gamla „Hér líður mér skelfilega ósköp vel. Ég vildi að Guð launaði blessuðu fólkinu sem ég bý hjá. Ekki get ég það," sagði Ragnhildur Guðbrands- dóttir, elzti borgari Kópavogs, þegar Dagblaðið heimsótti hana að Hraun- tungu20. Ragnhildur verður 102 ára 4. maí i vor. Hún er vel ern þrátt fyrir langa ævi og lét sig ekki muna um að taka fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkr- unarheimili fyrir aldraða í Kópavogij umsíðustu helgi. „Það veit ég ekki. Ég skil ekkert i að Guð skuli láta mig verða svona gamla!" svaraði gamla konan að: bragði þegar hún var spurð hverju hún þakkaði langlífið. Ragnhildur er sjóndöpur og verj talsverðum tíma í að hlusta á útvarp-| ið. Hún var lítið hrifin af dagskrár-, efni útvarpsmanna: FOLK ,Þaðerlangurdaguraðhafaekkerthandaámilli/ DB-mynd:ARH. ,,Það er ósköp lítið i útvarpið varið." Hún sagðist ekkert þola að gera lengur. Heilsan leyfði það ekki. ,,Það er langur dagur að geta ekk- ert haft handa á milli." Hún lumaði þó á fagurlega prjónuðum vettl- ingum og sokkum sem hún prjónaði í' sumar. Og við rúmið voru nokkrir plastpokar með ull. Hún hefur dundað sér við að vinna band úr ull- inni. Ragnhildur er af þeirri kynslóð sem lætur verkin tala. Henni þótti alveg nóg um allt umstangið í kring- um athöfnina í Kópavogi. ,,Ég hefði aldrei látið hafa mig út í þettaef éghefði vitaðaðþeif færuað setja myndir í blöðin. Og svo kom ég í sjónvarpinu Iika. Mér er ekkert um þaðgefið." -ARH ATLIRUNAR HALLDORSSON Til andskotans farið þið allar samt Blóm eru sögð skolli næm fyrir umhverfi sínu. Sannir blómaunn- endur tala við pottaplöntur ogskolla- jurtir í görðunum þegar þeim er gef- inn vatnssopi að drekka. Sumir ganga svo langt að signa plönturnar um leið og þeim er skenktur sjússinn. Sá grunur gerist áleitinn við skoðun á meðfylgjandi mynd að plantan sáluga hefði fengið signingu á borð við þá sem rollur kerlingar einnar fengu forðum. Kerling hafði það fyrir sið að signa ærnar þegar þær fóru frá kvíunum að loknum mjöltum. Signingin átti að fyrir- byggja að vondir andar, draugar og óvættir grönduðu ánum. Kerlingu varð svo að orði þegar hún horfði á hópinn renna til fjalls: ,,Til andskot- ans farið þið nú samt allar í dag." Myndina tók Guðmundur Kristins- s'on á Akureyri. Hún er tileinkuð ári trésins. -ARH John Chang McCurdy lengst tíl hsagri a tali vM Ijósmyndarana BJörgvin Pálsson th. og Lars BJörk. McCurdy bauð íslenzkum kollogum á fundtíl að raaða mélln. Þar skýrði hann frá sínum hðgum og vinnuaðférðum. DB-mynd: Hörður. Frá Kóreu til Kjarvalsstaða Það er löng leið frá villi- mennsku styrjaldar í Kóreu til friðsældar ísalarkynnum Kjar- valsstaða. John Chang McCurdy hefur upplifað hvort tveggja. Hann erþessa dagana staddur á íslandi og sýnir okkur Ijósmyndir á Kjarvals- stöðum. Á dögum Kóreustyrjaldar- innar var 10 ára dreng, Chang að nafni, bjargað úr húsarúst- um eftir sprengjuárás. Banda- rískur hermaður tók hann að sér og ættleiddi hann. Frá Kóreu lá leiðin til Kaliforníu. Þar fékk snáði nafnið John Chang McCurdy. Fyrir honum átti að liggja nám í list- rænni hönnun með Ijósmynd- . un sem höfuðviðfangsefni. McCurdy hefur síðan tekið myndir í gríð og erg, haldið sýningar og geflð út bækur með myndum sínum. John McCurdy kom til íslands árið 1972 vegna heims- meistaraeinvígisins í skák. Þá þegarför hann að skoða ísland i gegnum linsurnar sínar og festa náttúruna á filmu. Upp frá því heimsótti hann landið árlega og tókfjöldann allan af myndum. Almenna bókafélagið gaf í fyrra út myndabók eftir McCurdy um ísíand og Islend- inga. Nú er kappinn enn mættur og í þetta sinn opnaði hann sýningu á myndum á Kjarvalsstöðum. Þar má glöggt sjá næmt auga hans fyrir hinu myndræna í um- hverfi okkar. -ARH Völvan og Gunnar höndí hönd? Pólitísk bomba síðustu viku var. efalaust stjórnarmyndunarspjall Gunnars Thoroddsens við foringja Framsóknar og Alþýðubandalags. Þótti mörgum manninum þær fréttir sem þruma úr heiðskíru lofti. Völva Vikunnar lét sér fátt um finnast. í spádómi sínum fyrir árið 1980 sagði hún meðalannars: ,,Ég spái miklum átökum inn- an Sjálfstæðisflokksins, nokkurri uppstokkun og óvæntum úrslitum." Ekki var hún fáanleg til að fara nánar út í þásálma, en lagði til að mjög væri við hæfi að birta mynd af þeim félögum Gunnari Thoroddsen ogGeir Hallgrímssynimeðgreininni. Heföi Davíð keypt öliö ör- lítíðfyrr Víst er um það að blaðamenn DB | hefðu ekki átt í erfiðleikum með að kjósa mann ársins ef Davið hefði keypt ölið örlítið fyrr. Eins og menn muna þá komust blaðamenn DB að þeirri niðurstöðu, að enginn Islend- ingur gæti með góðu móti talizt maður ársins 1979. En nú hefur Davíð Scheving komið bjórnum inn fyrir þröskuldinn og þá má búast við að ekki verði látið staðar numið fyrr en unnendur öls kneyfa sinn mjöð að vild. Syngur biskup inn á plötu? „Þetta er Rúnar Júlíusson tón- listarmaður. Ég hef fengið þá snjöllu hugmynd að láta biskupinn syngja inn á hljómplötu. Gætir þú komið þessu i kring fyrir mig." Þannig upp- . hringingu fékk sr. Bernharður Guð- mundsson, blaðafulltrúi biskups, ný- lega. Lofaði hann að verða við beiðni Rúnars. Ekki var það þó Rúnar sjálfur sem hringdi þetta símtal heldur Guð- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. Var hann að vinna að skemmtiþætti er hann siðan flutti af segulbandi í hófi er Æskulýðsstarf kirkjunnar héll í tilefni af 20 ára afmæli sínu. Sr. Bernharður sá ekki við þessu bragði félaga síns og hentu menn mjög gaman að hugmyndinni í hófinu. Því vaknar sú spurning hvort Rúnar ætti ekki að nýta hugmyndina. Sr. Bernharður hefur lýst því yfir að hann muni vinna að þessu máli. — Það má minna á í þessu sambandi að Jóhannes Páll páfi II. hefur sungið innáhljómplötu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.