Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. FHBRÚAR 1980. ^llafossbúöin VESTURGÖTU 2 - SÍMI 13404 OG VERSLANIR UM LAND ALLT Eingirni nýir og glæsilcgir litir Mögulcikamir með eingimið em ótal margir og með nýju litunum hafa þeir aukist enn frekar, bæði fyrir handprjón og vélprjón. 16 mismunandi litir og uppskriftir Leitaðu óhikað hollra ráða - Við munum gera okkar allra besta. Natur og brúnir Stærðir: 35-39kr. 20.500.- 40-46kr. 21.500.- Lóttirog þægilegir halskir sportskór fyrir konur og karla í dökkbrúnu Stærðir: 36-40kr. 27.300.- Dönsku fótlagaskórnir komnir aftur 41-45 kr. 28.800.- PÓSTSENDUM SKÓBÚÐIN LAUGAVEG1100 SÍM119290 AF HESTBAKIA SLYSADEILD Hestasportið krefst sinna fórna, eins og öll önnur tómstundaáhugamál sem mannfólkið stundar. Á laugardaginn datt kona af hestbaki i Selásdal ofan við Reykjavík og handleggsbrotnaði við fallið. Sjúkraflutningamenn komu fljólt á vettvang og komu hinni slösuðu undir læknishendur. Ljósmyndari DB var jieim jafnfljótur á staðinn og sýnir rnyndin er hestakonan var lögð á bör- urnar. Reiðskjótarnir virðast fylgjast allspenntir með. - DB-mynd Sveinn. Fékk strætisvagn yfir ristina — og slapp með mar Niu ára gömul telpa varð fyrir strætisvagni við Hlemmtorg á níunda límanum á laugardagskvöldið. Er að var komið lá telpan inn undir vagninum og hafði eitl hjóla vagnsins farið yfir rist telpunnar. Það furðulega varð að telpan er óbrotin eftir, en mikið marin á rist og einnig á báðum hnjám. Að því er DB var tjáð er þetta i þriðja sinn sem þessi sama telpa verður fyrir bíl og í öll skiptin hefur hún slopp- ið með skrekkinn, aðeins hlotið minni háttar meiðsli. -A.St. Marmaramadurim Kvikmyndahótíö í Regnboganum: Marmara- maðurinn (1977). Leikstjóri: Andrzej Wajda. Aðalhiutverk: Krystyna Janda og Jerzy Radziwilkowicz. Kvikmyndahátíðin var opnuð með sýningu á Marmaramanninum eftir Andrzej Wajda. Áætlað var að fá hann til landsins sem gest hátiðar- innar en af því varð ekki. Wajda er einn merkasti leikstjóri Pólverja í dag og á Marmaramaðurinn ekki lítinn hlut i þeim titli. Það er eðlilegt þar sem hér er á ferð mynd i háum gæða- flokki. Wajda átti í erfiðleikum með að fá þessa mynd sýnda í sínu heima- landi. Söguþráður Það er ekki að undra þar sem myndin beinist einmitt gegn því ríkis- forræði sem ríkti á 6. áratugnum í Póllandi. Og þegar horft er á mynd- ina læðist að manni sú tilfinning að Wajda. sé einmitt að færa þessa hugsun yfir á pólskt þjóðfélag i dag. Marmaramaðurinn segir frá stúlku, Agnieszku, sem er að útskrifast úr kvikmyndaskóla. Sem skólaverkefni ráðgerir hún að gera mynd unt hinar frægu verkamannahetjur 6. áratugar- ins og lýsa þannig því andrúmslofti Kvik myndir IngótfurHjörieifsson sem ríkti í Póllandi eftir siðari heims- ■styrjöldina. Hún hefur gagnasöfnun og rekst þá á styttu af „fyrirmyndar- verkamanni”, Mateusz Birkut, sem af einhverjum orsökum hefur fallið í ónáð. Hún fær áhuga á sögu þessa manns og ákveður að láta myndina fjalla um hann. En þegar hún fer að grennslast fyrir um sögu og afdrif þessa manns kemst hún að þvi að ekki eru allir jafnhrifnir af þessari hugmynd hennar. Henni er ráðlagt að láta fortið þessa manns eiga sig. Hér er um viðkvæmt mál að ræða og framleiðandi myndar hennar er rnjög mótfallinn þessu. Falskur veruleiki En Agnieszka er fjandanum þrjóskari og fer að kafa inn i fortíð- ina. Hún skoðar gamlar fréttamyndir sem sýna hetjulega framgöngu hins unga Birkuts. Hann á að vera fyrir- mynd þess unga fólks sem á að erfa landið og byggja það upp i anda sósialismans. En það er auðvelt að búa til fallegan veruleika með kvik- myndavélinni. Birkut er aðeins verk- færi sem notað er i þágu heildarinnar og kastað burt þegar hans er ekki lengur þörf. Marmaramaður Wajda er í raun mynd um mynd. Um leið og hann er að segja okkur frá manni sem fyrir 25 árum átti i baráttu við pólskt flokksræði er hann einnig að segja okkur frá ungri stúlku sent rekst á nákvæmlega það sama í dag. Það er ekki beinlínis jákvæð þróun sem þarna hefur átt sér stað, að áliti Wajda. Allt það unga heilbrigða fólk sem tók þátt í uppbyggingunni ásarnt Birkut og segir frá i myndinni er i dag í aðstöðu sem ekki er alveg í samræmi við gamlar hugsjónir. Fyrrum eiginkona Birkuts hefur t.a.m. sell hugsjónir sínar fyrir fallegl hús og Johnnie Walker á svörtum markaði. Wajda tekst best upp þar sem hann tengir saman nútíð og fortíð i persónum sinum. En þrátt fyrir vissa svartsýni hjá Wajda er endir myndarinnar þar sem unga fólkið, Agnieszka og sonur Birkuts er tákn fyrir framtiðina, að ekki verði gefist upp. -I.H.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.