Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980. Zimbabwe/Ródesía: SEXTAN FELLU 0G 24 SÆRÐUST UM HELGINA Að minnsta kosti sextán manns böndum friðarsamninganna þar. Að féllu í óeirðum um helgina í Zim- sögn hernaðaryfirvalda í Salisbury babwe/Ródesíu og brestur nú mjög i sagði í morgun að þrettán svertingjar hafi fallið er eldflaugar og byssukúlur hafi lent á fólksflutningabifreið er var á leið frá Salisbury til landa- mærabæjarins Umtali. Ekki varr vitað hvort þarna voru á ferðinni stuðningsmenn einhvers af þeim stjórnmálaflokkum sem taka þátt í kosningabaráttunni fyrir þingkosn- ingarnar sem halda á í lok þessa mán- aðar. Að sögn yfirvalda særðust einnig tuttugu og fjórir aðrir farþegar i bif- reiðinni, sumir þeirra mjög alvarlega. Þetta er alvarlegasti atburðurinn af þessu tagi siðan vopnahléssamning- urinn var undirritaður hinn 21. des- ember síðastliðinn, af rikisstjórn Musorewas í Salisbury og þeim Nkomo og Mugabe skæruliðafor- ingjum. Allir þessir aðilar taka nú þátt í kosningunum. Um helgina féll einnig kona ein af svörtum kynstofni, þegar hand- sprengju var kastað inn í fólksflutn- ingabifreið sem flutti stuðningsmenn Muzorewas biskups. Kona og barn tróðust einnig undir á miklum úti- fundi sem haldinn var til stuðnings Mugabe. Báðar árásirnar á fólksflutninga- bifreiðirnar voru gerðar i héruðum þar sem skæruliðar Mugabes voru mjög valdamiklir áður en vopnahlés- samningarnir voru undirritaðir. Fulltrúar brezkra yfirvalda í Salis- bury segja, að þúsundir skæruliða i sveitum Mugabes hafi neitað að leggja niður vopn og gefa sig fram í þeim búðum sem ráð var fyrir gert í vopnahléssamkomulaginu. Menn Mugabes segja á móti að herskáir stuðningsmenn Muzorewas biskups hafi farið víða um sveitir og reynt að telja fólk á að styðja biskupinn í komandi kosningum. Iran: Nýi forsetinn skipaður í dag Bani-Sadr fjármálaráðherra mun í dag verða settur formlega inn í embætti forseta írans. Jafnframt verður haldið hátíðlegt fyrsta afmæli byltingar Kho- meinis og manna hans. Athöfnin i dag mun fara þannig fram að hinn nýkjörni forseti mun flytja tvær ræður þar sem hann mun væntanlega leggja fram róttækar til- lögur í átt til enduruppbyggingar á irönsku efnahagslífi. Að því loknu mun Khomeini, æðsti trúarleiðtogi landsins, setja hann í embætti. Bani Sadr mun halda ræðu við minn- ingargrafreiti í vesturhluta Teheran þar sem þúsundir þeirra sem börðust gegn keisaranum eru grafnir. Á sömu slóðum boðaði Khomeini einnig bylt- ingu sína eftir að hann kom úr útlegð- inni í Frakklandi í byrjun liðins árs. Forsetinn mun síðan fara um verka- mannahverfi borgarinnar en að því loknu halda til sjúkrahússins þar sem Khomeini dvelur vegna hjartaáfalls sem hann fékk á dögunum. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 CLARKS .. KVÖLDSKÓR Nr. 3 Utur: Svart og ryðrautt Verðkr. 16.710.- Nr. 1 Verðkr. 27.590.- Utur: Svart og gritt Nr.4 Utur: Svart Verðkr. 16.710. Nr.2 Verðkr. 18.300,- Utur: Svart og ryðrautt PÓSTSENDUM Utur: Ljósbrúnn, dökkbrúnn. Verðkr. 26.940.- Sími 21270 Norska nótaveiðiskipið var að allra dómi i ágætu lagi þegar þvi var sökkt I Bjarnarfirði skammt frá Bergen á kostnað rfkis- ins. Siðastliðin tólf ár hafði skipið veitt fisk fyrir nálægt 20 milljónir norskra króna. „Það hefði getað siglt I hundrað ár i viðbót,” sögðu suntir þeirra er andmæltu þessum endalokum skipsins. En fiskstofnana þarf að vernda og rikið vill leggja sitt af mörkum til þess og þvi fær eigandinn greitt frá rikinu fyrir að eyðileggja skipið. Tækjabúnaður úr skipinu var þó hirtur áður en þvi var sökkt. Eftir sem áður var skrokkurinn metinn á 3 milljónir norskra króna. Nýr skrokkur mundi I dag kosta á milli 5 og 10 milljónir norskra króna. Einhverjir minnast e.t.v. blaðaskrifa á Íslandi af svipuðu tilefni i fyrra er skip frá Vestmannaeyjum var eyðilagt á kostnað rikisins, skip sem var nýuppgert og I bezta standi. Amnesty Intemational um Argentínu: MYRÐA 0G RÆNA ÞÚS UNDUM VINSTRISINNA í morgun birtu samtökin Amnesty International skýrslu þar sem argent- ínskaherstjórnin ersökuð um að hafa rænt og myrt þúsundir vinstri sinna í landinu. Skýrslan er byggð á vitnis- burði tveggja pólitískra fanga sem flúið hafa Argentínu. Henni fylgir listi yfir rúmlega þrjú hundruð fanga, sem annaðhvort eru horfnir, hafa verið myrtir eða látnir lausir. Talsmenn Amnesty International í London, sem gerðu skýrsluna, segja að hún byggist á eigin rannsóknum auk vitnisburða frá föngum sem hafi sloppið og öðrum upplýsingum. Fangarnir tveir sögðu að herinn í Argentínu hefði komið sér upp sér- stökum sveitum til að drepa og ræna andstæðingum stjórnarinnar. Fangar væru síðan pyntaðir á skipulagðan hátt þar til þeir væru .fluttir’ en það táknaði yfirleitt að þeir væru dauðir. Ein aðferðin væri sú að neyða fang ana til að taka mikið magn af deyfi- lyfjum, fara síðan með þá i flugferð og varpa þeim fyrir borð. Ríkisstjórnin í Argentínu hefur litlu svarað af ásökunum frá Amnesty International samtökunum og öðrum aðilum. Þó hefur verið fullyrt að Amnesty International standi fyrir samsæri gegn Argentínu- stjórn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.