Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 28
j 28 : DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980. r v, i stillanlegir og tvívirk- ir höggdeyfar með ábyrgð. Varahluta- og viðgerðaþjónustan er hjá okkur. SMYRILL HF., Ármúla 7, sími 84450, Rvík. OPID KL. 9—9 Allar skreytingar unnar af fag- j mönnum. Naag bllastceBI a.m.k. A kvöldla lílOMtAMXHH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 TIL LEIGU verzlunarhúsnæði í Síðumúla Höfum til leigu 50—100 ferm verzlunarhús- næði á jarðhæð að Síðumúla 32. Upplýsingar í síma 38000. ORKAHF. A Hjartanlega velkomin(n) í hóp þeirra er veita endurskinsmerkjum athygli. ( hópnum eru jafnt ungir sem gamlir, og allir hafa skiliö aö endur- __ skinsmerkiö er okkur mikil vörn i skammdeginu, — slysavörn, —' getur jafnvel verið liftrygging. Þeir vita, aö þeir sjást allt að fimm sinnum fyrr en ella meö því aö bera endurskinsmerki. ER ÞETTA EKKI UMHUGSUNARVERT? Þeir vita líka aö slys eru ekki lengi að veröa og henda ekki aðeins þá sem viö ekki þekkjum eöa koma okkur alls ekki viö. Ef þú átt ástvin, barn, gamlan fööur eða móöur, lestu þetta þá ööru sinni. En endurskinsmerki má nota á margvíslegan hátt VÆRI EKKI UMHUGSUNARVERT . . . fyrir forstöðumenn fyrirtækja aö veita starfsfólki sínu mikil- væga slysatryggingu til og frá vinnustað? . . . fyrir skjólfataframleiöendur aö senda ekki aðeins flíkur á markað sem vernda gegn kulda og regni heldur líka slysum? .. . fyrir skóla að rétta verndarhönd út í umferðina til þeirra er þeim hefir verið trúað fyrir? . . . fyrir eigendur vinnuvéla, reiöhjóla og barnavagna aö eitt eöa tvö lítil endurskinsmerki geta bjargað dýrmætu mannslífi? JÁ, VÆRISLÍKT EKKI UMHUGSUNARVERT? Umferðarráö vekur athygli á: ... að skólar, bæjarfélög, fyrirtæki, félagasamtök o.fl., geta fengið endurskinsmerki áprentuð meö einkennum sínum. ... aö viö höfum endurskinsmerki á hross. ... að viö eigum líka endurskinsörvar sem líma má innan í bíl- hurðir, og blasa við sé hurö opnuð út í umferðina. VIÐ TELJUM aö endurskinsmerki þurfi aö bera svo þau komi aö notum. Því viljum viö koma þeim til þín. Þau fást í allflestum mjólkurverslunum landsins, og auk þess í mörgum ritfanga- og bókaverslunum. Okkur væri þökk í aö þeir sem fúsir eru að annast sölu þessara LÍFSNEISTA heföu sem fyrst samband viö okkur. Síminn er 27666. oo u u FERÐAR Ð ENDURSKINSMERKI fást hér Llndargötu 46 101 Reykjavík. Þetta vísar veglnn. Svona spjald er í þeim verslunum sem selja endurskinsmerki. Endurslcinsmerlcin auka öryggið. _______ Pökkklœddur vegfarandi sést Vegfarandi í aðeins 20 - 30 m. fjarlægð meS endurskinsmerki frd lögljósum bifreiðar. sest t 120 -130 m. fjarlægð. PEIER FAIK OG ALAN ARKIN SÝNA A SÉR BESTll HUÐAR - í gamanmyndinni The Inlaws, sem Arthur Hiller leikstýrír Þegar Peter Falk er nefndur dettur flestum líklega i hug Columbo, en hann lék aðalhlutverkið í samnefnd- um sjónvarpsþætti. Þvi miður gerist það allt of oft að leikarar festast í ákveðnu hlutverki, þó sérlega ef um er að ræða sjónvarpsþáttaröð eins og Columbo. Þegar áhorfendur sjá svo viðkomandi leikara í öðru hlutverki tengja þeir hann ósjálfrátt sínu gamla hlutverki. Sem dæmi má nefna þá Telly Savalas sem Kojak og svo Peter Falk sem Columbo. En sökin er ekki alltaf hjá áhorfendunum því sumir leikarar geta bókstaflega ekki leikið iierna eitt hlutverk. Það getur verið gifurlega erfitt fyrir leikara að breyta ímynd sinni í hugum áhorfenda. Sumum tekst vel eins og t.d. Clint Eastwood sem losaði sig úr kúrekahlutverkinu en aðrir eyðileggja leikferil sinn meira eða minna. Einnig harðneita fjöl- margir leikarar að leika í sjónvarps- þáttum eða sjónvarpskvikmyndum, m.a. af fyrrgreindum ástæðum. Gamanleikarinn Peter Falk En meira um Peter Falk. Áður en hann reis upp á stjörnuhiminin í Columbo sjónvarpsþáttunum hafði hann leikið i fjöldamörgum kvik- myndum án þess að honum væri veitt mikil eftirtekt. Þegar hann var svo orðinn þekktur streymdu tilboðin inn. Hann hélt sig aðallega við gamanmyndir eins og The Cheap Detective og Murder on Midnight (báðar sýndar í Stjörnubíói), byggðar á leikritum Neil Simon, og svo The Brink’s Job sem er gamanmynd um bankarán sem framið var i New York fyrir löngu. Með þessum myndum sýndi Peter Falk að hann er frábær gamanleikari en hann hefur einnig sýnt fram á að hann gelur tekið að sér önnur hlutverk. Hann hefur leikið í mörgum kvikmyndum vinar síns John Cassavetes, eins og t.d. Kona undir áhrifum (sýnd á listahátið á sínumníma) og Opening Night og sýnt þar fram á hæfileika sina til að höndla alvarleg hlutverk. Peter Falk og Alan Arkin Nýlega var frumsýnd hér i Japan ný gamanmynd með Peter Falk og Alan Arkin i_aðalhlutverkum. Alan Arkin hefur ekki í langan tima sýnt á sér sínar bestu hliðar sem gamanleik- ari og tilraun hans til að leikstýra Kvik ntyndir BaMur Hjaltason skrífar frá Japan Höfuðpaurarnir sjálfir, þeir Peter Falk og Alan Arkin. mynd endaði með ósköpum. Hér er hann hins vegar i essinu sínu og sam- an með Peter Falk verður útkoman ágætis gamanmynd. Handrita- höfundinum Andrew Bergman (sem m.a. lagði hönd á plóginn við gerð handritsins í Blazing Saddles) hefur tekist að þræða hinn guljna meðal- veg, þ.e. að fara ekki út í of miklar öfgar eins og oft vill henda amerískar gamanmyndir. Látbragð og hegðan þeirra Peter Falk og Alan Arkin er þó þyngst á metum. Efnisþráður Alan Arkin leikur virtan tannlækni að nafni Sheldon Kornpett. Dóttir hans ætlar að giftast syni náunga að nafni Vince Richard sem hann veit litil deili á. Richard reynist hraðlyg- inn og í litlu samhengi við raunveru- leikann. Hann tekur þátt í ráni þar sem ránsfengurinn vár prentmót af gjaldmiðli Bandarikjanna, dollaran- um .Aumingja tannlæknirinn dregst inn í þetta mál og veit aldrei hverju hann á að trúa frá Richard sem m.a. heldur þvi fram að hann vinni fyrir CIA og sé að koma upp um bófa- flokk i Suður-Ameríku sem ætli að kollvarpa peningakerfi heimsins með þvi að prenta nóg af seðlum. Þótt ekki verði farið nánar út í efnis- þráðinn þá endar myndin vel eins og allar góðar gamanmyndir eiga að gera. Leikstjórinn Arthur Hiller Eins og lesa má er efnisþráðurinn i sjálfu sér ekki upp á marga fiskana en leikstjóranum Arthur Hiller hefur samt sem áður tekist að laða fram það besta hjá leikurunum svo útkom- an er 2 tíma „afslöppun”. Arthur Hiller er mistækur leikstjóri. Hann á að baki ágætar myndir ieins og Popi. frá 1969, Hospital (1971) og Silver Streak 1976. í þeirri fyrstnefndu lék Alan Arkin aðalhlutverkið og fór þar á kostum. Hospital var aftur á móti hárbeitt ádeila á heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna. Silver Streak var svo þokkaleg gamanmynd. Arthur Hiller hefur einnig leikstýrt Peter Falk. Var það í myndinni Penelop(1966). Vakti hún litla hrifningu fyrir utan leik Peter Falk. En ömurlegasta mynd Arthur Hillers er líklega Man of la Mancha sem hann gerði í ítaliu 1962 með Sophiu Loren og Peter O’Toole. Þessi söngvamynd týndist í kerfinu og líklega ekki aðástæðulausu. Fyrir þá sem Hafa áhuga má geta þess að Warner Bros dreifa The In- laws svo væntanlegir áhorfendur geta farið að líta á kvikmyndaauglýsingar Austurbæjarbíós eftir svona 6—12 mánuði. Hér sjást þeir Péter Falk og Alan Arkin dansa hálfgerðan striðsdans meðan þeir eru að forða sér frá kúlnaregni skxruliða.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.