Dagblaðið - 04.02.1980, Síða 15

Dagblaðið - 04.02.1980, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. FEBRUAR 1980. I I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Frábært afrek Valsmanna í Evrópuleiknum í gær: Unnu upp 6 marka forskot Drott og sigruðu 18-16 — Þar með komst Valur í undanúrslit Evrópubikarsins, keppni meistaraliða, fyrst íslenzkra íslandsmcistarar Vals í handknatt- leiknum unnu frábært afrek í Laugar- dalshöll í gærkvöld — afrek, sem verður lengi í minnum haft. Þeir sigr- uðu Svíþjóðarmeistara Drott frá Halm- stad með 18—16 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum í Evrópu- bikarkeppninni i handknattleik — keppni meistaraliða. Svo langt hefur Stetán Halldórsson átti stórleik og var markahæstur þeirra Valsmanna með 7 mörk. DB-mynd Ragnar Th. Steindór Gunnarsson skoraði fjögur glæsileg mörk af linunni og eitt þeirra er hér i uppsiglingu. DB-mynd Ragnar Th. íslenzkt handknattleikslið aldrei komizt áður — og það, sem meira er um vert. Valsmenn sýndu ótrúlegan baráttuvilja og unnu upp sex marka forskot sænska liðsins — breyttu stöðunni úr 4—10 í 12—12. Ekki nóg með það. í einhverj- um æsilegasta leik, sem sézt hefur á fjölum Laugardalshallarinnar náðu Valsmenn forustu í leiknum, 16—15, sex mínútum fyrir leikslok og stuðn- ingur áhorfenda var stórkostlegur. Troðfullt hús — 3100 manns — og þegar Valssigurinn var í höfn var bein- línis stiginn stríðsdans. Fögnuður áhorf- enda sem leikmanna Vals innilegur — aðrar eins sigursenur hafa sjaldan sézt í Laugardalshöll. Þó gekk ekki með öllu átakalaust að Ijúka leiknum. Stefán Halldórsson skoraði sautjánda mark Vals, 17—16, þegar 1 min. og 43 sekúndur voru eftir — Svíar einum færri. Þeir fóru sér engu óðslega og létu Valsmenn brjóta á sér — það átti greinilega að setja á' fullt, þegar Per Carlén kæmi inn á, þegar 30 sekúndur voru eftir. Drott nægði jafntefli eins og staðan var. En bragð Svíanna heppnaðist ekki. Þeir misstu knöttinn, þegar 10 sekúndur voru eftir. Valur fékk aukakast en maður á mann — en þeir Stefán Gunnarsson og Steindór voru ekki á því að missa knöttinn. Héldu honum vel og allt í einu opnaðist allt hjá Svíum. Stefán gaf á Steindór, sem brunaði að markinu og skoraði tveimur sekúndum fyrir leikslok. 18—16 og Laugardalshöllin beinlínis sprakk. Stórsigur Vals — stórsigur íslenzks handknattleiks. Drott sigraði í fyrri leiknum 18—17 iHalmstad. Stefánarnir óstöðvandi Mikið var afrek Valsmanna í þessum leik — eftir slaka byrjun — að vinna upp hið mikla forskot, sem Drott tókst að ná. Staðan virtist vonlaus, þegar Drott hafði tryggt sér sex marka forskot. En Valsmenn létu það ekki á sig fá — sameinuðust til átaka, bæði í vörn og sókri, og fóru að vinna upp muninn. Stefánamir tveir, Gunnarsson og Halldórsson, fóru oft á kostum. Áttu báðir stórleik. Ófáar voru þær sendingarnar frá Stefáni Gunnarssyni, sem gáfu mörk — og Stefán Halldórs- En á eftir fylgdi hroðalegur kafli hjá Valsliðinu — beinlinis hrun. Svíarnir skoruðu sex mörk í röð án þess Valsmönnum tækist að svara — bein- línis martröð. Sex mörk gegn engu á átta mínútna kafla. Evrópudraumur Vals virtist úr sögunni, — staðan 10—4 fyrir Drotl. En Valsmönnum tókst að hrista af sér slenið og Svíum urðu á barnaleg mistök — einn þeirra lét meira segja reka sig af velli. Mótmælti dómi — og Val tókst mjög að bæta sinn hag þær fimm mín. sem eftir voru af fyrri hálfleiknum. Skoruðu fjögur síðustu mörkin. Staðan í hálfleik 10—8 fyrir Drott. Steindór skoraði fyrsta markið í s.h. 10—9 en þó Svíar væru einum færri tókst þeim að auka muninn. Steindór skoraði aftur — en Bengt Hansson, einn bezti landsliðsmaður Svía, var Valsmönnum erfiður. Skoraði — en Steindór svaraði enn. Gull af marki — Bjarni sveif inn úr horninu og gaf á Steindór, sem sló knöttinn i markið. Þá var Þorbirni Jenssyni vikið af velli en samt tókst Bjarna að jafna fyrir Val, 12—12, þegar 10 mín. voru af hálf- leiknum. Valur hafði sem sagt skorað átta mörk gegn tveimur á 15 mín. kafla. Drott missti mann út af en náði samt forustu á ný. Stefán H. jafnaði úr víti, 13—13, og síðan var jafnt 14—1h og 15—15, þar sem Svíar skoruðu á undan. Þegar sex mín. voru til leiks- loka náði Valur í annaðskipti í leiknum forustu og stemmningin var gífurleg. Talsverð töf meðan rusl var hreinsað af vellinum. Síðan hófst leikurinn á ný. Drott jafnaði 16—16. Barátta gífurleg — heilmikil stuna frá áhorfendum, þegar sænski markvörðurinn Leif Aberg, sem var slakur í marki, varði frá Gunnari. Það kom ekki að sök — Svíar misstu knöttinn og Johnny Bench vikið af velli. Allir möguleikarnir voru nú Vals, en norsku dómararnir dæmdu ruðning á Bjarna. En Sviarnir héldu ekki höfði — misstu knöttinn og Stefán H. skoraði 17. mark Vals. Lokakaflinn eins og lýst er fyrst — takk fyrir sigurinn Valsmenn. Það er ekki á hverjum degi, sem maður verður vitni að slíkum leik — slíkri spennu og slikum sigri. Mörk Vals skoruðu Stefán H. 7/2, Steindor4, Bjarni 2, Stefán G. 2, Þor- björn Guðm. 2/1 og Gunnar 1. Mörk Drott Hansson 4, Jacobssen 4, Bengt- sson 3, Lunch 2 og Bench 2. Valur fékk fjögur vítaköst í leiknum — Drott ekkert. Tveimur Valsmönnum vikið af velli — fjórum úr Drott. Það kom tals- verl á óvart, að þjálfari Vals, Hilmar Björnsson, lét taka tvo leikmenn Svía ;úr umferð í stöðunni 15—15 og það sem eftir var leiks. Það heppnaðist og leikur Svía riðlaðist. Liðið skoraði .aðeins eitt mark eftir það — snilldar- bragð Hilmars, sem var hinn stóri sigurvegari i gærkvöld. Ekki furða þó 'leikmenn hans „tolleruðu” Hilmar ieftir leikinn. Sænska liðið virkaði ekki sterkt i þessum leik og kann að vera að það hafi haft einhver áhrif, að aðalmarka- skorarinn Kingwall gat ekki Ieikið vegna meiðsla, sem hann hlaut í fyrri leik liðanna. -hsím. Guðmundur náði ólympíu- lágmarki Lyftingakappinn kunni, Guömundur Sigurðsson, Ármanni, náði ólympíu- lágmarkinu í 90 kg flokki á lyftinga- móti i Njarðvíkum um helgina. Hann snaraði 140 kg og jafnhattaöi 182,5 kg. Samtals 322,5 kg. í 100 kg flokki snaraði Guðmundur Helgason, KR, 132,5 kg og jafnhattaði 167,5 kg. Samtals 300 kg, sem er ís- lenzkt unglingamet. í kraftlyftingum lyfti Skúli Óskarsson, UÍA, samtals j715 kg og var nærri að setja nýtt Evrópumet. Hann tók upp 303 kg í hnébeygju. Danski eftirlitsmaðurinn á miðri myndinni vildi bæta 15 sekúndum við leiktímann en Karl Harry tímavörður mótmælti. Milli þeirra er Óli Olsen, dómari, sem einnig var fiö tímavörzluna. DB-mvnd Bjarnleifur. líða því Drott sigraði 18-17 í fyrri leiknum norsku dómararnir, Antonsen og Bol- stad, stöðvuðu klukkuna og ráðfærðu sig við tímaverði. Danski eftirlits- maðurinn, Henning Svendsen, vildi bæta við 15 sekúndum — vildi láta vera 25 sekúndur eftir af leiktimanum. Tímavörðurinn Karl Harry, mótmælti og dómararnir féllust á 15 sekúndur. Valsmenn tóku aukakastið — Sviarl son skoraði grimmt. Að visu nokkur heppnisstimpill á mörkum hans framan af. Þá var Brynjar Kvaran góður í marki — og vörn Valsliðsins yfirleitt sterk. Ekki var handknattleikurinn ris- mikill, sem liðin sýndu — sóknarleikur- inn öft slakur — en hin gífurlega spenna bætti það upp og miklu meira. Spenna, sem oft var á kostnað leiksins — en spenna, sem áhorfendur og leik- menn munu seint gleyma. Þetta er leikur, sem lengi verður til umræðu manna á meðal og þar áttu dómararnir nokkurn hlut að máli. Áhorfendur voru engan veginn ánægðir með frammistöðu þeirra — fannst þeir halla á Valsmenn. Staða þeirra var erfið í þeim darraðardansi, sem sást á fjölum Laugardalshallar. Við skulum láta það liggja milli hluta — Valssigur- inn skipti öllu máli. Slakt f raman af Leikurinn var heldur daufur í byrjun. Drott skoraði tvö fyrstu mörk- in en Stefán fyrirliði Gunnarsson jafnaði fyrir Val með langskotum, 2— 2, eftir 10 mín. Valur komst yfir 3—2 — Drott jafnaði og komst yfir en Stefán Halldórsson skoraði fjórða mark Vals, 4—4, eftir 17 mín. og markaskorun i lágmarki.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.