Dagblaðið - 04.02.1980, Síða 21

Dagblaðið - 04.02.1980, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980.' 21 Leikhús í þágu áhorfand- ans - leikhús áhorfandans Sagt frá kenningum brasilíska leikhússmannsins Augusto Boal 1. grein LeikSist Það mun óhætt að segja, að sjald- an eða aldrei hafa kenningasmiðir innan leiklistarinnar verið fleiri né róttækari en nú á tímum. Stöðugt koma fleiri og fleiri til skjalanna með kenningar sínar á lofti og eins og gefur að skilja ber þar aðeins sumt merki þess að vera nýtt og merkilegt, annað ef til vill ekki. Á undanförnum árum hefur e.t.v. eitt, öðru fremur, orðið til þess að menn leituðu sér að nk. ,,nýrri gerð leiklistar”, en það er stéttskipt samfélag vort. Leikhús nú- timans, segja menn, er leikhús hinnar ríkjandi stéttar. Það leikhús miðlar áhorfendum sínum vitaskuld gildis- mati og heimsskoðun þeirrar stéttar, og vinnur þ.a.l. beint eða óbeint gegn hagsmunum annarra stétta. Verka- lýðsstéttirnar verði því að leita sér annarra tjáningarleiða innan leikhúss- ins. Skáldskapur hinna kúguðu í fáum heimshlutum koma and- stæður þeirra stétta sem vikið er hér að, skýrar eða ákveðnar i Ijós en í löndum Rómönsku Ameríku. Það er þvi alls ekki undarlegt að ein hinna byltingarkenndari skoðana og kenn- inga um nýtt leikhús hinna kúguðu sé þaðan sprottin. I þessari grein verður leitast við að bregða ljósi á skoðanir og kenningar brasilíska leikhús- mannsins Augusto Boal. Augusto Boal var leik hússtjóri Arena-leikhússins í Sao Paulo á árunum 1956—71, en þá var hann fangelsaður og pyntaður.Hannvar þó fljótlega látinn laus, flutti þá til Argentinu, en varð að flýja þaðan þegar afturhaldssinnar tóku völdin í sínar hendur 1974. Hann fór til Portúgal, en fluttist fljótlega til Parísar og býr þar nú. Hann hefur verið gestur á flestum meiri háttar leiklistarsamkomum og hefur víða um heim haldið námskeið í leiklistar- tækni sinni, sem hann segir grund- vallast á „Skáldskaparfræði hinna kúguðu”, sem hann samdi m.a. gegn skáldskaparfræði Grikkjans Aristótelesar, sem hefur verið hin ríkjandi skáldskaparfræði í leiklist á Vesturlöndum allt frá því hún kom fyrst fram. Áhorfandi í þátttakanda „Þetta rit Aristótelesar, ,,Um skáldskaparlistina”, var hluti af þvi námsefni sem ég kenndi við leiklistar- skólann í Sao Paulo,” segir Boal. ,,Ég átti að kenna nemendum mínum að skrifa leikrit. Þeir höfðu lært að samkvæmt orðum Aristótel- esar var leiklistin eitt og stjórnmálin annað. Mig langaði að sanna hið gagnstæða. í öðrum ritum Aristótel- esar, ,,Um siðfræðina” og ,,Um fag- urfræðina”, skýrir hann ákveðin hugtök, sem hann lætur óútskýrð í skáldskaparfræðum sínum. Þessi hugtök öðlast merkingu i öðrum ritum hans, og við uppgötvum, að Aristóteles hallast að kenningu, sem leiðir til kúgunar. Hann neyðir áhorf- andann til að hreinsa sig af öllu, sem getur verið samfélaginu, það er, ríkj- andi stétt.til ills.” Þetta er í stuttu máli grundvöllur kenninga Augusto Boals um „skáld- skaparlist hinna kúguðu”, og á honum byggir hann upp hugmynda- kerfi, sem á, ef rétt er að staðið, að breyta áhorfandanum úr óvirkum aðila í þátttakanda í leikhúsatburðin- um með jafnan rétt á við aðra þátt- takendur til að breyta atburðarás leikverksins. Fyllri tjáning Væntanlega verður hægt að gera hugmyndum Boals um skáldskapar- list Aristótelesar nánari skil hér i blaðinu seinna meir en hér, og i næstu greinum.verður leitast við að bregða Ijósi á, hvernig Boal ætlast til að áhorfandinn breytist í þátttak- anda. í því skyni verður gripið til bókarinnar „De förtrycktas teater” („leikhús hinna kúguðu”) eftir Boal sjálfan. Bókin kom út á sænsku fyrir skömmu. í einum kafla hennar gerir. Boal grein fyrir þátttöku sinni í les- væðingu, sem byltingarstjórnin i Perú hóf 1973. Grundvöllur þeirrar lesvæðingar var sú staðreynd.að þegar nýtt mál er numið, felur það í Augusto Boal. sér nýja aðferð til að nema veruleik- ann og til að miðla þekkingu sinni. Þeim mun fleiri mál, sem hægt er að nýta sér til að lýsa raunveruleikanum í kringum sig, þeim mun fyllri verður lýsingin. Þess vegna var hinum ólæsu ekki eingöngu kennt að skrifa og lesa, heldur einnig að nýta sér annars konar tjáningarform, svo sem mynd- list, lljósmyndir, leiklist og fleiri listir. Með þessu vonuðust menn til að les- væðingin bæri meiri árangur, þannig að með því að kenna fólkinu ekki aðeins að lesa og skrifa á spænsku, Jheldur einnig að tjá sig á annan hátt, mætti öll tjáning þess verða fyllri og samræmi fást í táknnotkun þess. En þess ber að geta, að mállýskur og tungumál eru fjöldamörg i Perú. Stafróf líkamans En hvernig má þá nota leiklistina sem aðferð í skynjun á veruleika, og i þessu tilviki meðal fólks sem hafði afar takmarkaðar hugmyndir um leiklist yfirleitt? Hvernig var farið að þvi að kenna fólki að nota tækni leik- hússins sér til gagns í því að skynja veruleikann? Boal segir, að mannslíkaminn sé leikhúsorðaforðinn. Það hlýtur því að vera grundvallaratriði að læra að þekkja eigin líkama, eigi maður að nota hann til að tjá sig, rétt eins og maður lærir stafróf tungumáls. Þetta er, samkvæmt því sem Boal heldur fram, fyrsta þrepið sem stíga þarf í því skyni að breyta áhorfanda í þátt- takanda. Þetta þrep er stigið með þvi að átta sig á eigin líkama með æfing- um, félagslega skilyrtum takmörk- únum hans og möguleikunum á að bæta úr þeim takmörkunum. Annað stigið er að læra að tjá sig með líkamanum. Það er gert með mismunandi leikjum. Eingöngu lík- aminn er notaður — en ekki t.d. röddin — og þá alls ekki algengustu og auðveldustu tjáningaraðferðir hans eða — möguleikar. Áhorfendur skrifa leikrit Þriðja stigið felur i sér að leiklistin Jakob S. Jónsson er notuð sem lifandi ntál með þártt- löku allra i leikhúsatburðinum. Það er enginn greinarmunur gerður á áhorfanda og þeim sem á er horfl; allir eru þátttakendur að meira eða minna leyti. Þriðja stigið felur í sér þrenns konar leikhúsgerð: tillöguleik- hús, þar sem áhorfendur „skrifa” leikritið um leið og það er leikið, þ.e. þeim leyfist að koma með mismun- andi tillögur i sambandi við atburða- rás og endi verksins; styttuleikhús, þar sem menn nota félaga sína í hópnum til að búa til myndastyttur í því skyni að lýsa og túlka tiltekinn raunveruleika, sent siðan er unnið úr með umræðu um myndina og af- brigði hennar; og að síðustu er úr- lausnarleikhús, þar sem leitað er ákveðinnar úrlausnar á lilteknu vandamáli með virkri þátttöku alls hópsins í bæði leik og efnismeðferð. Um þetta þriðja stig verður nánar fjallað siðar, sem og fjórða stigið, sem nefnt verður hér að síðustu. Fjórða stigið er svo umræðuleik- hús, sem felur i sér, að áhorfand- inn/þátttakandinn sýnir stutt atriði sem hann vill að séu rædd með tilliti til efnis eða atburðarásar. Þetta má gera á margvíslegan hátt. Boal nefnir sjö atriði undir þessu heiti: 1. Blaða- leikhús, 2. Ósýnilegt leikhús, 3. Myndasöguleikhús, 4. Að losna undan kúguninni, 5. Mýtuleikhús (mýta = goðsögn), 6. Leikhúsið sem dómari og 7. Siðvenjur og grimur (hlutverk). í næstu greinum verður, eins og fyrr sagði, reynt að gera grein fyrir því, hvernig Boal hugsar sér að nota megi þessi mismunandi stig til að breyta áhorfanda leikhúsatburðarins i þátttakanda hans. FRUMFLUTNINGS- TÓNLEIKAR Tónlist EYJÓLFUR MELSTED um síferskan anda Holmboes. Tón- verkið fellur vel að hinu skeipmtilega og mátulega absúrd kvæði Renötu Pandula. Það var líka ákaflega vel MYRKIR MÚSlKDAGAR. Tónleikar Kammersveitar Reykjavltur f Bú- staðakirkju 20. janúar. Stjórnandi: Póll Pompichler Pálsson. Einleikari: Helga Ingólfsdóttir. Einsöngvari: Ruth Little Magnússon. Verkefni: Karólína Eirlksdóttir: Brot; Vagn Holmboe; Zeit op. 94; Miklos Maros: Konsert fyrir sombal og kammersveit; Páll P. Pálsson: Lantao; Jón Nordal: Concerto lirico. Þetta voru miklir frumflutnings- tónleikar. Líklega hefur ekki verið frumflutt jafnmikið af tónlist á einum tónleikum á íslandi sem þessum, nema ef vera skyldi á ein- hverjum af tónleikum Musica Nova, meðan hún var og hét. Að sjá ekki skóginn Brot er annað verk Karólínu Eiríksdóttur, sem heyrist frá henni á skömmum tíma. Það gerist mikið i verkum Karólínu. Segja má, að í þessu litla verki sé samanþjappað ótal hugmyndum. Svo ótrúlega miklu í svo stuttu verki, að maður á fullt í fangi með að henda reiður á hvað sé að gerast. Mér fannst vanta einhver heildartengsl í verkinu, en vera má að ég hafi verið svo upptekinn af ein- stökum atriðum þess að ég hafi ekki séðskóginn fyrir trjánum. Mátulega absúrd Síðan kom Zeit, sem er gott dæmi Kummersveit Reykjavikur. fiutt. Það eina sem á skyggði var að það var eins og Ruth skildi ekki þýska textann til fullnustu og eins hefði mátt segja henni ögn betur til um framburðinn, en skýr var hann og söngutinn góður. Vonbrigði Konsert Miklosar Maros olli mér, þvi miður vonbrigðum. Ég átti satt að segja von á frumlegra og skemmti- legra verki og tek þar mið af öðrum verkum hans sem ég hef heyrt. Sembalkonsertinn fannst mér vera snyrtileg og vel unnin uppröðun eff- ekta, sem allir hafi komið fyrir eyru manns áður. Má vera, að þessi út- koma sé að hluta til flytjendum að jkenna, þar sem þeir hafa nokkuð frjálsar hendur í leik sínum, en það breytir engu um útkomuna. Betur geymt \ Það var tæpast þornað, blekið á nótunum af Lantao, verki Páls. Verkið er ósköp Ijúft og áheyrilegt, og vera má að það komi hughrifun- um af heimsókn hans til samnefndar eyjar til skila. En ég hafði samt ein- hvern veginn á tilfinningunni, að hann hefði betur geymt sér hugmynd- ina til að vinna eitthvað meira og stærra úr — sinfóniskt ljóð, til að mynda. Betri í annað sinn Tónleikunum lauk svo með Con- certo lirico. Þetta er í annað sinn, sem Kammersveit Reykjavíkur leikur það á þessum vetri. Ekki er konsert- inn síðri að heyra hann í annað sinn og miklu naut hann sín betur flutn- ingurinn nú. Það er ekki sama hvar leikið er, því að nú nutu einleiks- hljóðfærin sin miklu betur en við flutninginn í Norræna húsinu I haust. Kammer(kvenna)sveitin lagði með Jþessum tónleikum vænan og vel þeg- inn skerf til Myrkra músíkdaga. - FM

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.