Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 10
10 •WIABÍB Srjálst, áháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdel. (þróttir: Hallur Sknonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar HalkJórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómassoft, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Atoertsdóttir, Gissur Slgurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Goirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Ámi PAII Jóhennsson, BjamleHur Bjamleífsson, Höröur Vilhjálmsson, Regnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríetfsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. AHiraiðsla. áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsfmi blaösins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sföumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Askriftarverð A ménuðf kr. 4500. Verð I lausasöki kr. 230 eintakið. Einkaframtak Gunnars Einkaframtak Gunnars Thoroddsen í tilraunum til stjórnarmyndunar má líta ýmsum augum. Sumir telja hann hafa svikið flokk sinn fyrir stól forsætisráð- herra. Aðrir telja hann hafa höggvið þann hníit, sem minni háttar stjórn- málamenn hafi ekki getað leyst. Eitt er þó víst, að sá tími ér liðinn, að Morgunblaðið stjórni almenningsálitinu í máli sem þessu. Menn munu taka afstöðu á svipuðum grunni og þeir tóku áður afstöðu til Gunnars Thoroddsen í valdastreitu hans og Geirs Hallgrímssonar. Hún er nú loksins orðin opin- ber. Uppreisn Gunnars er óneitanlega síðbúin. Fyrir síðustu kosningar hafði hann góðan stuðning í þing- flokki sjálfstæðismanna. Þá var helmingur þingflokks- ins talinn hlynntur Gunnari og hinn helmingurinn hlynntur Geir. En nú hafa þar Geirsmenn bæði tögl og hagldir. A föstudaginn var klofningurinn ekki orðinn sá, sem hann varð svo um helgina. í fyrstu gerði Gunnar ekki annað en að óska eftir stuðningi þingflokksins til fram- halds viðræðna hans við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag, sem höfðu reynzt árangursríkari en tilraunir annarra. Þingflokkur sjálfstæðismanna gat auðvitað heimilað Gunnari þetta, til dæmis með fyrirvara um forsætis- ráðherrann. Kannski hefði Gunnar getað myndað stjórn fyrir Geir eins og Ólafur Jóhannesson gerði fyrir hálfu sjötta ári. Ef það hefðu verið Matthías Bjarnason eða Matthías Mathiesen, sem hefðu náð svona góðu einkasambandi við stjórnmálamenn annarra flokka, gæti flokkurinn hugsanlega sætt sig við aðferðina. En af því að það var Gunnar, var aðferðin móðgun við formann flokksins, Geir Hallgrímsson. Vegna hinna sérstöku aðstæðna í Sjálfstæðis- flokknum hefði umboð til Gunnars jafngilt vantrausti á Geir. Þess vegna kaus þingflokkurinn að ítreka það umboð, sem hann hafði áður veitt Geir til viðræðna við aðra flokka. Þessi afstaða var skiljanleg. Með töluverðri teygingu ímyndunarafls var tillagan um ítrekað umboð Geirs túlkuð sem breytingartillaga við tillöguna um nýtt umboð Gunnars. Tillaga Gunnars kom því alls ekki til atkvæða. Hlýtur það að teljast ákaflega sérkennileg málsmeðferð. Þessi sjónhverfing átti að hindra vitneskju fólks um stuðning og hlutleysi í þingflokknum gagnvart fram- taki Gunnars. Hún dugar þó skammt, ef Gunnar myndar stjórn, sem verður varin falli af tveimur eða fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Og það var einmitt þessi þingflokksfundur á föstu- daginn, sem magnaði klofninginn. Gunnar lét nefni- lega ekki segjast, þótt aðild Sjálfstæðisflokksins að stjórn hans væri úr sögunni. Hann hélt áfram að mynda stjórnina sem einstaklingurinn Gunnar Thor- oddsen. í morgun var ekki vitað, hvort ríkisstjórn hans yrði að veruleika. Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt að taka þátt í henni og búizt er við svipaðri niðurstöðu í Alþýðubandalaginu í dag. Þá reynir á, hvaða hlut- leysi Gunnar getur tryggt sér meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Óneitanlega ber þingflokkur sjálfstæðismanna ábyrgð á því, að stjórnarkreppan er ekki leyst með samstjórn Alþýðubandalags, Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks. Þingflokkurinn hafði meiri áhuga á spennunni milli Gunnars og Geirs en á sjálfum þjóð- málunum. Flokkurinn hefur teflt sér í patt. ______________DAGBLADID. MÁNUDAGUR4. FEBRÚAR I980._ Kvikmyndahátíð gengin ígarð — Hátt í 50 kvikmyndir sýndar í öllum sölum Regnbogans Eins og fleslir hafa nú sjálfsagl orðið varir við átti Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1980 að hefjast um þessa helgi. Mun hún standa yfir frá 2. til 12. febrúar. Verða sýndar u.þ.b. 30 leiknar myndir í fullri lengd en auk þess verða sýndar 13 barnamyndir, mismunandi að lengd. Þar að auki verða sýndar nokkrar stuttar myndir og heimildamyndir sem allar eru kanadískar. Myndirnar koma víða að en yfirleitt má segja að á hátíðinni verði myndir frá löndum sem hingað til hafa verið óþekkt stærð fyrir islenskum kvikmyndahúsagestum. Má i því sambandi nefna Belgíu, Hol- land, Kanada, Finnland, llngverja- land, Indland o.fl. Á listanum yfir leikstjórana er að finna nöfn eins og Rainer W. Fassbinder, Werner Herzog, Carlos Saura, Andrzej Wajda, Marta Mézaros, Satyajit Ray, Jean Renoir, Kenji Mizoguchi og Vera Chytilova. Líklegt er að verk Andrezej Wajda og Carlos Saura muni vekja mesta athygli, óneitan- lega er hlutur þeirra stærstur. Wajda á 3 myndir á hátiðinni og Saura 2. Ráðgert hafði verið að þeir yrðu gestir hátiðarinnar en nú er Ijóst að svo verður ekki. Áhrif stalínismans Einn þekktasti kvikmyndagerðar- maður Pólverja í dag er Andrzej Wajda. Hann er fæddur 1926 og eftir að hann útskrifaðist frá kvikmynda- skólanum i Lódz 1952 hefur hann gert rúmlega 20 myndir. Þær myndir sem sýndar verða eftir hann á hátíð- inni eru Marmaramaðurinn (1977), Án deyfingar (1978) og Stúlkurnar I Wilko (1979). Marmaramaðurinn er sú sem mesta athygli vekur. Hún fjallar um viðkvæma hluti í pólsku þjóðlífi, áhrif stalinismans á Pólland eftirstríðsáranna. Myndin vakti i fyrstu mikinn úlfaþyt hjá pólskum ráðamönnum og var stöðvuð en nú hefur viðhorfið eitthvað breyst og hún er nú sýnd víða um lönd og hlýtur alls staðar góðar viðtökur. Myndin segir frá ungri konu sem er að útskrifast úr kvikmyndaskóla. Hún ákveður að gera kvikmynd um „verkamannahetju” sem fallin er í ónáð. Án deyfingar segir frá blaða- manni sem á í erfiðleikum i starfi sínu og fjölskyldulífi. Stúlkurnar í Wilko er um Viktor nokkurn Ruben sem kemur til bæjarins Wilko einhvers staðar i Póllandi í von um að endur- heimta að einhverju leyti þær ham- ingjustundir sem hann átti þar í æsku. Þar bjuggu fimm systur sem hann tengdist náið. Áhrif Frartkós Tvær af nýlegri myndum Carlos Saura verða á dagskrá á Kvikmynda- hátíð. Þær eru Hrafninn (Cria Cuervos) og Með bundið fyrir augu (Los Ojos Vendados). Þegar fjallað er um spænskar kvikmyndir er um leið verið að fjalla um spænska póli- lik. Myndir Saura bera þess greinileg merki. Þær eiga Bestar rætur að rekja til spænsku borgarastyrjaldar- innar. Miðað við þá hörðu ritskoðun sem rikti á valdatíma Frankós er það aðdáunarvert hversu vel Saura hefur JAFNLAUNA- STEFNA - FÉLAGS- LEGAR UMBÆTUR Jafnlaunastefna endurspeglast í kröfum BSRB Samningar Bandalags starfsmanna rikis og bæja hafa nú verið lausir síðan 1. júlí sl. eða i um það bil 7 ntán'uði. Það er alllangur tími, einkum þegar þess er gætt að samn- ingur sá er samlökin gerðu haustið 1977 hefur verið skertur. Breytingar á verðbótaákvæðum sem settar hafa verið á með lögum gera það að verkum að samningurinn rýrnar um það bil 1% á mánuði (það gerir 12% á ári). Hvers vegna hefur samningagerð dregist? Aðalsamningsaðili BSRB er rikis- valdið, nánar tiltekið fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs. (Félög bæjarstarfsmanna semja hver um sig við sitt bæjarfélag). Starfsstjórn Al- þýðuflokksins, sem sett var upp i september, lýsti þvi yfir að hún myndi ekki sinna þvi verkefni að semja við opinbera starfsmenn. í samræmi við það hefur svo ekki heyrst stuna né hósli við kröfugerð BSRB frá fjármálaráðuneytinu. Það er meginástæða þess að ekkert hefur miðað i samningamálunum. Hitt er svo annað mál að allt of margt fólk í þessu landi tpggiir eyrun við þeim áróðri að of míkill kaupmáttur launa Kjallarinn Baldur Kristjánsson sé ein meginorsök verðbólgunnar. Eðli málsins samkvæmt er þvi þrýst- ingur á stjórnvöld að ganga til samn- inga ekki nægilega mikill., Jafnlaunastefna í launakröfum BSRB speglast sú stefna samtakanna að minnka bilið miíli lægstu og hæstu launa.Farið er fram á að lægstu laun hækki um 39% en að hæstu laun hækki um 17%. Þetta myndi þýða það að hlutfallið milli hæstu og lægstu launa yrði 2,25 í staðinn fyrir 2,67 eins og nú er. Að setja svona kröfu fram hlýtur að flokkast undir raunverulega jafn- launastefnu. En hvers vegna er farið fram á 39% hækkun lægstu Iauna? Jú, sú krafa mundi þýða 300.000 króna lágmarkslaun (miðað við sept- ember) en það er sama krafa og verkalýðshreyfingin setti fram 1976 með þeim rökstuðningi að lifvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag væru 100.000 krónur. Hvorki meira né minna. Og þetta viðurkenndu allir i orði þá. 300 þúsund krónur jafngilda nú þessum 100 þúsundum. BSRB sá ekki ástæðu til þess að hvika frá þessu lágmarki nú og meinar það jafninnilega og 1976 að þarna sé um lágmarkslaun að ræða. Ekki eru bara gerðar fjárkröfur En það er fleira matur en feitt kjöt og BSRB hefur lagt fram kröfur um margt annað en beina hækkun launa. Samtökin hafa farið fram á aukinn rétt lífeyrisþega varðandi persónu- uppbót. Settar eru fram kröfur um aukin frí, þar sem óhollusta er mikil á vinnustað. Skýrar er kveðið á um mötuneytismál en áður. Þess er kraf- ist að laugardagar falli út úr orlofi. Settar eru fram ítarlegar tillögur i tryggingarmálum ríkisstarfsmanna. Öll þessi atriði og niörg önnur svip- aðs eðlis eru í kröfugerð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.