Dagblaðið - 04.02.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. FEBRUAR 1980.
7
Skólamál í Kópavogi:
Menntaskólinn í Þinghólsskóla og
þaðan sem fjölbraut í Víghólaskóla
„Samkvæml þessum tillögum á
fyrst að tæma Þinghólsskólann og
flytja menntaskólann i hann. Síðan
árið 1986—88 á svo að vera búið að
tæma Vighólaskólann og þá á að
flytja menntaskólann þangað.
Reyndar verður hann þá aðeins bók-
námsdeild í fjölbrautaskólanum sem
þá verður stofnaður,” sagði Guð-
mundur Hansen skólastjóri Þinghóls-
skólans i Kópavogi.
Það sem um var rætt við Guðmund
eru tillögur nefndar sem skipuð hefur
verið af bæjarstjórn Kópavogs til að
gera tillögur í framhaldsskólamálum
bæjarins. Nefndin hefur lagt þær til-
lögur sem Guðmundur vitnaði í fyrir
bæjarstjórn en umræða um þær
hefur ekki hafizt. Menntamálaráðu-
neytið hefur endanlegt úrslitavald í
málinu en búizt er við að það fari
eftir öllum skynsamlegum tillögum
frá bæjaryfirvöldum.
„Nefndin hefur starfað í 2 ár og
lagði tillögurnar fram núna i desem-
ber. í þeim felst að þeir fjórir skólar
sem kennt hafa á neðri stigum grunn-
skóla taki að sér alla grunnskóla-
kennslu, en Þinghóls- og Vighóla-
skóli, sem hafa verið með seinni hluta
grunnskólakennslunnar ásaml
nokkrum framhaldsdeildum, taki að
sér framhaldsmenntunina.
Menntaskólinn hefur verið til húsa
i Kópavogsskóla. í tillögunum er
reiknað með að hann flytji haustið
1981 í Þinghólsskóla. Þá losnaði
pláss í Kópavogsskóla fyrir viðbótar-
nemendur. En þó yrði að öllum
líkindum að byggja bæði við hann og
aðra barnaskóla í bænum til þess að
rúma alla bekki grunnskólans.
Byggja yrði við Þinghólsskóla til þess
að koma inn menntaskólanum.
Eftir 5—7 ár er síðan reiknað með
að flytja allt saman í Víghólaskóla.
Þá losnaði Þinghólsskóli, en aðeins
óljósar tillögur hafa komið fram um
til hvers ætti að nota hann. Hug-
myndir um skrifstofur og bókasafn
eru þar helztar. Ef til vill yrði lika
hluti af skólanum tekinn undir full-
orðinsfræðslu.
Okkur hérna í Þinghólsskólanum
finnst þetta nokkuð undarleg þróun.
Okkur hefði fundizt skynsamlegra að
bæði Þinghólsskóli og Vighólaskóli
tækju að sér fjölbrautaskólann, sinn
á hvoru sviðinu. Annar skólinn
þjónar mjög vel austurbænum og
hinn vesturbænum,” sagði Guð-
ntundur.
í nefndinni, sem samdi tillögurnar
sem hann vitnar i, sitja þeir Hákon
Sigurgrimsson, starfsmaður
Búnaðarfélagsins, Páll Theódórsson
eðlisfræðingur, Ásgeir Jóhannesson,
formaður skólanefndar Kópavogs,
Andri ísaksson háskólakennari,
Steinar Steinarsson, skólastjóri Iðn-
skólans í Hafnarfirði, og Slefnir
Helgason, fyrrverandi bæjarfulltrúi í
Kópavogi.
- DS
Eftir drjúga stund og óteljandi högg með
sleggjunni tókst það — bjargið hrökk I
sundur I miðju og sterkasti starfsmaður-
inn i grunninum, sem hafði lengst af látið
höggin dynja, mátti vera snöggur að
ákveða hvorum megin á steininum hann
ætlaði að standa. DB-myndir: Hörður.
Sumar-
hús við
Álftavatn
ónýtt
íeldi
Eldur logaði í gróðri
umhverfís húsið
Sumarhús í sumarbústaðahverfinu
við Álftavatn brann til kaldra kola á
laugardagskvöldið. Var þarna um gam-
alt sumarhús að ræða, frekar lítið, en
langt var komið vinnu við að gera húsið
algerlega upp. Tjón eigandans, sem er
Reykvíkingur, er mikið því eignirnar
eystra voru lítið og ekki vátryggðar.
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynn-
ingu um eldinn þá er eldtungur stóðu út
um glugga hússins. Var slökkvilið á
Ljósafossi beðið að fara á vettvang. Er
það kom á staðinn var húsið alelda og
þakið um það bil að falla. Var vonlaust
um að bjarga nokkru sem í húsinu var.
Eldur hafði læðzt í trjágróður
kringum húsið og sneri slökkviliðið sér
að þvi að slökkva hann og firra frekara
tjóni á gróðri en orðið var.
Eigandi sumarhússins hafði verið við
vinnu í húsinu á laugardag og hafði
farið þaðan um það bil klukkustund
áður én eldsins varð vart og lögreglu á
Selfossi tilkynnt um brunann.
- A.St.
Þegar ekki var hægt að sprengja:
KLUFU BJARGIÐ
MEÐFLEYGUM
— í grunni nýja Dagblaðshússins
Þeir eru mikil hörkutól, karlarnir
sem vinna í grunni nýja Dagblaðshúss-
ins á lóð blaðsins í Þverholti. Þar
sprengja þeir og bora dag eftir dag —
því mikið grjót er í lóðinni, þar sem
framtiðarheimili DB verður. Og inni á
skrifstofunum í litla DB húsinu eru
önnur hörkutól, sem löngu eru hætt
að kippa sér upp við loftpressuskellina
og sprengingarnar þar við húsvegginn.
Um miðja síðustu viku gripu verk-
takarnir til ráðs, sem ekki mun hafa
verið notað lengi — þeir klufu nær
mannhæðarháan stein í sundur með
fleygum.
Ekki var hægt að sprengja bjargið sundur með dynamiti vegna nálægðarinnar við
húsið. Því var brugðið á það ráð að bora átta holur i steininn og berja fleygana þar
niður. Það var átakavinna, eins og menn geta imyndað sér.
Sparivelta Samvinnubankans:
Nýiar tölur
frá Samvinnubankanum
Hinn 1. janúar 1980 hækkuðu hámarksupphæðir
í Spariveltunni og eru sem hér segir:
SPARIVELTA A (3-6 mán.)
Mánaðarlegur sparnaður
kr. 40.000
kr. 80.000
kr. 120.000
SPARIVELTA B (12-36 mán.)
Mánaðarlegur sparnaður
kr. 20.000
kr. 40.000
kr. 60.000
Núverandi þátttakendum í Spariveltunni er heimilt að breyta
mánaðarlegum innborgunum sínumsamkvæmtofangreindu.
Lánshlutföll eru þau sömu og áður.
Sanwinnubankinn
og útibú um land allt.