Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1980. 3 Betur sjá augu en auga: Bamalegt yfírklór og bull lögregluvarðstjóra — vitnar í atburði, sem hann sá aldrei Finnur Magnússon, námsmaúur I.undi, skrifar: Vegna greinar í DB 9. janúar sl. undir fyrirsögninni ,,Lygi að lög- regluþjónarnir hafi lúskrað á pilt- inum,” vill undirritaður gera nokkrar athugasemdir þar sem svo vildi til að hann varð vitni að þeim at- burðum er lögregluvarðstjórinn gal- vaskur neitar að hafi átt sér stað. Hilmar varðstjóri Þorbjörnsson bein- linis skáldar eitt og annað i grein sinni og mér finnst rétt að leiðrétla vitleysuna eins og fært er. Nú, nú. Hilmar segir i grein sinni sem er svar við grein Þorleifs Frið- rikssonar frá 4. þ.m. ,,Þú komst ekki á staðinn með kunningja þínum, heldur í leigubifreið.” Þetta finnst mér fróðlegt. í hvaða bil var ég, Hilmar? Ég sem hélt að ég hefði verið samferða Þorleifi. Það er nú samt staðreynd (þótt þér finnist kannski staðreyndir óþarfar) að ég var ásamt fleirum í sömu einkabifreið og Þor- leifur. Ég sá það sama og hann sá og við stöðvuðum einkabifreiðina fyrst á Lönguhliðinni þaðan sem við sáum hvar lögregluþjónarnir misþyrmdu manninum. Síðan lögðum við einka- bifreiðinni á Háteigsveginum. Hins vegar fór aðeins Þorleifur út úr bilnum. Hvaðan hefur þú annars þennan fróðleik um leigubílaferðir Þorleifs sem mér, og sjálfsagt Þor- leifi sjálfum, er með öllu hulin ráð- gáta? Stóð það i lögregluskýrslunni? Mergurinn málsins er sá að þú varsl ekki á staðnum, eða hvað? Þú virðist byggja allar þinar full- yrðingar á skýrslu lögregluþjónanna sem sjálfir liggja undir sök um vald- niðslu. Annaðhvort ertu meira en litið saklaus og bláeygður ellegar haldinn þungri samtryggingarhneigð, nema hvort tveggja sé. Hilmar heldur áfram. ,,Sú full- yrðing þin að lögregluþjónarnir hafi verið að lúskra á piltinum þegar þig bar -ð er lygi.” Stóð þetta líka i skýrstun n? Við vorum þrjú sem sáum sömu hluti og Þorleifur lýsir. Nú eykur Hilmar þeysireið sína á skáldafáknum og segir: „Fullyrðing þín um að lögregluþjónarpir hafi gerl itrekaðar tilraunir til að aka á þig i lögreglubifreiðinni er einnig lygi. Hins vegar er sannleikurinn sá að lög- regluþjóni 144 sem ók lögreglubif- reiðinni tókst með snarræði að af- stýra slysi þegar þú hljópst fyrir lög- reglubifreiðina." Hvaða fullyrðinger þetta og hvar stóð hún? Mér finnst að vænta megi þess að svo háttvirtur embættismaður sem lögregluvarðstjóri geti lesið og jafn- vel endursagt óbrenglað. Mér finnst að þú ættir að lesa grein Þorleifs aftur og jafnvel aftur og aftur og íhuga hvaða fullyrðingar hans séu lygi og hver sé ekki með fulla dóm- greind. Þorleifur fullyrðir hvergi að lög- reguþjónarnir hafi gert ítrekaðar lil- raunir til að keyra á sig en hins vegar bendir hann á, sem ég tek hjartanlega undir, að um mjög gáleysislegan akstur hafi verið að ræða. Lögreglu- bifreiðinni var ekið á hættulegum hraða og hættulega nærri Þorleifi. Ef N.N. hefði ekið svona glæfralega hefði það vafalaust þótt brotlegt. Eins og við vitum (þú vafalaust betur en ég) eru lögin teygjanleg því þótt við séum öll jöfn fyrir þeim eru sumir „jafnari en aðrir”. Að Þor- leifur hafi hlaupið fyrir bílinn er væg- ast sagt hugarburður lögregluvarð- stjórans. Ef svo hefði verið hefði ég séð það svo og hin sem sátu i bílnum. Svari sínu til Þorleifs lýkur varð- stjórinn svo: „Eftir að hafa kynnt mér mál þetta hallast ég að þvi að dómgreind þin hafi verið með verra móti þarna um morguninn af ástæðum sem okkur eru báðum kunnar.” Hilmar hinn fróði, sem svo létl virðist eiga með að úthrópa menn lygara og enn léttar með að tjá sig um atburði sem hann var ekki vitni að, vill máske nefna þær ástæður sem honum einum eru svo vel kunnar? Ég |Ur«gtaii*wnrf»rtr*l*: Lygi að lögregluþjónamir hafi lúskrað á piltinum <* JmA er ftt nomt hdl míð fð m MjbMN löfitjlub»frt>6i«ni t-20006, a Takmflff( fyHr ÖÍU Vi« ykkur DMbUa«»í«u> vU é« I FMUdagUn 4. jiflúar d. birtnt I 1 Da*Naðinu jrtm undir uóm fyrir- I iðfji: Fardak* fruikMM U«n«»•: " * rt MiAr. á cka* itm * Uk •*» - - rrt •• hrarfn racá M | a« kryra aba« Mf a4 k— _ Grcinarhöfundur 9M0-J*44, ik. I þjóðikr* ÞorWfur Friðrikiaon lU I hcimUii I SvlþjóA. | Kaeri Þorkifur: Efiir aö hafa knð I pnn þina. IO«rt»kiikýrá»i. fram- I buröarikýrilu Ið«rr«luþ}óM númrr 1 ||6 o« 144 o« taUA viA viul I mili I þcsiu Un«ar mi« lU að M«ja þctu: I Það cina Ktn »ati cr o« rto 1 «rrta I þinni tr aA ncfndlr lö«r««JaþjA«ar I voru * þcaaum uað i þcawm Uma I mcð ðfvaðan piU icra UerAur haíð. " » fyrir irtl Þ6 koran ckkl_f lö*rt«lubtfrciAinni I-------------- fókibifrcið. cn ve«na þcaa hvc i pilturinn kt 1 bifrdöÍMÍ þðttl Iðr að hafa hann I handjiraam. Sú fuUyrðinf þin að löfrcfhiþjða- arnir hafl vcrið að liiakra » pihl þeu- um þc«ar >i* bar að cr ly*L FullyrOins þlnum að lö«re«uþjóc»- amir hafl «crt krekaAar tUramUr tU aA aka á þi« á to«rt«hibifrtiöinBl er einni* ly«i. Hlni ve«ar cr aamúeikur- inn aá að k>*re«luþjóiU númcr 144 um ðk lð*re*Jubifreiðinni. lókM mcð inarrsAi að aíatýra Uyii þe«ar þú hljópat fyrir lð«rt«lubifr*iA4Da. Kjcri Þoridfur: Ef þár cr ekki kuaaust um það þá rti á« m«ja þár það hár o« dú að Marf lö«rt«hlþjóoa cr að koraa I vc« fyrfr slyc ca r^‘ þctta: Oftiaá hrsa I blaði ykkar ýmklejt um lö*rt*luaa o« cr það vci. Mkt mai er að það aá bo*t fyrir 16«- re*hina að vcra undlr imáljá biaAa o« bor«ara Ofl hefur IO*re*hi vcrið bcm á ýmiileft »em bcfur m*lll fara o« bctur ijá augu »n auga. Æaifrátiir tn cina« ofl á ykUr ilðum o* virðml þá iðiuajóaarmið riða ferð- Infltl ca ckki bcibrifð ikyiucnú. Það htjóta að vcra ukmðrk fyrir þvl hvað h«e«l cr að birta á prentl af óaaaniod- um um fáik, það hljóu einni* að vcra takmðrk fyrir þrt hmð biaða- aaðcr bártli cMr u^liwiium. cr hringja I þá utan 6r bm. ém o« kora fram I aatedri Maðaaraia. aár I U«i þc«ar bornar cru jafaaKark«ar cakir. áfóikcáaao ' vil taka það skýrt fram áður en Hilmar- valhoppar inn á ritvöllinn öðru sinni að öll vorum við allsgáð sem urðum vitni að atburðunum. Varðstjórinn furðar sig á að DB skuli birta aðrar eins ásakanir um valdníðslu lögregluþjóna og I unr ræddri grein Þorleifs. Sjálfur lét hann sér sennilega nægja að lesa lög- regluskýrsluna og tala við „vitni” sem ég dreg I efa þvi ekki talaði hann við neitt okkar. Að því loknu bregður hann stimpli sínum hátt á loft og stimplar: Lygari. Með þeim vinnubrögðum er grein hins 28 ára „unglingspilts” Þorleifs Friðrikssonar svarað. Varðstjórinn beinir því að lokum til DB, að það hljóti „að vera takmarkanir fyrir því hvað hægt er að birta á prenti af ósannindum um fólk”. Mikið rétt, Hilmar minn. Hvernig eiga blaðamcnn þá að var- ast ósannindaflaum á borð við þann sem kemur fram i grein sjálfs lög- regluvarðstjóra? Tel ég ekki ómaksins vert að elta lengur ólar við ósannindi og slað- lausar fullyrðingar varðstjórans, en orð vil að lokum taka undir þessi hans: „Betur sjá augu en auga.” f Ég vil að lokum segja þetta: Fram- koma umræddra lögregluþjóna þennan nýársdagsmorgun var svo sannarlega ekki lögregluliði Reykja- 'víkur til sóma. Það sá ég sjálfur er þeir beinlínis lúbörðu manninn og akstur þeirra niður Háteigsveginn sem virtist eins tilgangsleysislega glæfralegur og hægt er að hugsa sér. Slik framkoma er varin með jafn- barnalegu yfirklóri og bulli og þvi sem fram kemur í grein lögregluvarð- stjórans þann 9. janúar. Spurning Koma síðustu verðhækkanir illa við þig? Magnea Finnbogadóltir húsmóðir: Ja. Ég myndi segja að þær kæmu illa við alla. Þó alveg sérstaklega barna- fjölskyldur. Ingigerður Steindórsdóttir húsmóðir: Ekki sérstaklega við mig, við erum það fá í heimili. En auðvitað koma þær illa við alla. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali Eyvör Hólmgeirsdóltir hósmóðir: Þær koma illa við alla. Eða það held ég að hljóti að vera. RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp í 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/mín. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. ■ Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viöbrugöiö hefur veriö fyrir gæöi, um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaös: 7%". Skurðardýpt: beint 59 mm, viö 45° 48 mm. Hraöi: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Fullkomin iðnaöarborvél með tveimur föstum hraöastillingum, stiglausum hraöabreyti í rofa, og afturábak og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraðastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/min. Mótor: 420 wött . 'LfN Öflug beltaslípivél meö 4" béltisbreidd. Hraöi: 410 sn/min. Mótor: 940 wött. — Létt og lipur stingsög meö stiglausri hraðabreytingu í rofa. Hraöi: 0-3500 sn/mín. Mntor- 350 wött. Guflrún Pálsdóttir húsmóflir: Já. Verst er með hækkanir á verði á mat. Ég fer einnig mikið með strætó og þykir vont þegar verð á miðum hækkar. Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari. Hraöi: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. Stórviöarsögin meö bensínmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keöju- smurning. Vinkilslípivél til iönaöarnota. Þvermál skifu 7”. Hraði: 8000 sn/min. Mótor: 2000 wött. Ragnhildur Jónsdóttir húsmóflir: Já, auðvitað gera þær það. Þær eru alltaf jafnslæmar. Dýrtíðin er orðin gífurleg. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á fslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Óviöjafnanlegur hefill meö nákvæmri dýptarstillinqu. Breidd tannar:3”. Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraöi: 13.500 sn/min. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri geröir og stæröir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komiö og skoðið, hringiö eöa skrifiö eftir nánari upplýsingum. Guflrún Valgeirsdóttir húsmóflir: Já, auðvitað gera þær það. Verst er með matinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.