Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 04.02.1980, Blaðsíða 19
Ljósin biluðu Haukar unnu — léttur sigur Hauka yfir Grindavík Eftir um 7 minútna leik voru Ijósin skyndilega slökkt i íþróttahúsinu i Njarðvík, þegar Grindvíkingar léku við Hauka i 1. deild kvenna. ,,Er rafmagnsreikningurinn vangoldinn ?” varð einum áhorfenda að orði, en svo var ekki. Haukastúlkurnar reyndust vera með „klístur” sem er bannað að nota í húsinu. Var þvi báðum liðum skipað i handþvott, en þegar Hauka- stúlkurnar voru búnar ,,að þvo hendur sínar” af „klístrinu”, fóru þær virki- lega á skrið og breyttu stöðunni úr 7:7 í 14:7 á skömmum tíma en sigruðu síðan með miklum yfirburðum 24:15. Eftir góða frammistöðu i seinasta leik áttu menn von á meiri mótspyrnu UMFG og jafnvel sigri, en einhver doði var yfir liðinu. Mörk Hauka: Margrét Theódórs- dóttir, -8, Sjöfn Hauksdóttir Sesselja Friðþjófsdóttir og Svanhildur Guðlaugsdóttir með 3 mörk. Halldóra Mathiesen og Kolbrún Jónsdóttir með tvö mörk. Mörk Grindavíkur. Sjöfn Ágústsdóttir 8, Kristólina Ólafsdóttir 3, Hildur Gunnarsdóttir 2, Ásrún Karls- dóttir og Ingunn Jónsdóttir I mark hvor. páskaferó fii tdi Aivnn^ 111 IKL/VIVU^ 2.-8. apríl Nú er um að gera að panta strax, páskaferðimar til íriands hafa sleg- ið í gegn og takmarkað piáss er til ráðstöfunar. Naumur sigur Vals yfir FH í Firðinum Valsstúlkurnar sigruðu FH i 1. deild kvenna á laugardaginn með 18 mörk- um gegn 17 i íþróttahúsinu í Hafnar- firði. Sigurmarkið skoraði Erna Lúð- víksdóttir aðeins 2 sek. fyrir leikslok en Valur hafði lengst af haft örugga for- ustu í leiknum. Staðan í hálfleik var 10—9 Val í hag. FH leiddi fyrst í leiknum með 1—2 mörkum og síðast 5—4. Þá komst Valur yfir en siðan var jafnt, 7—7, 8— 8, 9—9, en Valur átti síðasta markið i fyrri hálfleiknum. Það stefndi síðan i öruggan sigur Vals því staðan var orðin 16—12 þegar tiltölulega skammt var til leiksloka. FH neitaði að gefast upp og hinar ungu stúlkur þeirra bitu á jaxlinn og tókst að jafna metin, 17—17. En heppnin var ekki með þeim að jressu sinni og Val tókst að tryggja sér sigurinn rétt fyrir leikslok. Fallegt mark hjá Ernu úr erfiðri stöðu. Hjá Val og reyndar í leiknum öllum vakti Karen Guðnadóttir mikla athygli. Mikiðefni þará ferðinni. Mörk Vals: Harpa 9/4, Erna 4/1, Karen 3, Sigrún 2. Mörk FH: Kristjana 8/5, Katrín 3, Svanhvft 3, Ellý, Sólveig og Björg 1 hver. Beztu leikmenn: Karen Guðnadóttir, Val, 8, Kristjana Aradóttir, FH, 7, Katrfn Danivalsdóttir, FH, 8, Harpa Guflmundsdóttir, Val, 7, Jóhanna Pálsdóttir, Val, 7. - SSv. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 Hjálmur Sigurðsson tekur við verðlaunum sinum. DB-mynd Ragnar Th. HJALMUR VANNI ÞRIÐJA SKIPTI — í röð í Skjaldarglímu Ármanns Hjálmur Sigurðsson, Víkverja, varð sigurvegari í skjaldargiímu Ármanns í gær — þriðji sigur hans í röð og hlaul hann skjöldinn til eignar. Hjálmur hlaut 5 vinninga. Keppendur voru 8 en Guðmundur Freyr Halldórsson, Á, slasaðist og varð að hætta keppni. Hjálmur tapaði einni glimu í keppn- inni — fyrir Guðmundi Ólafssyni, Á, og fyrir síðustu umferðina virtisl slefná í úrslitaglímu milli þeirra. Hins vegar tapaði Guðmundur þá mjög óvænt fyrir Árna Bjarnasyni, KR. Guð- mundur varð annar með 4 vinninga og Ólafur Haukur Ólafsson, KR, hlaut einnig 4 v. í úrslitaglimu um önnur verðlaunin sigraði Guðmundur. Sigurjón Leifsson, Á, varð fjórði með 2,5 v„ Helgi Bjarnason, KR, og Árni Unnsteinsson, Víkverja, hlutu 2 v. Árni Bjarnason, KR, 1,5 v. Sigurður og Stein- unn unnu öruggt — á fyrsta Fýrsta punktamót vetrarins fór fram á Húsavík um helgina og var mjög skemmtileg keppni bæði í karla og kvennaflokki, Veður var ágætt báða keppnisdagana, en litili snjór var og grófust brautirnar illa. Á laugardag var keppt í svigi en í stórsvigi á sunnu- daginn. Sigurvegarar urðu þau Stein- unn Sæmundsdóttir og Sigurður Jóns- B-lið KR vann Hauka Þrír leikir voru háðir um helgina í bikarkeppni KKÍ. Á Akureyri sigraði Þór ÍBV 97—50 og var það slök viður- eign. Fyrir Þór skoraði Gary Schwarz mest eða 37 stig og Eiríkur 13. Fyrir ÍBV skoraði Páll.Sveinsson 25 stig. Þá sigraði Ármann Skallagrím 110—96 í Hagskólanum í gærdag og i gærkvöld gerðu svo gömlu karlarnir úr KR sér litið fyrir og sigruðu lið Hauka, 73—67. Gömlu mennirnir úr KR keppa undir nafninu B-lið KR en mörgum þótti það rangnefni enda i liðinu heill aragrúi gamalla stjarna. Tvö heimsmet Marita Kock, hlaupadrottningin a- þýzka, setti um helgina tvö heimsmet í 50 metra hlaupi innanhúss. Fyrst hljóp hún á 6,16 sekúndum en bætti svo metið í 6,11 sek. skömmu síðar. Þá hafnaði stalla hennar Marlies Göhr i 2. sæti á 6,12 sek. Áfangastaður: Dublin Hótel Royal Marine og South Cóunty Innifalið í verði: Flug, gisting m/enskum morgunverði, ferðir til og frá flugvelli og íslensk farar- stjóm Sigurður Jónsson sigraði í alpalvi- keppni. Skoðunarferðir má greiða með íslensk- um peningum. Allir veitinga- og skemmti- staðir verða opnir um páskana og sérstök „Íslendingahátíð“ verður haldin. Allar verslanir opnar flesta dagana og ís- lendingar fá afslátt f mörgum þeirra. punktamóti vetrarins á Húsavík son en þau eru bæði í landsiiðshóp íslands, sem fer til Lake Placid. Stein- unn sigrafli einnig í alpatvíkeppni kvenna og Ásdís Alfreðsdóttir varð önnur. í alpatvíkeppni karla sigraði Sigurður en Björn Olgeirsson varð annar. Stórsvig 1. Steinunn Sœmundsd., R 49,09—47,12 96,21 2. Ásdís AHreðsdóttir R 48,59—48,51 97,10 3. Nanna Loifsdóttir A 49,67—48,67 98,34 4. Ása Hrönn Sœmundsd., R 50,02—50,04 100,06 5. Halldóra Björnsd., R 51,11—49,77 100,88 6. Hrefna Magnúsd., A 51,44-50,55 101,99 7. Ásta Ásmundsd., A 61,26-51,46 112,72 8. Marta Óskarsdóttir R 54,84-58,51 113,35 Fleiri komust ekki niöur af 26 keppendum. 1. Steinunn Sæmundsd., R 2. Nanna Leifsd., A 3. Ásdfs Alfreðsd., R 4. Halldóra Björnsd., R 5. Ása Hrönn Sæmundsd., R 6. Hrefna Magnúsd., A sek. 41,13-37,57 78,70 42,81-38,67 81,48 42,71-38,93 81,64 42,80-40,31 83,11 44,55-39,84 84,39 47,61-43,53 91,14 Fleiri komust ekki niður af 10 keppendum. Stórsvig 1. Siguröur Jónsson í 2. Einar Valur Kristjónss. í 3. Björn Olgeirsson H 4. Haukur Jóhannsson A 5. Bjarni Sigurflsson H 6. Valdimar Birgisson f 7. Björn Vfkingsson A 8. Tómas Leifsson A 9. Kristinn Sigurðsson R 10. ólafur Harflarson A 11. Gunnar Bjarni Ólafss. 12. Rfcharfl Sigurflsson R sek. 53,78-58,37 112,15 55,43-59,47^14,90 55,48—59,59' 115,07 55,07-60,51 115,58 56,70-59,32 116,02 55.76- 60,78 116,48 56,00-60,72 116,72 57.76- 60,90 118,66 59,81-60,12 119,93 59,11-62,27 121,38 I 61,88-63,12 125,12 67,58-60,56 128,14 Fleiri komust ekki niflur af 26 keppendum. Svig. 1. Sigurflur Jónsson í 2. Björn Olgeirsson H 3. Haukur Jóhannsson A 4. Tómas Leifsson A 5. Valdimar Birgisson í 6. ólafur Harflarson A 45,92-45,72 91,64 46,45-46,75 93,20 48,43-47,33 95,76 48,83—47,25 96,08 48,09-49,02 97,83 49,23-48,60 97,83 Fleiri komust ekki niflur af 10 keppendum. -Þorri. GRINDAVIK—HAUKAR 15-24 (7-14) íslandsmótiö í handknattleik, 1. deild kvenna. Grindavík — Haukar 15—24 (7—14). Njarflvik 4. febrúar. Beztu leikmenn. Margrét Theódórsdóttir, Haukum 7, Sjöfn Hauksdóttir, Haukum 6, Svan- hildur Gufllaugsdóttir, Haukum 6, Rut Óskarsdóttir, Gríndavik 6, Sjöfn Ágústsdóttir.Grindavik 6. Gríndavík: Rut Óskarsdóttir, Ágústa Gisladóttir, Sjöfn Ágústsdóttir, Svanhildur Gufllaugs- dóttir, Ingunn Jónsdóttir, Ásrún Karísdóttir, Hulda Guðjónsdóttir, Kristólína Ólafsdóttir, Runný Daníelsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir. Haukar. Hulda Hauksdóttir, Sóley Indriðadóttir, Sesselja Friflþjófsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sjöfn Hauksdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Svanhildur Guðlaugsdóttir, Anna Karen Svorrisdóttir, Margrót Theódórsdóttir, Halldóra Mathiesen, Björg Jónatansdóttir, Hlín Hermannsdóttir. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. FEBRUAR 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.