Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.04.1980, Qupperneq 9

Dagblaðið - 14.04.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1980. Erlendar fréttir Svíþjóð: 15aura kauphækkun ogsátta- viðræður Samtök atvinnurekenda 1 Sví- þjóð aflýstu í gær verkbanni sem hótað hafði verið og átti að ná til 750.000 verkamanna. Verk- bannið átti að taka gildi á miðnætti sl. Alþýðusambandið í Svíþjóð aflétti yfirvinnubanni sem tók gildi í marzmánuði, þegar umræður aðila um nýja kjarasamningasigldu i strand. Samningaumleitanir hefjast nú að nýju undir stjórn ríkisskip- aðrar sáttanefndar. Alþýðusam- bandið féllst á að leyfa verka- mönnum að vinna yfirvinnu eftir að atvinnurekendur skuldbundu sig til að greiða 15 sænska aura í kauphækkun á klukkustund á meðan viðræðurnar standa yfir. Alþýðusambandið krefst 11,3% kauphækkunar, en atvinnurek- endur segja að ekki sé svigrúm til að hækka kaup. Norsk uppf inning vekur mikla athygli bílaframleiðenda víða um heim: Ný bflvél sem spar- ar40% afeldsneyti Norski iðnjöfurinn Thor Börresen, sem rekur álver við Vraa skammt frá Fredrikshavn i Danmörku, og norskur verk- fræðingur búsettur i Bandaríkjunum hafa kynnt opinberlega nýja tegund af bílvél, sem verkfræðingurinn hannaði. Nýja vélin sparar að sögn allt að 40% af eldsneyti miðað við þær vélar, sem nú eru mest í notkun. Hún er þvi gulls ígildi efþærupplýs- ingar reynast réttar. Margir framleiðendur bílvéla víðs vegar um heim fylgjast með prófunum á vélinni og vilja gjarnan nýta sér hug- myndina. Vélin er til skoðunar og prófunar á vegum Iðntæknistofnunar Danmerkur. Fyrstu niðurstöður lofa mjög góðu. Danska dagblaðið Börsen segir að mögulegur sparnaður með notkun nýju sparneytnu bílvélarinnar verði mældur í hundruðum milljarða króna. Olíuauðlindir heims endist lengur og síðast en ekki sízt: Rannsóknir sýna að mengun er minni af- völdum norsku vélarinnar en Sú deild sem annast smlði disilvéla hjá danska stórfvrirtakinu Burmeister & Wain 1 Kaupmannahöfn hefur sýnt þvi mikinn áhuga að hefja framleiðslu á vélum eftir teikningum norska verkfræðingsins. þeirra sem algengastar eru nú. Deild sú sem framleiðir dísilvélar hjá danska stórfyrirtækinu Burmeister & Wain í Kaupmanna- höfn hefur sýnt því mikinn áhuga að spreyta sig á framleiðslu á vél eftir teikningu norska verkfræðingsins. Sama má segja um stærstu bílvéla- framleiðendur heims, Toyota- verksmiðjurnar í Japan. Danir eru áhugasamir að framleiða vélarnar þar sem það myndi þýða geysimiklar fjárfestingar og í framhaldi af því aukið framboð á atvinnumöguleik- um fyrir verkafólk. Norðmenn vilja gjarnan klófesta einhvern anga af málinu líka. Kongsberg Vaapenfabrik, i Noregi, vill tryggja sér réttinn til að fram a.m.k. einhverja hluta í vélina. Sagt er að norski verk- fræðingurinn sem á heiðurinn af uppfinningunni hafi áður starfað við framleiðslu á flugvélamótorum í Bandaríkjunum. Hann er búsettur i Detroit. Verkfall stræto- og jámbrautarstarfs - mamaíNewYork: Hundadagar hjá afbrotamönnum jákvæðar umsagnir borizt frá yfirvöld- um New York borgar um verkfall starfsmanna neðanjarðarjárnbrauta og strætisvagna undanfarna daga. Verk- fallið hefur sem kunnugt er valdið gífurlegu umferðaröngþveiti og ringul- reið í borginni. Nú er hins vegar komið á daginn að glæpir eru minna stundaðir í New York eftir að verkfall hófst en þegar almenningsfarartæki gengu á eðlilegan hátt. Bankaránum fækkaði um 2/3 og kærur vegna nauðgana, likamsárása, bílþjófnaða og fleiri algengra glæpaverka eru mun færri en áður. Hver hefur líka áhuga á að ræna banka, lenda í umferðarhnút tímunum saman og komast ekki spönn frá rassi með ránsfenginn? Rannsóknarlögreglustjórinn i New York getur ekki stillt sig um að brosa breitt yfir þessari hliðarverkan kjara- átaka borgarstarfsmanna og borgar- yfirvalda. „Afbrotamennirnir vita að þeir komast ekki burt á hlaupum, með þvi að aka burt af vettvangi, eða flýja inn í neðanjarðarjárnbrautir og láta sig hverfa á þann hátt.” segir James Sullivan lögreglustjóri. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Hingað til hafa engar Margir gripu til gamla góöa rciöhjóls- ins i verkfallinu, en mengunin er slík í New York aö sumir settu á sig rykgrímur á leið til vinnu. Líbýa: Gaddaf i vill Mmnum a okkar goða urval fermingargjafa Verð sem allir geta sætt sig við 8 HiNATONE SYMPHONY OpiÖ á laugardögum Skoðið i gluggana Sendum í póstkröfu. FiESTA MK3 ABtthhijómfkitnings fyrir: HEiMHJO — BÍUNN 06 OiSKÓTEKW D i. . ÍXdQIO ARMÚLA 38 (Selmúla megini 105 REYKJAVÍK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF1366 olíusölubann á ísrael Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi vill fá Alsír i bandalag um sameiginlegt bann á olíu- og gassölu til ríkja sem styðja ísrael. Gaddafi hefur rætt málið við Chadli Benjedid Alsírforseta, en Alsir er umsvifamikill útflytjandi jarðgass. Begináfund Carters Menachem Begin forsætisráðherra ísraels fer í dag i tveggja daga heim- sókn til Bandarikjanna og ræðir við Carter forseta. ísraelskir embættis- menn eru ekki bjartsýnir á að Begin hafi árangur sem erfiði, en rætt verður um málefni Paiestínumanna á herteknu svæðunum. Teg. 14-51 Lilir: hvltl ng heige Verðkr. 8.900.- —ACO Stœröir: 35—42. Korktöflur, ekta skinn, með þœgilegum, skinn- klœddum innleggjum. Léitir stamir svampsólar. Litir: blátt, naturog hvitt. Verðkr. 7.680.- Sífellt nýjar sendingar. Teg. 14—40 Litirblátt, rautt, oghvítt. Verðkr. 7.680,- Með skinnklceddum hæl. kr. 8.940.- Teg. 14—50 Litirbeige, hvltt, natur og svart. Verðkr. 8.940,- Domus Medica Egilsgötu 3 Sími18519

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.