Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 1
iriálst, úháð dagblað Holræsalögn hersins veldurdeilum í Gerðahreppi: Óttazt að ræsiö standi upp úrsjó á flóðinu —„breytum lögninni, reynist hún ófullnægjandi," segir blaðafulltrúi hersins—sjá baksíðu 6. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. - 129. TBU. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Beinaúrgangi frá Siglufirði hent ígil við op jarðgangnanna: Ýldufýluna lagði inn í jarðgöngin — nú eru beinin flutt til Krossaness með æmum tilkostnaði „Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákvað að flytja „feitbeinin” frá Þor- móði ramma og ísafold til verksmiðj- unnar í Krossanesi við Eyjafjörð fyrirtaekjunum að kostnaðarlausu. Það er því engum beinum hent lengur í grennd við bæinn og það sem þegar var komið niður hefur verið urðað,” sagði Óli Geir Þorgeirsson, heil- brigðisfulltrúi á Siglufirði, við Dag- blaðið í morgun. Tæki beinaverksmiðjunnar á Siglufirði eru úr sér gengin og því ekki unnt að bræða „feitbein” sem koma úr karfa og grálúðu sem berst á land. Var gripið til þess ráðs að keyra beinin inn fyrir vegargöngin á Siglu- firði og sturta þeim þar niður í gil. I hitunum sem voru á Norðurlandi úldnaði úrgangurinn og lagði lyktina inn í göngin. Höfðu vegfarendur á orði að helzt þyrfti gasgrímur fyrir vitin til að þola við inni i göngunum! Nú er málið leyst með þvi að beinin eru flutt til bræðslu i Krossanesi og úrgangurinn úldni er kominn undir jarðveg og angrar vegfarendur um jarðgöngin ekki meir. Ætlun Siglfirð- inga er að ráðast í endurbætur á beinaverksmiðjunni til að hægt sé að vinna „feitbeinin” á heimaslóðum. Er talið að endurbæturnar kosti 200—300milljónir króna. -ARH/BÁ, Siglufirði. Gagntilboð fjármálaráðherra til BSRB lagt fram ímorgun: „Ágætt að þeir eru farnirað hreyfa sig” — sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þegar sáttaf undur hófst í morgun Kristján Thorlacius formaður BSRB mætir til fundarins 1 morgun. Vil- hjilmur Hjálmarsson sittasemjari er að baki honum. DB-mynd Bjarnleifur. „Tilboð, hvaða tilboð? Tilboðið hef ég ekki séð ennþá, það er bara Dagblaðið sem hefur séð það,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, þegar hann mætti til samningafundar hjá rikissáttasemj- ara í morgun. Átti Kristján þar við frétt Dagblaðsins frá í gær um kaup- tilboð það sem fjármálaráðherra hefur gert BSRB. „Það er ágætt að þeir séu farnir að hreyfa sig, þó fyrr hefði verið, en um tilboðið get ég alls ekkert tjáð mig, því það hef ég ekki séð.” Eins og DB greindi frá i gær felst i tilboði fjármálaráðherra lítil kaup- hækkun, aðeins örfá prósent, en kröfur BSRB voru sums staðar um allt að 39% kauphækkun. Er þetta tilboð fyrsta kauptilboð ríkisins til BSRB en áður hefur fjármálaráð- herra tekið vel í nokkrar sérkröfur, kröfur um félagsleg réttindi o.þ.h. -BH. „Útvarpsráð tók af- stöðu gegn tjáningar — sjá leiðara um stöðvun útvarpsráðs á sýningu myndarinnar „Dauði prinsessu" á bis. 10. valda minnst einu slysi á dag — sjá DB á neytenda- markaði á bis. 4 Jón L. skrifar um — sjá bis. 9 Þorsteinn hættur hjá La Louviere — sjá íþróttir í opnu Lítil kjörsókn á Ítalíu: Kristilegir vinna á - kommúnistar tapa — sjá eri. fróttir á bis. 6-7 Tvö dauðaslys íumferðinni ísíðustuviku Maðurinn sem lézt í umferðarslysi á Suðurlandsvegi á föstudaginn var hét Bergsteinn Bogason. Hann var 21 eins árs að aldri og lætur eftir sig unnustu. — Þá lézt í sjúkrahúsi á sunnudaginn pilturinn, sem lenti i árekstri í Sætúni i Reykjavik á fimmtudagsmorgun. Að ósk að- standenda er ekki unnt að skýra frá nafni hans. Hann var átján ára að aldri. -ÁT- Tekið í nefið í blíðunni I góða veðrinu í gœr var hunn ú rjátli niðri á bryggju i Hafnarfirði hann Kristján Jóns- son og tók i nefið sér til hressingar. Kristján er einn þeirra sem hlotið hafa sœmdar- þeitið grásleppukarl og hefur báturinn hans, Börkur, sem skráður er á Akranesi, afl- að sœmilega afþeim ágœta fiski grásleppunni. DB menn rteddu við Kristján og fleiri í gœr og má sjá spjall og góðviðrismyndir á bls.5 DS/DB-mynd R.Th. A

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.