Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JONÍ 1980. 5 Magnús Magnússon grásleppukarl I Hafnarfirði: Maður fæddist ber og er þá ekki bezt að deyja ber líka? DB-myndir: Ragnar Th. fgóðaveðrinuígær: Með grásleppukörium, sóldýrk- endum, beikoni og majonesi Flatmagað á „Costa del Hafnarfjörður”: Mæðgurnar Helga, Ragnheiður og Þórdis njóta Iffs og sólar. „Dagurinn sem góða veðrið var” hefur venjulega sýnt sig af náð og miskunn á Suðurlandi einu sinni á sumri á meðan Sunnlendingar hafa heyrt sífelidar sögur af endurteknum góðvirðisdögum norðanlands. Sumarið f sumar virðist þó ætla að sjá svo um að skiptingin verði öilu jafnari en verið hefur. Blíðviðri hefur verið með ein- dæmum á Suðurlandi undanfarna daga og má glöggt sjá það á hörundslit fólks. Ungar stúlkur eru að jafnaði duglegastar að sleikja geisla sólarinnar og fá brúnan lit á kroppinn en jafnvel gamlir karlar standast ekki til lengdar geisla sólarinnar. Því var í gær nokkrum fyrirtækjum í höfuðborginni lokað vegna veðurs og menn héldu á vit sólar. DB menn brugðu sér út lika, i því yfirskini að visu að þeir væru að vinna. Grásleppa, ýsa og Kanarí Leiðin lá í þann rómantíska og fallega bæ Hafnarfjörð. Við smábáta- bryggjuna lágu nokkur horn sem voru nýkomin inn með grásleppu og menn stóðu við að skera úr henni hrognin. Afgangnum henda þeir svo þegar lítið bera á. Magnús Magnússon á bátnumKrist- ínu sagði okkur að heldur væri aflinn dræmur núna. Því þó logn væri inni i höfn væri drjúgur veltingur úti fyrir og erfitt að athafna sig við veiðar. Hann var þó með um tunnu af hrognum eftir nóttina að því er annar grásleppukarl, Kristján Jónsson á Berki sló á. Þeir Magnús og Kristján voru báðir heitir út í þá sóun verðmæta, sem það óumdeiianlega er, að henda grá- sleppunni. „En það þýðir ósköp lítið að verka hana hérna fyrir sunnan, það vill enginn éta hana,” sagði Kristján. Hann hefur gert nokkuð af því að salta og hengja upp grásleppu sem hann síðar sendir vinum sínum, sem búa fyriraustanfjall. Þeir senda honum svo kjöt í staðinn. Skipti sem eru hagkvæm fyrir báða aðila og allir eru ánægðir. „Grásleppan er tilvaiið skepnufóður, og bændur eru vitlausir í hana. En það vantar einhvern til að taka að sér verkunina,” sögðu grásleppukarlarnir. En í sólinni hélzt enginn lengi við svona alvarlegt umræðuefni. Magnús sagðist ætla á ýsu að grásleppunni lokinni en síðan sagðist hann fara til Kanarí. Þangað hefði hann farið undanfarna fjóra vetur og líkaði vel. ,,Maður á ekki að vera að safna í kistu utan á sjálfan sig. Maður fæddist ber og er þá ekki bezt að deyja ber líka,” sagði þessi aldni heimspekingur. Nokk- uð til í því. Costa del Hafnarfjörður Sunnan undir húsvegg í Hafnar- firðinum hittum við þrjár mæðgur sem lágu marflatar og sóluðu sig. Sú yngsta, Helga.sem var bara fimm ára sat þó uppi og fékk sér öðru hverju smáhlaupasprett til að kæla sig. Mamma hennar Ragnheiður, og systir- in Þórdís rótuðu sér hins vegar varla tii þess að ræða við blaðamenn sem rudd- ust svona inn í einkaparadís þeirra. Staðinn sögðu þær himneskan, enda væri að jafnaði margt fólk úr blokk- inni í sólbaði siðdegis. Costa del Hafn- arfjörður sögðu þær réttnefni á stað- inn. Beikon og majones Fyrir utan fyrirtækið Gunnars- Majones lágu stúlkur á öllum aldri i hrúgum í sólbaði. Hinum megin við hornið sátu svo kappklæddir drengir frá Síld og fisk og fylgdust með hverri hreyfingu stúlknanna. Sýnt var að stúlkunum var mun heitara en drengj- unum því þær kældu hver aðra rneð köldu vatni úrglasi og voruþóhálf- berar. Strákarnir voru aluir á móti fullklæddir og litu ekki við svala- drykkjum. Þeim leizt ekki meiren svoá athæfi stúlknanna. ,,Maj rnesið verður kekkjótt i dag,” sögðu þeir. En þeir töldu sýnilega ekki ástæðu til þess að óttast neitt um beikonið sem þeir sjálfir sáu um. -DS. „Majones-liðið” hjá Gunnari: Þær kældu hver aðra með vatni. Æskulýðsráð vígir Þróttheima: Greiddu 87 milljónir f leigu ókominna ára —Tónabæ breytt ífélags- miðstöð Æskulýðsráð Reykjavikur tók i síðustu viku í notkun nýja félagsmiðstöð, Þróttheima, við Sæviðarsund. Félagsmiðstöð þessi er byggð í samráði við íþróttafélagið Þrótt og leigir æskulýðsráð efri hæð' hússins, 431 fm, af Þrótti. For- stöðumaður Þróttheima hefur verið ráðinn Skúli Jóhann Björnsson. Við vígsluathöfnina fluttu ávörp Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaður æskulýðsráðs, Magnús Óskarsson, formaður Þróttar og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs. í ávarpi sínu gat Sjöfn þess að á næsta ári yrði tekin i notkun ný félags- miðstöð í Arbæjarhverfi sem væri hönnuð með tilliti til fatlaðra. Þá kom fram í máli hennar að ákveðið hefur verið að breyta Tónabæ i félagsmiðstöð þar sem íbúum nærliggjandi hverfa mun fjölga verulega á næstu árum. Magnús Óskarsson þakkaði Aðstandendur Þrótthcima fyrir utan félagsmiðstöðina. Frá vinstri: Óskar Pétursson, verndari hússins, Friðrik Kristjánsson, en hann' er I stjórn Þróttar, Magnús Óskarsson, for- maður Þróttar, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir, formaður Æskulýðsráðs, Skúli J. Björnsson, forstöðumaður Þróttheima og Ómar Einarsson fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs. DB-mynd Bj.Bj. Reykjavíkurborg veittan stuðning í máli þessu. Sagði hann að með samvinnu Æskulýðsráðs og íþróttafé- lagsins hefði verið brotiö blað, það væri alveg nýtt að þessir aðilar sam- einuðust um byggingu húsnæði. Taldi Magnús báða hafa haft ávinning af samstarfinu. Ómar Einarsson rakti aðdragandann að samstarfinu, en það var í ársbyrjun 1977 að Æsku- ’lýðsráð og borgarráð samþykktu það. Síðan þá hefur Reykjavíkurborg lagt 87 milljónir til byggingar íhússins, en áætlaður kostnaður er um 200 milljónir. Framlag borgarinnar gengur upp í leigu ókominna ára. Félagsmiðstöðin skiptist í einn stóran sal, sem hægt er að hólfa í tvennt og önnur minni tómstundaherbergi. Umsjón með starfi miðstöðvarinnar hefur fimm manna samstarfsnefnd. Félagsmiðstöðin var opin almenningi til sýnis á sunnudag, frá kl. 14—17 og var þar margt um manninn. -SA.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.