Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. 1 VIÐ SKÓPUM VERÐMÆTIN gervihnetti. Árið 1984 er ráðgert að hefja þýzkt gervihnattarsjónvarp, og hálfu ári síðar verður franskur hnöttur kom- inn á loft. Hnettirnir munu hafa margar sendingarrásir fyrir sjón- varps-og stereósendingar. Gervihnettirnir svífa í 36 þús. km hæð og því verður sendingarsviðið á jörðu býsna stórt (sjá mynd) Þýzku sendingarnar munu sjást m.a. i Osló, Stokkhólmi, Varsjá, Róm, Kaup- mannahöfn. Yztu mörk frönsku sendinganna liggja meir í vestur- og suðurátt, og munu sjást m.a. í Madrid og Glasgow. Það eru einkum Japanir sem hafa lagt mest af mörkum varðandi gerð sjónvarpsloftneta fyrir gervihnattar- sjónvörp. Þeir hafa nú framleitt tiltölulega ódýr og meðfærileg loft- net, sem talið er að kosti um 3 þús. danskar, ef hafin verður fjöldafram- leiðsla þeirra. Lagalega séð geta einkafyrirtæki í sjónvarps- og útvarpsbransanum notfært sér gervihnetti. Radio Luxemburg vinnur nú öllum árum að því að verða fyrsta einkafyrirtæki í Evrópu til að notfæra sér þessa nýju tækni. Radio Luxemburg hefur sent útvarpsdagskrár allar götur frá árinu 1928 og hóf síðar sjónvarpssend- ingar sem nú ná inn á hluta af Eng- landi, V-Þýzkalandi og Frakklandi. Radio Luxemburg fær allar sínar tekjur af auglýsingum, sem verða því dýrari sem stöðin getur útvíkkað hlustenda- og áhorfendahópinn. Radio Luxemburg hefur sótt um hlutdeild í þýzka gervihnettinum, en hvorki Þjóðverjar eða Frakkar vilja hafa samstarf víð þá, svo til tals hefur komið að Radio Luxemburg sendi upp eigin hnött með banda- riskri aðstoð. Á þessari mynd sést sendingarsvæði þriggja evrópskra sjónvarpsstöðva, sem hyggjast taka gervihn'etti i notkun. Punktalínan fyvir miðju sýnir sendingarsvæði Radio Luxem- burg. Samfellda strikið, sem sker Noreg og Svíþjóð, sýnir sendingar- svæði v-þýzka sjónvarpsins, og strikalinan sýnir væntanlegt send- ingarsvæði frönsku sjónvarpsstöðv- anna. Um þessar mundir er hálf öld síðan ég gekk í verkamannafélag og var talinn sæmilegur vinnukraftur. Allar götur síðan hef ég verið í hópi þeirra, sem unnið hafa við aðalat- vinnuveg þjóðarinnar, fiskiðnaðinn. Það erum við sem sköpum verðmætin, sem aðrir þjóðfélags- hópar njóta góðs af og við sem sköpum verðmætin, erum líka sá lág- iaunahópur sem allir stjórnmála- menn í öllum flokkum virðast hafa áhyggjur af. Sá láglaunahópur, sem allir eru sammála um að laga þurfi launin hjá til samræmis við nauðsynlegt lifibrauð, en lítið sést til áthafnaíþá áttina. 1 þau fimmtiu ár, sem ég hef verið í verkamannafélagi var lengi barist fyrir því að vinnuvikan væri fjörutíu stundir og stefnt að því að hægt væri að lifa af þeim launum mannsæmandi lífi. Nú höfum við fjörutíu stunda vinnuviku en hefur verið gengið til góðs götuna fram eftir veg? Skemmd á líkama Áður fyrr var atvinnuleysi algengt nú er næg vinna handa öllum sem nenna að vinna en það dugar engan veginn. Fólk verður að leggja á sig alla þá eftirvinnu, nætur- og helgi- dagavinnu sem gefst til að geta haft í sig og á. Vinna heimilisföðurins dugar stundum ekki til og þá verður húsmóðirin að hlaupa frá heimilis- störfum og börnum til að létta undir. Áður fyrr var nægjusemin alls- ráðandi. Þá þurfti minna í kringum sig, í sig og á. Nú er lífsgæða kapphlaupið gífurlegt. Hver vill á- saka þann sem ekki vill vera aftastur i því kapphlaupi? Nú er farin að tíðkast mjög af- kastahvetjandi vinna. Þar gefst fólki kostur á að tvöfalda laun sín. Ekki er nema eitt gott um það að segja, ef ekki er of miklu fórnað. Kona vinnur með mér á vinnustað. Hún lagði svo hart að sér til að ná sem mestum bónus að hún var frá vinnu í rúman mánuð vegna vöðvabólgu. Að vísu , fékk hún borgaða sina veikindadaga en ætli hún hafi fengið borgaða skemmdina á likama sínum. Á sama vinnustað var ungur maður sem hafði þungt heimili. Hann bað verkstjórann um leyfi til að vera einn í starfi sem talið var erfitt tveggja manna starf. í staðinn fékk hann borgaða tvöfalda premíu Hann varð líka frá vinnu i rúman mánuð, vegna giktar og vöðvabólgu. Síðan varð hann að leita sér léttari vinnu annars staðar. Var ekki of miklu fórnað fyrir of lítið? Ég get komið með ótal dæmi um vafasamt ágæti og ómennskuhátt bónusfyrirkomulagsins, en það var ekki ætlun mín að deila á vinnufélaga mina. Bónuskerfið er þannig uppbyggt að það er ekki nema fyrir lærða að skilja það, ef þeir þá skilja það. Fólk heldur ósjaldan að það sé verið að plata það, og vissulega er verið að plata það, samt á annan hátt en það heldur. Dulbúin kauplækkun Konur með mjög sæmilegt á- framhald i bónus, útskurði og snyrtingu, geta náð tvöföldum af- köstum, miðað við venjulega tíma- vinnu áður, en ef þær afkasta tveimur dagsverkum á einum degi, ættu þær þá ekki að fá tveggja daga laun? Nú veit ég að margar konur eru það miklar hamhleypur, að þær af- kasta þriggja daga afköstum á einum degi. Þær fá sem svarar tveggja daga launum fyrir og eru ánægðar með sinn hlut en hver fær þriðja hlutann? Launin fyrir þriðjadags afköstin renna til fyrirtækisins að kostnaðarlausu. Þetta vil ég kalla kauplækkun vel dulbúna, því að konurnar fá ekki greitt samkvæmt afköstum. Konurnar leggja sig mjög fram með nýtinguna, því að bónusinn er „Þetta vil ég kalla kauplækkun, vel dulbúna.” / Kjallarinn Aðalheiður Jónsdóttir byggðafólks ásamt atkvæðaveiðum og kosningaloforðum stjórnmála- manna, sem siðan mata þetta átvagl sitt á mannréttindum og öðrum verð- mætum okkar Reykvíkinga. Áfram heldur hringekjan og i gjörningaveðri kosningabaráttunnar magnast skrímslið og heimtar meira og meira og stjómmálamenn bjóða hver í kapp við annan lofa og lofa og yfirbjóða hver annan. — Og hvað er það sem veldur allri þessari svívirðu? — Jú, það eru hin margföldu mannréttindi þessa landsbyggðalýðs, sem leyft er að gleypa mannréttindi okkar og önnur verðmæti eftir því sem gráðugt hugarfar þeirra lystir. En ég ætla að vona það, að þið feður gullkálfsins eigið eftir að komast að raun um það, að lengur komist þið ekki upp með að leika þennan leik. Sú forherðing að ræna fólk mann- réttindum fyrir það að það býr í þétt- býli er svo ótrúleg ósvífni, að það geta þeir einir fundið upp og við- haldið, sem ekki þekkja mun á réttu og röngu. Víða finnst fóþúfa En það er nú ekki svo sem hér sé allt tínt og upp talið, sem vert er að skoða nánar. Vissulega er það fleira sem getur orðið bændum féþúfa og okkur útgjaldaliðir eins og t.d., ef það skyldi detta í blessað veðrið að verða eitthvað válynt og ekki nógu tillitssamt við bændur þá reka bændur og stjórnvöld hverju sinni hverjir sem stjórnarherrarnir eru upp ramakvein og segja: ,,Nú verður þjóðin að styðja við bak bænda”. Ef landið sem þeir eiga einir þegár þc:r eru að moka upp úr því fjármunum, skyldi finna upp á því að gera þeim einhverja glennu, þá afneita þeir þessu sama landi. Þá er það ekki lengur þeirra eigið land, sem guð gaf. Nú heitir það einfaldlega náttúru- hamfarir, sem öll þjóðin á og ber ábyrgð á. Þá eru það þeir hinir sömu sem urðu að greiða himinháar fjárhæðir fyrir að fá að nýta þær orkulindir, sem landið hafði upp á að bjóða er nú verða að borga tjón land- eigandans. Er þetta eitthvaðsemhægt er að skilgreina sem réttlæti? Hér skal til samanburðar tekið atvik sem gerðist í Reykjavík fyrir nokkrum árum: Heilu þökin fuku af fjöl- mörgum húsum bæði járn- og pappa- klæðning. Þetta var geysimikið tjón fyrir marga, sem vissulega áttu full- erfitt með að standa undir gjöldum af nýlega keyptum íbúðum, þótt slíkt áfall hefði ekki dunið yfir. En hvað var gert þessu fólki til bjargar? — Jú, einhverjir íbúðaeigendur fóru á fund' mannsins með „geislabauginn” og komu aftur úr þeirri reisu uppljóm- aðir af hans dýrðlegu „auru”, sungu honum lof og dýrð og sögðu: „Allt okkar tjón verður bætt”. En hvað gerðist, jú, þeir sem áttu einbýlis- húsin fengu bætt sitt tjón, en þeir sem bjuggu i blokkum máttu bíta í það súra epli að fá ekki neitt. Þeirra eign var ekki nógu stór. „Svo fór um sjóferð þá.” En nú langar mig að spyrja ykkur, stjórnarherrar góðir, hverjar eru viðmiðunarstéttir bænda, þegar verið er að skammta þeim kjörin, er það kannski sá launahópur, sem hefur 270 þús. kr. á mán.? Þetta væri mjög gaman að fá upplýst. Einnig væri gaman að fá að vita hvað bændur fá í kaup fyrir aðsitja sitt eigið þing hér i Reykjavik, svo er ég viss um að marga langar aö vita, nv'Grí alþineismenn og ráðherrar úr bændaliði hafa nógu góða bakstoð, hvort það sé alveg öruggt að þeir fái sitt í hlut af hýrunni. Það var hér á árum áður, þegar launafólk neyddist til að fara í verkfall, að bændahöfðinginn, Gunnar Guðbjartsson, vildi umsvifa- laust flytja það til Síberíu eða Kína. Hvers vegna hlýddi ríkisvaldið ekki þá? — Það skyldi þó aldrei hafa verið að þeir hafi óttast, að bændur þyrftu þá að fara leggja meira að sér þegar fyrirvinnunum fækkaði. Verkalýðsflokkar Það hefur títt verið talað hér um verkalýðsflokka. Þeirra raunasaga verður ekki rakin hér. — Það er að vísu margþekkt fyrirbæri að villa á sér heimildir en að nokkur hinna íslensku stjórnmálaflokka skuli vera svo blygðunarlaus að nefna sig verka- lýðsflokk jafnframt því að starfa á þann hátt, er þeir gera er meiri óskammfeilni en hægt er að bjóða. Kratar hafa nú fyrir löngu sýnt sitt rétta andlit og auðvitað máttu allir vita að afturgengnir yrðu þeir verri en nokkru sinni fyrr. En ekki er ég viss um að stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins hér í Reykjavík, hafi ætlast til eða búist við að það stæði að öllum þessum skollaleik og að viðbættu því að líða það að hálaunahóparnir fái hærri dýrtíðaruppbót en láglauna- \ fólk. — Engu ætla ég að spá um fylgisaukningu eða fylgistap í fram- iíöir.r.i, CP. ckki er ég viss um að pólitík sétrúaratriðihjá öiiurii Gl.lí °g t.d. þeim, er kosið hafa íhaldið hér í Reykjavík i hálfa öld og ætla að halda því áfram á hverju sem gengur. — Ég verð að segja að ég harma þaÓ hvernig málin standa, hver afstaða ykkar alþýðubandalags manna er í iandbúnaðar- og byggðar- stefnumálum, þvíað ýmsugóðuhafið þið komið til leiðar og aldrei skriðið fyrir erlendu valdi eða svikið þjóð ykkar við samningaborð. Þrátt fyrir það, þá hljótið þið að hafa glatað £ „Það er alveg Ijóst, aö meö þessu fyrir- komulagi veröur sími sá munaður, sem lágtekjufólk hér í Reykjavík hefur ekki ráö á aö veita sér.” Kjallarinn Sofus Berthelsen að nokkru mældur eftir henni. Þar sparast frystihúsunum gífurlegt fjár- magn, kannski milljónir. Er þá nauðsynlegt að klípa af kaupi fólksins? Er ekki verkamaðurinn verður launa sinna? Og Vinnuveitendasambandið heldur því svo fram, að ekki sé svigrúm til kauphækkana en þeir herrar geta andað rólega, því að því fólki.sem heldur að það sé á tvöföldu kaupi, er það ekkert kappsmál að fara í vinnustöðvun til að fá tíu eða tuttugu króna hækkun á tímann. Einhvern tíma bráðum — vonandi — standa fyrir dyrum samningar við þá lægst launuðu og svo líka aðra launahópa. Venjan hefur verið sú að semja fyrst við þá lægst launuðu og hefur ekki alltaf gengið sem best, ,,því, að ekkert var til skiptanna” Svo loks þegar búið hefur verið að ganga frá samningum, hefur verið gengið til samninga við hina. Þá hefur gengið betur. Þá voru nægir peningar. Fá kannski at- vinnurekendur prósentur af útseldri vinnu sem miðast við kaup hinna launahópanna? Þá er víst um að gera að þeirra kaup sé sem hæst. Væri ekki reynandi fyrir þá sem semja fyrir þá lægst Iaunuðu, að ganga þannig frá samningum, að ef samið verður um hærra kaup eftirá hjá hinum hópunum, þá hækki kaupið hjá þeim lægst launuðu af sjálfu sér i samræmi við það, því að verðug erum við launanna. Við sköpum verðmætin. Sofus Berthelsen, starfsmaður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. hugsjón ykkar um réttlátara þjóðfélag, nema því aðeins að hún hafi aldrei verið annað en orðaflaumur og pappírsplagg, en hvort heldur er sýnist mér að eftir standi aðeins lífvana beinagrind. — Og verður þá ekki að gefnu tilefni grafskriftin þessar gamalkunnu setningar: „Hið góða sem hann vildi gerði hann ekki, en hið illa, sem hann ekki vildi það gerði hann”. — Og svo ,, Amen eftir efninu”. Fyrir alla muni fallið ekki i sama blekkingafenið og kratar, sem drógu sitt lífvana flokkshræ upp úr djúpinu, svo að nú reika þeir um eins og Ulvíg afturganga i þjóðfélaginu, breytíð heldur um nafn í samræmi við starfshætti ykkar. — Væri ekki ágætt nafn Bændaflokkur eða Nýi Framsóknarflokkurinn! þá gætuð þið væntanlega orðið hugsjón ykkar trúir. Að lokum þetta: — Reykvíkingar, stöndum saman gegn síendurteknum árásum á iitskjör ckkar ?n f!ýjuin ekki land. Nógu lengi höfum við þagað við ranglæti og kjara- skerðingu, tekið því öllu með þegjandi undirgefni, jafnvel japli alþingismanna um að atkvæða- vægi í landinu þurfi eitthvað að jafna, þó að mjög verði að fara varlega í það vegna lands- byggðarinnar. — Látum ekki lands- byggðarvæl og úlfaþyt kæfa okkur. Fram til sigurs! Krefjumst þess af alþingi að áður en þessu kjörtímabili ilýkur verði fullkomin mannréttindi okkar að hafa verið lögleidd, ekki að óverulegum hluta, heldur til jafns við hvern annan þegn þessa lands. — Að öðrum kosti kjósum ekki! Aðalheiður Jónsdóttir Dvergabakka 12.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.