Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. jSfýkomrur Sumarkjólar Verð frá kr. 19.500.- Póstsendum ELÍSUBÚÐIN Skiphotti 5. Sími 26250. Einbýlishús til sölu, á Rifi á Snæfellsnesi Gott einbýlishús til sölu á Rifi á Snæfellsnesi. Sérstaklega vel staðsett. Uppl. í síma 93-2075. Tilsölu COACHMEN eitt af þessum sérstæðu amerísku fellihýsum. 2 hellna gas- vél, vaskur, kæliskápur, vatn gaskútur. Svefnpláss fyrir 6—8' Til sýnis á bílasölu Guðfinns. Skipstjóra- og Stýrimannafélagið Aldan heldur félagsfund 12. júní kl. 17 að Borgartúni 18. Fundarefni: 1. Uppstilling til stjórnarkjörs. 2. Samningamálin. 3. Önnur mál. STJORNIN- 26 sæta Benz til sölu, árg. ’68. Uppl. í síma 74168eða 81345. Til leigu 130 ferm húsnæði á jarðhæð á mjög góðum stað í bænum. Mikil lofthæð, innkeyrsludyr, sýningargluggar, rúmgott athafnasvæði. Hentugt fyrir þjónustustarfsemi, verzlun eða fleira. Látið skrá ykkur hjá auglýsingaþjónustunni, sími 27022. H-568. LÓÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR- BORGAR Auglýst er eftir umsóknum um lán úr lóðasjóði Reykjavíkurborgar. Lán úr sjóðnum takmarkast við úttekt á malbiki og muldum ofaníburði frá Malbikunarstöð og Grjótnámi Reykjavíkurborg- ar og pípum frá pípugerð. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og þurfa umsóknir að hafa borizt á sama stað fyrir 1. júlí nk. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Borgarstjórinn í Reykjavík. Ítalía: Kristilegir vinna á en kommar tapa —óánægja kjósenda kom fram í lélegri kjörsókn Kristilegir demókratar unnu nokk- uð á í héraðskosningum á Ítalíu um helgina. Kommúnistar, helzti and- stöðuflokkur þeirra, töpuðu nokkru. Báðir flokkarnir telja sig þó vel mega við una úrsiitin. Það sem einkum einkenndi þær var greinileg óánægja kjósenda með þá sem i framboði voru. Kom hún til dæmis í ljós í léleg- ustu kosningaþátttöku frá striöslok- um. Aðeins 88,5% kosningabærra manna mætti á kjörstað. Er þetta mjög lágt þar sem kosninga þátttaka er skylda á Italiu og viðurlög ef út af er brugðið. Héraðskosningarnar voru nokkur styrkleikamæling fyrir samsteypu- stjórn Cossiga, sem setið hefur að völdum í tvo mánuði. Cossiga er í Kristilega demókrataflokknum. Hann jók fylgi sitt um 1,4 prósent og fékk 36,7% greiddra atkvæða. Kommúnistar töpuðu og féllu úr 33,4% niður i 31,5%. Sósíalistar, sem eru þriðji stærsti flokkurinn á Ítalíu, bættu við sig tæplega einu prósenti og hafa nú 12,7% af fylginu. Sósíalistar og smáflokkur sem er kallaður Repúblikanaflokkurinn standa að stjórn Cossiga ásamt kristi- legum demókrötum. Kosningarnar um síðustu helgi hafa því ekki breytt neinu um megin- staðreyndir í ítölskum stjórnmálum. Hvorugur hinna stóru flokka getur myndað stjórn án þess að þurfa að semja verulega við einhvern minni flokkanna. Samstjórn kommúnista og kristilegra demókrata virðist heldur ekki koma til greina á næst- unni. Flýgur fyrir sólarorku Paul MacCready hefur miklar áhyggjur af orkukreppunni og hugsar mikið um hvernig megi leysa hana. í fyrra flaug hann flugvél yfir Ermarsund, sem knú- Fulltrúum Afrikuríkja og vestrænna landa hjá Sameinuðu þjóðunum tókst ekki í gær að ná samkomulagi um að- gerðir gegn stjórnvöldum í Suður- Afríku vegna síðustu atburða þar í landi. Stóðu yfir óformlegar viðræður á milli fulltrúanna um málið. Sagt er að Afríkufulltrúarnir hafi endurskoðað tillögur þær sem þeir höfðu áður lagt fram. Nú er gert ráð fyrir samkvæmt þeirra tillögum að hert verði á viðskiptabanni gegn Suður- Afríkustjórn. Lagt er til að algjört olíu- Eitt barn lézt og tuttugu og níu manns slösuðust í jarðskjálfta sem varð í norðvesturhéruðum Mexikó í gær. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum. Skjálftinn mældist 6,4 gráður á Richterskvarða. Upptök hans eru talin vera 200 kílómetrum suðaustur af San Diego í Kaliforníu og 80 km suður af Mexicali sem er borg við mörk Mexikó in var áfram eins og reiðhjól. Nýverið flaug hann annarri flugvél yfir eyði- merkur Kaliforníu. Sú var knúin áfram af sólarorkunni einni saman. Myndin sölubann verði sett á ríkið. Suður- Afríka hefur átt í töluverðum erfiðleik- um með að fá nægilega mikla olíu keypta síðan keisaranum var steypt í íran í febrúar á fyrra ári. Höfðu þeir fengið mest allri olíuþörf sinni fullnægt þar fram til þess tima. Vopnasölubann gildir nú gagnvart Suður-Afríku samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna. Fullvíst þykir að vestrænu stórveldin séu ekki reiðubúin að svo komnu máli að setja olíusölu- bann á ríkið. og Kaliforníu. Á þessum slóðum eru jarðskjálftar tíðir og á hverri stundu búizt við miklum skjálftum sem þá gætu eins lent á stórborgum. Að sögn yfirvalda í Mexikó eyðilögðust hundruð húsa í þorpum við landamærin. Járnbrautar- línur eyðilögðust og þjóðbrautir rifn- uðu í sundur. sýnir Paul MacCready i flugvél sinni. Á eftir fylgja fagnandi áhorfendur bæði hlaupandi og á reiðhjólum. Erlendar fréttir Afturþriggja ríkja fundurum Palestínumenn Fulltrúar ísraels, Egyptalands og Bandaríkjanna ntunu í næsta mánuði halda áfram viðræðum um sjálfsákvörðunarrétt eða sjálfstæði Palestínuaraba. Fyrsti fundur aðila verður í Washington hinn 7. júlí næstkomandi. Verður þá reynt að koma viðræðum aftur af stað en algjörlega mistókst að ljúka viðræðum með samkomu- lagi fyrir 12. maí síðastliðinn eins og ráð hafði verið fyrir gert í frið- arsamningum Israels og Egypta- lands. McNamara hættirhjá Alþjóða- bankanum Gefið hefur verið í skyn að vel geti farið svo að aðalbankastjóri Alþjóðabankans verði ekki Bandaríkjamaður eftir að Robert McNamara, núverandi banka- stjóri lætur af störfum á næsta ári. McNamara hefur verið aðal- bankastjóri Alþjóðabankans síð- jastliðin tólf ár en verður 65 ára á næsta ári og lætur þá af störfum samkvæmt venju. Bandaríkin eiga stærstan hlut í Alþjóðabankanum og hafa ávallt átt þar aðalbankastjóra frástofn- un árið 1945. Bankinn er nú mikilvægasta alþjóðastofnunin sem sinnir aðstoð og lánveiting- um til þróunarlandanna. Ósamkomulag um aðgerðir gegn S-Afríku BARN LÉZT 0G 29 SLÖSUÐUST —jarðskjálfti á mörkum Kalif orníu ogMexikó

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.