Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 24
Holræsalögn hersins veldur deilum í Gerðahreppi:
Ottazt að ræsið standi
upp iír sjó á flóðinu
— „breytum lögninni reynist hún óf ullnægjandi/’ segir blaðaf ulltrúi hersins
,,Ef í ljós kemur að holræsislögnin
fullnægir ekki þeim kröfum, sem ís-
lendingar gera til holræsisleiðslna,
munum við lengja lögnina,” sagði
Perry Bishop, blaðafulltrúi Varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli í samtali
bið DB i gær. Varnarliðsmenn og
sveitarstjórnin í Gerðahreppi eru
ósammála um mengunarhættu sem
af lögninni stafar. Telur sveitar-
stjórnin að lögnin nái ekki nægilega
langt í sjó fram til að öll mengunar-
hætta sé fyrirbyggö.
Er DB hafði tal af Þórði Gislasyni,
sveitarstjóra i Gerðahreppi, sagði
hann að varnarliðið væri langt
komið með lagninguna. Virtist sem
aðeins yrði lagt holræsi út á meðal-
fjöruborð, en nauðsynlegt væri að
leiðslan næði út i stórstraumsfjöru-
borð. Aðeins þá væri tryggt að engin
mengun bærist frá holræsinu. Hol-
ræsisopið er tveggja metra hátt og
kemur því til með að standa upp úr á
flóði að öllu jöfnu: Að sögn Þórðar
þarf að lengja lögnina um 30 metra
og ætti það ekki að kosta mikið.
Heildarlengd lagnarinnar er um fimm
kílómetrar. Þórður sveitarstjóri
sagði að verið gæti að um fjármagns-
skort væri að ræða.
Að sögn Perry Bishops verður
lagning holræsisins lokið í haust og á
næsta ári verður það tekið í notkun.
Hann sagði að leiðslan ætti að stand-
ast allar heilbrigðiskröfur, en yrði
mengunar vart, myndi varnarliðið'
betrumbæta lögnina. Bishop sagði að
peningar væru ekkert spursmál í
þessu sambandi.
Nýja holræsislögnin á að flytja
skolp frá Rockville og er skolpið
þynnt áður en þvi er dælt út i sjó. Á
það að minnka enn líkurnar á meng-
un.
-SA.
Elliðaórnar voru opnaðar fyrir laxveiði i mnrgun og renndi Sigurjón Pétursson
forseti borgarstjómar Jyrstur fyrir lax I ónum. Er DB bar að garði var Sigurjón uð
reynafyrir sér I fossinum, en hafði enn enganfengið. Fyrr um morguninn setti hann
þó I einn, en só slapp við illan leik. Niður ó Brciðunni voru þeir A ðalsteinn Guðjohn-
sen rafmagnsstjóri og Garðar Þórhallsson við veiðar og höfðu landað einum sex
punda, „Hann tók tœplega hólfnlu I morgun, en varekki mjög erfiður. En hann var
sterkur og tók nokkrar góðar rokur. ” Um 25 laxar höfðu I morgun gengið upp I
Elliðaórnar og að sögn veiðivarðar var mikið aflaxifyrir neðan fossinn.
SA/DB-myndir Ragnar Th. og Sv. Þorm.
Skreiðarmarkaðir í Nígeríu:
FREGNIR AF SKREIÐ-
ARBANNIALRANGAR
„Allar fregnir um bann á skreiðar-
sölu á vegum UTEX fyrirtækisins í
Nígeríu og að málefni þess séu i rann-
sókn eru úr lausu lofti gripnar sam-
kvæmt þeim upplýsingum, sem við
höfum fengið frá Lagos,” sagði
Daníel Þórarinsson hjá islenzku
umboðssölunni í viðtali við DB i
gær.
Islenzka umboðssalan hefur selt
UTEX skreið en það hefur einnig selt
alla skreið fyrir Norðmenn í Nígeríu
um nokkurt skeið.
í DB á fimmtudaginn var skýrt frá
því að í nigeríska blaðinu Sunday
Concord hefði verið skýrt frá
stöðvun á skreiðarsölu á vegum
UTEX og að fyrirtækið væri undir
opinberri rannsókn. Fregnir af frétt-
inni bárust til Islands í skeyti. Haft
var samband við íslenzku umboðs-
söluna áður en fréttin var birt en þar
var engin vitneskja um málið á því
stigi.
Daniel Þórarinsson sagði að sam-
kvæmt þeim fregnum sem hann hefði
frá Nígeríu væri allt i bezta gengi þar
varðandi skreiðarmál og væri nú
verið að undirbúa næstu sendingu á
skreið þangað á vegum íslenzku
umboðssölunnar. Fiskverkendur
legðu nú mikla áherzlu á skreiðar-
verkun og mörgum byðist ekki annar
kostur þarsem frystigeymslur fylltust
6106 5/6/1980
attentlon paLsdotttr
the artlcte whlcn appeared ln
tn nigeria °V -ex ^ ^
, case we may araw ];°^4tt®aU0!lewspapereandSls 0esln9 lts
itlons°on^onconfirmea ana sensetess
aty, we entayeafurst ctass -P-1- M^iUel ta
La:l,raetrenaayfexptatnPea aor posltto^ --------
Telexskeyti frá UTEX fyrirtækinu I Nígeríu þar sem bornar eru tii baka allar
fregnir um að bann hafi verið sett á skreiðarinnflutning fyrirtækisins og að starf-
semi þess sé I opinberri rannsókn.
— segir Daníel
Þórarinsson
hjá íslenzku
umboðssöl-
unni
nú óðum.
Daníel sagði að ágætt verð fengist
fyrir skreiðina og auk þess hefði verið
selt töluvert af hertum þorskhausum.
Fyrir þá fengist gott verð. Nýlega
hefði verið gengið frá samningi um
sölu á hausum sem gæti numið allt að
30 til fjörutiu þúsund pökkum en i
hverjum pakka eru 30 kg.
Bjarni V. Magnússon, forstjóri
íslenzku umboðssölunnar, hefur að
undanförnu verið í Nígeríu en er nú á
Ítalíu til viðræðna við skreiðarkaup-
endur þar.
Flutningaskipið Hvalvík er nýlega
komið til Nígeríu með um 30 þúsund
pakka af skreið sem íslenzka
umboðssalan selur UTEX fyrir-
tækinu. Nokkrar tafir hafa orðið á
uppskipun þar sem kaupendur vildu
fá vöruna í Lagoshöfn en ekki þar
sem upphaflega átti að skipa henni
upp. Að sögn Daníels Þórarinssonar
er að öðru leyti allt eðlilegt með
afgreiðslu á Hvalvík þar syðra.
-ÓG.
fifálst, nháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1980.
Tillögur um gengissig
ókomnar frá Seðlabanka:
„HÖFUM
BIÐLUND
ÚTVIKUNA”
— segir Eyjólfur ísfeld
Ríkisstjórnin hafði enn i morgun
ekki fengið í hendur tillögur frá Seðla-
banka um gengissig krónunnar eða aðr-
ar aðgerðir til að mæta vanda frysti-
húsanna. Ríkisstjórnin mun ekki taka
ákvarðanir um gengislækkun, fyrr en á
grundvelli slíkra tillagna.
Ábyrgir aðilar í stjórnarliðinu hafa
þó látið að því liggja að kröfur fisk-
vinnslunnar um 10% gengissig séu ekki
fjarri lagi. ,,Ég tel að menn hafi nokkra
biðlund og ekki mun koma til lokana í
vikunni,” sagði Eyjólfur ísfeld
Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sölu-
miðstöðvarinnar, í viðtali við DB í
morgun. „En sumir eru mjög tæpt
staddir. 10% gengissig mundi aðeins
nægja til að mæta kauphækkuninni og
fiskverðshækkuninni en ekki mæta
markaðsvandræðunum,” sagði
Eyjólfur.
Stjórnir Sölumiðstöðvarinnar og
Sambandsfrystihúsa hafa nú ráðlagt
frystihúsunum að loka. „að undan-
förnu hefur verið mjög iskyggileg
þróun á helztu freðfiskmörkuðum ís-
lendinga. Þetta kemur meðal annars
fram í sölutregðu og beinum verðlækk-
unum. Af þessum sökum og vegna hins
stórfellda tapreksturs hraðfrystiiðnað-
arins varar stjórn SH félagsmenn sína
við að halda áfram rekstri,” segir í
ályktun stjórnar Sölumiðstöðvarinnar í
gær. „Stjórn SH vill vekja athygli fé-
lagsmanna á þvi að ekki er að vænta
frekari afskipana ur. ófyrirsjáanlegan
tima en i þau skip, sem nú eru að lesta.
Því er nauðsynlegt að hver og einn
framleiðandi undirbúi nú þegar
uppsagnir starfsfólks og rekstrarstöðv-
un,” segir í ályktuninni. -HH.
Skólanefnd Iðnskólans
Mælireindregið
með Ingvari
Skólanefnd Iðnskólans í Reykjavik
mælir eindregið með þvi að lngvar Ás-
mundsson fjármálastjóri Rafmagns-
veitu Reykjavíkur (og skákmaður)
verði skipaður skólastjóri Iðnskólans.
í menntamálaráðuneytinu er verið að
kanna skilning nýrra laga á embættis-
gengi umsækjenda en siðan verður er-
indið lagt fyrir menntamálaráðherra til
afgreiðslu.
Aðrir umsækjendur um skólastjóra-
stöðuna eru: Guðmundur Pálmi Krist-
insson verkfræðingur, Halldór Jón
Arnórsson settur skólastjóri lðnskól-
ans, Kjartan Borg kennari, Kristján
Thorlacíus yfirkennari, Ólafur R. Egg-
ertsson rekstrartæknifræðingur og
Sveinn Sigurðsson véltæknifræðingur.
-ARH.
LUKKUDAGAR:
ío. júNí 16983
Kodak Pocket A-1 mynda-
vél.
Vinningshafar hringi
í síma 33622.
TÖGGUR