Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. / "" ......................... ' ...................... EKKIFLEIRIMILUARÐA TIL BÆNDA Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég undirritaöur vil taka það fram aö fyrst við búum í landi þar sem við höfum skoðanafrelsi, ritfrelsi og málfrelsi hlýt ég að mega láta ljós Raddir lesenda V mitt skína um þjóðmál. Því þar er af nógu að taka þótt ég geri mér ljósa grein fyrir því að skrif mín og skoðanir bera engan árangur á sviði stjórnmála. Eins og allir vita eigum við nú á Alþingi 60 kjörna fulltrúa þjóðar vorrar, sem að sjálfsögðu eru mis- vitrir og misjafnir i vinnubrögðum. Það sem alla vega er að i okkar þjóðfélagi er að okkur vantar ménn sem geta stjórnað þessum hólma svo að vel fari. Ef við ættum þá myndi margt vera öðruvísi í dag heldur en raun ber vitni þó ekki væri annað en það að við myndum þá kannski ekki búa við neina verðbólgu og allur at- vinnurekstur væri blómlegri í landinu heldur en nú er. f þvi sambandi dettur mér í hug að spyrja ráðherra og fulltrúa þjóðarinnar. Hvað lengi getur það gengið að á fjárlögum á hverju einasta ári skuli vera ausið úr ríkiskassanum fleiri milljörðum bæði til bænda og einnig til annarra stétta. Auðvitað er þetta tekið af okkur, skattgreiöendum með síauknum sköttum frá ári til árs sem eru algerlega að sliga þegnanna, ekki sízt okkur hina lægst launuðu. Hvenær megum við vænta þess að fá þá ríkis- stjórn, sem getur dregið úr verðbólgu og lagfært hina ranglátu skatta er við búum við og dregið úr búvöruverðinu, sem er oröið ískyggilega hátt eins og reyndar allt vöruverð i landinu? Geta ekki ráðamenn þessarar þjóðar gert einhverjar lagfæringar, sem að gagni koma eða eru þeir allir að horfa í at- kvæðasmalamennsku og þora ekkert að gera vegna þess að þeir halda að ef þeir gerðu einhverjar róttækar aðgerðir, sem kannski yrðu óvinsælar, myndu þeir missa stólinn. Nú er í ráðherrastól Ragnar Arnalds, sem var einn harðasti í kaupkröfunum, þegar hann var í andstöðu við ríkisvaldið. Nú þegar hann er orðinn fjármálaráðherra þá tilkynnii hann að enginn grundvöllur sé fyrir kauphækkun. Ég held að ríkisstjórnin ætti að rannsnka það í sambandi við bænda- stéttina hvort ekki væri skynsam- legast fyrir þá að minnka búin heldur en að vera alltaf að stækka þau. Þeir fjárfesta miklu meira heldur en geta þeirra leyfir, og síðan eys ríkið, ár eftir ár, milljörðum í styrki til bænda. Sem auðvitað eru teknir af okkur í hækkandi sköttum. Svo eru búvörurnar svo dýrar hér á landi að V/6RZLUNRRBRNKINN BANKASTRÆTI 5, LAUGAVEGI 172, ARNARBAKKA 2, UMFERÐARMIÐSTÖÐ, GRENSÁSVEC.I 13 og VATNSNESVEGI 14, KEFL. Í.:?AÍ Ferðalög eru nauðsynleg tilbreyting hjá þorra manna. Þá er oft meiru til kostað en fjárhagur leyfir. Safnlánakerfi Verzlunarbankans gerir þér m. a. kleift að skipuleggja sumar- eða vetrarfrí þitt fram í tímann með tilliti til þeirra aukafjármuna sem upp á vantar svo að þú fáir notið þess áhyggjulaust. venjulegur verkamaður getur ekki veitt sér þennan munað nema að tak- mörkuðu leyti. Væri ekki hagstæðara að veita þessum milljörðum, sem fara á hverju ári frá því opinbera til bænda, til uppbyggingar orkuvera og einnig til að byggja iðjuver , t.d. í bændahéruðunum. Við það myndi skapast atvinna hjá bændum og þeir ekki hafa búin stærri heldur en nú er. „Mun honum ekki hafa verið það sárs- aukalaust að bregða af leið sinna sam- flokksmanna,” segir bréfritari um Albert. DB-mynd Hörður. Albert á gildan sjóð íatkvæð- um íþrótta- fólks Aðalbjörn Arngrímsson frá Hvammi skrifar,- Nú þegar ákveðið er að aðeins fjórir verði i kjöri viðihönd farandi forsetakosningar, fara kjósendur óðum að ákveða hvern þeir ætla að styðja. Þó munu allmargir vilja bíða eftir sameiginlegum framboðsfundi til að taka ákvörðun og er það eðlilegt. Á endurteknum skoðana- könnunum tek ég lítið mark og tel að á þeim sé ekkert hægt að byggja. Munu þær reynast haldlitlar þegar til alvörunnar kemur og að úrslitum dregur. íþróttafólk tel ég að muni setja metnað sinn i að hinn glæsilegi fulltrúi þess innan lands sem utan verði kjörinn. Þá má ekki gleyma öryrkjum og öldruðum, sem samhuga munu styðja að kjöri þessa sanna fulltrúa síns, svo mun einnig um einstæða foreldra og aðra, sem til hliðar standa í erfiðri lífsbaráttu. Og enn má geta þess, hvernig Albert brást við þegar allt var komið í strand eftir uppgjöf allra stjórnmála- flokkanna við að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Mun honum ekki hafa verið það sársaukalaust að bregða af leið sinna samflokksmanna. En hann mat meira að tryggja þjóðinni lýðræðislegt stjórnskipulag þegar öll venjuleg samstaða virtist þrotin og sýndi þar með þá djörfung og hetjulund sem hæfa mundi búanda á Bessastöðum. Ég held að Albert eigi gildan sjóð i atkvæðum iþróttafólks. í því sambandi langar mig til að leiða fram einn mesta sjáanda og gáfumann sem ísland hefur alið. Á ég þar við Jónas frá Hriflu. En hann segir: ,,Eg vona að þjóðinni verði það ljóst, að það er óvænt happ fyrir hana að hafa eignazt úrvais knattspyrnumann, sem hefur í margendurteknum prófraunum í stærstu menningar- löndum heims sannað, að hann hefur á þeim vettvangi hliðstæða yfirburði þeim skáldum og rit- höfundum, sem þiggja þá viður- kenningu að vera fremstir í hópi sinna leikbræðra.” Kosning forseta fer fram 29. júní. Sama dag lýkur mikilli hátíð íþrótta- fólks. Væri þar ekki glæsilegur endir hennar að geta næsta dag hyllt nýjan þjóðhöfðingja úr röðum iþrótta- fólks?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.