Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980 7 EG STYÐ REAGAN Gerald Ford fyrrum Bandarikjaforseti, sem tapaði fyrir Jimmy Carter í siðuslu kosningum, hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við Ronald Reagan, fram- bjóðanda repúblikana í forsetakosn- ingunum i nóvember næstkomandi. Segist Ford óður og uppvægur vilja að- stoða Reagan eftir mætti í kosninga- baráttunni. Myndin sýnir þá félaga ræða við fréttamenn fyrir utan heimili Fords í Kaliforniu. Ósamkomulag á OPEC-fundi Fulltrúar Saudi Arabíu á fundi OPEC ríkjanna —13 helztu oliuút- flutningsríkjanna — áttu undir högg að sækja í gær. Mikið var lagt að þeim á fundinum sem fram fór í Alsír að sam- þykkja verulega hækkun á verði hrá- oliu á heimsmarkaði. í viðtölum sem fréttamenn áttu við Yamanai, olíumálaráðherra Saudi Araba, kom hins vegar fram að hann hygðist ekki ganga að hækkunarkröf- um nema því aðeins að hinir aðgangs- hörðustu af þjóðunum i OPEC samtökunum drægju úr kröfum sínum um hærra olíuverð. írak hefur lagt fram málamiðlunar- tillögu þar sem gert er ráð fyrir að grundvallarverð fyrir fatið af hráoliu verði 32 dollarar. Er það fjórum dollurum hærra en verð Saudi Arabíu og þrem dollurum lægra en krafa írans og Alsír sem vilja sigla mest í olíuverð- lagningunni. Kennedy-böm liúka skóla Þau luku prófi á dögunum bræöra- börnin Michael Kennedy sonur Roberts Kennedy fyrrum dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna og Caroline Kennedy dóttir John F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna. Báðir feður þeirra féllu fyrir byssukúlu morðingja. Michael lauk prófi frá Harvard en Caroline frá Radcliffe. Þykja þetta með fínustu skólum vestra en þeir eru í Massachusetts, heimaríki Kennedyanna. Við skóla- slitin flutti hinn þekkti sjónvarps- fréttamaður Walter Cronkite ávarp. Miami Flórída: Dósirogbaul mætti forseta Bandaríkjanna Reiðir svertingjar bauluðu á Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, þegar hann kom í heimsókn í hverfi í Miami þar sem fjórtán manns létust í óeirðum í fyrra mánuði. Nokkrum bjórdósum var einnir hent að bifreið forsetans. Carter sakaði ekki en þetta eru þó alvariegustu mótmælaaðgerð- irnar sem hann hefur lent í síðan árið '11 er hann tók við embætti. Hópur fólks brauzt í gegnum raðir lögreglu- manna og hljóp meðfram bifreiða lestinni sem fylgdi forsetabifreiðinni er hann var á leið út á Miami flug- völl. Var ferð Carters heitið til Seattle í Washington ríki. Fólkið rak upp alls konar gól og gaul þegar forsetinn fór framhjá. Var hann að koma af fundi með ýmsum yfirmönnum héraðsmála á Miami. Rætt var um hve mikla aðstoð þyrfti að veita frá stjórnvöldum í Washing- ton vegna tjóns af óeirðunum á dög- unum. Tjónið er metið á eitt hundrað milljónir dollara. Upphaf óeirðanna í Miami var það að fjórir hvitir lögreglumenn voru sýknaðir af ákærum um að hafa lamið svartan tryggingasölumann tii dauða. Jody Powell, blaðafulltrúi Carters Bandarikjaforseta, sagðist i gær- kvöldi vera undrandi á hve mann- fjöldanum hefði verið heimilað að koma nærri brautinni þar sem for- setinn ók frá fundarstað sínum og yfirmanna héraðsmála í Miami. Eina svar mannfjöldans þegar Carter veifaði í kveðjuskyni við brottförina, var að gaulað var á hann og öskrað og bjórdós lenti á bit'reið hans rétt í þann mund sem hann sté inn í hana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.