Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. Stuðningsmenn Vigdísarfylltu Gafl-inn íHafnarfirði: „Að kjósa Vigdísi er góð landkynning” Séð yfir fundarsalinn i Hafnarfirði. Steingrimur Gautur Kristjánsson borgardómari er i ræðustól. Framan við ræðustólinn sitja Vigdis Finnbogadóttir og Kristján Bersi Ólafsson fundarstjóri. Við borðið við vegginn til hægri eru nokkrir tónlistarmenn sem komu fram: Sigurður Rúnar Jónsson, Jóhanna Linnet og Ingveldur Ólafsdóttir. DB-mynd: Atli Rúnar. „Við treystum Vigdísi Finnboga- dóttur til aðgegna embætti með reisn. í kosningabaráttunni höfum við siglt í góðum meðbyr. En hað er mikill vandi að sigla í góðum byr . Sleppum ekki hví eina tækifæri sem við höfum fengið til að kjósa konu í forsetaembæltið,” sagði Ólafur Ólafsson stýrimaður í á- varpi sínu á stuðningsmajinafundi Vig- dísar í veitingahúsinu Gafí-inn í Hafn- arfirði. „Vigdís er sannur íslendingur og verðugur fulltrúi í æðsta embætti þjóðarinnar,” sagði Ólafur ennfremur. Fundarsalurinn í Hafnarfirði var þéttskipaður fólki — svo ekki sé meira sagt. Nánast var troðið í húsið eins mörgum og framast var unnt. Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona flutti ávarp auk Ólafs og sagði m.a. efnislega: „Það hefur gerzt ævintýri á þessu vori. Við höfum fengið fyrsta raunhæfa tækifærið til að sýna í verki jafnréttishugsjónina. Að kjósa Vigdísi sem forseta Islands myndi auðvelda konum leið til áhrifa og valda i þjóðfélaginu. Vigdís er ágætlega frambærileg, vel menntuð, hefur hlýja og aðlaðandi framkomu og á auðvelt með að umgangast fólk af öllum stéttum. Alls staðar úti í hinum stóra heimi er horft á þetta eyland okkar. Að kjósa Vigdísi forseta er meiri og betri land- kynning en flesta rennir grun í. Eigum við að láta einstakt jafnréttistækifæri úr greipum ganga? Já, þá er okkur ekki við bjargandi!” Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari greindi frá kosninga- starfi stuðningsmanna í Hafnarfirði. Þá komu fram þau Sigurður Rúnar Jónsson, Ingveldur Ólafsdóttir og Jóhanna Linnet og fluttu lög úr innlendum og erlendum söngleikjum. Þar á meðal „Söng um kvenmanns- lausa fslandssögu” af plötunni Áfram stelpur, ,,Ég man betri tíð en nú,” eftir Sigurð Rúnar og ,,í Víðihlíð” eftir Megas. Þórarinn Sigurbergsson og Páll Eyjólfsson komu einnig fram og léku klassíska tónlist á gítara. Vigdís Finnbogadóttir, talaði vítt og breitt um forsetaembættið, hlul- verk þjóðhöfðingja og skyldur. Hún hafði Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson með sér í ræðustólinn og vitnaði til þeirrar bókar. Hún sagði frá fyrstu kynnum sínum af Hafnarfirði og Hafnfirðingum: „Hér í Hafnarfirði lærði ég að ganga og átti mörg sporin á Hamrinum!” Þá sagðist hún hafa komið oft til Hafnarfjarðar fyrr á árum” til að heimsæka einn minn bezta vin, Jökul Jakobsson, sem lézt langt um aldur fram.” Enn minnti hún á hlut Hafnarfjarðar í Islandssögunni, þar á meðal það að einmitt frá Hafnarfirði voru handritin flutt úr landi með skipum. Fundarmenn fengu í fundarlok tækifæri til að leggja spurningar fyrir frambjóðandann. Einn spurði hvort hún myndi láta „berast mikið á” i embætti forseta. ,,Ég mun ekki berast á, en mun ekki sætta mig við að beri lítið á mér,” svaraði Vigdís. Annar spurði um álit hennar á orðuveitingum. „Orðuveitingar eru af hinu góða. Þó held ég að þeim beri að stilla í hóf en þær eru fyrst og fremst merki um að við metum verk samtíðarmanna okkar.” Vigdís sagði að foreldrar hennar hefðu bæði verið sæmd fálka- orðunni á sínum tíma, fyrst faðir hennar og síðar móðir hennar. ,,Ég man að ég var heima hjá þeim daginn sem móðir mín fékk sína orðu og þegar ég bauð þeim góða nótt um kvöldið sagði faðir minn: „Nú leggjast tveir riddarar til svefns!” ” Áheyrendur gáfu fram- bjóðandanum gott klapp fyrir þetta svar. -ARH. Sumarloðnuveiði hefst við Jan Mayen 6. ágúst: Norðmenn nefna 900.000 tonn Orðsending frá Verkamanna- félaginu Dagsbrún Öll vinna við lestun og losun skipa í Reykjavíkur- höfn er bönnuð um helgar frá 21. júní til 1. september 1980. Stjóm Dagsbmnar. 5 manna tjöld verö kr. 78.900/- 3ja manna tjöld verö kr. 55.200/- Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Sóltjöld frá kr. 15.000/-. Sólstólar frá kr. 5.900/-. Tjaldbeddar frá kr. 12.800/- Tjaldborð og stólar kr. 18.900/-. Tjalddýnur frá kr. 6.500/-. Þýskir/ mjög vandaðir svefnpokar frá kr. 21.900.-. Grill/ margar gerðir. Kælibox/ margar tegundir o.fl. o.fl. í úti- lífið. Postsendum SEGLA GERÐIN ÆGIR Eyjagötu 7, örfirisey — Reykjavík. Simar 14093 — 13320 SKRIFSTOFUR STUÐNINGSMANNA ALBERTS OG BRYNHILDAR Reykjavík: Nýja húsinu við Lækjartorg. Símar: 27833 — 27850. Opið frá 9—22 alla daga. Akranes: Félagsheimilinu Röst. Sími: 93-1716. Opið frá 17 — 22 virka daga og 14 — 18 um helgar. Hvammstangi: Verzlunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar. Sími 95-1350. Opið 17—19 virka daga. Um helgar 13—19. Akureyri: Geislagötu 10. Sími 96-25177 og 25277. Opið frá 14— 19alladaga. Vestmannaeyjar: Strandvegi 47. Sími: 98-1900. Opið 14 — 18 alla daga. Selfoss: Austurvegi 39. Sími: 99-2033. Opið 18 — 22 virka daga og 14 — 18 um helgar. Keflavík: Hafnargötu 26. Sími: 92-3000. Opið 20 — 22 virka daga og 14 — 18 um helgar. Hafnarfjörður: Dalshrauni 13. Sími: 51188. Opið 20 — 22 virka daga og 14 — 18 um helgar. Kópavogur: Hamraborg 7. Sími: 45566. Opið virka daga frá 18 — 22 og 14 — 18 um helgar. Seltjarnarnes: Látraströnd 28. Sími: 21421. Opið 18 — 22 virka daga og 14 — 18 um helgar. Blönduós: Húnabraut 13. Sími: 95-4160. Opið á mið- vikudögum og sunnudögum kl. 8—10. Hella: í Verkalýðshúsinu. Sími: 99-5018. Opið daglega kl. 17- 19 og 20 - 22. Stykkishólmurí Verkalýðshúsinu. Opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8—23. Sími 93-8408. Garðabær: Skrifstofa Safnaðarheimilisins. Sími: 45380. Opið virka daga kl. 17—20oghelgar 14—17. Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utan- kjörstaðakosningu og taka á móti frjálsum framlögum í kosningasjóð. - Maður fólksins Kjósum Albert — sem tölu um meðal- aflamagn Sumarloðnuveiðin hefst við Jan Mayen 6. ágúst nk. íslendingar og Norðmenn ákveða i sameiningu heild- áraflamagnið. Af Norðmanna hálfu hefur verið nefnd talan 900.000 tonn sem meðalaflamagn. Kom sú tala fram í Aftenposten og var höfð eftir NTB- fréttastofunni. „Þarna eru Norðmennirnir að þvælast með tölur um heildaraflann úr íslenzka loðnustofninum á ári, sýnist mér,” sagði Jakob Jakobsson deildar- stjóri á Hafrannsóknarstofnun þegar DB bar undir hann norsku fréttina. „Það hefur borið á þvi að blandað er saman í norskum fjölmiðlum tölum um heildarafla úr íslenska loðnustofninum og tölum um þann hluta aflans, sem veiddur er við Jan Mayen.” i fyrra voru veidd rúmlega 1.100.000 tonn úr íslenska loðnustofninum, árið 1978 1.154.000 tonn, árið 1977 veiddust 833.000 tonn og 1976 450.000 tonn. Heildaraflinn við Jan Mayen í fyrra var 130.000— 150.000 af loðnu, árið 1979 146.900 tonnog 1978 151.000tonn. í samkomulagi íslands og Noregs um Jan Mayen var gert ráð fyrir þvi að fiskveiðinefnd skipuð fulltrúum beggja landa ákveði heildaraflamagn sem veitt verði úr íslenzka loðnustofninum. Norðmenn fái 15% af þeim kvóta sem ákveðinn verður. Áætlað er að nefndin komi saman til fundar 16. júní. -Sigurjón, Osló/-ARH. Listahátíð íReykjavík: JohnCageflytur fyrirlesturinn Innantómorð Innantóm orð (Empty Words) nefnist upplestur tónskáldsins og nýlistamannsins John Cage sem Lista- hátíð í Reykjavík efnir til í kvöld. Hann verður haldinn i Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla íslands. Innantóm orð eru byggð á verkum bandaríska heimspekingsins Thoreau, sqm var uppi á síðustu öld. Þarna er um að ræða úrvinnslu Cages á ritum Thoreaus eftir tilviljunarlögmálum og er það á tilbúnu máli sem tengir venju- legt tungumál við tónlist. í verkinu eru notaðar lítskyggnur. Gerð þeirra og notkun tengist upplestri Cages á nýstár- legan hátt. Cage hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og kennari. f fyrirlestrum hans tengist saman fræðsla og list, mælska, heimspeki, hugsanir, skop og alvara. Fyrirlesturinn verður að lista- verki. í gærkvöld Iék fiðluleikarinn Paul Zukofsky tvö verk eftir John Cage i Bústaðakirkju og á sunnudaginn efndi Cage til fyrirlestrar um matargerðarlist i Félagsstofnun stúdenta. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.