Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JtJNÍ 1980. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980. 13 Staðan Staðan í 1. deild eftir leikina í gær kvöld er nú þessi: Keflavík — Fram 0—( Þróttur — Akranes 1—1 Fram 5 4 1 0 5—0 S Valur 5 4 0 1 17—5 í Keflavik 5 2 2 1 6—5 ( Akranes 5 2 1 2 5—7 « Breiðablik 5 2 0 3 8—9 4 KR 5 2 0 3 3—6 4 ÍBV 5 2 0 3 5—10 4 FH 5 1 2 2 7—11 4 Þróttur 5 113 3—5 3 Markahæstu menn: Matthías Hallgrímsson, Val ' Sigþór Ómarsson rekur hér hausinn i knöttinn og skorar mark Akurnesinga í gær. Jón Þorbjörnsson gefur ekkert eftir og ætlar sér að ná knettinum en gripur i tómt. Hér liggja þeir báðir og tuðran i netinu. Af svip Jóns má ráða að hann er ekki allt of ánægður með þróun mála. DB-mvndir Þorri. Gróf misnotkun —segir stjórn TBR um stuðningsyf ir- * lýsingar forystumanna ÍSÍ við einn forsetaframbjóðenda Undanfarið hefur birzt i blöðum auglýsing frá ýmsum forystumönnum iþróttahreyfingarinnar, þar sem þeir lýsa yfir stuðningi sinum við ákveðinn forsetaframbjóðanda. Hér á meöal eru fjórir stjómarmenn IþrÓUSSSmbands ■siands og fjórir stjómarmenn íþrótta- bandalags Reykjavikur. Stjóm TBR telur að hér sé um grófa misnotkun að ræða á þeim embættum sem viðkom- andi aöilar eru kosnir i og munu full- trúar félagsins á næstu ársþingum ÍBR og ÍSÍ mótmæla þessari notkun. Teljum við að um leiö og stjórnar- menn ÍBR og ÍSÍ tengja embætti sín innan íþróttahreyfingarinnar slíkri stuðningsyfirlýsingu sem þessari, séu þeir að koma fram fyrir hönd viðkom- andi stjórnar. Tengja þeir þá um leið íþróttahreyfinguna við þá stjórnmála- baráttu sem fylgir væntanlegum for- setakosningum. í forsetakosningum er kosinn æðsti stjórnandi landsins. Kosning hans er því stjómmálalegs eðlis, þrátt fyrir að hér sé um kosningu einstaklings að ræða. íþróttahreyfingin hefur ætíð sett sér það mark aö vera yfir alla stjórn- málabaráttu hafin. í henni rúmast full- trúar allra stjórnmálahreyfinga og hafa þeir fram að þessu starfað saman innan iþróttafélaganna óháðir stjórnmála- skoðunum hvers annars. Með fyrr- greindri Stuðp.ÍMgsyfiriýsingu er brotið blað í sögu íþróttahreyfingarinnar og .heildarsamtðk hennar verða tæplega litin sömu augum og áður. Einmitt um þessar mundir leggur íþróttahreyfmgin áherzlu á stjórnmála- hlutleysi sitt með þátttöku í ólympiu- leikum. Á sama tíma treysta forystu- menn ÍSÍ og ÍBR sér til að gefa út yfir- lýsingu um málefni sem er mun við- kvæmara meöal íslenzku þjóðarinnar en ólympíuleikarnir. Slíkar yfirlýsingar geta hugsanlega stutt frambjóðendur, en um leið skaða þær álit íþróttasamtakanna og stuðla að missætti innan þeirra. Stjóm TBR hefur nú til athugunar að draga félagið út úr þeirri íþrótta- starfsemi sem fyrirhuguð er á vegum ÍSÍ og ÍBR á tímabilinu fram yfir for- setakosningarnar, en þá mun þessari stjórnmálabaráttu íþróttaforystunnar vonandi Ijúka. F.h. stjórnar TBR. Sigfús Ægir Árnason, formaður. Sigurður Grétarsson, Breiðabliki 3 Þá hafa 10 leikmenn skoraö 2 mörk i 1. deildinni f ár. Næstu leikir i 1. deild verða á laugar- dag. Þá leika Akranes og KR á Akra- nesi, Vestmannaeyjar og Keflavík í Eyjum og Breiðablik og FH i Kópa- vogi. Á sunnudag mætast Fram og Vikingur og svo Þróttur og Valur á mánudag. Þorsteinn Bjarnason er hér með fyrrverandi og núverantji landsliðseinvaida sér við hlið, þá Hafstein Guðmundsson og Guðna' Kjartansson./ Steini hættur hjá Louviere DB-mynd - emm. — hef ur áhuga á að reyna fyrir sér h já öðru félagi ,,Ég veit ekki hvað verður, en alla leikið með sínum gömlu félögum, ef vega er ég hættur hjá La Louviere,” hann kærir sig um, en hann ætlar þó sagði Þorsteinn Bjarnason, mark- alla vega að hjálpa upp á sakirnar með vörður, sem er nú laus allra mála hjá því félagi i Belgíu. „Félagið hefur tekið upp hálfatvinnumennsku og það er ekki fýsilegt, að minnsta kosti ekki fyrir útlendinga. Sá sem samdi fyrir mig í upphafi er að þreifa fyrir sér um annan samning— en hvar, það get ég ekki látið uppi að svo stöddu.” Eftir mánuð getur Þorsteinn aftur því að þjálfa markverðina. „Fjárskort- ur þjáir II-deildarliðin í Belgíu, sérstak- lega þegar liðin hafa misst af voninni um að lenda í úrslitum og áhorfendum fækkar.” Þorsteinn lék aldrei í a-liðinu í vetitr vegna meiðsla, þrívegis átti hann að spila, en fékk þá spark í hendurnar, á æfingum eða í æfingaleikjum.” Það gekk allt á afturfótunum hjá okkur, stjórn félagsins var ekki i sátt við liðið og þjálfarann, sem ekki verður endur- ráðinn.” Aðspurður um hvernig honum litist á knattspyrnuna hér á landi i dag sagðist hann lítið um það geta dæmt, hann væri aðeins búinn að vera heima í tvo daga, en kannski fengi hann þverskurð- inn i leiknum á eftir, þ.e. ieik ÍBK og Fram. VITASPYRNA A SILFURFATI —færði Þrótti annað stigið gegn Skagamönnum Þróttur og Akranes skildu jöfn, 1—1 í Ijótum leik i Laugardal í gær. Leikur- inn var lengst af mjög harður og gróf- lega leikinn af beggja hálfu en í lokin sauð algerlega upp úr. Á 84. mínútu var Baldur Hannesson, sem hafði komið inn á fyrir Ágúst Hauksson á 69. mín., rekinn af leikvelli fyrir að slá Kristján Olgeirsson eftir venjulegt sam- stuð. Ekki var æsingnum þar með lokið þvi minútu siðar færði slakur dómari leiksins, Sævar Sigurðsson, Þrótturum vitaspyrnu á silfurfati. Páll Ólafsson og einn varnarmanna Skagamanna fóru saman i venjulega tæklingu — knöttur- inn á milli. Áður en varði hafði Sævar bent á vítapunktinn og varð ekki haggað þrátt fyrir áköf mótmæli Skagamanna. Úr vítinu skoraði Daöi Harðarson örugglega framhjá góðum markverði Akurnesinga, Bjarna Sigurðssyni. Akurnesingar náðu forystunni á 19. mínútu og var það vægast sagt slysaiegt mark. Guðjón Þórðarson tók innkast og fékk boltinn að fara alia leið tii Sigþórs Ómarssonar, sem skallaði i netið. Þar var Jón Þorbjörnsson illa sofandi í markinu. Skagamenn voru mun sterkari aðii- inn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir harða hríð að marki Þróttara. Á 28. mínútu gaf Arni Sveinsson mjög vel fyrir markið þar sem Sigurður Lárusson skallaði fyrir fætur Kristins Björnssonar. Kristinn er hins vegar hvorki fugl né fiskur þessa dagana og skot hans var slakt og fór framhjá. Kristinn var annars mjög slakur í þessum leik. Seinn og losaði sig illa við knöttinn. Þróttur fékk aðeins eitt gott færi í fyrri hálfleik er Ólafur Magnússon skallaði máttiaust að markj Skagamanna i dauðafæri. Bjarni varði skot hans vel. Kristinn var allt of seinn á sér á 56. Altrincham náði ekki Aðeins munaði einu atkvæði að Altrincham kæmi i stað Rochdale i 4. deildinni ensku á mánudag er atkvæði voru talin i kosningunni um hvort hleypa ætti áhugamannaliði i deildina að þessu sinni eins og svo oft hefur verið gert undanfarin ár með góðum árangri. Rochdale slapp fyrir horn, hlaut 26 atkv. en Altrincham 25. For- maður Luton mætti ekld á fundinn og tapaði Altrincham þar einu atkvæði að talið var. Mörg sterk lið hafa komið úr áhugamannadeildunum undanfarin ár, s.s. Hereford, Wigan, Oxford o.fl. mínútu er hann komst í gott færi og á sömu mínútu munaði minnstu að Þróttur jafnaði. Halldór Arason komst inn í sendingu ætlaða Bjarna mark- verði en Bjarni sá við honum og varði fast skot hans. Mínútu síðar komst Páll Ólafsson í gegnum vörn ÍA en skot h^ns fór beint á Bjarna. Kristinn var enn mjög klaufskur á 69. mínútu er hann fékk góða sendingu frá Sigþóri Ómarssyni, sem hafði tekið sprett upp með endamörkum og gefið vel fyrir. Kristinn var hins vegar allt of seinn að vanda og tækifærið fór út um þúfur. Síðasta færið er heitið gat féll Akurnesingum í skaut á 73. mínútu. Kristján Olgeirsson sendi þá vel þvert yfir völlinn til Árna Sveinssonar, sem gaf viðstöðulaust inn á Sigþór, sem sneri af sér varnarmann. Skot hans fór hins vegar framhjá. Lokakaflanum hefur áður verið lýst og það eru aðeins hin ljótu atvik sem sitja eftir þegar huganum er rennt til baka. Jafntefli voru mjög sanngjörn úrslit þessa leiks en vítaspyrnan var alveg út í hött. Flestir leikmenn liðanna |léku vel undir getu en hjá Skagamönn- um stóðu þeir Bjarni, Jón Gull., Sig- urður Halldórsson, og Árni Sveins uppúr. Árni virtist þó í slæmu skapi. Hjá Þrótti áttu þeir Sverrir Einarsson og Rúnar Sverrisson góðan leik í vörn- inni en annars staðar var fátt um fína rirætti. -SSv. Enn heldu Framarar hreinu í Keflavík! —hafa ekki fengið á sig mark Í450 mínútur í íslandsmótinu íslandsmótið I-deild, ÍBK—Fram 0:0 í geysilegum baráttuleik skildu ÍBK og Fram jöfn í Keflavik I gærkveldi. Framarar, sem til þessa höfðu unnið alla sina leikl, máttu nú prisa sig sæla, jmeð að halda öðru stiginu. Heima- jmenn voru mun meira í sókn, sérstak- lega í fyrri hálfleik, en í þeim siðari jafnaðist leikurinn nokkuð, en varnir liðanna og markveröir brugðust aldrei, svo knötturinn fór aldrei inn fyrir marklinu, hvað þá heldur i netið. Framarar halda þvi forustunni með níu stig en ÍBK hefur hlotið sex stig og er greinilega að sækja sig. Gæti því allt eins orðið með í baráttunni um meistaratitilinn. Veður var hið bezta, logn og létt- skýjað, þurr völlur og því hin beztu skilyrði til að sýna góða knattspyrnu, en spennan sem ríkti hjá liðunum olli því að góður leikur vék fyrir fullmikilli festu og allt að því hörku á stundum. Urðu tveir heimamenn fyrir meiðslum isvo að flytja varð þá á sjúkrahús, ISteinar Jóhannsson og Gísli Eyjólfs- son, sem reyndar fékk spark í hnéð eftir að leik lauk. Keflvíkingar sóttu mjög fast mestan hluta fyrri hálfleiks og fengu nokkur tækifæri en skotin voru ýmist í ökkla eða eyra ef svo má að orði komast. Steinar Jóhannsson átti snemma í leiknum aðeins mark- vörðinn eftir en hitti ekki markið. Skömmu síðar slapp Ragnar Margeirs- son einn inn fyrir en þrumaði himinhátt yfir. Rétt fyrir hlé sendi Þórður Karls- son mjög nákvæma sendingu beint á koll Hilmars Hjálmarssonar, sem skallaði rétt yfir þverslá. Menn greindi nokkuð á um hvort vítaspyrna hefði verið réttmæt þegar Steinar Jóhanns- son féll rétt fyrir utan markteig, snemma í fyrri hálfleik, í upplögðu marktækifæri, en aðþrengdur af tveimur varnarmönnum Fram. Dómar- inn, Arnþór Óskarsson, sem átti erfiðan dag, leit öðrum augum á málið Daði Harðarson skorar jöfnunarmark Þróttar úr hinni vafasömu vitaspyrnu. DB-mynd Einar Ólafsson. — taldi Steinar hafa rekið fótinn í |varnamann Fram og fallið við það. Annars má kannski segja að Arnþór hafi ekki tekið nægilega strangt á sumum brotum, aðallega tæklingum aftan frá, en þó slapp hann nokkuð vel frá leiknum að öðru leyti. Keflvikingar sýndu oft skemmtileg tilþrif í seinni hálfleik, fallega samleiks- kafla, sem náðu þó sjaldan lengra en inn í vítateig Framara, með einstaka undantekningum, sérstaklega þegar Ólafur Júlíusson sendi knöttinn inn á markteig til Steinars sem skaut illilega yfir markið. Framarar áttu líka sína möguleika, t.d. þegar Gunnar Bjarna- son skallaði naumlega yfir þverslá en hurð skall býsna nærri hælum hjá ÍBK þegar Kristinn Jörundsson skaut í marksúlu af stuttu færi. Markvarzlan hreflir ekki lengur ÍBK. Jón örvar hefur nú fundið sig í markinu og var mjög öruggur, góð út- hlaup og grip — allsendis ófeiniinn við knöttinn. Greip vel inn í og varði þau fáu skot sem á markið kom. Guðjón Guðjónsson og Óskar Færseth voru að vanda driffjaðrirnar í liðinu en Gisli Eyjólfsson miðvörður átti sinn bezta leik í sumar. Einnig komst Kári Gunnlaugsson vel frá leiknum. Annars er vart hægt að telja einn öðrum betri — allir gerðu sitt bezta í miklum baráttuleik. „Varnarlið” Fram hefur ekki ennþá ,fengið á sig mark — gott afrek í fimm 'leikjum, enda ekki við neina aukvisa að etja í vörninni, þar sem fyrir eru jafn þrælöruggir menn eins og Marteinn Geirsson og Gunnar Bjarnason. Krist- inn Atlason stendur ávallt fyrir sínu. í framlínunni átti Pétur Ormslev góða spretti en Guðmundur Steinsson, lét óvenju lítið að sér kveða. Þess má geta að Jón Pétursson lék ekki með vegna veikinda og hafði það vafalaust sitt að segja þótt ekkert „gat” myndaðist í fjarveru hans. Sóknarleikur Framarara var kannski ekki upp á marga fiska, en Guðmundur Torfason einna virkastur í framlínunni. -cmm. Markakóngur Arroðans iðinn við kolann Þriðja deildin komst loks almenni- lega á skrið um helgina er Norður- og Austurlandsriðlamir tóku við sér. Voru þar leiknir 7 leikir og f allt voru 14 leikir á dagskrá i 3. deild um helg- ina. Að vanda erum við með umsagn- ir um alla leikina og við hefjum hala- rófuna á leik ÍK og Léttis f A-riölin- A-riðill ÍK — Lóttir 3—2 (0—2) Þetta var góður sigur ÍK-manna, einkum og sér í lagi ef það er haft í huga að Léttir leiddi 2—0 í leikhléi. ÍK-menn börðust eins og grimmir hundar í siðari hálfleiknum og upp- skáru þá þrjú mörk. Ólafur Pedersen var að vanda á skotskónum og það voru þeir Kristján Hermannsson og Ingimar Bjarnason einúig. Hand- boltakappifm Hörður Harðarson, sem leikur með ÍK og skoraði mark um daginn (ekki með undirskoti þól), skoraði ekki núna en er einn af burðarásum liðsins. Mörk Léttis i fyrri hálfteiknum gerðu þeir Svavar Guðnason og Kjartan Skaftason. Hekla — Óðinn 3—2 (3—1) Heimamenn voru mun sterkara liðið í fyrri hálfleik. Engu að síður var það Óðinn sem tók forystuna í fyrri hálfleik með marki Kjartans Guðjónssonar. Leikmenn Heklu tóku síðan heldur betur við sér og skoruðu þrívegis fyrir leikhlé. Mörk- in gerðu Ari Lárusson, Heimir Heimisson og Tryggvi en föðumafn hans var ekki þekkt á Hellu. Eftir leikhlé lögðust leikmenn Hellu í vörn ánægðir með forystuna. Af og til náðu þeir þó hættulegum skyndiupphlaupum. Kristján Ásgeirsson minnkaði muninn i 3—2 með marki fyrir Óðin og þar við sat. —skoraði þrennu í 3-2 sigri sinna manna yf ir Magna f rá Grenivík um helgina Katla — Reynir 1 —7 (1 —3) Reynismenn tóku strax forystu í þessum leik með mörkum þeirra Þórðar Ólafssonar og Ara Arasonar en Kjartan P. Einarsson svaraði fyrir heimamenn áður en langt um leið. Jón Guðmann bætti þriðja marki Reynismanna við fyrir hlé og í síðari hálfleiknum tóku Sandgerðingarnir leikinn algerlega í sinar hendur. Miðvörðurinn Júlíus Jónsson fékk „chance of a lifetime” til að skora þrennu en mistókst. Hann var búinn að skora tvívegis í síðari hálfleiknum er honum var falið að framkvæma vitaspyrnu. Júlíus lét hins vegar markvörð þeirra Kötlumanna verja frá sér og þar fór þrennudraumurinn út um þúfur. Ómar Björnsson skoraði hin tvö mörk Reynis í síðari hálfleiknum. Til gamans má geta þess að staðan var 5—l er tvær mínútur voru til leiksloka. -emm. B-riðill VttJir - Njarðvfk 2-4 (0-2) Undan norðan kaldanum sóttu Víðismenn fast að marki Njarðvík- inga framan af en þrátt fyrir sæmileg færi tókst þeim ekki að skora enda varði markvörður Njarðvíkinga mjög vel. Þegar langt var liðið á hálfleikinn var dæmt víti á Víði er Njarðvíkingar brunuðu upp í einni af stórhættu- legum skyndisóknum sinum. Úr vít- inu skoraði Haukur Jóhannesson örugglega. Á lokamínútu fyrri hálf- leiksins bætti Gunnar Þórarinsson síðan öðru marki viö. Snemma í síðari hálfleiknum minnkaði Vilhjálmur Einarsson mun- inn með því að skora fyrir Víði en Njarðvíkingar gerðu út um leikinn með tveimur mörkum fljótlega. Haukur skoraði þau bæði. Hið fyrra úr viti en hið síðara af stuttu færi eftir góða sendingu. Undir lok leiksins var þriðja vítaspyrnan dæmd og nú fengu Víðismenn að spreyta sig. Guðjón Guðjónsson skoraði örugglega fyrir þá. Njarðvík sigraði því örugglega í leiknum og var sigur- inn sanngjarn því þeir voru heil- steyptari aðilinn. Stjarnan — Grindavik 1 —4 (0—3) Fyrri hálfleikurinn var alger ein- stefna á mark Stjörnunnar og þá skoruðu gestirnir þrivegis. Sigurgeir Guðjónsson það fyrsta og Haukur 'Andrésson bætti síðan öðru við. Sigurgeir var svo aftur á ferðinni fyrir hlé með gott mark. Hann lét ekki þar við sitja og skor- aði það þriðja í síðari hálfleiknum en eina mark Stjörnunnar var skorað undir lok leiksins og breytti þvi engu um gang leiksins — öruggur sigur Grindavikur i höfn. -emm. Hveragerði — Afturelding 0—2 (0—2) Það voru þeir Hafþór Kristjánsson og Ríkharður Jónsson, fyrrum | Bliki, sem skoruðu mörk Aftureld- úngar um miöjan fyrri hálfleik. Mörk ■ Aftureldingar hefðu hæglega getað iorðið fleiri miðað við gang leiksins. Þannig misnotaði Hafþór vítaspyrnu og auk þess átti Axel markvörður Hvergerðinga stórleik og bjargaði liðisinu frástærra tapi. -GAJ. C-riðill Vfkingur — Skallagrimur 0—0 (0—0) Þrátt fyrir aö leiknum lyktaði meö I markalausu jafntefli var talsvert um marktækifæri á báða bóga. Víkingar voru sprækari í fyrri hálfleiknum og áttu meðal annars skot í vinkilinn snemma í leiknum. í síðari hálfieik snerist dæmið aiveg við og Borgnes- ingarnir sóttu þá mun meir. Var eins og Ólsarar væru ekki í nægilegri út- haldsþjálfun. Þetta var mikill baráttuleikur og jafnteflið sanngjarnt iþegar upp var staðið. -GAJ. D-riðill Magni — Árroðinn 2—3 (1 —2) Þetta var mikill hörkuleikur á Grenivík og þeir félagar úr Árroðan- um komu þarna nokkuð á óvart. Það var jreirra aðalmarkaskorari, örn Tryggvason, sem var manna skæð- astur að vanda því hann sendi knött- inn þrívegis í netmöskva Magna- manna og tryggði sínum mönnum sigur. örn skoraði fyrsta mark sitt á 15. mínútu en Hringur Hreinsson jafnaði 10 mín. síðar. örn kom Árroðanum síðan aftur yfir fyrir hlé með marki úr vítaspyrnu eftir að honum hafði sjálfum verið brugðið. Fyrrum Þórsarinn Jón Lárusson jafn- aði aftur fyrir Magna á 63. mínútu áður en Örn innsiglaði sigur Árroðans með marki úr þröngu færi í vítateign- um á 85. mínútu. Magnamenn mót- mæltu þessu marki harðlega og töldu Örn hafa verið rangstæðan en markiö stóð. Jafntefli hefðu þó verið sann- gjörnustu úrslitin í leiknum. Leiftur — HSÞ1—4(1—2) Heldur hófu þeir Ólafsfirðingar keppnistímabilið ógæfulega en lið jþeirra var í fyrra mjög efnilegt, jskipaö ungum og frískum strákum Þeir áttu hins vegar ekk»" HSÞ-liðinu. —‘t svar við leiií‘:- , ocm skoraði öll mörk -■”.fis. Það voru þeir nafnar Jónas og Jónas Þór, sem skoruðu öil mörk HSÞ. Það var reyndar Leiftur sem tók forystpna í leiknum en Jónas Þór Hallgrímsson jafnaði metin. Síðan skoraði Jónas Skúlason, sem áður lék með Stjörnunni í Garðabæ, mark úr víti og í síðari hálfleiknum bætti hann tveimur mörkum við úr auka- spyrnum af 30—40 metra færi. Þóttu það mikil glæsimörk. Sigur HSÞ b var aldrei í hættu. E-riðill Reynir — Efling 6—1 (3—0) Þetta var alger einstefna eins og tölurnar segja reyndar til um og virð- ast Reynismenn vera nokkuð sterkir um þessar mundir. Óðinn Valdimars- son (ekki þó söngvarinn kunni) skor- aði þrjú marka Reynismanna en Bjarni Freysson tvö og Elvar bættu við mörkum. Guðmundur Jónsson skoraði mark Eflingar, sem fékk víta- spyrnu í leiknum en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Dagsbrún — Tindastóll 0—1 (0—0) — Þetta var mjög jafn leikur og gat farið á hvom veginn sem var. Ekki hefði jjó verið ósanngiarnt að Iiðin hefðu skilið jöfn en Tin j',stc!! SÍíOr- áði eina mark leiksins á 80. minútu óg var þar Þórhallur Ásmundsson aö verki. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til að jafna undir lokin tókst- Dagsbrúnarmönnum það ekki og er hætt við að heldur hafi dimmt yfir 1 þeirra herbúðum við tar>:* > -.piO. -GS. F-riðill Einherji - Vahir 4-0 (1 -0) ! Hér var um að ræða nær látlausa sókn Einherja en mörkin létu bíða jeftir sér. Þau urðu þó 4 áður en yfir lauk og voru þar að verki bræðurnir Gísli og Vigfús Davíðssynir með sitt markið hvor, Steindór Sveinsson og Einar Friðþjófsson þjálfari. Þess má geta að sl. sumar var minnsta tap Reyðfirðinga á útivelli 7—1 svo greinilega er um framfarir að ræða hjá þeim. Einherji hefur þá skorað 12 mörk gegn einu í tveim fyrstu leikjum sínum og verða ekki auðunnir í ár frekar en undanfarið. Sindri - Huginn 1 -3 (0-3) Huginn hóf leikinn meö miklum látum og eftir 20 mín. var staðan orðin 0—3 þeim í hag. Mörkin komu öll upp úr hornspyrnum og innköst- um og skoraði Þorgeir Þorgeirsson tvö þeirra-með skalla en Guðjón Harðarson það þriðja. Unnar mark- vörður Hugins átti stórleik og varði meðal annars víti frá Magnúsi Páls- syni í f.h. í s.h. sótti Sindri mun meira en uppskar aðeins eitt mark sem Hermann Erlingsson skoraði og héldu Huginsmenn þvi heim með tvö dýrmæt stig frá Hornafirði að þessu sinni. Súlan - Hrafnkell 0-1 (0-1) Óvæntur sigur Breiðdælinga gegn 'nágrönnum sínum á Stöðvarfirði. iHrafnkell hafði tapað sin”' r leik 1—8 á hei’”- ■/" nAA ...„avelli en Sulan hafði jöfnu á Seyðisfirði i fyrstu um- ferð. Leikur þessi var mjög slakur og skoraði Þorvaldur Hreinsson eina jmarkið á fyrstu mínútunum með jskalla eftir horn. Seinni hluta s.h. jsótti Súlan linnulítið en tókst ekki að ískora og máttu því sjá á eftir báðum istigunum suður fyrir Kambanesið. Reichenbach með 21,13 míkúlu V-Þjóðverjinn Ralf Reichenbach setti nýtt þýzktj met I kúluvarpl I þriggja landa keppni Póllands, V- Þýzkalands og Ungverjalands, sem hófst I Varsjá I gærkvöldi. Reichenbach varpaði kúlunni 21,13 metra sem er 4 cm lengra en íslandsmet Hreins Hall- dórssonar. Af öðrum úrslitum á mótinu má nefna að pólska stúlkan og heimsmethafinn 1100 metra grindahlaupi kvenna, Grazyna Rabsztyn, náði bezta heimstiman- um i ár I grein sinni er hún hljóp á 12,73 sekúndum. Heimsmethafinn i hástökki, Jacek Eszola frá Pól- landi, stökk 2,29 metra i hástökki og var þvi 6 cm frá heimsmetinu sem hann á ásamt V-Þjóðverjanum Diatmar Moegenburg. Ólympiumeistarinn Tadeuszj Slusarski frá Póllandi sigraði i stangarstökki. Hann stökk 5,65 metra. Marian Woronin, Póllandi, sigr- aði i 100 metra hlaupi karla á 10,32 sek. Ann Wlod- arczyk setti pólskt met i langstökki kvenna er hún, stökk6,90metra. United tilbúið að ffyrir Liam Brady Manchester United er tilbúið til að greiða metupp-, hæð fyrir írska landsllðsmanninn Liam Brady frá1 Arsenal. Denis Hill Wood, stjórnarformaður Arsen- al, sagði í gær að hann hefði gefið United leyfi tilj að hafa samband við Brady, sem nú er i brúðkaups- ferð f Kaliforníu. Samningur Brady við Arsenal rann út nú i lok| keppnistimabilsins og hann hefuf lýst þvi yfir að! hann vilji helzt leika erlendis. Stórlið eins og Bayern Miinchen I Þýzkstandi, Juventus á Ítaliu og Barce- lona hafa öll lýst áhuga á að fá Brady i sínar raðir. United gerir sér hins vegar vonir um að geta talið Brady á að vera áfram í Englandi og félagið er reiðu- búið til að greiða metupphæð fyrir hann. Wolves greiddi á sinum tima 1,5 milljón punda fyrir Andy Gray frá Aston Villa og stendur það met enn. fyrir útsendurum Manchester United. Eyjamenn unnu Akureyringa íkraftlyftingum Vestmannaeyingar sigruðu Akurcyringa i árlegri bæjakeppni i kraftlyftingum sem fór fram f Eyjumi um helgina. Heimamenn lyftu samtals 2,805 kg en Akúreyringar lyftu 2790 kg. Fimm menn kepptu f hvorri svelt. Eftir fyrstu tvær greinarnar, hnébeygju og bekkpressu voru liðin nákvæmlega jöfn, höfðu. lyft samtals 1630 kg hvort félag en keppnin i rétt- stöðulyftu réð úrslitum. Margir lyftingamannanna bættu sinn árangur án þess þó að nokkur met væru sett. -FÓV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.