Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. 9 ÆSISPENNANDI ÚRSLITASKÁKIR —á helgarskákmótinu íKeflavík Fyrir síðustu umferð á glæsilegu helgarmóti Tímaritsins Skákar í Keflavík var Guðmundur Sigurjóns- son einn í efsta sæti með 4 1/2 v. af 5 mögulegum. Fast á hæla hans fylgdu Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartar- son og Sævar Bjarnason, allir með 4 v. Allt útlit var því fyrir kynngimagn- aða úrslitaumferð og miklar baráttu- ská kir. Þeir sem áttust við voru: Guðmundur — Friðrik, Helgi — Jóhann, og Margeir — Sævar. í upphafi beindist athygli áhorfenda aðallega að skák Helga og Jóhanns, en síðan stal stórmeistaraskákin algjörlega senunni. Friðrik tefldi djarft að vanda og lagði allt i sölurnar til að ná vinningi. í 23. leik töfraði hann fram skemmtilega mannsfórn og í kjölfarið fylgdu miklar sviptingar, sem héldu áhorf- endum hugföngnum. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson. Svart: Friðrik Ólafsson. Kóngsindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. 0—0 0—0 5. c4 (16 6. d4 Rbd7 7. Dc2 c6 8. e4 c5 9. Hdl Dc7 10. Rc3 He8 11. Hbl a5 12. b3 exd4 13. Rxd4 Rc5 14. f3 Rfd7 15. Rce2 Re5 16. a3 H51? 17. b4 axb4 18. Axb4 Rcd7 19. f4 Hvítur lætur til skarar skríða, þvi annars kæmi 19. — Rb6 með þrýstingi á c-peðið. 19. — Rg4 20. h3 Rgf6 21. Rc3 Rb6 22. Db3 Á d3 hefur drottningin vakandi auga með kóngsvængnum, en gefur kost á 22. — Ra4. 22,—h4 23. g4. ' JÓN L. ÁRNAS0N Kf - -v - SKRIFAR UM SKÁK Bs i o Mm Einkennandi Friðriks-fórn. Hvort hún stenzt fullkomlega skal ósagt látið, en hitt er vist að hvítur þarf að tefla vörnina mjög nákvæmt. 24. hxg4 Bxg4 25. Be3! Afræður að láta skiptamun af hendi til að blíðka goðin. Eftir 25. Hd3 er 25. —h3! 26. Bhl Dh4 mjög sterkt. 25. —h3! 26. Bhl Dh4. Hugsanlega var 26. — h2 + nákvæmara. Framhaldið gæti orðið 27. Kg2 Dh4 28. Rf3 Dh3 + 29. Kf2 með tvísýnni stöðu. 27. Kh2! Bxdl 28. Hxdl Rd7 29. Rf3 De7 30. Rg5 Re5! Skemmtilegur leikur. Ef 31. fxe5 Dxe5 + og riddarinn á c3 fellur. 31. Hgl Dd7! 32. Ddl. Ekki 32. fxe5 Bxe5+ 33. Hg3 Dg! og vinnur. Til greina kom 32. f5, en eftir 32. —gxf5! hefur hvítur engin tök á að notfæra sér hina opnu g-linu. 32. c5 er einfaldlega svarað með 32. —d5! 32. — Ha3 Allir menn svarts taka þátt i sókninni. 33. Bd4 Rg4+ 34. Hxg4 Bxd4 35. Dxd4? Leiðir til taps. Betri möguleiki var 35. Rbl Ha2 + 36. Kxh3, þótt •svartur hafi enn frumkvæðið eftir 36. —c5. 35. — Dxg4 36. Rxh3 Hb3! 37. Dd2 Ha8 Kóngshrókurinn ryðst inn fyrir víglínuna með úrslitaafleiðingum. 38. Bg2 Dh4 39. Re2 Haa3 40. Regl Dg3+ 41. Khl Hbl 42. Dxd6 Dh4 43. Kh2 Hb2 44. Khl Haa2 45. Db8+ Kg7 46. De5 + Df6 47. Dxf6 + Kxf6 Biskupinn á g2 er nú dauðans matur vegna mátsins á h2. Hvítur gafst upp skömmu síðar því enda- taflið með tveimur riddurum gegn tveimur hrókum er auðvitað vonlaust. Stórkostleg baráttuskák. BOLVIKINGURINN UNGI LAGDIALDURSFORSET ANN stutt spjall við Halldór Einarsson, 14 ára skákmann frá Bolungarvík ,,Ég er sæmilega ánægður með árangurinn,” sagði Halldór Einars- son, Bolvíkingurinn ungi, sem náði beztum árangri, 14 ára og yngri á Helgarskákmótinu í Keflavík og bar sigurorð af þekktum skákmönnum eins og Benóný Benónýssyni og Kára Sólmundarsyni. ,,Ég hef ekki mikla reynslu af svona sterkum mótum en kennslan og æfingin í Skákskólanum á Kirkjubæjarklaustri undir leiðsögn Jóns Hjartarsonar komu mér til góða í skákunum.” Halldór segist hafa lært mannganginn átta ára gamall og nú lesi hann mikið um skák. Lasker- afbrigðið af Sikileyjarvörn er uppáhaldsafbrigðið hans, en Lasker dýrkar Halldór þó ekki sem sérstakan meistara í listinni. Halldór varð Vestfjarðameistari Hallór Einarson við skákborðið: uppáhaldsstaðan er Lasker-afbrigðið af Sikileyjarvörn. -DB-mynd: emm., unglinga 1978 og hafnaði í þriðja sæti á meistaramóti Vestfjarða 1979. „Áhuginn fyrir skák á Bolungar- vík er mismunandi mikill — gengur svona í bylgjum, — en við erum tveir þaðan á þessu móti ég og Júlíus Sig- urgeirsson, sem náði tveimur vinningum. Okkur var boðið hingað ásamt bræðrunum Úlfhéðni og Ingi- mundi Sigurmundssonum frá Selfossi og Erlingi Arnarsyni frá Keflavik, en við vorum allir á Skák- skólanum í vor,” sagði Halldór í samtali við DB að mótinu loknu. Ekki var hann alveg viss um hvort hann tæki þátt í fleiri helgarmótum. Hann á sér nefnilega fleiri áhugamál en skákina. Knattspyrnan togar i hann. „Þú mátt skrifa upp skákina við Kára, ef þú vilt,” sagði hann, „við strákarnir ætlum að skreppa inn til Njarðvíkur og sparka svolítið bolta.” Þar með var hann þotinn út í sólskinið. Boðskapur Tjechovs tíl nútímamanns KOM-leikhúsið sýnir Þrjár systur á Listahátíð Á þeirri Listahátíð, sem nú stendur yfir, eru færri atriði frá hinum Norð- urlöndunum en oft áður. Þó gefst okkur færi á að sjá og kynnast list eins athyglisverðasta sjálf- stæða leikhóps á Norðurlöndunum og þó viðar væri leitað, en það er KOM-leikhúsið og sýning þess á Þremur systrum eftir Anton Tjechov. Anton Tjechov er íslenskum leikhús- gestum að góðu kunnur og er óþarft að fara mörgum orðum um hann, en hins vegar er ekki að efa að mörgum leikur forvitni á að kynnast KOM- leikhúsinu lítilsháttar sem hefur getið sér orðs fyrir snjallar leiksýningar allt frá stofnun. KOM-leikhúsið var stofnað síðla sumars 1969, að frumkvæði stjórnar SvenskaTeatern í Helsingfors, sem fól Kaiseu Korhonen leikstjóra að mynda hóp sem gæti sett upp sýningar á Litla sviði leikhússins. Auk venjulegra leiksýninga var hópurinn með konserta, umræður og gestaleiki ofe síðast en ekki síst, ýmiss konar kvöldvökur, þar sem ákveðnum málum, sem ofarlega voru á baugi, voru gerð skil i tali, tónum og söng. Starfsemi KOM-hópsins vakti eðlilega mikla athygli, og sýningar hans voru vel sóttar og urðu uppspretta umræðna og skoðana- skipta. Hins vegar þótti stjórn Svenska Teatern ekki mikið til þessa koma, og tilkynnti hópnum eftir tveggja ára starf, að af efnahags- legum ástæðum væri ekki unnt að halda starfseminni gangandi lengur. Ljóst var þó, að efnahagsrökin voru einungis til þess ætluð að slá ryki i augu fólks; hin raunverulega ástæða var bersýnilega sú að þagga átti niður í leikhóp, sem tók til meðferðar mál er skiptu sérhvern samfélagsþegn máli. KOM-hópurinn dó ekki út, en lagðist i vetrarhiði. i febrúar 1971 kom hann aftur fram á sjónarsviðið, og að þessu sinni sem sjálfstæður leikhópur, óháður vilja og duttlungum stofnanaleikhússins. Fyrsta sýning hópsins, Konungur Finnlands, eftir Lari Sipari, sem er Úr einu atriði leiksins. Glöggt má sjá sérkenni búninganna, en þeir hafa vakið mikla athygli og þótt undirstrika vel sérstxða túlkun KOM-leikhússins á verki Tjechovs. eitt af betri leikskáldum yngri kyn- slóðarinnar i Finnlandi, féll i góðan jarðveg hjá áhorfendum og síðan hefur starfsemi KOM-leikhússins verið blákaldur raunveruleiki. KOM Icikhúsið hafði lifað af þá tilraun sem gerð hafði verið til að koma þvi fyrir kattarnef, og stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að starfa áfram upp á eigin spýtur hjálparlaust. Og eins og hefur sýnt sig, hér á landi sem og annars staðar, er niargt auðveldara. Hópurinn miðaði starf sitt í enn ríkari mæli en áður við hugðarefni verkalýðsstéttarinnar og málefni hennar, og skapaði það hópnum sér- stöðu i finnsku leikhúslífi. Þessi stefna KOM-leikhússins vann hylli áhorfenda úr verkalýðsstétt og stuðningur áhorfenda hefur fleytt leikhúsinu þannig áfram, að það er nú meðal fremstu leikhúsa af sínu tagi. Lýðræðislegir starfshættir KOM- leikhússins hafa einnig verið stoð þess og styrkur, og ákvarðanatekt í öllum stórvægilegum málum á sér sta' á allsherjarfundum, sem haldnir eru a.m.k. einu sinni i mánuði. Dag- lega amst.-'ð annast vinnuhópar, og svo auðvitaó leikhússtjóri og fram- kvæmdastjórar, sem eru þrir talsins og skipta með sér verkum. Verkefnaval KOM-leikhússins hef- ur markast fyrst og fremst af því, sem leikhúsið hefur talið eiga heima í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni, og iðulega hafa verkefnin verið samin sérstaklega fyrir leikhúsið. Einnig hafa ákveðnir þættir Finnlands- sögunnar verið teknir fyrir í uppsetningum hóspins, og KOM- leikhúsið byggir verkefnaval sitt nú mikið á ástandinu í finnsku þjóðlífi um þessar mundir: atvinnuleysinu og rótleysinu meðal vinnandi fólks, sem á þess ekki kost að samsama sig vinnu sinni eða umhverfi. í þessu skyni hefur KOM-leikhúsið m.a. tekið mörg hinna sígildu verka og unnið úr þeim á öðruvísi hátt en viðtekinn hefur verið hjá öðrum leikhúsum, og þannig hafa niörg verka gömlu meistaranna öðlast nýtt líf i meðförum KOM — þeirra á meðal er einmitt sýning þeirra hér á Þremur systrum. Auk þessa hefur KOM-leikhúsið verið mjög reglulega á ferðinni með nokkurs konar kvöldvökur, þar sem dægurmálum hafa verið gerð skil í tali, söng og tónum — en slikri dag- skrá gefst okkur kostur á að kynnast í Lindarbæ næstkomandi miðviku- dagskvöld. Þar verður KOM-leikhús- ið með söngdagskrána „Koner-Dem- onstrasjon”, þar sem fjallað er um málefni kvenna og kvenfrelsisbarátt- una. Eins og gefur að skilja, hefur KOM-leikhúsið hlotið mikið lof al- mennings og gagnrýnenda fyrir frum- lega túlkun sína á Þrem systrum eftir Anton Tjechov. Leikstjórinn, Kaisa Korhonen, hefur reynt að brjóta niður gamlar Tjechov-klisjur, sem gengið hafa aftur eins og draugar í flestum þeim Tjechov-uppfærslum, sem líta má víðsvegar um heim, og að því er hermt er, hefur henni tekist snilldarlega vel, fyrst og fremst með því að bægja markvisst frá raunsæi í leikmynd sem leikstíl — og þannig nálgast kjarna verksins á áhrifaríkari hátt en áður hefur verið gert. En KOM-leikhúsið vill með sýningu sinni skoða þetta leikrit Tjechovs sem „neyðarkall til handa mannverum í andlegri þröng finnsku nútímakrepp- unnar” — og það er aldrei að vita, nema það eigi heima hér á landi einnig. Hver veit? J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.