Dagblaðið - 10.06.1980, Side 10

Dagblaðið - 10.06.1980, Side 10
10 RitiHÓ—i—futiúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofusljórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Íþróttir. Haflur Sknonarson. Menning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoóarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur Páisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðsmanrc Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Stgurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ófafur Geirsson. Sigurður Sverrisson. Ljósmyncfir: Ami PáM Jóhannsson, Bjamlerfur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Hafidórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðabkni blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagbiaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Arvakur hf., Skeifunni 10. Askriftarvarð á mánuði kr. 5000. Verð I lausasölu kr. 250 eintakið. Viðskiptahagsmunir réðu Sumir kölluðu það viðskiptahags- muni. Aðrir kölluðu það atvinnuöryggi. Þessi orð eru tveir fletir á sama hlutn- um, hagsmunum. Útvarpsráð bjó til síðara orðið til að geta sameinazt í rit- skoðunarstefnu gegn Dauða prinsessu. Yfirlýsing útvarpsráðs um bann kvik- myndarinnar er sérkennilega ósvífin. Þar segir m.a. ,,að markaðsaðstæður eða viðskiptahagsmunir fyrir- tækja og hagsmunahópa ráði alls ekki efnisvali sjón- vaipsins”. Útvarpsráð byggir bannið á skarpri aðgreiningu viðskiptahagsmuna annars vegar og atvinnuhagsmuna hins vegar. í raunveruleikanum eru þessi skörpu skil ekki til. Þetta eru sömu hagsmunirnir, séðir frá tveimur hliðum. Hér eftir munu fyrirtæki i ritskoðunarhug snúa sér til starfsfólks síns og beita því fyrir sig. í flestum til- vikum mun starfsfólkið sjá hina sameiginlegu hags- muni og veita lausnarorðið, sem útvarpsráð bíður eftir: „Atvinnuöryggi.” Eftir lélegar útskýringar útvarpsráðs á banni kvik- myndarinnar er hætt við, að ráðið sé varnarlaust gagn- vart viðskiptahagsmunum í framtíðinni. Til dæmis gæti umfjölluri um varnarliðið skaðað „atvinnu^ öryggi” starfsfólks í Ameríkuflugi. Marklausar með öllu er dylgjurnar um öryggisleysi íslenzkra flugliða í Saudi-Arabíu. Enginn flugufótur er fyrir þessum dylgjum, sem í sjálfu sér eru verra skítkast í garð Saudi-Arabíu en hin umdeilda kvikmynd er. Úr því að Flugleiðum tókst að komast upp með þetta, getur þeim tekizt að komast upp með annað. Og fleiri fyrirtæki gætu hugsað sér að komast á bragðið. Hvað með hagsmuni starfsfólks Sambandsins og Sölu- miðstöðvarinnar? Útvarpsráð tók afstöðu með hagsmunum og gegn tjáningarfrelsi. Þeirri staðreynd verður ekki útrýmt með sjónhverfingum eða orðaleik. Útvarpsráð hunzaði hugsjón, sem þvi er einmitt ætlað að gæta. Ákvörðun ráðsins var röng. Það er svo aukaatriði í málinu, að Dauði prinsessu er stórgölluð mynd. Heppilegast hefði verið að láta fylgja sýningu hennar umræðuþátt, þar sem unnt hefði verið að útskýra kosti hennar og galla, fordóma hennar og falsanir. Dauði prinsessu er leikin kvikmynd, sem siglir undir fölsku flaggi heimildarmyndar. Af ásettu ráði er reynt að fá áhorfendur til að halda, að þeir séu að horfa á raunveruleika, þótt þeir eigi ef til vill að vita betur. Útvarpsþátturinn Innrásin frá Mars er frægasta dæmið um, hvernig villa má um fyrir fólki, þegar leikið efni er sett fram sem raunveruleiki. Þessi grein fjölmiðlunar getur hæglega orðið óheiðarleg. Svo er um Dauða prinsessu. Einnig er kvikmyndin mörkuð vestrænni einsýni. Höfunda hennar skortir skilning á siðum og venjum i öðrum heimshornum. Kvikmyndin afbakar og afflytur siði Múhameðstrúarmanna. Hún er full af fordómum. Dauði prinsessu er ekki aðeins villandi og fordóma- full. Hún er líka langdregin og leiðinleg kvikmynd. Hún hefði ekki spillt hugarfari íslendinga, ef hún hefði verið sýnd í fylgd með umræðuþætti, þar sem hún hefði verið gagnrýnd. Með banninu hefur útvarpsráð hins vegar ákveðið, að viðskiptahagsmunir fyrirtækja og hagsmunahópa geti ráðið efnisvali sjónvarpsins. Samt er útvarpsráð ekki skipað til að gæta slíkra hagsmuna, heldur tjáningarfrelsis. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. Sjónvarpssam- vinna Frakka og V-Þjóðverja —en vilja ekki hleypa Radio Luxemburg inn á gervihnattamarkaðinn Vestur-Þjóðverjar og Frakkar hafa undanfarin ár haft nána samvinnu á sviði sjónvarpssendinga gegnum gervihnetti. Hið sameiginlega fyrir- tæki þjóðanna heitir ARIADNE og starfar í samvinnu við nokkur heims- þekkt fyrirtæki á sjónvarps- og raf- eindasviði. Aður en þetta samstarf hófst voru Bandaríkjamenn nær einráðirá þessu tæknisviði. ARIADNE er nú orðið það burð- ugt, að komið hefur til tals að sam- steypan setji uppgervihnattasjónvarp í gjörvöllu Kína, en ráðamenn þar standa frammi fyrir því vali, að setja annars vegar upp ca 10 þúsund endurvarpsturna, eða hins vegar skjóta á loft 8 til 10 gervihnöttum til að sjónvarpsvæða Kina. Síðarnefndi kosturinn verður áreiðanlega valinn, þar sem mun ódýrara verður að nota Stockholm GROSS-BRUANNIEN Möikau® Glasgow Edinburgh SOWJETUNION Hamburg 1 Berhn Warschau London DTSCHLD, Frankfurt MQnchen RUMÁNIEN JUGOSLAWIEN BULGARIEN PORTUGAL (gJMadríd Byggðastefnu- og landbúnaðarhrollvekjan: Reykvíkingar, stöndum saman Sagt er að 1700, sautján hundruð, íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu í eigu bænda eða landsbyggðafólks og þessar íbúðir standi auðar mest allt árið nema þegar þeir eru að leika sér í borginni. Er líklegt að hinn almenni launamaður hér þurfi að láta af hendi fjármuni eða eitthvað af sínum lifsþægindum til aðjafna kjörin? Eru ekki lægstu laun eitthvað um 270 þús kr. á mán. og er ekki leiga á þriggja herbergja íbúð um 140 þús. kr. á mán. eða meira? Hvers vegna látið þið ekki bændur og annað landsbyggðafólk, sem býr í fríu eða næstum friu húsnæði borga einhvern hluta af þessari leigu? Eða getið þið varið það fyrir sjálfum ykkur eða, öðrum að skylda fólk hér, sem ekki getur eignast þak yfir höfuðið og býr við þessar aðstæður til að borga að miklu leyti olíu- rafmagns- og sima- gjöld fyrir stóreignamenn úti á lands- byggðinni? En alþingismenn þora ekki annað en stíga sinn æðisgengna hringdans kringum gullkálfinn eða skrímsli það, sem soðið hefir verið saman úti, á landsbyggðinni úr græðgislegum kröfum bænda og annars lands- Ég ætla að nota hér þetta síendur- tekna orð: byggðastefna, þó að mér finnist það eitthvert hvimleiðasta orð i íslensku máli eins og nú standa sakir en þar sem eitt af þessum athyglis- verðu byggðastefnumálum er efst á baugi verður vart hjá því komist að nefna það. Það mun vera, nú sem stendur, eitt mesta hagsmunamál landsbyggðar- inar, að helmingi dýrara verði fyrir Reykvíkinga að tala hér húsa á milli en fólk þar að hringja hingað. — En ég spyr: Er þetta réttlæti? Það á kannski að vera til þess að auðvelda Reykvíkingum að borga fyrir afleysingaþjónustu hjá bændum og önnur fríðindi þeim til handa. — Er byggðastefnan í því fólgin að rýra kjör fólks hér á Reykjavíkursvæðinu svo sem verða má og hvað verður langt þangað til við verðum látin borga ferðakostnað landsbyggða- fólks hingað til Reykjavíkur? — Það hljóta allir að sjá, að þessar linnu- lausu árásir frá landsbyggðinni, og alþingismönnum, hljóta að hafa mjög skaðleg áhrif á líf fólks hér. Sími munaður? Póst- og símamálastjóri lét svo ummælt, að allir stjórnmálaflokk- arnir væru sammála i þessu símamáli og vildu drífa það sem fyrst í fram- kvæmd. En hvernig væri annars að póst- og símamálastjóri ásamt öðru starfsfólki þeirrar stofnunar og hinum og öðrum forréttindahópum mættu fara að borga fyrir sinn sima eins og venjulegt fólk? Það er alveg Ijóst að með þessu fyrirkomulagi verður sími sá munaður, sem lág- tekjufólk hér í Reykjavík hefur ekki ráð á að veita sér. — Það er furðulegt, að allir stjórn- málaflokkarnir, skuli standa með landsbyggðinni í öllum hennar græðgislegu og ósvífnu kröfum, sem látlaust dynja yfir okkur hér. Það er ekkert um það, að varla er fyrr búið að bera þær fram en þær eru stað- festar sem lög frá Alþingi. Enginn flokkur þorir annað en samþykkja ósómann. Atkvæðavægið í landinu er á þá lund að það beinlínis valdar þetta fólk í hvaða ósvífni sem er. En er nú ekki mál að linni? — Vilduð þið ekki reyna að átta ykkur á því, alþingismenn, hvað er að gerast? — Við skulum taka dæmi beint úrveru- leikanum:

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.