Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. „Nauðsyn á rannsóknum neytendavarnings hefur nú veriö viðurkennd á Norðurlöndum. Rann- sóknarstofnunin Nordtest, hefur bætt við sig deild, sem heitir Nordtest Konsument (rannsóknarstofnun neytenda) og sátu íslenzkir fulltrúar fundinn,” sagði Erika Friðriksdóttir, sem var áheyrnarfulltrúi á fundinum vegna þekkingar þeirrar sem hún hefur á rannsóknum slysa hér. Hún átti einnig lengi saeti í stjórn .Neytendasamtakanna. íslenzku fulltrúarnir lögðu til að rannsakaðir verði ýmsir hlutir, sem slysarannsókn, sem gerð var 1977— 79 hafði leitt í ljós, að ollu siysum. Beðið var um rannsókn og stöðlun eftirtalinna hluta: Hverfiglugga, enda hefur orðið dauðaslys vegna þeirra, þar sem öryggisútbúnaður þeirra reyndist óvirkur. Opiö er það mikið að bam getur hæglega dottið út. öryggislæ: ingar á svahJiui'ðum, sem ættuað opnast án lykils, vegna brunahættu, en væru samt jtla oQagjU legar fyrir ung börn. Beðið var um að finna og staðla hurðapumpur, svr/ *"að hæfilegur þrýstingur væri á pumpunni, þannig að huröinn skelltist ekki með fullum þunga i lás heldur hægði á sér rétt áður en hún skellur. Sagði Eríka, að eins og er, færi að minnsta kosti eitt barn a dag á slysadeild Borgarspítal- ans, sem hefði misst nögl á fingri eöa fengið sár af þessum völdum. Auk þess var beðið um stöðlun neyðarljósa i lyftum, á sama hátt og staðlaðar eru neyðarbjöUur. „Er það von mín að Nordtest Konsument taki þessi mál upp, en það vinnur í nánu sambandi við alþjóölegar stofnanir um rannsóknir á þessum sem öðrum sviðum,” sagði Erika. Barnamjólkurduft I lúxustolll — hundamatur tollfrjáls ,,Á aðalfundi Neytendasamtakanna í apríl sl. voru lagðar fyrir nokkrar ályktanir, þar sem stjórn Neytenda- samtakanna var beðin að vera i farar- broddi um neytendavernd,” sagði Erika. K T- <'■ Barnamjólkurduft er I lúxustolli á meðan að á hunda- og kattamat er enginn tollur né vörugjald. Enginn tollur er á súkkulaði, en 24% vðrugjald. Hvers eiga bðrnin að gjalda? DB-mynd R. Th. Mikil mergð máva er hér við land og næríst hann á heldur vafasamrí fæðu eða mikið á þvi sem kemur úr ræsum. Salmónellusýkillinn m.a. getur því borizt viða með mávinum. DB-mynd Hörður. CHIU CON CARNE „Fyrst og fremst var beðið um að stjórnin færi þess á leit við viðskiptaráðherra að afnema toll og vörugjald af barnamjólkurdufti. Eins og er þá er lúxustollur- 80% á barna- mjólkurdufti auk vörugjalds. Þegar innlendum kostnaði er bætt við og leyfilegum álagningum, sem greini- lega eru hærri i krónum, þvi hærra, sem kostnaðarverðið er má reikna með að ef innflutningsverð er 100 krónur sé smásöluverð kr. 379 Annar barnamatur er mjög dýr. Til samanburðar er nauðsynlegt að hafa í huga að enginn tollur eða vöru- gjald er á katta- eða hundamat né á súkkulaði (þó er 24% vörugjald á því). Þetta kemur mjög spánskt fyrir sjónir. Það mætti álykta, sem svo að kettir, hundar og sælkerar séu teknir fram yfir börnin.” Rannsókn á hreinlæti við matvæla- iðnað, gæti matur verið eitraður? „Annað mál er rannsókn á hrein- læti við matvælaiðnað. Eins og greinilega kemur fram í öllum blöð- um eru sýklar, sem komast i mat, landlægir. Er, því mjög áríðandi að matur verði rannsakaður og niður- stöður birtar, e.t.v. án nafns fram- leiðenda og verzlana, en til viðvörunar fyrir neytendur. Slíkar rannsóknir voru gerðar af Neytendasamtökunum frá 1972—77 og var árangurinn frábær. Versta varan var þá soðin medisterpylsa, sem var í raun og veru allt að banvæn. Flestir eru nú hættir að selja ósoðna medisterpylsu. Það er hins vegar alls ekki úti- lokað, að aðrar vörur séu komnar á markaðinn, sem rannsóknar þurfi við. Von mín er sú að Neytendasam- tökin taki rannsóknir þessar upp á ný.” -EVI, Þaö er ekki úr vegi að koma með uppskrift að svo sem einum rétti sem fólki er boðiö upp á í kynningunni á 2. flokks lambakjöti um leið og ' minnt er á að taka meö sér uppskrift þegar keypt er lambakjöt. Chili con carne er frekar sjaldgæfur réttur á matborði hér. í hann fara: 3dlhví(ar baunir og valn svo að fljóli yflr þær 1—2 saxaðir laukar smjör til steikingar 750 g lambakjöt með beini (um 3 sm bitar) 11/2 matsk. tómatmauk 300 g niðursoðnir tómatar 1 hvitlauksgeiri I litlum bitum 1 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/2 tsk. rósmarin örlitið chiliduft 1 1/2 dl vatn 1 1/2 dl safi úr tómatdós (frá niður- soðnu tómötunum) nokkrar steinseljugreinar. 1. Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt. Hellið vatninu af og látið þær í pott. 2. Brúnið laukinn og látið hann út i baunapottinn. 3. Brúniö kjötið og bætiö því út í pottinn. 4. Bætiö tómatmauki, hvítlauksbitum, salti, pipar, rósmarín, chilidufti, vatni og safanum úr tómatdósinni út í. Sjóðið við vægan hita þar til kjöt og baunir Uppskrift dagsins er orðið meyrt (um 1 klst.) E.t.v. þarf að bæta vatni í pottinn. 5. Látið tómatana út í og hitið þá. 6. Stráið klipptri steinselju yfir. Beriö réttinn fram með soðnum eða hrærðum kartöflum og grænmetissalati. Gott er að hafa gróft brauð með. Kokkteilsósa Sumir borða kokkteilsó»u með öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Við mælum sérstaklega með henni í hrá- salat. 1 litið box sýröur rjómi 2 tsk. sitrónusafi 1/2 tsk. salt 1 riflnn laukur 4 matsk. tómatsósa 1 matsk. H.P. sósa 1 1/2 dl þeyttur rjómi (má sleppa) öllu blandaö saman. -EVI.( Ólæsilegir dagstimplar á dósum Mjólkursamsölunnar Jóhanna Jóhannsdóttir skrifar: Ég get ekki orða bundizt í sam- bandi við jógúrtina, sem ég borðaöi í fyrri viku. Þetta var jógúrt með kara- mellubragði og fannst mér ekkert að bragöinu. Ég borðaði hana að morgni dags og ekkert annað. Eftir klukkutíma eða svo var ég alveg að drepast í maganum þannig var ég fram yfir hádegi. Ekki tók betra við þegar ég var að tala um þetta við kunningjakonu mina. Hún sagöi mér að hún vissi um þrjá, sem hefðu keypt skemmt bláberjaskyr. Og ég var nýbúin að gefa litlu stelpunni minni bláberjaskyr. Ég hef oft ætlað mér að kaupa skyr í lausu, en það virðist vera að kaupmenn séu eitt- hvað latir að hafa það til í verzlunum hjá sér. Hvernig stendur eiginlega á því að dagstimplarnir eru svona slæmir á lokunum á allri þessari dósavöru frá Mjólkursamsölunni? Raddir neytenda Merkingar á dósalokum frá Mjólkursamsölunni eru ólæsilegar og oft er erfitt að fá skyr i lausu. Merkingin horfir til bóta, þvi að veríð er að hanna ný lok. DB-mynd Þorri. Neytendasíðan hefur haft samband við forstjóra Mjólkursamsölunnar Odd Helgason út afþessum margi- trekuðu kvörtunum og hefur hann svarað því til, að þeir séu sjálfir ákaflega óánægðir með þessi lok. Verið er að hanna ný lok og ætti þess ekki aö vera langt að bíða að þau komi á markaðinn. -EVI. Rannsóknir á neytendavarningi: Hurðapumpur í ólagi valda minnst einu slysi á dag — segir Erika Friðriksdóttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.