Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 23
Á FERÐ UM KÍNA - útvarp kl. 22,35: „Fengum einstaklega góðar viðtökur” Löng er leiðin til Kina og eflaust eru þeir fáir, sem þangað hafa lagt leið sína. Karlakór Reykjavíkur var i fyrra boðið þangað í söngferðalag og einn félaga kórsins flytur i kvöld siðari hluta erindis um ferðina þangað. Hinrik Hinriksson heitir kór- félaginn er erindið flytur og sagði hann að þeir hefðu verið 12 daga í Kína og haldið sex tónleika. „Við fengum alveg einstaklega góðar viðtökur og hinar hlýlegu og þægilegu móttökur, sem við fengum liða manni seint úr minni. Við fórum til þriggja borga, Peking, Kanton og Changsha og héldum tvo tónleika í hverri borg. Erindið er siðan lausleg ferðasaga frá degi til dags. Það var ákaflega skrítið að koma til Kína, en mjög notalegt. Við skoðuðum okkur töluvert um í Peking, komum i hina forboðnu borg við torg hins himneska friðar og skoðuðum graf- hýsi Maos. Meðan við vorum i graf- hýsinu linnti ekki straumi Kínverja þangað og sýndu þeir hinum látna formanni mikla lotningu. Annars 1 ht Oresi WaU Kinamúrinn liðast um ása og dali í Norðaustur-Kina, en hann var reistur fyrir mörg hundruð árum til varnar árásum óvinaþjóða úr norðri. fengum við ekki sérlega gott veður i Peking, það var kaldara en við höfðum búizt við og auk þess var reykmistur yfir borginni.” í fyrra erindinu fjallar Hinrik um dvölina í Peking, en í kvöld víkur sögunni til dvalarinnar í hinum borg- unum tveimur. -SA. SVONA ERUM VIÐ - sjénvarp kl. 22,00: Fjallað um fötluð böra Siðastur á dagskrá sjónvarps er Svona erum við, þáttur, sem sjónvarpið lét gera á barnaári um ýmsa hópa barna með sérþarfir. Þátturinn var áður á dagskrá 30. október í fyrra en umsjónarmaður hans er Ásta R. Jóhannesdóttir. Fjallað er um fimm fatlanir i þættinum. Fyrst er rætt við ung hjón, sem eiga tvö börn, bæði hreyfihömluð.Rætt er um úrræði og stöðu barnanna í þjóðfélaginu og sýnt brot úr lífi þessarar fjölskyldu. Þá verðu fylgzt með blindum börnum í Kjarvalshúsi. Rætt er við tvær mæður, sem eiga blind börn. Siðan er fylgzt með einhverfu barni og í því sambandi rætt við barna- geðlækni og föður barnsins. Næst er rætt við móður, sem á heyrnarlaust barn og talað er við kennara barnsins. Að síðustu er rætt við foreldra vangefins barns og fylgzt með því. Brugðið er upp myndum af aðstæðum þessara barna i dag og um leið aðstæðum fleiri barna, sem líkt erákomiðmeð. -SA. Frá upptöku þáttarins Svona erum við. Stjórnandi hans, Þrándur Thoroddsen, stendur við hlið kvikmyndatökuvélarinnar. Útvarp Þriðjudagur 10. júní 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréitir. 12.45 Vcðurfregnir. Tilkynningar. Á frkvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalögsjómanna. I4.30 Middcgissagan: „Kristur nam staðar í F.boli” eftir Carlo Levi. Jón Óskar iýkur lcstri þýðingarsinnar<25). I5.00 Tónlcikasyrpa. Léttklassisk tónlist. log leikin á ýmis hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónlcikar. 16.15 Vcðurfregnir 16.20 Stódegistónlcikar. Birna Bragadóttir. Lilja Hjaltadóttir og Lovísa Fjcldsted lcika „IVP". tónverk fyrir flautu, fiðlu og selló eftir Karó llnu Eiriksdóttur/ Strcngjakvartctt Kaup mannahafnar leikur Kvartctt eftir Þorkel Sigurbjömsson og Tvo þætti eftir Jón þórar- insson / Alfred Brendcl leikur ..Mephisto vals" nr. I eftir Fran/ Liszt / Marilyn Hornc syngur ..Sjö spænska alþýðusongva" cftir Manucl dc Falla; Martin Katz lcikur meðá pianó. 17.20 Sagan „Brauó og hunanR” cftir Ivan Southall. Ingibjorg Jónsdóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson leikari lcs (2). 17.50 Tónleikar. Tilkynníngar 18.45 Vcðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viósjá. Tilkynningar. 20.00 Frá Mozarthátióinni I Sal/burj* I janóar þ«á.: Tónlist cftir Mozart. Flytjendur Agathc Kania, Lukas Hagcn, Veronika Hagcn, Kci Itoh, Kiyomi Toyota og Mozart-hljómsveitin I Salzburg. Stjórnandi: Jeanpicrre Fabcr.. a Sinfónia í G-dúr <K3!6|. b. Planókonsert i c- mol! (K491). c. Aria úr óperunni ,.La clemenza di Tito" <K62li. d. Konsertsinfónía í Esdúr (K3641. 21.20 Á írurabýlinRsárum. Jón R Hjálmarsson fræðslustjóri talar við hjónin i Hraungcrði i Flóa. Guðmund Steíánsson og Guðrúnu Jónsdóttur. 21.45 (JtvarpssaRan: „FuRlafit” eftir Kurt Vonnegut. Hlynur Árnason þýddi AnnaGuð^ mundsdóttirles(2l. 22.15 Vcðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. 22.35 A ferð um Kina mcð Karlakór Reykja* >ikur. Hinrik Hinriksson flytur síðari hluta cr- indis sins. 23.00 Á hljóðberRÍ. Umsjónarmaður Björn Th. Bjömsson listfræðingur. Herscta og and spyrna I Danmórku 1943—45. Bent Henius setti dagskrána saman úr samtima hljóðritun- um. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 11. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Lcikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. lútdr.i Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Guðrún Guðlaugsdóttir endar lcstur sögunnar um „Tuma og trítlana ósýnilegu" eftir Hilde Heisinger. þýdda af Júniusi Kristinssyni <I6). I0.00 Fréttir. 10.10 Vcðurfregnir. 10.25 Kirkjutónlist: Frá alþjóðlegu orgelvikunni I Niírnberg I júni i fyrra. Grethc Krog leikur verk cftir Buxtchudc og Bach. og Wolfgang Stockmeier lcikur Sinfóniska fantasiu og fúgu op. 57 cftir Max Reger. lÆEll.l.l'ÞIJJII ........... ^ Þriðjudagur 10. júní 20.00 Fréttir ob vcður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi or Jenni. 20.40 Þjóóskörungar tuttugustu aldar. Winston Churchiil — scinni hluti. Churchill sigraði i heimsstyrjðldinni, en bcið svo ósigur I þing- kosningum að stríðinu loknu. Hann reri þá að þvi öllum árum að styrkja tcngsl Breta og Bandarikjamanna og varaði mjög við þcirri hættu, scm Vesturlöndum stafaði af vigbúnaði rikja handan , jármjaldsins". sem hann kallaöi svo. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 2I.I0 Sýkn cða sekur? (Kaz). Bandarískur saka málamyndaflokkur í þrettán þáttum. Aðalhlutverk Rob Leibman og PatrickO’Ncal Fyrsti þáttur Martin „Kaz" Kazinsky er ungur maður, sem iauk lagaprófi í fangelsi Þegar hann er frjáls maður. sækir hann um starf á virtri logmannastofu. Þýðandi Ellcrt Sigurbjömsson. 22.00 Svona erum við. Dagskrá, sem Sjónvarpiö lét gcra á bamaári. um ýmsa hópa bama mcð sérþarfir. Umsjón Ásta R. Jóhannesdóttir. Aður á dagskrá 30. októbcr 1979. 22.55 Dagskrárlok. Árið 1941 kom Churchill hingað til lands og var mvndin hér að ofan tekin við það tækifæri. ÞJÓÐSKÖRUNGAR 20. ALDAR —sjónvarp kl. 20,40: HEFÐBUNDIN FRÁSÖGN AF CHURCHILL „Myndin er hefðbundin frásögn af stjórnmála- og persónulifi Churchill og það er i rauninni ekkert nýtt sem kem- ur fram i henni,” sagði Gylfi Pálsson. Gylfi er þýðandi og þulur myndarinnar um Winston Churchill, en síðari hluti hennar er í sjónvarpi í kvöld. í þessum hluta er greint frá árunum eftir strið og lýkur myndinni þegar Churchill dró sig út úr stjórnmálum. Churchill barðist mjög fyrir samvinnu og sameiningu Vestur-Evrópu og er í myndinni lýst afskiptum hans af því máli. Sagan hermir að Winston Churchill hafi fyrstur manna komið fram með orðið „járntjald” en Churchill var þó óbeint sá er stuðlaði að myndun járn- tjaldsins. Á Teheran-fundinum 1944 samdi hann við Stalín um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði og sú skipan mála varð í meginatriðum ofan á að stríðinu loknu. -SA. Þessi glæsilega fjallabifreið er til sölu. FordFIOO árg. 1974, 6 cyl. Perkings disil, 4ra tonna spil, innréttaður fyrir fólksflutn- ing, einnig srefnpláss. Splittað drif. Verð tilboð. BUasakm Skerfan Símar84848 og 35035. í tilefni af norrænu menningarkynningunni „Scandinavia Today" sem haldin verður í Bandaríkjunum 1982, er íslenskum ljósmyndurum boðið að senda 24 ljós- myndir eða fleiri til utanríkisráðuneytisins, þar sem aðilar frá Walker Art Center, Minneapolis og International Center of Photography munu skoða þær. Markmið sýningarinnar er að sýna ljósmyndun sem tjáningarform varðandi menn- ingu og atvinnuhætti Norðurlandanna. Skilafrestur er til 1. júlí nk. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 6.Júni 1980.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.