Dagblaðið - 10.06.1980, Page 3

Dagblaðið - 10.06.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980. 3 Forsetakjör 1980: RIKISFJOLMIÐLARNIR HAFA BRUGÐIZT Jón Ásgeirsson, Ægissíðu 68, skrifar: Senn líður nú að forsetakjöri. Kosningabaráttan eykst og harðnar. Það er álit mitt að afar miklu varði fyrir farsæld þjóðarinnar að kjör for- seta íslands eigi sér stað að vel yfir- veguðu ráði, grundvallað á góðri þekkingu á mönnum og málefninu sjálfu. Ég tel hlutverk ríkisfjölmiðla afar mikilvægt í því sambandi og raunar skyldu þeirra aðstuðla að því að svo megi verða. En ég tel jafnframt að þeir hafi hingað til brugðizt þessari skyldu sinni með þvi að sýna forsetakjörinu allt of mikið tómlæti. Með sliku framtaksleysi er kynning á frambjóðendum látin eftir áróðri og skrumi „kosningavélanna” sem ræðst frekar af fjármagni, auglýsingatækni og ýmiss konar há- þróuðum áróðursbrellum en festufullri og yfirvegaðri umfjöllun unt hæfni einstakra frambjóðenda. Ég álit það beinlínis lýðræðislega skyldu hinna opinberu fjölmiðla landsins að láta mun meira til sín taka á þessu sviði en hingað til svo að tryggt sé að öllum frambjóðendum verði gert kleift að kynna sig og mál sín án tilstillis áróðursmeistara þegar þjóðin gerir endanlega upp hug sinn á kjördegi. Þvi skora ég hér með á ríkis- fjölmiðla að bæta strax frétta- þjónustuna um forsetafram- bjóðendur, t.d. með stuttum heimsóknum á heimili þeirra, á vinnustaðafundi eða aðra kynninga- fundi eða með „beinni línu” sem oft heyrist, af mun minna tilefni en for- setakjöri, svoeitthvað sé nefnt. Aðeins þannig munu hinir opinberu fréttamiðlar þjóna lýðræðislegri skyldu sinni, lifandi og frjóir miðla þeir upplýsingum um þá atburði er nú varða þjóðina svo miklu og svo sannarlega eru „frétt- næmir”. Menntamálaráðherra: Ekki tíma til að mæta Boðsgestur á Borginni skrifar: Þau tiðindi gerðust í síðustu viku að tvö fjölmennustu kennara- sambönd landsins, Landssamband framhaldsskólakennara og Samband grunnskólakennara sameinuðust í eitt samband, Kennarasamband íslands. Þetta eru mikil tiðindi og merk í sögu hinnar islenzku kennarastéttar. Sameiningarþing samtakanna var fjölmennasta stéttarþing kennara fram að þessu og sátu það hátt i 200 fulltrúar. Á þessum timamótum þótti hinum nýja menntamálaráðherra, lngvari Gíslasyni, samt ekki taka því að gera sér það ómak að heimsækja þingið og ávarpa það. Það held ég fyrir víst, að enginn af forverum hans hefði látið sér slikt tækifæri úr greipum ganga. Miklar hljótá annir ráðherr- ans að vera. Og ekki bætti það úr skák, þegar ráðherrann bauð kennurum til brennivínsdrykkju að Hótel Borgí vorblíðu hins siðasta þingdags. . . Þá lét hann heldur ekki sjá sig, — en fulltrúi hans lét það boð út ganga, til hins nýkjörna formanns Garðaúdarinn skemmir föt Kennarasambandsins, að ekki væri lengur í tízku að gestgjafi byði gesti sína velkomna með stuttu ávarpi og ætti þá heldur ekki við að þakkað væri fyrir hönd gesta með sama hætti. Mikill ráðuneytisins. er plebbasvipur Ingvar Glslason menntamálaráðherra, hafði hann ekki tima til að ávarpa kennarana? 4212—9100 hringdi: Nýverið voru fengnir, án minnar tilstuðlunar, menn til að úða garðinn þar sem ég bý og næstu garða. Þegar úðunarmenirnir komu var enginn heima af minni fjölskyldu, áttum við þvott úti á snúru, sóltjald í garðinum og allir gluggar voru opnir. Ekkert tóku úðunarmennirnir tillit til þessa, svo eftir úðun áttum við úðað sóltjald og þvott, auk þess sem íbúðin var full af eiturgufu. Leitaði ég nú eftir hver réttur minn væri í svona tilfelli og fór á stúfana. Ekkert þýddi að tala við borgarlækni um málið svo ég fór til lögreglustjóraembættisins. Lögreglu- stjóri gefur út úðunarleyft fyrir þá er þessa atvinnu stunda en förlist úðunarmönnunum eru engii þar til að taka við kvörtunum um úðunar- mennina. Hvert á almenningur eigin- lega að snúa sér þegar gengið er svona herfilega á rétt hans? Við hvern á að kvarta yfir þeim mönnum, er leyfi til úðunar hafa frá lög- reglustjóra? Þessi sami aðili og úðaði nú úðaði einnig í fyrra og eyðilagði þá lakk á bifreið. Þá, eins og nú brást hann hinn versti við, þegar við hann var talað, svo við stöndum alveg ráðþrota. Lengið lög unga fólksins Unglingur í Hafnarfirði skrifar: Ég er sammála „reiðum unglingi” sem skrifaði i Dagblaðið 30. maí sl. Lögum unga fólksins er ætlaður of stuttur timi í dagskránni, það er skoðun margra. Hefur það sannazt með undirskriftum og beiðnum, sem borizt hafa til þáttarins og útvarps- ráðs um að lengja þáttinn. Þetta hefur gengið svona i mörg ár, en Raddir lesenda enginn hefur tekið þetta til greina. Eru unglingar kannski ekki fólk? Kannski myndum við hlusta meir á útvarpið ef það væri meira af efni fyrir unglinga og fjallað um þeirra áhugamál. Ég og eflaust margir fleiri myndu vilja fá svar við þessari spurningu. Er ekki hægt að lengja þáttinn, þetta eina sem unglingarnir hlusta á? INSTANT p<q vinnupallar Hinlr velþekktu Instand ál-vinnupallar voru fyrst framleiddir áriö 1947 og hafa því verið notaðir yfir 30 ár meö góöum árangri. Instant ál-vinnupallar eru settlr saman úr einingum, sem vega 25 kg hver. Tvær geröir eru af hjólum er nota má eftlr undirlagi. Samskeyti eru öll kaldpressuö, er gefa þrisvar sinnum meiri styrkleika en soöin samskeyti. Engar lausar súlur, skrúfur eða rær. Grindin er opin og auöveldar þaö flutning á efni. Samsetning paö fljótleg aö tveir menn geta slegið upp 10 m turni á hálftíma. 15 cm öryggislisti um fótpall. Einstaka hluti sem slitna, má auöveldlega skipta um. Instant ál-vinnupallar eru viöurkenndir af norska, sænska og danska öryggiseftirlitinu. Okkar vinnupallar tryggja fullkomiö öryggi. SE9 SAMSKEYTI OPIN SAMSKEYTI LOKUÐ ENGAR LAUSAR STENGUR, SKRÚFUR EDA RÆR. ÞEGAR GAFLARNIR ERU KOMNIR í LÓÐ" RÉTTA STÖÐU LÆSIST HORNSTAGIÐ MEÐ FJÖÐUR. w pnLmn/on & vAL//on Ltd Ægisgötu 10. Sími 27745. Spurning dagsins Hvernig lízt þór á hækkun áfengis og tó- baks? Nina Hjaltadóllir skrifslolastnlka: Mér finnst hún i lagi, það verða allir að borga fyrir sitt. Gréla Matlhiasdóltir, vinnur i Stjörau- bíói: Hækkunin snertir mig ekki, svo mér finnst hún í lagi. Ómar Jóhannsson bilstjóri: Mér lizt illa á hana. Oddur Guðmundsson verzlunarmaður: Fólk ætti að hætta að reykja og drekka. Anna Finnsdóttir húsmóðir: Mér lizt ekkert illa á hana. Það er ekkert aó þvi að tóbak og áfengi hækki eins og annað. Gunnar Magnússon verkamaður: Mér er alveg sama, ég hvorki reyki né drekk.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.