Dagblaðið - 23.09.1980, Side 2

Dagblaðið - 23.09.1980, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. Þingmenn Alþýðubandalagsins gera engan mun á réttu og röngu: Málum hausana á þeim rauða — þá þekkjum við bá úr Pélur Óskarsson, 7106-9710, Nes- kaupstað, hringdi og vildi koma á iramfæri eftirfarandi varðandi „rollustríð” rnilli bæjaryfirvalda á Neskaupstað og bænda í Norð- fjarðarhreppi: Það vekur óneitanlega furðu mína og fleiri hvort Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Neskaupstað hafi ekki eitthvað þarfara að gera en að níðast á skepnum, sem eiga það til að slæð- ast að beitarlandi ofan við bæinn og niður í bæ, með því að taka þær og setja í svelti inn á afgirt svæði. Það líður ekki orðið það árið sem þessi valdagráðugi og ofstækisfulli maður er ekki upp á kant við ein- hvern í blöðum. Er skemmst að minnast fógetamálsins svonefnda þar sem Logi varð þó að éta allt ofan í sig að lokum. Ef hann á ekki í stríði við mig undirritaðan þá skulu það vera frændur mínir og vinir. Ég skal segja þér það, Logi Krist- jánsson, í eitt skipti fyrir öll, þú skalt *«!!«♦** Rollur virðast valda deilum á Neskaupstað. fara að athuga þinn gang. Við Norð- firðingar erum búnir að fá nóg af yfirgangi þínum og frekju. Furðu sætir hve menn eru linir við að láta i ljós skoðanir sinar varðandi þig og þínar gerðir. Þú sagðir að bændur héldu að þið hjá bænum ættuð að sjá um kindurn- ar fyrir þá. Málið var ekki svo ein- falt, því að það er girðing, sem þú minnist ekkert á i viðtölum, sem liggur frá fjöru og upp á fjallsegg, sem reist var á sildarárunum. 'l'il hvers er hún? Jú, hún er til þess að varna því að féð fari niður i bæ. Málið er að ef þú værir ekki búinn að eyða jafn miklu fé og raun ber vitni i reisur til Reykjavíkur í afmæli og fleira þá væri hægt að halda girðing- unni sómasamlega við. Þá þyrftu engin afskipti að vera af kindum. Það er eins með kindurnar og þá sem eru í framboði fyrir Alþýðu- bandalagið að þær gera engan greinarmun á réttu og röngu. Ég ætla því að gera að tillögu minni að fyrst bæjarstjórinn vildi láta mála hausana á kindunum bláa þá vil ég láta mála hausana á þingliði Alþýðubandalags- ins rauða þannig að það sæist hverjir koma í framboð aftur og aftur án til- lits til þess hvort unnin eru góð eða slæm verk. „Flokksmenn núverandi samgönguráðherra drápu niður flugið okkar Alexanders” - seg.r siggi fiug Mikið er nú talað um og sýnu meira ritað um okkar flugmál undan- farið og sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum sem ávallt ber mikið á í umræðum á íslandi. Tilraunir til flugs á íslandi og síðar flugið sjálft hefur verið alger horn- reka i samgöngumálum okkar, og er okkur til mikillar skammar. Líklega er þetta vegna þess, að flugið verður Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB alla þá, er hyggjast senda þættinum llnu, aö láta fytgja fullt nafn, heimilisfang, slmanúmer (ef um það er að rœða) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar og til mikilla þæginda fyrir DB. Lesendur cru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efni betur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lengri en 200—300 orð. Slmatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum til fíistudaga. J tæplega sett í ákveðin kjördæmi, og á þessvegna engan kjördæmakosinn fulltrúa, en sagt er að flugið þekki engin landamæri. Flugið okkar Alexanders á árunum 1930/31 var drepið af flokksmönnum samgönguráðherrans, sem nú ætlar sér að bjarga því sem bjargað verður þótt seint sé. Fyrir um 25 árum var flugvöllur þeirra Luxara bara litill sport-völlur, en þó nógu stór til þess að DC-4 flug- vélar sem Loftleiðir notuðu þá, gátu notað Findel flugvöll með því að millilenda á íslandi á leið til USA. Luxarar komu strax auga á að þennan flugvöll yrði að stækka ef þeir ætluðu sér að vera með í flug- samgöngunum. Var eftir nokkur ár byrjað á þessu verki. Ekki veit ég nákvæmlega hvað brautin í Findel er löng, en hún nægir fyrir DC-8 flug- vélar (þó ekki fullhlaðnar). Tak- markið er að lengja brautina í um 3800 metra eða nokkuð lengra en lengsta brautin i Keflavík er. Þessu verki hefur miðað nokkuð undan- farin ár, en nokkuð er þó eftir. Luxarar eru býsna slyng þjóð þótt ekki séu nema um 360 þús., manns, og þeir búa yfir miklu fjár- magni. Þeir eru nefnilega alvörufólk sem notar alvörugjaldmiðil (þeir nota belgíska franka jöfnum höndum) og hafa komið sér saman við Belga um fjármál sín að nokkru leyti. Flugvélar munu taka sig á loft á Findel flugvelli hvað sem líður remb- ingi okkar íslendinga um að vera sjálfstæðir i okkar flugi, en það getum við ekki haldið áfram að vera ef við sjálftr höldum áfram að grafa okkar eigin giöl' og eyða dýrmætum tíma og orl tt i heimatilbúið þras um starfsaldurs'ista og ýmislegt annað, í stað þess að einbeila kröftum að lausn þeirra vandamála flugsins, sem brýn nauðsyn er á að leysa. Strætisvagnar geta líka verið býsna fljótir í förum, og okkar strætisvagn líka, en hann er bráðum farinn framhjá og verður ekki hlaupinn uppi. Að lokum langar mig til að leggja eina spurningu fyrir íslenzku flug- mennina og aðra er hafa atvinnu af flugi. Haldið þið, að það biði ykkar hópur manna úti í heimi á flugvöllum ýmissa landa, þegar þið eruð búnir að koma okkar flugi fyrir kattamef, með ósanngjörnum kröfum um starfsaldurslista, kaupkröfum, verk- föllum og alls konar óbilgirni?? Ég segi nei. Áður fyrr voru flugmenn dáðir mjög og nutu fyllsta trausts almennings enda duglegir og farsælir mjög; en nú er öldin önnur. Fólkið í landinu stendur ekki lengur með flugmönnunum og fær lítt skilið að tekjuhæstu menn þjóð- félagsins séu i verkföllum og standi í kaupdeilum. Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug, 7877-8083. Vi „Hafdís hefur ekki efni á svona skrifum” Enn um 6 bama móðurina: — „ef hún er hæf móðir er Guðrún það líka” Ingibjörg Hafberg (4609—6541), Skálagerði 9, skrifar: Mér finnst Hafdís Harðardóttir, sem skrifar í DB 19. september, ekki hafa efni á því að láta svona lagað á prent, þar sem amma hennar sem býr í sama stigagangi og Guðrún Sumar- liðadóttir hefur ekki þrifið í manna minnum. Lengi var það Guðrún ein sem þreif stigaganginn en þegar enginn annar gerði það hætti hún því lika. Og að Guðrún hugsi illa um börnin sín ætti Hafdís heldur ekki að láta á prent, því þegar hún var einstæð eins barna móðir og bjó hér í húsinu, skipti hún sér sem minnst af sínu barni. Ef Hafdis er hæf móðir þá er Guðrún það lika. En Hafdís ætti að hugsa um máltækið: „sumir sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin auga”. Hafdis! Þú ættir að hugsa nokkur ár aftur í tímann. Hvernig hefðir þú verið stæð ef þú hefðir átt 6 börn og barns- faðirinn eins og hann var? Varð 999 þúsund krónum ríkari vegna mistaka gjaldkera: Ekki einu sinni þakkað fyrir — að leiðrétta mistökin Jóhanna Jónsdóttir hringdi: Ég fór í banka og tók út 100 þús- und krónur. Þegar ég seinna fór að skoða bankabókina sá ég að gjald- kerinn hafði stimplað ranglega inni- stæðuna í bókina þannig að ég var orðin 999 þúsund krónum ríkari. Þar sem ég hef engan áhuga á því að eign- ast fjármuni á vafasaman hátt fór ég aftur til gjaldkerans og skýrði hvernig komið var. Gjaldkerinn varð ákaflega vandræðalegur og roðnaði og þrútnaði. En það var ekki verið að hafa fyrir því að þakka mér fyrir. Þvi fór ég að velta því fyrir mér hvort fólk ætti nokkuð að vera að því að leiðrétta svona mistök gjaldkera. Greinin sem valdiö hefur fjaðra- fokinu. Mikiö hefur verið hringt og skrifað til blaðsins um Félagsmála- stofnun eftir að greinin birtist. Hér er eilt þessara bréfa. iinstæð 6 bama lóðir skrifar: jölskyld- lum er stí- að sundur rReynum að vinna eftir beztu trú og beztu samvizku," svarar yfirmaður fjölskyldudeildar Félagsmálastofnuní puðrún Sumarliðadóttir skrífar Eg er einstæð 6 barna móðir 02 f konur frá F£TrSask(omun‘Vc Uaðu mér að ég yrði að léta fjög, yngstu börnin í fóstur. Var mér sa Á u68 !erð' Það ekki «neð góð vrðu þau dæmd af mér fyrir fu„t 0 dlto^a^að yngsta tekið strav

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.