Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 27
27 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. Þegar fram í sækir er líklegt, að fátt verði talið merkilegra en ,,hin ómögulegu verkföll” pólskra verka- manna. Til þessa hefur verið talið óhugsandi, að verkamenn i kommún- istalöndunum fari i verkföli, en pólskir verkamenn sönnuðu það enn einu sinni, að þeir meta brauð i tóma maga sína meira en hugmyndafræði flokksins. Væntanlega eru flestir lesendur og sjónvarpsáhorfendur allvel kunnugir gangi mála í Póllandi að undanförqu, þar sem verkamenn víðs vegar um landið — einkum þó í skipasmíða- stöðvum á Eystrasaltsströndinni — skóku máttarstoðir hins sósíalíska þjóðskipulags. Þeir knúðu fram — friðsamlega og með þrautskipu- lögðum aðgerðum — verulegar til- slakanir í frelsisátt, auk kjarabóta. Verkföllunum í Póllandi er ekki lokið. Efnahagslegar afleiðingar verkfallsaðgerðanna og samning- anna, sem tókust i kjölfar þeirra, eiga enn eftir að koma i Ijós. Forystu- menn kommúnistaflokksins i landinu hafa lýst því yfir, að efnahagslífið þoli engan veginn þær launahækk- anir og aðrar kjarabætur, sem fallizt hefur verið á (og minnir það nokkuð á Sólstöðusamningana svokölluðu hérlendis fyrir fáum árum). Þá eru pólitískar afleiðingar enn óljósari. Drottnarar landsins í Kreml hafa lýst megnri óánægju sinni með verkföllin og tilslakanir pólskra stjórnvalda og Rússar hafa til þessa ekki hikað við að beita sínum eigin ráðum til að halda ástandinu í skefjum, sbr. Ung- verjaland, Tékkóslóvakíu og Afgan- istan. Enn sem komið er þykir þó hæpið að herir Varsjárbandalagsins verði sendir inn í Pólland, enda má búast við að Pólverjar grípi til vopn- aðrar andspyrnu. En það á líka eftir að koma í ljós á hvern hátt pólsk stjórnvöld standa við gerða samn- inga. í brezku fréttamyndinni Sjö dagar í Gdansk, sem sýnd verður í sjón- varpinu í kvöld kl. 22.00, lýsa sjónvarpsfréttamenn atburðum í skipasmíðastöðvum í Gdansk og ræða við verkfallsmenn. Pólsk yfir- völd meinuðu brezkum sjónvarps- mönnum að fylgjast með gangi verk- fallanna, en þeir fóru engu að síður á staðinn sem ferðamenn. Myndin er afrakstur þeirrar ferðar. - ÓV dcuiu ciui iiiiiu uagic^a uiduui i Tdisja. uitci civnci i ui |ic£ai uincinui. SIÖ DAGAR í GDANSK - sjónvarp í kvöld kl. 22,00: Hin ómögulegu verkföll — sem skóku máttarstoðir hins sósíalíska þjóðskipulags í Póllandi EKKI FÓR ÞAD í BLÝHÓLKINN - útvarp f kvöld kl. 20,40: Þávar tæknin ekki merkileg „Ekki fór það í blýhólkinn” nefnist dagskrárliður í útvarpinu í kvöld. Þar les Erlendur Davíðsson rithöfundur frásögn gamals manns sem lengi hefur búið og starfað á Akureyri. Maður þessi er Jón „goði” Kristjánsson. Goðanafnið hlaut hann vegna þess að hann rak lengi hótel Goðafoss og var nafninu ætlað að aðgreina hann frá öðrum Jónum. ,,Jón „goði” tók þátt í að byggja fyrsta mjólkursamlag landsins sem reist var á Akureyri fyrir rúmum fimmim árum. Þá var tæknin ekki maiiiii það. að það varð að fá hesta ug sleð- J„ns til að flytja stærstu stykkin frá höfninni og upp í mjólkursamlag, en það voru aðallega mjólkurgeymar og margs konar ílát. Frá þessu segir Jón i frásögn þeirri er Erlendur hefur skráð eftir honum. -GAJ. Kazinski lögfræðingur, annar frá vinstri, i hópi stéttarbræðra. SÝKK EDA SEKUR? — sjónvarp í kvöld kl. 21,15: Stundar lögf ræðina samhliða trommuleik Lögfræðingurinn Kaz, eða Kazinski eins og hann heitir víst, verður á sinum stað í dagskrá sjón- varpsins í kvöld. Kaz þessi er leikinn af Ron Liebman, þeim hinum sama og hefur farið með eitt aðalhlut- verkið i óskarsverðlaunamyndinni Norma Rae, sem sýnd hefur verið i einu af kvikmyndahúsum borg- arinnar að undanförnu. Skiptar skoðanir eru um ágæti sjónvarpsþáttanna „Sýkn eða sekur” og skal enginn dómur á þá lagður hér. Aðalpersóna þáttanna, Kaz, er lögfræðingur sem starfar hjá virtum lögfræðingi, Sam Bennett að nafni. Kaz er ekki að sama skapi virtur enda sat hann í steininum um árabil og lærði raunar sína lögfræði þar. Kaz er ekki tiltakanlega virðulegur lögfræðingur og allt fas hans bendir frekar til þess að þar fari einhver hljómsveitartöffari en lögfræðingur, enda heldur hann sig jafnan á nætur- klúbb þegar dimma tekur og sleppir þar fram af sér beizlinu með trommukjuða í höndum. Ekki hefur verið alveg fritt við að Kazinski sé upp á kvenhöndina og einkum og sér í lagi hafa augu hans beinzt að blaða- konu nokkurri. Enn sem komið er hefur honum ekki orðið verulega á- gengt með hana en ýmislegt bendir til að á þvi kunni að verða breyting. Þátturinn i kvöld nefnist i heima- högum og er hann þriggja stundar- fjórðunga langur. -GAJ. ÚR AUSTFJARDAÞOKUNNI — útvarp f kvöld kl. 22,35: „Fulltrúi þeirra sem undu glaðir við sitt” - Vilhjálmur Einarsson ræðir við Guðlaugu Sigurðardóttur fyrrum farandkennara „Guðlaug Sigurðardóttir er kannski fulltrúi þeirra, sem undu glaðir við sitt,” sagði Vilhjálmur Einarsson, skólameistari Mennta- skólans á Egilsstöðum i samtali við blaðamann Dagblaðsins. I þættinum „Ur Austfjarða- þokunni”, sem er á dagskrá út- varpsins í kvöld ræðir Vilhjálmur við Guðlaugu Sigurðardóttur fyrrum farandkennara frá Útnyrðings- stöðum á Völlum. í þessum þætti eins og hinum fyrri mun Vilhjálmur halda áfram að leita svara við byggðaröskuninni, hvers vegna fólki hefur fækkað svo mjög hlutfallslega i Austfirðingafjórðungi á þessari öld. Þar er Guðlaug fulltrúi þeirra, sem ekki yfirgáfu fjórðunginn þótt launa kjör byðust betri annars staðar. „Guðlaug segir frá reynslu sinni sem farandkennari á Fljótsdalshéraði og ýmsum breytingum, sem orðið hafa hér um slóðir á liðnum ára- tugum. Þeir eru orðnir ófáir nemendur hennar i gamla farand- skólanum, sem var hér á sveita- bæjunum; á Skriðdal, Völlum og Skógum,” sagði Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms eru a.m.k. tveir þættir eftir Úr Austfjarða- þokunni. Meiningin hefði verið að þessir þættir yrðu út sumardag- skrána. —GAJ. Vilhjatmiir £ú»n«>a, skuúmeisuri og umsjónarmaður ótvarpsþátUrlns „(Jr Austljarðaþokunni", er sennilega fremsti Iþróttamaður, sem tslcndingar hafa eignazt og si eini, sem komizt hefur i vcrðlaunapall 4 ólympiuleikum. H6r bregður Vilhjálmur á leik ásamt konu sinni fyrir Ijósmyndara DB. B0DDI-HLUTIR Eigum fyrirliggjandi bretti í eftirtaldar bifreiðar: VW1300 Mini Audi '80 Passat Rat 127-132 Datsun 120 Y Renautt4og5 Peugeot 504 Volvo '68-78 Saab96og99 Opel R. '72'7ý Lada 1200 M. Benz Simca 1100 og 1307 ogfleiri. Varahkitir - Ármúla 24 - Sími 36510.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.