Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 12
BIABIB VtgWandl: DagblsOM R». FramkvMnduljAfj: Sv.lnn R. EyJdHuon. RiUtjórl: Jónu Kristjónuon. RlUtJómvfultml: Haukur Halgnan. Fróttutjóri: Ómar Valdknaraaon. Skrif atofusljóri ritstjónw: Jóhanoss RsykdaL fþróttlr: Hslur Simonsrson. Msnning: Aflslstoinn Ingólfsson. Aflstoflorfréttostjóri: Jónas Haraldsson. Handrtt: Asgrimur Pálsson. Hflnnun: Hlmar Karisson. Biaflamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar HaMdórsson, AtU Stolnarsson, Asgair Tómasson, Bragi 8igurflsson, Dóra Stofánsdóttk, EUn Afcsrtsdóttlr, Ema V. Ingóffsdóttk, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Gairsson, Slgurflur Svarrisson. LJÓsmyndir: Bjamlaifur Bjamlaifsson, Einar óiason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Porri Sigurflsson, og Svsinn Þormóflsson Skrifstofusljóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkari: Þráinn Þorialfsson. Sökistjóri: Ingvar Svainsson. Draifing arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgrsiflsia, áskriftadafld, auglýsingar og skrifstófur Þvarhoiti 11. Aflalslmi blaflains ar 27022 (10 llnur). Sstning og umbrot: Dagblafléfl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugarfl: Hflmir hf., Siðumúla 12. Prsntun Arvakur hf., Skatfunni 10. Askriftarvarfl é ménufli kr. 5.500.- Varfl I lausasöki 300 kr. aintaklfl. Kaflaskil Við erum komin að kaflaskilum í samgöngum okkar við umheiminn. Við þurfum að fara að bera saman þær samgöngur, sem markaðurinn stendur undir, og þær, sem við teljum okkur þurfa til að halda nægu sambandi við umheiminn. Til skamms tíma höfðum við mjög góðar flugsam- göngur. Daglega var flogið héðan til New York og Luxemborgar, hartnær daglega til Kaupmannahafnar, nokkrum sinnum í viku til London og lítillega til nokk- urra annarra borga. íslandsmarkaðurinn stóð og stendur enn undir þessum góðu samgöngum við Kaupmannahöfn og London. Atlantshafsflugið stóð hins vegar undir hinum góðu samgöngum við New York og Luxem- borg. En ekki lengur. Verðstríð tveggja síðustu ára í flugi yfir Atlantshafíð þvingaði Flugleiðir til ódýrara flugs. Þær fengu sér breiðþotu og fóru að fljúga beint yfír hafið, án viðkomu á íslandi. Þetta var tilraun, sem heppnaðist ekki. Ekki er víst, að erlend flugfélög geti endalaust boðið upp á 70.000 króna flug yfír Atlantshafið. Samt er ljóst, að ekki er rúm fyrir Flugleiðir í þessu flugi, jafn- vel þótt harka verðstríðsins minnki nokkuð. Þar munu að lokum sitja eftir stór og öflug flug- félög, sem hafa hagkvæmustu vélarnar og geta dreift kostnaði sínum á margar aðrar leiðir, mun hag- kvæmari en Atlantshafsflugið, svo og ríkisrekin flug- félög stoltarþjóða. Við verðum að sætta okkur við, að Loftleiðaævin- týrinu er lokið. Það var dásamlegur kafli í samgöngum okkar við umheiminn. Hann byggðist á því, að félagið gat spriklað utan við einokunarhring, sem nú er sprunginn. Auðvitað er hart að þurfa að afskrifa í einu vetfangi þá miklu viðskiptavild, sem Loftleiðir söfnuðu, þegar þær buðu lægstu fargjöldin yfír Atlantshafið. En þessi viðskiptavild má ekki breytast í viðskiptanauð. Við getum ekki tekið upp hálfopinberan rekstur á botnlausu tapi af beinu verðstríðsflugi yfir Atlants- hafið. Við getum ekki farið að niðurgreiða flug erlendra manna milli heimsálfa. Við höfum nærtækari vanda. Samgöngur okkar sjálfra við umheiminn hafa versnað verulega. Við erum ekki lengur neinum um- talsverður áningarstaður á Atlantshafínu. Við höfum ekki lengur daglegar samgöngur við New York og Luxemborg. Minni skaði er af rýrðu sambandi við Luxemborg, að minnsta kosti meðan við höfum hartnær daglegar samgöngur við Kaupmannahöfn og nokkrar ferðir í viku til London. Við höfum alténd markað, sem stendur undir daglegu Evrópuflugi. Verra er sambandsleysið við New York, hlið Vestur- heims. íslenzki markaðurinn stendur ekki undir daglegu flugi í þá áttina. Þar verðum við að ákveða, hverju við eigum að fórna tilac* halda uppi samgöngum umfram markaðinn. Samgöngur okkar við umheiminn eru svo mikil- vægar, að við verðum að sjá um, að daglega sé ferð bæði austur og vestur um haf. Það er ekki á færi einka- aðila einna, heldur verður ríkið að koma til skjalanna á vesturleiðinni. Við núverandi aðstæður er eðlilegt, að ríkið greiði niður millilandaflug í þeim mæli, sem nemur mismun- inum milli þess flugs, sem íslandsmarkaðurinn stendur undir, og þess flugs, sem við teljum okkur þurfa á að halda. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. NÝ-NASISTAR ÍVINÁTTU- HBMSÓKN TILM0SKVU Kvikmyndin Helförin, um böðul- skap og milljónamorð nasista, hefur endurvakið margar minningar og ekki síður vakið spurningar og umræður. Það er vel því ekki dugir að þegja um það sem berjast skal gegn. Flestir bera i brjósti þá von að þvilik ófreskja og þýski nasisminn var eigi ekki eftir að rísa upp aftur, hvorki í Þýskalandi né annars staðar. Hætt er við að margir láti vonina blinda sér sýn, að þeir vilji hreinlega ekki horfast i augu við að ekkert er liklegra en að svo fari að fasismi af Hitler gerðinni leggi hramm sinn yfir þjóðir og lönd. í umræðunni um Helförina hefur aðeins lítillega verið drepið á þá stað- reynd að nasisminn er ennþá hugsjón stjórnmálaafla viða um heim. Litlir f lokkar með bakhjarl í mörgum löndum Evrópu eru starfandi hópar og flokkar nasista og ný-nasista. Lagsbræður nasista i Bandaríkjunum, t.d. Ku Klux Klan, eru sterkara afl en margur ætlar. Fasisminn í S-Ameríku á margt sam- eiginlegt með nasisntanum. Enda hafa ný-nasistar i Evrópu, t.d. í — Kjallarinn Afcert Enarsson Noregi, átt mikið samneyti við fasistaforíngja ýmissa S-Ameriku- ríkja. Að flokkar ný-nasista i Evrópu eru flestir mjög litlir segir ekki alla sög- una um styrk þeirra. Það þykir mörgum ótrúlegt að um árabil skuli hafa verið starfandi nasistaflokkur i Noregi, landi sem þýski nasisminn lék grátt í siðustu heimsstyrjöld. Það er vitað mál að að baki ný-nasistum standa sterk þjóðfélagsöfl, bæði í fjármálalífi og stjórnkerfi. Yfirvöld lögreglu og dómsvalds í Noregi og Bretlandi hafa sýnt að þau eru fremur hliðholl nýnasistum en hitt. Um slikt eru til mýmörg dæmi, sem ekki verða rakin hér. Norsk yfirvöld hafa ekki til þessa séð ástæðu til að amast við starfsemi flokks ný-nasista, svo sem útgáfu- starfsemi, enda þótt stefna hans og áróður stangist á við stjórnarskrár- bundið bann við kynþáttamisrétti í verki, ræðu ogriti. Síðastliðið sumar öðlaðist ný- nasistaflokkurínn norski nýjan bandamann. Undanfarin misseri hefur átt sér stað pólitískt uppgjör í nasistaflokknuim. Uppgjörið snýst ekki um að hverfa frá gömlum og nýjum fræðum nasista, heldur stöðuna i heimsmálum. Samkvæmt nýjum kenningum nasista eru Banda- ríkin horfln í faðm alheimskliku sionista (gyðinga) og bolsévísk- kapitaliskrar úrkynjunar. Hins vegar eru Sovétrikin nú orðin siðasta vigi hins hvíta kynstofns. Félagsleg rétt- indi og dreifing horfa á veruleikann? Svar við þessum spurningum munu íslendingar fá á næstu áratugum. Um aldamót, eða fyrr, mun verða allt annað þjóðfélag á fslandi í grundvallaratriðum, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Þessar breytingar á þjóðfélag- inu gerast ekki i hefðbundinni þróun. Orsakavaldur breytinganna kemur að utan. Hœflir yf ir Wóflir A næstu árum mun vinnuþrælkun ekki einungis ljúka í núverandi mynd, heldur mun ekki verða þörf fyrir vinnu allra í núverandi formi. Þetta gerist ekki einn daginn, held- ur í nokkurra ára þróun. Þessi þróun er nú þegar hafin. vmnunnar Hvernig skyldi þeirri þjóð vegna, sem stendur frammi fyrir grund- vallarbreytingum á lífsstíl sínum og lifsháttum? Hvernig skyldi þeirri þjóð vegna, sem býr við vinnuþrælk- un, sem hún verður að leggja niður? Hvemig skyldi þeirri þjóð vegna, sem búið hefur í gerviheimi, en verðurað ^ „Á næstu árum mun vinnuþrælkun ekki einungis ljúka í núverandi mynd, heldur mun ekki verda þörf fyrir vinnu allra í núver- andi formi. Þetta gerist ekki einn daginn, heldur I nokkurra ára þróun. Þessi þróun er þegar hafín.” V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.