Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980 7 Erlendar fréttir Mexíkó: Kardínáli í bílslysi Annar tveggja kardínála Mexikó slas- aðist illa í bílslysi í norðvestur hluta landsins í nótt. Einkaiiílstjóri Jose Salazar Lopez. sem er orðinn sjötugur að aldri, lenti í árekstri við annan bil. Slys þetta varð í Durango fylkinu i Mexíkó. írak hótar höröu ef íranir loka leiðum ___ MF — hvorugt nkið hefur enn lýst fff^%MMK formlega yfir styrjöld M M IVv VllMMm MWm en bardagar eru harðir Útvarpið i Teheran tilkynnti í morgun um nýjar loftárásir írakskra llugbota á svæði við Persaflóa. Sagt var að fjölmargar þotur írakshers hefðu ráðizt á íranska fallbyssubáta, sem hefðu svarað með loftvarnar- skothríð. Að sögn íranskra yfirvalda var ein af þotum Iraka skotin niður en ekki var gefið upp neitt nánar um mann- tjón eða missi hergagna striðsaðila. íraksstjórn hefur hótað þvi að loka siglingaleiðum þar sem olíuskip fara um Persaflóann með olíu til Vestur- landa ef ráðizt verði á oliuvinnslu- stöðvar í landi þeirra. Þotan sem sögð var hafa verið skotin niður í morgun er hin lólfta sem iranir segjast hafa skotið niður af þotum íraks siðan harðir bardagar brutust út á milli herja landanna i gær. Einnig var skýrl frá þvi i Teheran að ein þeirra eigin l'lugvéla hefði misst sprengju yfir íran rélt eftir að hún lók sig á loft frá Mehrabad her- fiugvellinum við Teheran. Dundi sprengjuhvellurinn við rétt eftir að þotan var komin á loft. Ekki var i morgun vitað um skemmdir eða manntjón vegna slysasprengingarinn- ar, að sögn íranska útvarpsins. Um- ferð mótorhjóla hefur verið bönnuð í Teheran þangað til annað hefur verið ákveðið. .limmy Carter Bandaríkjaforseli hefur leitt að því getum að styrjöldin á milli irak og írans muni leiða til þess að stjórnvöld í síðarnefnda land- inu muni ákveða að sleppa banda- rísku gislunum 52 sem enn eru í haldi í Teheran. þeir voru teknir í gíslingu þegar bandariska sendiráðið í borg- inni var tekið i nóvember síðastliðn- um. Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú mjög rætt um þann möguleika að þær láti sig slyrjöld íraks og Írans einhverju skipta en enn hafa ekki verið hafnar neinar formlegar að- gerðir eða umræður i þá átt. Ríkin tvö höfðu i morgun ekki lýsl l'ormlega yfir styrjöld sin á milli. CARTER TÓK8T ÆTLAN SÍN — mjög margir sjónvarpsáhorfendur vestra vildu fremur sirkusmynd en kappræður þeirra Reagans og Andersons Mótframbjóðendur Jimmys Carter Bandarikjaforseta halda áfram að gagnrýna hann harðlega fyrir að hafa neitað að taka þátt í fyrstu sjónvarps- kappræðu þeirra þriggja i fyrrakvöld. Kannanir á þvi hvað Bandaríkjamenn horfðu á i það skiptið benda þó til þess að Carter hafi farið með sigur úr því showinu — með fjarveru sinni. Samkvæmt könnununum valdi stór hluti sjónvarpsáhorfenda heldur að horfa á kvikmynd og sirkusmynd á eftir, en að horfa á Reagan og Ander- son ræðast við. Ein þriggja aðal sjón- varpsstöðvanna í Bandaríkjunum kaus heldur að sýna þessar tvær myndir en bjóða upp á viðræður tveggja fram- bjóðenda af þremur. MOLAR ÚR SKAKKA TURNINUM í PÍSA Áhyggjur Itala vaxa stöðugt yfir þvi að nú sé skakki turninn í Pisa að falla. Á þessari mynd sést vísindamaður rannsaka hluta úr turninum. Ástæða þess að hann var sendur upp einmitt núna var sú, að fyrir nokkrum dögum féllu nokkur smástykki úr turninum niður á jörð. — Annars skýrði DB frá þvi fyrir skömmu, aö því hefði verið spáð að Pisaturninn félli ekki fyrr en snemma á næstu öld. Italskir visindamenn vilja þó ber- sýnilega hafa allan vara á. Þó að Vestur-Þýzkaland sé þekkt fyrir breiða vegi og voldugar brýr er breiddin ekki alls staðar sú sama. Þvi tengu pessir skriðdrekahermenn að kynnast á NATO-æfingum fyrir skömmu. í smábænum Laubenzedel lcntu þeir i vandræðum með farartækið sitt vegna þess hve götur voru mjóar. Þýzkir skipuleggjendur fyrr á öldum hafa greinilega ekki reiknað með því að skriðdrekar ættu eftir að leggja leið sína um götur smábæjanna i framtiðinni. HELMINGUR OUU TILVESTUR- LANDA í HÆTTU Helmingur þeirrar oliu sem fiutt er inn til Vesturlanda fer um Homuz- sund á Persaflóa en þar virðist öryggi fiutninga nú mjög ógnað vegna bar- daga á milli herja íraks og irans. Um sundið fer olía frá nær öllum helztu olíuframleiðsluríkjum i Miðaustur- löndum. Má þar nefna Saudi Arabíu, irak, Kuwait, Sameinuðu arabisku furstadæmin, Qatar og íran. Að vísu er eitthvað um að olíuleiöslur liggi frá þessum ríkjum til Miðjarðarhafsins. Ein slík leiðsla frá Saudi Arabiu muni aðeins geta flutt brot þeirra 9,5 milljóna olíufata sem þaðan fara á degi hverjum. Hún nær að Mið- jarðarhafinu við Sídon í Suður- Líbanon. Að sögn vestrænna sérfræðinga mundu þær tvær olíuleiðslur sem liggja frá írak til Sýrlands og Tyrk- lands aðeins geta flutt um það bil 800 þúsund olíuföt á dag. Heildarútflutn- ingur íraks er hins vegar 2,8 milljónir fata. Um það bil 18 milljónir olíufata fara um Homuzsund á degi hverj- um. Japanir fá 75% allrar oliuþarfar sinnar fullnægt með skipum sem fara um sundið. Þar fer fjórðungur olíu til Vestur Evrópu og 15% þeirrar oliu sem Bandarikjamenn nota. Sérfræðingar í ríkjununr við Persa- flóa segja að þó svo að annaðhvort ríkjanna írak eða Íran hernæmi sigl- ingaleiðina um sundið og stöðvaði þannig olíufiutningana þá gæti það aldrei staðið mjög lengi. iranir hafa hótað að stöðva siglingar þar um ef Írakar ráðast á olíustöðvar þeirra. Af hvorugu hefur orðið enn. Segjast sérfræðingarnir vissir um að ef olíuflutningarnir stöðvuðust hefði það afskipti olíuríkjanna í för með sér eða jafnvel flota Bandaríkj- anna sem er mjög öflugur á þessum slóðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.