Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 3 Farkhad Mustafin heitir náunginn sem ter svona nia meo andstæðing sinn. Hann hefur tvisvar orðið heimsmeistari i Qölbragðaglimu. Meira af kaiimennskuíþróttum: Fjölbragðaglímu í sjónvarpið SKOMM FYRIR GRINDAVÍK Kennari hringdi: Enn er Grindavik komin i sviðs- ljósið. Ekki er því að neila að fréttir þaðan eru heldur mannskemmandi og vekja ósjálfrátt þá spurningu, hvort allt sé með felldu þar undir steini. Ég Ias í Dagblaðinu á föstudaginn viðtal við þann kennara sem nú er lagður i einelti þar. Þótt ekki væri nema partur af því sem hann lætur eftir sér hafa sannleikur, ofbauð mér. 1 þeim skóla sem ég starfa þekkist ekki annað en samhjálp. Komi upp vandamál eins og oft vill verða í kennslu, standa allir saman sem einn maður og vandamálin leysast því á farsælan hátt. Ég er hrædd um að kennararáð sem vitir samkennara sinn ef hann lendir í útistöðum við baldna unglinga viti ekki skyldur sína eða starfssvið. Nú vill svo til að ég þekki nokkuð til Ragnars Ágústssonar og starfa hans. Með það í huga teldi ég Grind- vikinga heppna ef þeir hefðu í hverri kennarastöðu jafn reglusaman, samvizkusaman, greindan og góðan dreng sem hann. Við Grindvíkinga vildi ég segja að skemmtilegra væri að fá fréttir þaðan af dugandi nemendum en nemendum sem hvattir eru til illra verka án þeirra eigin vitundar. Er ekki mál að linni og Grindvíkingar geri y firbót? Raddir lesenda KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Ó. T. skrifar: Ég vil lýsa ánægju minni með sýn- ingar sjónvarpsins frá hnefaleika- keppninni i Moskvu. Sjónvarpið mætti sýna meira af hnefaleikum og ^ÍÍÍr' lc<^íettb°íí st6ppS Dikcirinn /f. Sportvöruverslun Skólavörðustig 14 sfmi 24520 öðrum karlmennskuiþróttum. Einnig væri gaman að fá að sjá nokkra þætti af fjölbragðaglímu (wrestling). Það hefur alveg vantað í iþróttaþáttinn. Fjölbragðagliman er eitt vinsælasta sjónvarpsefnið vestanhafs og þegar Keflavikursjónvarpið náðist á Reykjavikursvæðinu voru margir sem horfðu i hverri viku á fjöl- bragðaglímuna. íslenzka glíman er „soddan” kettlingaíþrótt að það verður að bjóða upp á almennilegan „fæting” i sjónvarpinu. Ofsóknimar gegn Ragnarí Agústssyni kennara í Gríndavík: hjón reyndu aðgera gottúr öllu” Hvar eru vinningsnúmerin? — segir fyrrum sambýliskona Ragnars og Hrafnhildar í Kópavogi Lesandi á Höfn spyr: Mig langar aðeins að minnast á þessa smáhappdrættismiða. Maður sér mjög sjaldan birt útdregin númer. Svo endar það með því að miðunum er hent án þess að maður hafi nokkurn tima séð vinningsnúmerin. Ég á miða frá Byggingarhappdrætti Karlakórs Keflavíkur og frá Hesta- mannafélaginu Snæfellingi. í þeim átti að draga 2. júni og 6. júli. Þvi eru vinningsnúmerin ekki birt i öllum dalgblöðum? Ég fæ Dagblaðið, Morgunblaðið og Visi en aldrei héf ég séð neitt um þessi happdrætti. Guölaug Pétursdóttir i Kópavogi hríngdi: Eftir að hafa lesið um ofsóknir á hendur Ragnari Ágústssyni og fjöl- skyldu hans í Grindavík get ég ekki orða bundizt. Þau bjuggu í næsta nágrenni við okkur hér í Kópavogi fyrir nokkrum árum og krakkarnir okkar léku sér saman. Ragnar og þau hjón voru sérstök prúðmenni og reyndu að gera gott úr öliu. Það var allt gott sem við höfðum af þeim að segja. Ég vil láta þetta kom fram vegna þess að mér sýnist þau þurfa á því að halda að ftnna það að þau eiga líka vini. Hrafnhildur Konráösdóttir hár- greiöslumaður: Það er nú það. Mér virðast íslendingar alltaf vera á spani. Spurning dagsins Ómar Pétursson afgreiðslumaður: Ætli það sé ekki bara þetta eilífa stress áokkur. Guðjón Ólafsson lagermaður: Já, það erdrykkjan t.d. Svanhvít Hermannsdóltir bankastarfs- maður: Við erum ekki eins opnir og út- lendingar, viðerum dugleg. Elias Sigurðsson teiknari: Við erum miklir peningahyggjumenn, búum flott og vinnum mikið til að halda háum standard. Viðar Ottesen þjónn: Já, mætum of seint.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.