Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 8 r Tap á fluginu — Tap á fluginu — Tap á fluginu — Tap á fluginu — Tap á fluginu LAKER HEFUR NAD 22% AF LONDON-NEW YORK — IATA flugfélögin eiga ekki einu sinni fyrir vaxtagreiðslu af lánum fyrir nýjar og sparneytnari flugvélategundir við sjöundu Concordeþotunni l'rá brezkum stjórnvöldum en ráðgert var að félagið fengi hana í hendur á næsta ári. Concorde var hönnuð og smiðuð undir yfirstjórn franskra og brezkra stjórnvalda og með fjárfranr- lögum frá þeim. Verulegrar tilhneigingar gætir nú hjá flugfélögum til að draga úr ýmiss konar þjónustu um borð í flug- vélunum á meðan á flugi stendur. Einnig er reynt að fjölga sætum i vélunum með því að minnka rýmið fyrir hvern farþega. — Fólk sem vill fljúga á lágu verði en við bágar aðstæður á meðan flug- ferðin stendur gerir sér grein fyrir því að fyrir það fé sem það sparar með þvi að kaupa ódýra farmiða getur það lengt dvölina i sumarleyfinu um nokkra daga, jafnvel tvær vikur. Talsmenn IATA benda þó á að þetta gildi ekki um alla farþega. Kaupsýslumenn á ferðalagi verði ekki ánægðir með lélega þjónustu og þrengsli um borð i flugvélunum. Þeir geti hvorki lesið blaðið sitt á leiðinni né unnið aðskjölum sinum. Ekki er talið liklegt að til verðstyrjaldar komi á flugleiðum innan Vestur-Evrópu. Freddie Laker hefur þó sótt um heimildir til að fljúga þar á öllum helztu leiðum og vill að flug þar verði gefið frjálst. Verðlag á farmiðum innan Evrópu er mun hærra en í Bandaríkjunum. Er það vegna hærra olíuverðs, lélegri nýtingar flugtækja og lengri flugleiða hlutfallslega vegna ýmissa takmarkana á flugi yfir viss svæði, oft af hernaðarlegum ástæðum. Talið er að flest hinna stóru flugfélaga muni þreyja þorrann og aðlaga sig að nokkru erfiðunr rekstrarskilyrðum. Ýmsir sér- Iræðingar spá þvi að bandariskur flugrekstur verði aftur farinn að skila arði árið 1981. Unnið er að einföldun leiðakerfis hans og dregið úr ýmsum óþörfum kostnaðarþáttum. Að lokunr mun lakast að ná afturþeirri stöðu að ekki verðir lengur um að ræða beint rekstrartap. Þvi er spáð að flugfélög heimsins, það er að segja þau sem eru i IATA muni skorta fjóra milljarða dollara i lekjur i ár lil að fjárfestingar þeirra séu laldar hagkvæmar á alþjóðlegum peningamarkaði. Á þeim markaði ráðasl möguleikar þessara fluglélaga á að alla sér lánsfjármagns lil nýrra fjárfeslinga. Undirról þess verðstriðs sem ýmis flugfélög hafa gripið lil er sú að lar- þegum hefur ekki fjölgað eins nrikið og vonir stóðu til. Þess vcgna er það örþrifaráðið að lækka largjöldin og reyna þannig að ná farþegum frá öðrum félögum. — Málið er að fá sem fiesla far- þega til að setjast í sæti i flugvélum viðkomandi l'élags og þá á verði sem er viðráðanlegl lyrir almenning — er halt eftir einutn af talsmönnum lATA-samlakanna. Nelna má sem dæmi um verðslyrjöld þá sem nú geisar á milli flugfélaganna að áður fyrr hal'ði British Airways einkarétl á að fljúga á milli l.ondon og Hong Kong. Þá var verðið aðra leiðina 165 sterlings- pund. Síðan breyltu brezk flugmála- yfirvöld um stefnu og veittu tveint öðrum fluglelögum heimild til að fljúga áætlunarflug á milli London og Hong Kong. Voru það Cathay Pacific og British Caledonia. Ódýr- asta fargjaldið sem nú er boðið á þessari leiðer komið niður i 99 pund.' Flugfélag Freddie l.aker sem var i forustu þegar lækkunarskriðan hófst (að ógleymdutn Loftleiðum) hefur nú einnig hafi keppni um farþegana á núlli þessara Iveggja stórborga. ..Flugstrætisvagnar” Freddie l.akers hóftt þátttöku í flug- styrjöldinni árið 1977 á leiðinni á milli I.ondon og New York. Nú nntnu 22% allra þeirra sem þar tim lljúga lara með Laker. Brilish Air- ways hel'tir 33% farþegafjöldans. Laker býður farmiðann aðra leiðina milli London og New York á 77 pund. Nýlega ákváðu lor- ráðamenn British Airways að bjóða verðið enn niður og lægstu fargjöld þeirra á þessari leið eru nú 76 pund. Fastlega er búizt við þvi að Laker svari fyrir sig með enn einni iækkuninni. Flestir llugfélagamenn kalla flug- leiðina yfir Norður-Atlantshafið „kirkjugarðinn”, sagði talsmaður IATA. — Þar eru allir að rýja sig inn að skyrtunni. — Enginn vill þó fyrr en i síðustu lög hætta flugi á þessari leið af ótla við að skaða orðstír félags síns. Eflitið erá farmiðaverðá leiðum þvert yfir Bandarikin er það sama uppi á teningnum. Nú er ódýrara að fljúga á milli »New York og Los Angeles i Kaliforniu en á milli New York og Denver. Síðarnefnda flug- leiðin er þó til muna styttri. Ástæðan er sú að sjö flugfélög berjast á fyrr- nefndu leiðinni og fjölgun sæta hefur verið meiri en fjölgun farþega. Vegna þessara bágu frant- tiðarhorfa hafa flugfélögin auðvitað gripið til ýmiss konar varnaraðgerða til að bjarga eigin skinni. Sum liafa gripið til náinnar samvinnu við önnur félög, eins og Pan Am og National Airlines i Bandarikjunum. Continental flugfélagið og Western Airlines munu einnig hugleiða svipað samstarf. Braniff seldi nýlega fimmtán af Boeing 727 þotum sínum til Anrerican Airlines og hefur boðið fimmtán i viðbót til sölu. Pan Am hefur selt höfuðstöðvar sínar i New York og seldi einnig flugafgreiðslu þá á Kennedyflugvelli sem félaginu á- skotnaðist vegna samslarfsins við National Airlines. Fækkun starfsmanna og lækkut\ eftirlaunaaldurs eru tiðar aðgerðir flugfélaga bæði i Bandarikjunum og Evrópu. British Airways ætlar að selja bæði fasteignir og flugvélar. Auk þess er ákveðið að draga mjög úr ýmsum óarðbærum eða litt arðbærum rekstrarliðum. Áætlunarflugi með Concorde- þotum á leiðinni Singapore-London verður hætt en það var rekið í samvinnu við Singapore flugfélagið. Sagt er að flugfélagið muni ekki taka Óll helztu lluglélög heims eiga i Ijárhagskröggum um þessar mundir. Baráttan unt larþegana er hörð, oliuverð er á uppleið og brýnt er að endurnýja flugflolann. British Air- ways, það flugfélag heims sem hefur umsvifameslan flugrekstur á alþjóða- vetlvangi, hefur tapað jafnvirði luitugu inilljarða islenz.kra króna það setn af er þessu ári. Á sama tima i Ivrra var hagnaðurinn liins vegar fimmtíu núlljarðar. Talið er að bandarísk llugfélög inuni tapa sem ncniur 250 milljörðum dollara samtals á þessu ári. Er þá ált við heildartap allra nugfélaganna veslra. Sum þeirra eru stærri en Brilish Airways þegar lalinn er llug- rekstur þeirra bæði innan og ulan Bandarikjanna. 250 milljarðar dollara eru jalnvirði um það bil 125 þúsund milljarða islenzkra króna. lit' l'rá er lalið DF.ITA llugfélagið þá segja sérlræðingar að erfilt sé að finna fluglélag sem ekki verði með neikvæðan rekslur i ár. Samkvæml heinúldum frá IATA, alþjóðasamtökum llugfélaga, er lalið að árið 1980 verði versla rckslrarár í sögu samtakanna. Félög utan IATA eru einnig illa á vegi stödd. Munu mörg l’lugfélög sem siunda leigullug eiga erfitt uppdrátt- ar um þessar mundir. Samkvæml heimildum IATA, sem hcfur aðalskrilstofur i Genl', er laliðaðað mcðaltali verði lekjurekki nema 1,2% umfram bein rekstrar- gjöld hjá fiugl'élögum innan IATA. Þessi 1,2% afgangur er ekki einu sinni nægilegur til að greiða venjubtii dnar vaxtagreiðslur af l'járfeslingum i nýjum flugvéla- verðuni. Vegna þessa er sú hælta yi'irvol'andi að l'lugfélögin geti ekki I iarlesl í nýjum og hagkvæmum fltig- vclategundum sem eyða minna clds- nevli en liinar eldri. Kntil Hammarskjöld fnr.»eti IATA sagði aðaukning llugumfeiðar mundi aðeins vcrða 4,5% á þes'-" á'i en það er helnúngi núnna en venð liel'ur undanfarin ár.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.