Dagblaðið - 23.09.1980, Side 9

Dagblaðið - 23.09.1980, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 9 • -:v. .<■ Ný kvikmynd XANADU FYRIR ALLA í FJÖLSKYLDUNNI Hún lítur út fyrir að vera i ástar- sorg. Hún hefur safnað spiki, er hætt að setja á sig andlitsfarða og virðist hræðilega einmana. Þetta hræðilega andlit á Karólína prinsessa af Mónakó, sem hefur verið ein síðan slitnaði upp úr hjónabandi hennar og glaumgosans Philippe Junot. Þessi 23 ára gullfallega stúlka lokar sig nú inni frá öllum gleðskap, en myndin var tekin kvöld ei* í Paris, án þess að hún vissi af. \ Mæðgumar Agnetha og Linda syngja inn a jólaplötu Agnetha Fáltskog, önnur söng- kvennanna tveggja í ABBA, hyggst nú gera plötu með gömlum jólalög- um. Ekki ætlar hún ein að sjá um sönginn á plötunni þeirri, heldur fær hún til liðs við sig sjö ára gamla dóttur sína Lindu. Þó að Linda sé ekki orðin eldri er jólaplatan tilvonandi ekki fyrsta reynsla hennar i stúdíósöng. Hún var nefnilega með í barnakórnum, sem söng undir í ABBA-laginu I Have A Dream á plötunni Voulez Vous. Einnig ferðaðist hún með foreldrum sínum og söng þegar ABBA fór síðast í heimsferðalag. Agnetha Fáltskog ræddi fyrir- ætlanir sínar um jólaplötuna á dög- unum. Þar sagði hún meðal annars að sig hefði lengi langað til að syngja með börnum á plötu, „ogsvo fékkég hugmyndina að því að gera eitthvað með Lindu”, sagði hún. Lögin á plötu þeirra mæðgnanna Agnetha Fáltskog: — Mig hefur lengi langað til að syngja inn á hljómplötu með bömum. verða gömul sænsk jólalög og önnur sem segja má að séu orðin alþjóðleg. Búast má við því að heyra einhvern ABBA-hljóm í þeim, því að Agnetha ætlar sjálf að stjórna gerð hennar með hljómupptökumanni ABBA, Michael Tretow. Upptökurnar hefjast í nóvember og ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti platan að vera tilbúin nokkru fyrir jól, Agnetha segir að Linda dóttir sín hlakki mikið til að byrja á þessu verki. Og það valdi henni engum taugaóstyrk að eiga að fara að syngja inn á hljómplötu. ,,Linda er vön því að hafa tónlist stöðugt fyrir eyrunum,” segir Agnetha. ,,Upp ásíðkastið hefur hún meira að segja setzt öðru hvoru við píanóið heima og spilað dálítið sjálf.” Þess má geta að lokum að LP plata með ABBA-kvartettinum sjálfum er væntanleg fyrir næstu jól. Benny Anderson og Björn Ulvaeus eru þessa dagana að leggja siðustu hönd á upptöku hennar. Draumafyrirtæki Hollywoodborgar er um þessar mundir kvikmyndin Xanadu. Myndin er ekki enn tilbúin til sýningar en framleiðendur spá henni jafnmiklum vinsældum og Grease. Nú þegar hefur verið gefin út hijómplata með lögum úr myndinni og hefur hún náð töluverðum vinsældum, bæði hér á landi og annars staðar. Myndin er ætluð fyrir alla fjölskylduna og til að brúa kynslóðabilið eru leikarar á ólíkum aldri. Má nefna t.d. aðalleik- myndinni, en það eru Michael Beck endur myndarinnar sem sjást hér á Gene Kelly og Olivia Newton-John. Hver er þessi sorg- mædda stúlka? Dustin Hoffman: ÆTLAR AÐ SKIUA ahríf frá Kramer gegn Kramer; ■ ■ segia sumir Dustin Hoffman, sem fékk óskars- verðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Kramer gegn Kramer, er nú að skilja við eiginkonu sína, dansarann önnu Byrne. Sagt er að það séu áhrif frá kvikmyndinni þar sem hann lék fráskildan eiginmann. í þetta sinn ætlar Dustin þó ekki að vera kvenmannslaus því þegar skilnaðurinn er genginn í garð hyggst hann kvænast hinni ungu Lísu Gott- segen. Já, þeir deyja ekki ráðalausir í Hollywood. Dustin Hoffman ásamt eiginkonu sinni Önnu Byrne. Kynlíf er bann- orö á strætís■ vögnumíKaup- mannahöfn Hið ritskoðaða lesið þið aðeins í Extrablaðinu, stóð einn daginn á strælisvögn- unum í Kaupmannahöfn. Stjórn strætisvagnanna setti sig upp á móti þvt að orðið kynlif kæmi fyrir í auglýsingunni. Hið ritskoðaða lesið þið aðeins i Extrablaðinu. Yfirmönnum Extrabladet þótti þröngsýni stjórnar strætisvagna- félagsins fullmikil. — Einn stjórnar- mannanna var reyndar gamall iþróttamaður og þar nteð var hann löglega afsakaður. — Hvers vegna er orðið kynlif bannorð? spurði blaðið. Löngu er farið að nota það í kennslu- bókum og ekki er vitað tii þess að neinn hafi beðið tjón á sálu sinni. Hefðu einhver gróf orð verið i aug- (ýsingunni, hefði málið kannski Itorft öðruvisi við. Blaðið klykkti út með því að hvetja stjórn strætisvagnanna til að „holde sig til busdriften og blande sig uden om könsdriften”. Extrabladet, stærsta dagblaðið i Danmörku, lenti á dögunum i dálitlu rifrildi við strætisvagnafélagið i Kaupmannahöfn. Á dönskum al- menningsvögnum eru auglýsingar likt og i Reykjavík, en það má ekki aug- lýsa Itvað sem er á þessum vögnum. Allt sem kynlíf blandast inn i er til dæmis bannað. „Kynlíf er ekki aðeins aftur á bak og áfram”, hafði Extrabladet dag einn eftir sautján ára gamalli stúlku. Þessa setningu töldu yfirmenn blaðs- ins uppsláttinn þann daginn og hugð- ust auglýsa hann á strætó. En það var ekki við komandi. Þessi setning fór yfir velsæmismörkin. Það fór þvi svo að auglýsing dagsins hljóðaði svo:

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.