Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 4 „Hvað er að gerast í skólamálum Grunn- skóla Bolungarvíkur?" spyrja 27 foreldrar nemenda við Grunnskóla Bolungar- víkur <. Óánægðir foreldrar á Bolungarvík skrifuðu DB bréf, sem barst blaðinu sl. föstudag og greint var frá í frétt á laugardag. í bréfinu kemur fram gagnrýni á stjörn Grunnskólans á Bolungarvík og greint er frá deilum skólanefndar og skólastjóra. Bréfið er undirritað af 27 foreldrum og ler það hér á < ftir í heild. Annars staðar á siðunni eru viðtöl við skólasljóra og varaformann skólanefndar og greint frá samþykkt kennarafundar í gær. „Hvað hefur verið að gerast í skólamálum i grunnskóla Bolungar- vikur? Hér er stór hópur óánægðra foreldra, sem hefur þungar áhyggjur af þvi áslandi sem hefur verið að skapast undanfarin ár i grunnskólan- um. Það hafa verið hér kennarar sem bæði nemendur og foreldrar þeirra hafaátt góðsamskipti við. Þykjumst við Itafa talsvert fyrir okkur í því að þeir hafi haft áhuga að starla hér á- l'ram. En þvi miður hafa þeir horfið á braut hver á fætur öðrum alltol fljótt. Hér er greinilega eitthvað að. Hafa yfirvöld skólamála nokkuð gert i að rannsaka ástandið? Ekki vitunt við til þess en teljum að taka þurfi þessi mál til alvarlegrar meðferðar því hér ríkir mikil óánægja. Er ekki skólanum akkur í að hafa góða kennara? Það er okkur foreldrum barna á grunnskólastigi. Það sýna undirskriftalistar o. fl. Við óskum eindregið eftir þvi að nú þegar verði athugað hvers vegna svo margir góðir kennarar hafa horfið frá skólanum á síðustu árum og að uppræta verði þau öfl sem valda því. Einnig að skapaður verði vinnufriður þeim er vilja og hafa unnið þessum skóla vel. Nú siðast hefur það gerzt hér að skólanefnd mælti einhuga með einum kennara, sem starfað hefur hér und- anfarin ár, en skólastjóri er á móti honum og hefur óskað eftir að skóla- nefnd ráöi ekki þennan kennara. Vonum við að sjónarmið skólastjóra verði ekki látin ráða. Það er tími til kominn. Í fyrra var skólanefnd mótfallinn Gagnrýni foreldranna á Bolungar- vík beindist aðallega gegn skólastjóra grunnskólans. Er Dagblaðið hafði samband við Gunnar Ragnarsson, skólastjóra Grunnskólans á Bolung- ráðningu eins kennara hér, samt var har.n ráðinn. Er ekki tekið mark á skólanefnd?’ arvik, sagði hann: ,,Eg tel að hér sé á ferð dæmigerð rógs- og lygaskrif. Ég tel það fyrir neðan virðingu mína að ræða þennan óþverra við blaðið.” -JH. Gunnar Ragnarsson skólastjóri Grunnskóians Bolungarvík: r ,DÆMIGERÐ ROGS- 0G LYGASKRIP Kennarar í Bolungarvík: Starfs- fólk og nemendur fái starfs- frið Kennarafundur var haldinn í gær með kennurum Círunnskóla Bolung- arvíkur. Tilefni kennarafundarins var l'rétt sent birtist í Dgblaðinu sl. laugardag, þar sem greint var frá brcl'i 27 foreldra á Bolungarvik sent sent vat nlnðinu. í bréfinu kom fram gagnrýni á skólasljóra skólans og greint frá deilum skólastjóra grunn- skólans. Kennararnir gerðu eftirfarandi samþykkt: „Kennarar við Grunnskóla Bolungarvikur lýsa undriin sinni á skrifum Dagblaðsins um málefni skólans og óska eindregið el'tir að fjölmiðlar gefi starfsfólki og nemendum vinnufrið”. Undir þetla skrifa kennararnir Helga Svana Ólafsdóttir, Halldóra Krisljánsdóttir, Hörður Sigurjóns- son, Sleingerður Jóhannsdóltir, Sig- riður Ása Einarsdóttir, Elísabct Ciuðinundsdóllir, Þuriður Péturs- dóttir, Anna Skan-héðinsdóttir, Gunnar Björnsson ih Veumíla M. Björnsson. Tveir kennarar skrifuðu ekki undir þessa samþykkt, Kristján Clunnarsson, sem ekki kvaðst skril'a undir neitt og Gísli Hjartarson. Um Cíísla snerust deilur skólastjóra og skólanefndar í haust sent greint var frá í Dagblaðinu. Gisli óskaði eftir sérbókun þar sem segir: „Vegna greinar, sem birtist i DB 20. september unt skólamál í Bolungar- vik, vil ég lýsa því yfir að ég undir- ritaður átti engan þátt í að semja eða senda bréf það sem um er fjallað i greininni. Óska ég eftir að þessi yfir- lýsing verði birt i blaðinu”. Undir þetta skrifar Gísli Hjartarson. -.111. Krístín Magnúsdóttir varaformaður skólanefndar: „Vissulega höfum við fengið að heyra um óánægju foreldra með stjórn skólans,” sagði Kristin Magnúsdóttjr varaformaður skóla- nefndar Grunnskólans á Bolungarvík í gær er DB bar undir hana innihald bréfs þess er 27 foreldrar á Bolungar- vík skrifuðu blaðinu. „Við höfum hins vegar ekki rétt til þess að skipta okkur af innri málum skólans. Hon- um stjórnar skólastjóri. Skólastjóri hefur verið gagnrýndur fyrir að vilja ekki ráða kennara sem skólanefnd mælti einhuga með og hefur fengið góð meðmæli foreldra og nemenda. Þetta mál hefur verið mikið rætt hér á Bolungarvík. Okkur i skólanefndinni fannst ekki á- stæða til þess að standa með skóla- stjóra í þessu máli. Hins vegar vil ég ekki kalla þetta deilu milli skólastjóra og skólanefndar. Skólanefnd hefur hins vegar ekki fengið hliðsætt bréf frá foreldrunum og borizt hefur til Dagblaðsins,” sagði Kristín. -JH. Séð yfir Bolungarvikurkaupstað. DB-mynd Sig. Þorri. „VISSULEGA HÖFUM V® FENGIÐ AÐ HEYRA UM ÓÁNÆGJU FORELDRA” Uppgrip í síldarsöltun á Eskifirði — Þangað bánist um 1100 tunnur af reknetasíld af Héraðsflóa Mikil sildarsöltun var á Eskifirði í gær og var saltað á ölium síldar- plönunum þrentur í fyrsla sinn á þessu hausti. Söltunarstöðin Sæberg er búin að salta í 800 tunnur i haust og saltaði i 70 i gær úr Frey frá Hornafirði. Freyr kom með 100 tunnur á laugardaginn til söltunar. Söltunarstöðin Auðbjörg er búin að salta i 1000 tunnur. Reiknaö var þar með að salta i 600 tunnur i gær. Söitunarstöðin Friðþjófur hóf söltun í gær á þessu hausti og var þar búizt viðaðsaltaðyrði í400tunnur. Öll síldin sem veiddist fékkst í reknet á Norðfjarðarflóa. Norðfirðingar gátu ekki tekið við henni vegna anna við aðra fiskverkun og kom hún þvi öll til Eskifjarðar. Sildarsöltun er óvenju snemma á ferð á Eskifirði. i fyrra var byrjað að salta hér 8. október, en nú var byrjað að salta I. september. Segja gárungarnir hér að það hafi verið stjórnkænska Hjörleifs iðnaðar- ráðherra að beina sildinni á Norð- fjarðarflóann, þó svo illa hafi til tekist að Norðfirðingar hafi ekki veriö tilbúnir til síldarmóttöku. Regína, Kskifirði/A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.