Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. Indland: Heimilaö aö fangelsa í ár án dómsúrskuröar — ákvörðun Indiru Gandhi jafnað við herlög hennar árin 1975 til 1977 Stjórnarandsta'ðingar á Indlandi, Janata bandalagið, eru ákaflega óánægðir með lögin um að halda megi mönnum 1 fangelsi i allt að ár áður en þeir eru dregnir fyrir dóm. Ungliðahreyfing Janata fór i mótmælagöngu og notaði tækifærið i leiðinni til að mótmæla of miklum undirlægjuhætti Indiru við Sovétmenn. Kröfðust þeir þess að KGB hyrfi þegar á brott af Indlandi. Leiðtogar stjómarandstöðunnar á Indlandi sögðust í morgun mundu berjast harðlega gegn hinum nýju lögum þar i landi um heimild til handtöku fólks og að halda þvi i varðhaldi i eitt ár án dóms. Það var rikisstjórn Indiru Gandhi forsætis- ráðherra sem beitti sér fyrir þessari lagasetningu. Sanjiva Reddy gaf lögin út i gærkvöldi. Þar er stjórn- völdum i Nýju-Delhi og hinum tuttugu og tveim rikjum Indlands heimilað að láta handtaka fólk og setja i gæzluvarðhald í allt að eitt ár án þess að dómstólar fjalli neitt um mál hinna handteknu. Málsvarar stjórnarandstöðunnar likja hinum nýju lögum við neyðar- ástandslögin sem Indira Gandhi rikti eftir á árunum 1975 og 1977. Þá voru þúsundir pólitískra andstæðinga hennar handteknir. Subramaniam Swamy, leiðtogi Janata bandalagsins, sem bar sigur- orð af flokki Indiru Gandhi árið 1977 og var við völd á Indlandi þar til við kosningasigur Indiru í fyrra sagði að flokkurinn mundi nú beita sér fyrir allsherjarherferð gegn lögunum um allt Indland. Þegar lögin um handtökuheimild- irnar voru birt var sú skýring gefin að þau væru nauðsynleg vegna þess hve deilur væru miklar i mörgum hér- uðum, og andstæðar fylkingar Ind- verja ættu í miklum innbyrðis ófriði. Æsingaflokkar reru siðan undir og hvettu til óeirða. Sagði að hin nýju lög gæfu stjórn- völdum tækifæri til að berjast með árangri gegn alls konar hópum sem væru andstæðir hagsmunum þjóðar- heildarinnar og stundum settu landið í hinn mesta háska. Samkvæmt fregnum frá Indlandi upp á síðkastið hafa hundruð manna látizt af völdum óeirða víðs vegar um landið. Síðustu fregnir um slikt eru frá Nagalandríki en þar létust fjórir þegar fylgismenn hreyfingar sem krefst sjálfstæðis réðust að öryggis- sveitum stjórnvalda. Tveir flugumferðarstjórar reknir: Rugluðu stjómtækin áður en sovézk fíug- vél lenti á Kennedy FA PLO-SAMTÖK AÐ SITJA FUND ALÞJÓÐABANKANS? Fulltrúar Saudi Arabiu og Líbýu eru sagðir standa fremstir i flokki þeirra sem reyna að vinna gegn til- raunum Bandaríkjastjórnar til að koma í veg fyrir að fulltrúar PLO samtaka Palestínuaraba fái að sitja ársfund Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins i Washington. Munu fulltrúar þessara tveggja rikja hafa gert sér vonir unr að flókn- ar reglur um þá sem mæta eiga á fundina mundu gera þeim kleift að tryggja fulltrúum PLO samtakanna setu. Átti það þá að heita að þar væru fulltrúar fjáröflunardeildar PLO. Fundur Alþjóðabankans og gjaldeyrissjóðsins verður i Washing- ton í næstu viku. Helztu andstæðingar þess að full- trúar PLO fái að sitja fundinn eru Bandaríkin og nokkrir bandamenn þeirra meðal iðnrikja heimsins. Stuðningsmenn PLO eru arabaríkin og auk þess þau þróunarriki sem eru i nánum tengslum við þau. Þrátt fyrir að engin opinber úrslit hafi birzt er talið að andstæðingar PI.O muni vinna meirihluta fulltrúa á sitt band. ítalía: FJÁRMAGNA ÖR- EIGABYLTINGUNA MED BARNARÁNUM — krefjast þriggja milljarða fyrir þrjú vestur-þýzk böm Meðlimir róttæks ítalsks stjórnmála- hóps hafa farið fram á fimm milljarða lira (rúmlega þrjá milljarða islenzkra króna) i lausnargjald fyrir þrjú vestur- þýzk börn, sem þeir segjast hafa rænt á ítaliu fyrir tveimur mánuðum. ítalska fréttastofan Ansa skýrði frá þessu í gærkvöld og jafnframt því að faðir tveggja barnanna hefði afhent þrjú bréf, þar sem mannræningjarnir krefj- ast lausnargjaldsins. Þá vantar pening- ana til að fjármagna uppreisn öreig- anna á eynni Sardiniu. Ræningjarnir hóta að ræna flmm vestur-þýzkum börnum til viðbótar í Toskana á ítaliu verði ekki gengið að kröfum þeirra. Einnig krefjast þeir upphæðar sem nemur um sextíu milljónum króna fyrir hvern þann Sardiniubúa, sem situr i fangelsi í Toskana. Faðir barnanna tveggja, sem er þekktur þýzkur sjónvarpsmaður, Dieter Kronzucker að nafni, hefur dvalið á ítaliu síðustu tvo mánuði í von um að börnum hans og ungum frænda þeirra verði sleppt. Ræningjarnir hafa seni honum sönnunargagn um það að frændinn sé enn á lífi. Fréttastofan neitaði að skýra frá því hvert það sönn- unargagn væri. I lugstjórnaryflrvöld í Bandarikjun- uni hala mælt með þvi að einum flug- umferðarstjóra verði sagt upp störfum og öðrum vísað frá vinnu um stundar- sakir. Fr sök mannanna talin vera sú að lial'a ruglað búnað flugstjórnartækja réll áður en sovézk flugvél lenli á Kenn- edyflugvelli i janúar siðaslliðnum. Yfirvöld segja alburðinn liafa orðið liinn 18. janúar síðastliðinn. Þá höfðu samlök bandariskra flugumferðar- sijóra lý/l andstöðu sinni við konui sovézku flugvélarinnar lil Bandaríkj- anna vegna innrásar sovézka hersins inn í Al'ganislan. Ákvörðun •flugsljórnaryfirvalda um að reka annan flugumferðarstjórann og visa hinum úr starfi um hríð mega þeir áfrýja innan tuttugu daga. Rannsóknir sýndu að flugumferðar- stjórarnir skekktu flugsljórnartæki á Kennedyflugvelli rétt áður en sovézk þota lenti þar. Um borð í henni voru ýntsir sovézkir sendimenn með Anatole Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Washington, í fararbroddi. Vegna skekkjunnar í lækjunum flaug sovézka þotan síðustu 75 mil- urnar að flugvellinum í fluglínu annarr- ar flugvélar. Svo vel vildi til að engin vél var þar i loftinu á þeim tíma. Við rannsókn FBI og flugstjórnar- yflrvalda kom fljótlega í Ijós að hræri hafði verið í tækjunum. í janúar siðastliðnum voru verulegar aðgerðir af hálfu starfsfólks á Kenn- edyflugvelli við New York i móimæla- skyni við innrás Sovétmanna í Afgan- istan. Urðu tafir á flugi sovézkra flug- véla þangað. Hinn 4. febrúar síðasllið- inn hælti sovézka flugfélagið Aerofloi flugi til New York um hríð vegna mik- illa lafa sem stöfuðu af aðgerðum siarfsntanna á Kennedyflugvelli. Ennþá er morðingja Anastasios Somoza, fyrrum forseta i Nicaragua, leitað ákaft i Paraguay. Sem kunnugt er af fréttum var honum kálað i siöustu viku. Að verki voru menn sem virtust vita nákvæmlega hvað þeir voru að gera þvi aö ráðizt var á bil hershöfðingjans viða að. Eftir að hafa myrt Somoza, Iffvörð hans og bilstjóra og leggja auk þess Benz bifreið hans i rúst,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.