Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. Gunnlaugur Bjarnason, sigurvegarinn í keppninni, ekur hér í rólegheitum upp hraunbarðið 1 lok fyrstu torfærunnar. Gunnlaugur sýndi nokkra yfirhuröi i keppninni þrátt fyrir að hann væri með minnstu vélina i bil sinum. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Torfærukeppni Stakks: Annar sigur Gunnlaugs í sumar Einn merkasti akstursíþrótta- viðburður landsins er án efa torfæru- keppni björgunarsveitarinnar Stakks í Grindavik. Jafnan kemur mikill fjöldi manns til að fyigjast með tor- færuakstrinum og þrátt fyrir skúra- veður og hvassviðri komu um 3000 manns til að fylgjast með keppninni síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni voru keppendur nokkru færri en verið hefur undan- farin ár eða einungis fimm. Þeir voru Guðmundur Gunnarsson, sem kominn var alla leið frá Akureyri til að keppa á Willysnum sinum. Guðmundur var með 340 cid. Chryslervél í jeppanum en það mun vera vélin sem var í kvartmílukókos- bollunni hans Ólafs Vilhjálmssonar sumarið '79. Ingvar Halldórsson keppti einnig á Willys og var hann með 350 cid. C'hevroletvél í bíl sinum. Oddur Garðarsson keppti á Willys, einnig með 350 cid. Chevroletvél. Olafur Eyjólfsson keppti á Scout og var hann eini keppandinn sem ekki ók Willysjeppa. Vélin I Scoutinum var af Chryslergerð, 318 cid. Fimmti keppandinn var svo Gunnlaugur Bjarna>on en Gunnlaugur var með 283 cid. Chevroletvél í sinum bíl. Að þessu sinni voru sjö þrautir lagðar fyrir keppendurna og voru brekka og komust allir keppendurnir, nema Ingvar, upp hana. Fimmta þrautin var mjög bröti brekka, um 50 metra löng. Var það í þessari brekku sem keppendurnir fengu eina tækifærið til að þenja vélar bílanna almennilega. Fjórir þeirra komust alla leið upp, þeir Gunnlaugur, Ólafur, Oddur og Guðmundur. Eftir fimmtu þrautina var gert hlé og vom stig keppendanna reiknuð út. Þá kom i ljós að Gunnlaugur var stigahæstur með 750 stig, annar var Ciuðmundur með 710 stig en Guðmundur hafði keyrl niður stiku í lok annarrar þrautarinnar og var þvi með færri stig en Guðmundur Gunnarsson hllfir Chryslervélinni hvergi þegar hann botnar jeppatrogið upp úr drullugryfjunni I örvæntingar- fullri tilraun til að ná betri tima en Gunnlaugur og komast þannig fram fyrir hann. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. þær greinilega valdar með það fyrir augum að útilokað yrði að nokkurt óhapp yrði í keppninni. Yfírleitt var hraðinn mjög lítill í keppninni og varð hún því ekki eins spennandi og svo oft áður. Fyrsta þrautin i keppninni var stutt brekka og var hraunbarð efst i henni. Þrir keppendanna, þeir Gunnlaugur, Ólafur og Guðmundur, komust upp barðið og lulluðu þeir það í hægaganginum en hinir tveir komust ekki upp barðið. Önnur þrautin var brekka sem var um 50 metra löng. Upp hana komust þeir Gunnlaugur, Oddur og Guðmundur. Þriðja þrautin var stutt brekka með moldar- og malarbarði efst og aftur voru það þeir Gunnlaugur, Oddur og Guðmundur sem komust upp. Fjórða þrautin var mjög löng Oddur Garðarsson lenti I ýmsum vandræðum I timabrautinni. Dekkin undir jeppanum voru svo breið að hann átti I erfiðleikum með að ná kröppustu beygjunum. Hér missti hann vinstra framhorn bilsins niður I dekkjagryfjuna og þurfti að bakka upp úr henni aftur. Við það missti hann dýrmætan tíma. Stuttu seinna drapst á vélinni hjá honum þegar hann demdi sér niður I drullugryfjuna og varð að draga hann upp úr henni. Þessir erfiðleikar Odds urðu til þess að hann missti af þriðja sætinu. -DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Gunnlaugur. Þriðji hæsti var Oddur Garðarsson með 655 stig. Fjórði var Ólafur með 585 stig og Ingvar var með 395 stig. Eftir hléið voru tvær tímabrautir lagðar fyrir keppendurna. Var sú fyrri stutt og bein en öll sundurgrafin svo að hún líktist einna helzt trölla- þvottabretti. Guðmundur fór fyrstur I hana og fór alltof geyst því jeppinn byrjaði að hoppa eins og körfubolti i skorningunum svo að öll hjólin voru á lofti í metra hæð í einu. Sló Guðmundur af jeppanum en þegar hann lenti drapst á vélinni og tókst Guðmundi ekki að komast út brautina, þar sem bíllinn var startara- laus, og hann kom honum ekki aftur í gang. Gunnlaugur náði hins vegar bezta tímanum í brautinni og jók þar með forskot sitt. Seinni timabrautin var mun lengri og voru ýmsar hindranir i henni. Meðal þeirra voru moldargryfjur, barð, dekkjagryfja og drullupyttur. Aftur var það Gunnlaugur sem náði bezta timanum og var þarmeðbúinn að tryggja sér sigurinn í keppninni. Hlaut Gunnlaugur 1340 stig i keppninni. Annar varð Guðmundur með 1045 stig og þriðji varð Ólafur en honum hafði tekizt að skjóta sér fram fyrir Odd i timabrautunum. Hlaut Ólafur 1005 stig. Þess má að lokum geta að Gunnlaugur sigraði einnig í torfærukeppninni á Hellu síðastliðið vor. -J.A.K.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.