Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 10
10 4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. T ref jaríkt fæði þýðir lengra líf Skyrið betri megrunarfæða en ýmsar aðrar mjólkurvörur — en það vill oft gleymast og fólk einblínir á það sem það sér í útlöndum og les um t.d. í dönsku blöðunum, — segir sölustjóri M.S. á predikunum hans, hann væri bara einhver sérvitringur sem enginn hlust- aði á. Við lækningastarfið í Afríku komst Dennis að því hversu ólíkir Afríkubúar eru Evrópubúum. Á Vesturlöndum eru sjúkrahús full af fólki með sjúkdóma sem ekki finnast i Afríku og annars staðar i heimin- um. Ástæðan liggur i mataræðinu að því er Dennis telur. Vesturlandabúar skilja trefjaefnið frá kolvetnaríka matnum sem þeir neyta, til dæmis má nefna hvitt hveiti. Þetta ásamt öðru leiðir það af sér að 40% þeirra eru of þungir. Í Úganda sem öðrum þróunarlöndum neyta menn tvisvar og hálfu sinnum meiri trefjaefna en Vesturlandabúar gera með því að borða sterkjuríka fæðu eins og hýðis- hrísgrjón, kartöflur, maís og fleira. Borðið meira hýði Trefjaefni, sem að sögn Dennis er afar mikilvægur hluti fæðunnar, er i mörgum fæðutegundum. Mest er þó af trefjaefni i kornhýði og þar næst i ómöluðu korni eins og rúgi, byggi og hrísgrjónum. Baunir og hnetur, rótargrænmeti eins og gulrætur og kartöflur eru einnig ágætur trefja- efnisgjafi. Dennis er alveg á móti áti á pillum með trefjaefnum i. „Við eigum að neyta fæðunnar á meðan trefjaefnið er ennþá í henni,” segir hann. Þar eð trefjaefnið drekkur í sig margfalda þyngd sína af vökva verða hægðir mýkri og auðveldara að losna við þær af trefjaneyzlu. Hröð umferð matarins í gegnum ristilinn minnkar hættu á krabbameini, segir Dennis. Trefjamikil fæða er einnig að hans sögn ágætis megrunarfæða, þar eð menn verði saddir af henni án þess að fitna. Fæði Vesturlandabúa telur hann að i heild ætti að færast meira til þess horfs sem fæði manna i þriðja heiminum er í. Þar er offita nær óþekki og menn megrast venju- lega eftir miðjan aldur. Þá fyrst byrja hins vegar Vesturlandabúar að fitna. Dennis Burkitt er ekki eins ofsatrú- aður á neyzlu fitulauss matar og margir næringarfræðingar um allan ,,í allri umræðunni um fitulitlar mjólkurvörur virðist fólk gleyma skyrinu,” sagði Oddur Helgason sölustjóri MS. „Skyrið er íslenzk af- urð og er það fitusnautt. Það eru oft háværari raddir um vörur sem fólk sér erlendis og í t.d. dönsku blöðun- um.” Salan á skyri er alltaf nokkuð jöfn. Þó virðist hún fara aðeins niður á við, ef velmegun ríkir í þjóðfélaginu. Ejn um leið og eitthvað harðnar á dalnum, stigur salan á ný. Hægt er að fá skyr sem er hrært og selt i plastdósum og einnig óhrært skyr. Hver er munurinn? „Tvær aðferðir eru nolaðar hér- lendis við síun á skyri. Sú gamla er að sia í gegnum dúk og er hún miklu seinvirkari og rúmfrekari en hin, að skilja mysuna frá skyrinu í skilvindu, eins og gert er við skyrið sem selt er í boxum. Úr skilvindunni kemur það mýkra án þess að það sé hrært sér- staklega. Skyrsalan er nú 80% skil- vinduskyr og 20% siuskyr. Sama verð er á báðum tegundum, en hægt að drýgja síuskyrið meira með mjólk eða vatni. Rétt er að taka fram að það er ekki til neitt „Reykjavíkurskyr”, því skyr er ekki framleitt i Reykjavík. Það kemur frá Selfossi og Borgarnesi,” sagði Oddur Helgason. Hann benti einnig á að það væru nánast sömu gerlar í skyri og jógúrt. Skyr er þó að mörgu leyti heppilegri megrunarfæða en jógúrt, þvi það er algjörlega fitusnautt. í jógúrt er fitan 3,4%. Fyrir nokkrum árum var efnt til uppskriftasamkeppni á vegum Mjólkursamsölunnar. Gífurleg þátt- taka var í keppninni. Alls bárust um 1600 uppskriftir af skyrréttum. Mætti benda Mjólkursamsölunni á að auglýsa þessar uppskriftir og gefa fólki þannig kost á að notfæra sér þær. - A.Bj. I Skyrið gleymist stundum i öllu megrunartalinu, segir sölustjóri Mjólkursamsölunnar. Það er fitusnautt og því tilvalin megrunarfæða. DB-mynd Sig. Þorri. „Minni fita, minni sykur, minni vinandi. minna salt en meiri trefja- efni,” er það sem doktor Dennis Burkitt, 69 ára gamall enskur líf- fræðingur, mælir með sem mataræði núlimamannsins. Dennis, sem gjarn- an er kallaður hýðismaðurinn vegna þess að kornhýði er aðaluppistaða trefjaefnis, hefur samið greinaflokk um gildi trefjamikillar fæðu. Nýjasta bókin hans, ,Borðið rétt”, er nýkom- in á markað. Dennis segir að þar til á allra sið- ustu tímum hafi trefjaefni verið van- metið sem hluti af fæðu mannsins. Mönnum sem ráðlagðir séu sérstakir matarkúrar sé því ekki ráðlagt að neyta trefjaefnis. En trefjaefnið verndi menn gegn mörgum af þeim sjúkdómum sem hrjá Vesturlanda- búa. Meðal þeirra eru harðlífi, maga- sár, krabbamein í ristli og gallsteinar. Burkitt var áður en hann sneri sér að þvi að predika trefjarikt fæði skurðlæknir í Úganda. Hann er þekktur innan læknavísindanna fyrir uppgötvun lymphoma, eins konar krabbameins í börnum sem oft er hægt að lækna með lyfjagjöf. Hann segir reyndar að væri ekki fyrir þá uppgötvun tæki líklega enginn mark Þrátt fyrir aldurinn er Dennis friskur eins og ungur maður. Þarna nær hann af sér nokkrum af hinum voðalcgu hitaeiningum. Loksins orðið við óskum neytenda: Óblönduð jógúrt um áramót Eitt af því sem neytendur hafa eindregið óskað eftir að fá á markaðinn er óblönduð jógúrt. Við á Neytendasíðunni höfum margoft fært þetta í tal við forráðamenn Sam- sölunnar. Á fundi með Guðlaugi Björgvinssyni forstjóra Samsölunnar og Oddi Helgasyni sölustjóra kom i Ijós, að um áramótin má gera ráð fyrir að þessi draumur neytenda rætist og óblönduð jógúrt komi á markaðinn. Aðalmótbárurnar gegn því að hafa þessa vöru á markaðnum hefur hingað til verið að neytendur hafi ekki viljað kaupa þessa vöru þegar hún var á boðstólum. Nú hefur for- ráðamönnum Samsölunnar verið bent á að vel megi vera að fólk hafi ekki kunnað að meta hreina jógúrt þá en þaðgerir það áreiðanlega í dag. 10 lítrar á dag Framleiðsla á hreinni jógúrt hófst í júníbyrjun árið 1973. Framleiðslunni var hætt í ársbyrjun 1977. Þá var salan komin niður í 10 lítra á dag. Útsölustaðir á Stór- Reykjavíkursvæðinu voru þá um hundrað og sjötíu talsins. Má sjá í hendi sér hve óhagkvæm fram- leiðslan var orðin og eftirspurnarlítil. Og því var framleiðslunni hætt. Sala á ávaxtajógúrt hefur sífellt aukizt og er nú 4—5000 lítrar á dag. En fyrir eindregin tilmæli frá neytendum hefur nú verið ákveðið að reyna aftur framleiðslu á hreinni jógúrt kringum næstu áramót. heim. Hann segir að fólk verði að fá að neyla örlítils af smjöii.smjörlikis og kjöts. Betra sé að borða litla steik með stórri kartöflu en öfugt því kjöt- neyzla í hinum vestræna heimi sé allt, allt of mikil. Með áframhaldandi þróun fari líka svo að kjötneyzla hljóti að minnka og að lokum verði kjötið eins og smáaukakrydd með jurtafæðunni. Ráð Dennis Burkitteru: • Borðið brauð úr korni með hýðinu á. • Borðið trefjaríkan morgunmat. Hann má þekkja úr öðrum pakka- mat á þvt að á pökkunum stendur venjulega orðið „bran”. • Borðið soðnar eða bakaðar kart- öflur með hýðinu. • Reynið nýjar grænmetistegundir eins og spínat, brokál, blómkál og salat. Notið litla salatsósu, hún inniheldur mikla fitu. • Notið meiraaf baunum. Burkitt segist sjálfur fara að meginhluta eftir þessunt reglum. Hann borðar að minnsta kosti fimm sneiðar á dag af heimabökuðu hýðis- brauði, í morgunverð etur hann gróft korn en fær sér mjólk út á og meira að segja stundum örlítið sykurkofn. Burkitt er sjötugur og friskur eins og unglingur. Þýtl úr People, DS Dennis Burkitt sýnir hér aðalinnihald trefjaefna, heilhveiti. Brauð bakað úr heil- hveiti inniheldur þrisvar sinnum meira af trefjaefnum en franskbrauð. DB á ne ytendamarkaðí ANNA BJARNASON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.