Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 23.09.1980, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 17 Hvers vegna vilt’ekki skyr? Kveðjustund Upplyftingar var um síðustu helgi af sólóplötu Pálma Gunnarssonar, ,,Við höfum okkur eitt þegar blaðamenn DB komu upp á mið . . . að skemir.ta fólki,” þriðju hæð Klúbbsins á fimmtudags- Haukur Ingibergsson gítarl kvöldið var. Og að því lagi loknu söngvari og skólastjóri er Fólk undu félagarnir sér i Einsa kalda úr hitti liðsmenn Upplyftingar að Eyjunum og fleiri góðum lögum, sem leikhléi. Auk hans eru i I gengið hafa á sveitaböllum áratugum sveitinni Birgir Sævar Jóhar saman. Það var lika sannkölluð gitarleikariog kennari, Þórlaug sveitaballsstemmning á hæðinni. hannsson t: ommuleikari og ne Fólk söng fullum hálsi með hljóm- og loks aðalnikkari hljómsveit sveitinni, kátínan var slík, að annað ar Kristján B. Snorrason, sem eins hefur varla sézt á reykvískum framt er söngvari og nemandi skemmtistað síðan Upplyfting var ætla þeir að eyða næsta vetri í síðast á ferðinni syðra. vinnuskólanum að Bifröst. Hljómsveitin Upplyfting er búin að gera víðreist um landið í sumar. Hún hefur spilað í svotil hverju einasta félagsheimili landsins, sem eitthvað kveður að og meira að segja lagt leið sína til Grimseyjar og Hriseyjar. „Kveðjustund” Upplyftingar var í Klúbbnum í Reykjavík um síðustu ,helgi. Skólastarfið er farið að kalla á tiðsmenn hennar, sem eru skólastjóri, kennari og tveir nemendur þeirra. „Við drögum mjög úr spila- mennskunni í vetur vegna skólans,” sögðu félagarnir í Upplyftingu. „Það verður rétt einstaka sinnum sem við grípum í hljóðfærin. En næsta sumar má búast við að við tökum upp þráðinn að nýju. Við erum síður en svo að leggja þessa hljómsveit niður, sem hefur starfað allar götur siðan árið 1977 — með mismunandi mannaskipan að vísu.” Baldur orðinn kvikmynda gagnrýn- „Hvers vegna vilt’ekki skyr,” söng Upplyfting hástöfum við velþekkt lag Baldur Hjaltason líffræðingur og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi DB, dvelur í Japan við nám og störf og hefur sent blaðinu fjölda greina um kvikmyndir og þjóðfélagshætti þar í iandi. Fyrir skömmu barst DB bréf frá Baldri þar sem hann segir frá 'sínum högum og kemur þar m.a. fram að hann er orðinn kvikmynda- gagnrýnandi dagblaðsins Asahi Eve- ning News sem er eina síðdegisblaðið í Japan sem gefið er út á ensku. Segir hann starfið gefa sæmilegt í aðra hönd, auk þess sem það spari honum margan bíómiðann sem nú kostar yfir 3000 krónur íslenskar. Baldur hefur stundað nám í jap- önsku með rannsóknarstörfum sín- um í Tokýo og á næstunni hlýtur hann eldskírn í málinu, er hann flytur tvö erindi á japönsku á ráðstefnu efnafræðinga i Kushuu. Segir hann magavöðvana vera farna að stífna við tilhugsunina. DB óskar honum alls hins besta. Skólastjórinn, kennarinn og nemendurnir i Uppfyftingu. Skólastarfið i vetur kemur i ireg fyrir að hljómsveitin geti starfað éfram. DB-myndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Austurríkismaður, Erich Mitter- múhler að nafni, heimsótti ísland fyrir nokkrum vikum og eyddi þá þremur dögum í Reykjavík. Eitt það merkilegasta, sem hann rak augun i, voru að hans dómi blaðastrákarnir. í bréfi, sem hann sendi Dagblaðinu, segir meðal annars að slík blaðasala sé bönnuð í heimalandi hans. Hún fari að mestu leyti fram í litlum blað- söluturnum og sjái erlendir innflytj- endur aðallega um hana. Mittermúhler tók nokkrar myndir í Reykjavík. Meðal annars var ein af blaðsölustrák, sem stendur fyrir utan hús Brunabótafélagsins við Hlemm. Hánn sendi myndina með bréfinu og óskaði eftir þvi að við hefðum upp á drengnum og gæfum honum mynd- ina. Blaðsöludrengurinn er því beðinn um að hafa samband við ritstjórn Dagblaðsins í Síðumúla 12. Þar fær hann myndina af sér afhenta um hæl. Iris Murdoch, „langar að semja söngleik næst". (DB-mynd Hörðuri ÁSGEIR TÓMASSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.