Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 5

Dagblaðið - 23.09.1980, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1980. 20 YNGSTU FUIGMENNIRNIR STARFA Á EVRÓPULEHMJNUM — og FÍA vill því ekki hreinan starfsaldurslista heldur uppsagnir eftir flugleiðum og samdrætti „Svo mikið bar á milli sjónarmiða Félags íslenzkra atvinnuflugmanna og Félags Loftleiðaflugmanna, að tilgangslaust þótti að halda þeim viðræðum áfram,” sagði Gunnar G. Schram prófessor, sérstakur sátta- semjari í málum flugmanna. ,,Full- trúar beggja félaga urðu ásáttir um að slá frekari viðræðum um samein- ingu slarfsaldurslistans á frest og til- kynnti ég samgönguráðherra þá niðurstöðu á föstudaginn,” sagði Gunnar. Ðeilurnar um sameiningu starls- aldurslista flugmanna hafa engan árangur borið. Félag Loftleiðaflug- manna vill nú láta starfsaldur ráða en FÍA vill að uppsagnir verði á þeim flugleiðunt sem samdráttur hefur orðið og verður á. Ef starfsaldur yrði lálinn ráða yrðu um 20 neðstu menn á þeim lista í hópi Félagsisl. atvinnuflugmanna þá fyrsi fyrir uppsögnum, en FÍA menn vilja að uppsagnir fari eftir flugleiðum einsogfyrrsegir. Gunnar G. Schram sagði að milli- leiðir í þessu máli hefðu komið til umræðu en ekki náðst um þær sam- komulag. Einhvern næstu daga munu hefjast viðræður um heildarkjarasamning milli Flugleiða og Flugmanna. Samningur þessi hefur verið laus siðan 1. febrúar sl., en þá sögðu Flugleiðir samningum upp og hefur það ekki gerzt fyrr. Hafa flugmenn siðan notið óbreyttra kjara sam- kvæmt gamla samningnum. Um leið og Flugleiðir sögðu samningi við flugmenn upp lagði félagið fram uppkast að nýjum samninghiðsógn Gunnars. Umræður um það og gugnkröfur flugmanna hefjast mjög bráðlega. -A.St. „Við viljum hæfasta fólkið” — segir Erling Aspelund „Starfsaldurslistinn ráði” — segja flugfreyjur Piltarnir tveir með einkennishúfurflugmannafélaganna tveggja eru vinalegir hvor við annan. Hið sama verður varla sagt um flugmennina sjálfa. Endurráðning 68 flugfreyja af þeim 130 sem starfað hafa hjá Flug- leiðum og fengu allar uppsagnarbréf miðað við I. desember, var nánast í kyrrstöðu í gær þrátt fyrir funda- höld. Áttu ráðamenn Flugleiða og talsmenn flugfreyja um klukkustund- arfund í gær. Á honum miðaði litið sem ekkert. Flugfreyjur segja: „Málið er í sama farinu og fyrir helgina.” Framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða, Erling Aspelund, sagði: „Málið er í biðstöðu”. Jófríður Björnsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins tjáði DB að óskir Flugleiða væru að endurráða þær 68 flugfreyjur sem ráðamenn félagsins vildu. Þessu hefði Flugfreyjufélagið mótmælt harðlega og tilkynnt að félagið gæti ekki sætt sig við aðra aðferð við endurráðningar nú en gilt hefði á undanförnum árum. Að dómi félagsins ætti starfsaldurslistinn einn að skera úr um hverjar yrðu endurráðnar. Jófríður sagði að fulltrúar Flug- freyjufélagsins hefðu gengið á fund Steingrims Hermannssonar sam- gönguráðherra og Svavars Gests- sonar félagsmálaráðherra, skýrt þeim frá þeirra afstöðu og almennt frá sjónarmiðum flugfreyja og félagsins i þessu máli. Erling Aspelund framkvæmda- stjóri stjórnunarsviðs Flugleiða sagði að Flugleiðir vildu fá að endurráða hæfustu flugfreyjurnar. Með því væri ekki sagt að einhver eða einhverjar væru óhæfar. Þetta val Flugleiða á starfsfólki hefði verið algild regla um uppsagnir og endur- ráðningar í öðrum deildum félagsins. Erling sagði að Flugleiðir hefðu boðið Flugfreyjufélaginu ýmsa samningakosti, þar á meðal launa- laus leyfi sem margar vildu oft taka á veturna, hlutastörf og loks samráð um endurráðningu fleiri flugfreyja ef þeirra yrði þörf, t.d. ef ákveðið yrði að auka aftur Atlantshafsflugið. Ákvörðun þar um væri i deiglunni og stjórnarfundur nk. föstudag kynni að taka ákvörðun þar um. Grundvallaratriðið er að við viljum ráða hvaða starfsfólk við ráðum aftur af þeim sem i Flug- freyjufélaginu eru. Erling kvað fluglieyjur hal't sk< n Flugleiðamönnum frá viði • ðum við ráðherrana gær og þæi I. iðn beðið um aó lokaákvörðun um endurráðningar yrðu eU i teknar fyn en að afloknum næsia rikisstjórnar- fundi. Málið er þvi í biðstöðu. Kavi Rolvaag fyrrverandi ríkisstjóri og sendiherra: AÐALVANDINN ER AÐ VIDURKENNA SJÁLFUR EIGIN ÁFENGISSÝKI — áfengissýki þriðji maimskæðasti sjúkdómurinn hér í heimi — aðeins krabbinn og hjartasjúkdómar fella fleiri að velli „AA samtökin gera gagn í bar- áttunni gegn áfengisbölinu. Ég veit ekki hvers vegna. En leiðin er að hætta að spyrja og notfæra sér aðstoð AA samtakanna. Það hefur verið mér ómetanlegt gagn og nú hef ég ekki smakkað áfengi í tæplega þrjú ár.” Þetla, meðal annars, kom fram á blaðamannafundi i gær með Karli Rolvaag fyrrverandi rikisstjóra og vararíkisstjóra i Minnesoia i Bandarikjunum og lyrrvcrandi sendiherra lands síns á tslandi á sjöunda áratugnum. Karl Rolvaag er nú staddur hér á landi i boði SÁÁ Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið og samtaka nokkurra Islendinga sem verið hafa á Hazelden sjúkrahúsinu i Minnesota vegna áfengisvanda sins. Siðarnelndu samtökin eru nefnd Hazeldenhópurinn en félagar hans koma öðru hverju saman til skrafs og ráðagerða. Karl Rolvaag kom til landsins i gær og verður hér í viku. Hann mun ræða um áfengismál á opnum fundi AA samtakanna þar sem almenningi er heimill aðgangur. Einnig hyggjast SÁÁ samtökin standa fyrir borgarafundi um áfengismál og stefnu í áfengisvörnum hér á landi. Þar mun Karl Rolvaag tala og einnig er ætlunin að fá fulltrúa islenzkra stjórnvalda til þátttöku. „Aðalvandi alkóhólista er að ná því stigi að viðurkenna fyrir sjálfum sér að áfengisneyzla sé orðin vandamál sem hann er ekki fær um að leysa af eigin rammleik,” agði Karl Rolvaag. „Sjálfur trúði ég því lengst af að ég væri einn af jieim sem hætt gæti á morgun ef ég aðeins tæki um það á- kvörðun. Það var ekki rétt. Það var ekki fyrr en árið 1977, sem ég viður- kenndi áfengisvanda minn fyrir sjálfum mér. Þá hafði ég farið hvað eftir annað til meðferðar á sjúkrahús, en án árangurs. " j—■> %• ' v'-'i ' ' V-* •■.'>*V‘iU „Tilkynningin um að ég værí hættur opinberum afskiptum af stjórnmálum vegna þess að ég þyrfti að leysa minn eigin áfengisvanda var erfiðasta ákvörðun lifs mfns,” sagði Karl Rolvaag. Hann erlengsttil vinstri, i miðið er Hilmar Helgason, formaður SÁÁ og þá Már Egilsson stórkaupmaður einn úr Hazeldenhópnum, sem hafði forgöngu um að Rolvaag kæmi hingað til lands. SKILVIS DAGBLAÐSDRENGUR FANN GLERAUGU AF BARNI — var á leið í Dagblaðsbíó síðastliðinn sunnudag Níu ára gamall Dagblaðsdrengur fann gleraugu á gangstéttinni á Barónsstígnum rétt fyrir ofan Hafnarbíó þegar hann var á leiðinni í Dagblaðsbíó þar á sunnudaginn var. Dagblaðsdrengurinn, Benedikt Jón Garðarsson, taldi að gleraugun gætu orðið fyrir hnjaski og ef til vill skemmzt ef hann léti þau liggja þarna á gangstéttinni. Þess vegna tók hann þau uppoggeymdi þau. Gleraugun eru augsýnilega af barni. Eins og flest annað kosta gler- augu talsverða peninga. Það er því býsna óþægilegt fyrir hvern þann sem þarf að nota gleraugu að hafa þau ekki. Það er því von Benedikts Jóns og okkar á Dagblaðinu, að sá, sem tapaði gleraugunum sínum á ofan- greindum slóðum, sjái þessa frásögn. Gleraugnanna gelur þá eigandinn vitjað hjá Benedikt Jóni sem hefur sima 42615 eða hjá ritstjórn DB sem hefur síma 27022. -BS. Ég réttlætti áfengisneyzlu mina á margan hátt. Sem stjórnmálamaður sem var endurkjörinn hvað eftir annað þá gat ég ekki átt við áfengismál að etja,” sagði Karl Rolvaag. Árið 1977 þegar hann lýsti þvi yfir opinberlega að hann væri hættur opinberum afskiptum af stjórnmálum vegna þess að hann yrði að reyna að fmna lausn á áfengissýki sinni vakti það mikla athygli i Bandaríkjunum og utan þeirra. „Áfengissýki er þriðji banvænasti sjúkdómur i heimi. Aðeins krabbamein og hjartasjúkdómar eru mann- skæðari,” sagði ríkisstjórinn og sendi- herrann fyrrverandi. Meðferð áfengisjúklinga þykir komin framarlega í Minnesota. Sagði Karl Rolvaag að þar væri litið á áfengissýki sem einn þátt ofneyzlu fíkniefna. Karl Rolvaag er nú hættur beinum störfum en er í forustu fyrir baráttunni fyrir endurkjöri Jimmy Carter Banda- rikjaforseta og Walter Mondale vara- forseta í embætti í kosningunum hinn 4. nóvember næstkomandi. „Tilkynningin um að ég væri hættur opinberum afskiptum af stjórn- málum var erfiðasta ákvörðun lífs mins,” sagði Karl Rolvaag. -ÖG. STILL VÖRULYFTARAR til afgreiðslu með stuttum fyrirvara, rafmagns- og dísil-, nýir og uppgerðir frá verksmiðju. Greiðslukjör. Uppl. í síma |JftKJÓNSSON&CO.HF.~ ^MSS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.